Morgunblaðið - 16.09.1980, Page 15

Morgunblaðið - 16.09.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 15 urðu því Loftleiðamenn undir og áhrif þeirra á stjórn fyrirtækisins því ekki meiri en raun ber vitni og hefur verið svo æ síðan. Hvað telur þú að sé framundan í starfi Flugleiða ? Starfsandinn tapaður — Núna virðist stefnan ein- göngu sú að loka og draga saman og það er engu líkara en menn hafi ekki lengur áhuga á því að reyna að halda úti flugrekstri þar sem ekki verður lengur reynt að selja sætin. Flugleiðir eru stórt fyrir- tæki og starfsandinn virðist far- inn að tapast, menn eru ekki lengur haldnir sama áhuganum og var og kannski er það þess vegna sem menn ætla að gefast upp. Loftleiðaarmurinn hefur ekki völd eða áhrif til að breyta stefnunni og því ekki hægt að sjá að hann fái að gert. Eðlilegast væri að halda áfram flugrekstri héðan yfir Atl- antshafið vegna þeirra atvinnu- tækifæra, sem slíkt flug skapar í ferðamannaiðnaði. Væri þá æski- legt að vera i samvinnu við Luxemborgara þar eð þeir eru lítil þjóð eins og við og vel staðsettir í hjarta Evrópu. Vel ætti að vera hægt að stofna annað félag um þess konar rekst- ur, — það er að minnsta kosti búið að segja upp nógu mörgu fólki til að starfa við það, sagði Kristjana Milla Thorsteinsson að lokum. Stjórnin víða gagnrýnd Nánast er sama við hvérja af starfsmönnum Flugleiða er talað meðal flugliðsins, alls staðar kem- ur upp gagnrýnistónn á stjórn félagsins. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvort sú gagnrýni er aðallega sprottin upp nú þegar öllu flugliðinu hefur verið sagt upp eða hvort hún hefur búið lengi um sig. Margir segja stjórnina hafa endurnýjast of lítið þessi ár og telja að starfsmenn félagsins geti ekki fylkt sér um hana fyrr en þar hafi farið fram mannaskipti og jafnvel forstjóraskipti. Nefna sumir að erlendur forstjóri verði að koma til svo að hann nái til manna og jafnvægi haldist. Þá telja menn að þeir sem nú sitja í stjórn fylgist ekki nægilega vel með daglegum störfum fyrirtæk- isins til að geta tekið stefnumark- andi ákvarðanir, þarna séu ekki lengur menn sem eigi lífsafkomu sína alla og starf undir því að félagið gangi vel. Á yfirborðinu virðist stjórnin slétt og felld. Mál eru þar sögð afgreidd samhljóða og einhugur er sagður ríkja um hvaðeina sem þar er ákveðið. Hins vegar kemur ekki fram sá undirtónn, sem oft kveður við á stjórnarfundum. Þar er öll umræða trúnaðarmál og tekst lítt að draga hana fram í dagsljósið, en þó greina heimildir að á stjórnarfundum séu málin oft lögð fram einungis til að fá þau samþykkt og þar dugi lítil um- ræða. Minnihlutinn, sem ber fram breytingartillögur eða biður um frest til að athuga ýmis mál, fær ekki vilja sínum framgengt. And- mæli eða umræður ná ekki út fyrir stjónarfundaherbergið og því lítur út fyrir að málin séu afgreidd samhljóða. Gamlir Loftleiðamenn telja að Sigurður Helgason hafi nánast svikist undan merkjum þegar hann snýst á sveif með Flugfélagsmönnum, en þeir ásamt fulltrúum Eimskipafélagsins hafa nú undirtökin í stjórninni. Minni- hlutinn má sín ekki mikils og lítið dugar fyrir hann að hafa í hótun- um um að ganga úr stjórn, því meirihlutinn myndi einungis fagna því og þá yrðu áhrif Loft- leiða orðin lítil. HL/jt I næsta fimmtudagsblaði: SAMKEPPNIN í FLUGHEIMINUM Auk þess fjallað um flugflota Flugleiða og hvað framundan er í flugvélakaupum, fjallaö um samkeppnina í ferðamannaiðnaðinum og erfiðleika flugheimsins Flugslys voru tíð i fyrstu árum flugsamgangna. Því réöu ófullkomin tæki og erfiðar aðstæður. Á þessu var ráðin mikil bót um miðjan sjötta áratuginn þegar radíóvitakerfið var sett hér upp. Á þessari mynd er hópurinn sem vann þaö verk. Myndirnar tók ÓI.K.M. Frá komu annarrar Boeing 727-þotu Flugfélags íslands til Reykjavíkur 1971. Þotan var skýrð Sólfaxi. Innritun i skólana hefst fimmtudaginn september Dansskóli Siguröar Hákonarsonar. Dansskóli Sigvalda. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar. \ ___ DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi fyrsta aökoman. Huröir hf. kynna útihurðir úr Hemlock, bandarískum harðviði. Vandaðar hurðir, útskornar á mismunandi hátt. Hurðaflekarnir afhendast tilbúnir undir meðferð (olíu, fúavarnarefni e. þ. h.). Mjög hagstætt verð. HURÐIRHF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 816 55 Akureyri: Akurvík Sími: 96-22233 títi- hnrðin EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.