Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 Friðrik Sophusson alþm.: Fyrsti þáttur þjóð- nýtingartilraunar „Ég hef aldrei sett fram ákveðn- ar skoðanir um þjóðnýtingu Flug- leiða,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Helgarpóstinum um síðustu heigi. Síðar í viðtalinu segir hann, að slíkar hugmyndir séu varla tímabærar, því að fyrst þurfi að greina á milli nauðsyn- legs flugs innanlands og við næstu nágrannalönd og áhættuflugs. Rétt er að vekja athygli á þessum gagnsæju ummælum for- manns þingflokks Alþýðubanda- lagsins vegna þeirrar einföldu staðreyndar, að hann hefur a.m.k. um tveggja ára skeið unnið mark- visst að því að koma flugmálunum á opinberar hendur. Hvatvísar yfirlýsingar Ólafs Ragnars, klám- högg Baldurs Óskarssonar, starfs- manns Alþýðubandalagsins og sérlegs eftirlitsmanns fjármála- ráðherra með starfsemi P’lugleiða, og afskipti Arnmundar Backman, aðstoðarmanns Svavars Gestsson- ar, eru samræmdar aðgerðir til að koma Flugleiðum á kné, þótt yfirvarpið sé annað. Þetta er að þeirra mati fyrsti þátturinn í þjóðnýtingartilrauninni. Tilgangur Ólafs Ragnars Þegar Ólafur Ragnar Grímsson flutti tillögu sína á Alþingi um rannsóknarnefnd til að kanna rekstur Flugleiða og Eimskips, kom vel fram hver hans megin: sjónarmið eru í þessum málum. í tillögu hans segir, að þau grund- vallarmarkmið sem samgöngu- kerfi þjóðarinnar eigi að þjóna, séu „Að öryggi þjóðarinnar á sviði samgangna við umheiminn sé ekki í höndum einokunaraðila, sem fyrst og fremst starfa á grundvelli þröngra gróðasjónarmiða og ann- arra viðskiptahagsmuna. Að ódýrastar flugsamgöngur séu við þær þjóðir, sem Íslending- um eru skyldastar og almenningur vill hafa víðtækust samskipti við hvað snertir menningu, félagslegt starf og persónuleg erindi." Eins og rækilega kemur fram í þessum tilvitnuðu orðum úr þings- ályktunartillögunni, vakir það fyrir flutningsmanni að rjúfa þann viðskiptalega grundvöll, sem flugmál þjóðarinnar hafa staðið á. Slíkt verður ekki gert nema með opinberum afskiptum og til þess að lýsa frekar við hvað Ólafur Ragnar á í því sambandi, tel ég rétt að birta eftirfarandi klausu úr framsöguræðu hans með áð- urgreindri tillögu: „Meðal nágrannaþjóða okkar á Vesturlöndum er samgöngukerfið talið slíkur grundvallarþáttur í allri gerð þjóðfélagsins að full- trúum almannavaldsins eru sköp- uð margvísleg tækifæri til að hafa eftirlit með starfsemi mikilvæg- Ólafur Ragnar Grímsson. ustu fyrirtækjanna á þessu sviði og slík fyrirtæki eru oft og iðulega tekin tl ítarlegrar umræðu og skoðunar á opinberum vettvangi. I flestum þessara landa hefur forræði kjörinna fulltrúa þjóðar- innar yfir mikilvægustu greinum samgöngukerfisins verið tryggt á þann hátt, að opinberir aðilar hafa ýmist að öllu leyti eða á afgerandi hátt verið eignaraðilar að mikilvægustu samgöngufyrir- tækjunum og er þannig leitazt við að tryggja, að samgöngukerfið þjóni hverju sinni almennum þjóðhagssjónarmiðum og velferð- arsjónarmiðum fólksins í landinu. Hér á landi hefur hins vegar orðið sú þróun, að öflugustu fyrirtækin í samgöngukerfi þjóðarinnar eru einkafyrirtæki og hefur mikilvægi þessara fyrirtækja aukizt til muna á allra síðustu árum.“ Eins og þessi tilvitnun ber með sér, vakir það fyrir Ólafi, að ríkisafskipti leiði til opinberrar stjórnunar á þessum þætti at- vinnulífsins og vandséð er, að það geti gerzt nema með fullkominni þjóðnýtingu eða a.m.k. meiri- hlutaaðild ríkisins. Ólafur hefur ávallt litið á af- skipti ríkisins sem afar nauðsyn- legan þátt. Um afskipti vinstri Parkinson. stjórnarinnar 1971—74 segir hann: „Sú saga er ágætt dæmi um það á hvern hátt stjórnvöld geta verið knúin til að grípa inn í rekstur veigamikilla einkafyrir- tækja til að tryggja framgang þjóðarhagsmuna og leiða fyrir- tækin sjálf af rangri braut." Lýsing Parkinsons Afstaða Ólafs Ragnars og þeirra fóstbræðra í Alþýðubanda- laginu er dæmigerð fyrir viðhorf samhyggjumanna á Vesturlönd- um. Northcote Parkinson, sá hinn sami og varð heimsfrægur fyrir Parkinsons-lögmálið og flutti hér á landi fyrirlestra á síðasta ári, hefur lýst þessu fyrirbæri afarvel. í ræðu, sem hann flutti í Banda- ríkjunum haustið 1978, sagði Parkinson m.a.: „Nánast alls staðar búa at- vinnurekendur við andstætt al- menningsálit, þar sem sjónvarp og dagblöð draga upp dapurlega mynd af atvinnurekstri. Þetta á kannski ekki að öllu leyti við í Bandaríkjunum, en í Evrópu, þar sem ríkisstjórnir eru annaðhvort sósíalískar eða undir sterkum sósíalískum áhrifum, er þetta nánast viðtekin venja. Hvarvetna er gengið út frá því, að kjörnir stjórnmálamenn og launaðir emb- ættismenn hafi tiltölulega háleit- ar hugsanir og vinni að almanna- heill. Jafnsterk er hin trúin, að atvinnurekendur hafi aðeins eitt leiðarljós: Eigin hagnað. Viðtekin vinstri sinnuð þjóðfélagsskoðun byggir á því, að atvinnurekendur séu ógnun sem haldi sig í skefjum að nokkru leyti af prófessorum, blaðamönnum og sjónvarpsskýr- endum með háleit markmið. Fjölþjóðafyrirtæki eru oft eftir- lætisskotmark skammanna vegna þess að við hina vondu hagnaðar- leiki bæti þau þeim glæp að horfa út fyrir ríkjalandamæri og sjá heiminn sem eina heild. Prófess- orar skýra fyrir stúdentum eig- ingjörn markmið atvinnurekstrar, stúdentarnir verða kennarar, sem skýra sömu kenningu fyrir nem- endum sínum. Unglingar hverfa úr skóla án snefils vitundar um gang atvinnulífsins. Þeim finnst að þjóðfélagið muni hugsa um þá og hafa enga raunverulega þörf fyrir að hugsa um sig sjálfir. Þeir hafa fastmótaðar hugmyndir um réttindi sín, en aðeins óljósan grun um skyldurnar. Kenningar um efnahagsmál þekkja þeir lítið og atvinnurekstrarerfiðleika alls ekki. Að þessu fólki beina vinstri hugmyndafræðingar hlutdrægum boðskap sínum." Ég held, að við þessi orð Park- insons þurfi engu að bæta. Við höfum skólabókardæmið á borð- inu. Friðrik Sophusson. Aðgerðir ríkisvaldsins Það er augljós tilgangur Ólafs Ragnars og Baldurs Óskarssonar og margra annarra kommúnista að þjóðnýta flugstarfsemina eins og ummæli þeirra sjálfra bera órækast vitni. En eiga þá stjórn- völd að sitja aðgerðalaus? Auðvitað verða íslenzk stjórn- völd að marka sér stefnu í flug- málum og efna til aðgerða, sem miða að farsælustu lausn málsins. Að mínu áliti verður að fara varlega í það að styrkja áfram- haldandi flug yfir Norður-Atl- antshafið með opinberu fé. Við verðum að hafa hugfast, að sam- keppnin þar er á milli flugfélaga, sem velta árlega fjármunum á borð við íslenzku fjárlögin og þaðan af hærri upphæðum. Atl- antshafsflugið er aðeins einn þátt- ur starfsemi sumra þessara flug- félaga, og þess vegna þola þau taprekstur á þessari leið um sinn. Ekki er þó hægt að útiloka beina aðstoð, einkum ef hún verður til þess að treysta samstarf við Lux- emborgara, sem getur verið okkur dýrmætt, þegar til lengri tíma er litið. Kominn er tími til, að við viðurkennum þá staðreynd, að ísland er ekki sjálfsagður við- komustaður á leiðinni yfir Norð- ur-Atlantshafið. Tæknin og lækk- uð flugfargjöld hafa gerbreytt afstöðu ferðamanna ti flugsins yfir Atlantshafið. Eigi viðkoma á Islandi að vera inni í myndinni í framtíðinni, verður það aðeins vegna þess að hér á landi sé eitthvað markvert að sjá fyrir ferðamenn, sem leið eiga á milli heimsálfanna. Islendingar hafa flutt út flug- þjónustu og aflað þannig gjaldeyr- is um margra ára skeið. I sjálfu sér er enginn munur á því, hvort menn flytja út slíka þjónustu með Portisch — Hiibner - Re8, 29. Dc2 - Rffi. 30. Bf3 Fimmta skák einvígisins sýnir vel styrkleika og veikleika beggja keppenda. Við skulum skipta henni í fjóra þætti. Fimmta einvígisskákin: Hvítt: Hiibner Svart: Portisch Enskur leikur 1. þáttur í f.vrsta þætti hristir Portisch nýjung fram úr erminni. 1. c4 — c5. 2. Rf3 - Rffi. 3. Rc3 - d5, 4. cxd5 — Rxd5. 5. el — Rb4, fi. Bc4 — Rd3+. Betra-er talið 6. — Be6, en Portisch er á öðru máli. 7. Ke2 - Rfl+,8. Kfl - Refi. 9. bl — cxb4. 10. Rd5 — gfi. Nýr leikur og góður. Svartur fær nú gott tafl. 11. Bh2 - Bg7. 12. Bxg7 - Rxg7. 13. Iíxbl - 0-0. 14. d4 — Bgl. 15. Dd2 - Bxf3. 16. gxf.3 - Rcfi. 17. Rxcfi - bxcfi. 2. þáttur Annar þáttur hefst á því, að Húbner leikur Ijótan leik. Smám saman fær hann tapað tafl. 18. f4? Þessi leikur veikir peðastöðu hvíts enn meir en orðið er. 18. — e6,19.1)e3 Slappur leikur. 19. — Dffi.20. Be2 - IIfd8.21.Hdl - Hab8. 22. a3 - Hb2. 23. Kg2 - IIdb8. 24. Hhel - H8b3. 25. IId3 - llxd.3. 2fi. I)xd3 Verra var 26. Bxd3 vegna Hb3 ásamt Rh5. 26. — Dxf4 Svartur hefur unnið peð. og auk þess hefur hann frumkva-ðið. Portisch hef- ur því vinningsstöðu. 3. þáttur Húbner teflir töpuðu töflin yfirleitt mjög vel, og hér fáum við að sjá enn eitt dæmi um það. 27. Hbl! Hrókur svarts var of ógnandi. 27. — Hxbl, 28. Dxbl — g5? Þessi hvassi leikur er í góðu samræmi við hvassan stíl Portisch, en stundum er gott að fara sér að engu óðslega. I þessari stöðu var betra að tefla rólega og leika 30. — Dg5+, 31. Kfl — Db5+ og svartur valdar c-peð sitt. Síðan getur hann bætt stöðu riddara síns, en hvítur getur aðeins beðið og vonað það besta. 31. h3 — h5, 32. e5 — g4, 33. Bxcfi Ekki 33. hxg4 — Rxg4 og svartur vinnur. 33. — gxh3+, 34. Kxh3 - Rgl, 35. f3 - Re3. 36. Dh2! Húbner teflir vörnina vel. Slæmt var 36. De4 vegna Dg5 og svartur vinnur. 36. — I)xh2+, 37. Kxh2 - Rf5. 38. d5 - Re7. 39. Kg3 - exd5? Taugaveiklun. Það lá ekkert á þessum leik. Betra var 39. — Kg7. 40. Bb5 - Rgfi. 41. f4 Biðleikurinn. Portisch hefur nú klúðrað vinningsstöðu niður í jafntefli. Hann hefur reyndar enn peð yfir, en peð hans eru sundurslitin og biskupinn stöðv- ar þau auðveldlega. 4. þáttur Endatöfl eru ein sterkasta hlið Húbners. Lokaþátt skákarinnar teflir hann af nákvæmni og nær auðveldlega jafntefli. 41. — Kg7, 42. Be2 - Kh6, 43. Bdl! Nú hugsaði Portisch lengi. Greinilegt var, að 43. Bdl kom honum á óvart. Brúnin á Hort lyftist nokkuð. 43. — Re7. 44. Bc2 Ekki má hleypa riddaranum til f5. 44. - Iic8, 45. Kh4 - Rbfi. 46. Bdl Húbner fylgir dyggilega forskrift aðstoðar- mannanna. 16. — Rd, 47. Bxh5 — Kg7. 48. Kg3 Hort til nokk- urrar gremju velur Húbner aðra leið en við höfðum mælt með, en eftir á að hyggja virðist leið Húbners traust og góð. Við höfðum athugað 48. Kg5 — Rxa3 eftir GUÐMUND SIGURJÓNSSON IV. (d4, 49. Kf5) 49. f5 og hvítur á að halda jöfnu. En Húbner hafði gleymt þessu. 48. — Rxa3, 49. Kf2 - Rc2, 50. Bdl! - Rd4.51. Ke3 - Rf5+, 52. Kd3 - Kg6. 53. Ba4 - Rg7, 54. Kd4 - Kf5. 55. Kxd5 - Kxf4, 56. Bb3 Hort er nú búinn að taka gleði sína aftur, enda er jafntefli á næsta 'leiti. 56. - Refi, 57. Kdfi - Rg5, 58. Kcfi! Einfaldast. 58. — Kxe5, 59. Kh7 - f5. 60. Kxa7 - f4. 61. Bdl! Biskupinn stöðvar f-peðið fyrir fullt og allt einn og óstuddur. Portisch bauð því jafntefli og Húbner þáði. Port- isch var greinilega óánægður með úrslitin, en Húbner var hinn hressasti. Guðmundur Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.