Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 ■i m a> Vonandi íá Skagamenn tækifæri til þess að fagna marki í leiknum á móti F.C. Köln í kvöld. ÍA mætir Köln FYRRI leikur Akranes og 1 F.C. Köln í UEFA-keppninni í knattspyrnu fer fram á Laugar- dalsvelli, þriðjudaginn 16. sept- ember og hefst klukkan 18. Dóm- ari verður norður-írskur, Jim Ilaughey og línuverðir eru einnig norður-írskir. Forsala aðgöngu- miða að þessum stórleik verður í verzluninni Óðni á Akranesi á mánudag og þriðjudag og á Laugardalsvellinum frá klukkan 13, daginn, sem leikið er. Akurnesingar hafa áður keppt við 1 F.C. Köln. Það var í Evrópukeppni meistaraliða árið 1978. Þá vann Köln fyrri leikinn úti i Köln 4:1 en jafntefli varð i seinni leiknum 1:1 á Laugardals- velli. Þóttu Skagamenn standa sig mjög vel í leikjunum gegn Köln. 12 landsliðsmenn Margir þekktir leikmenn voru í Kölnarliðinu þegar það kom hingað 1978 en í dag eru enn þá frægari menn hjá félaginu. Má sem dæmi nefna að af 26 leik- mönnum á launaskrá eru 12 iands- liðsmenn. Kevin Keegan, knatt- spyrnumaður Evrópu hefur sagt í blaðaviðtali að hann telji Köln besta lið Vestur-Þýskalands og þau orð standa þrátt fyrir slaka byrjun hjá Köln í deildarkeppn- inni, sem hefur komið verulega á óvart. Frægustu leikmenn 1 F.C. Köln eru eflaust þeir Reiner Bonho, sem varð heimsmeistari með liði Vestur-Þýskalands 1974, enski landsliðsmiðherjinn Tony Wood- cock og Bernd Scilster nýjasta stórstjarnan í þýskri knattspyrnu og nú þegar einn besti knatt- spyrnumaður Evrópu, aðeins 20 ára gamall. Schiister var vara- maður þegar Köln kom hingað síðast en hann lék með vestur- þýska landsliðinu á Laugardals- vellinum í fyrravor, þegar Þjóð- verjarnir unnu 3:1. Annar kappi í Kölnarliðinu lék þá sinn fyrsta landsleik, markvörðurinn Harald Schumacher. Hann kom inn á í hálfleik í stað grínfuglsins Sepp Maier. Kölnarliðið er talið dýrasta knattspyrnulið Evrópu og það má einnig nefna, að fyrir auglýsinga- samning sinn við Pioner fær Köln meiri peninga en nokkuð annað þýskt lið fær fyrir auglýsingar, eða 300 milljónir ísl. kr. á ári. Aldrei neðar en í 6. sæti 1 F.C. Köln var stofnað fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina eða í febrúar 1948. Hefur félagið því starfað í rúm 30 ár. Félagið haslaði sér fljótlega völl meðal beztu liða Þýskalands og hefur það um langt árabil átt sæti í 1. deild, sem nefnist Bundesliga. 1 F.C. Köln hefur yfirleitt vegnað vel í deildarkeppninni undanfarin ár og hefur aldrei hafnað neðar en í sjötta sæti sl. níu keppnistíma- bil, sem er mjög jafn og góður árangur. Félagið hefur þrisvar orðið þýzkur meistari, árin 1962, 1964 og 1978 og þrisvar þýskur bikarmeistari, árin 1967, 1977 og 1978. Köln hefur aldrei unnið í Evrópukeppninni en veturinn 1978—1979 þegar Köln keppti við Akranes, komst félagið í fjögurra liða úrslitin en tapaði þá fyrir Nottingham Forest á heimavelli 1:0 eftir að hafa gert jafntefli 3:3 í Englandi. Nottingham vann síðan FF Malmö í úrslitunum 1:0. 17. Evrópuleikur Akurnesinga Leikurinn við 1 F.C. Köln verður 17. Evrópuleikur Akurnesinga. Skagamenn voru lengi vel fremur óheppnir með drátt í keppninni en síðustu þrjú árin hafa þeir haft heppnina með sér, drógu Köln 1978, Barcelona 1979 og nú Köln Hart barist í Svíþjóð HINN kunni knattspyrnumaður úr Val, Hörður Hilmarsson sem nú leikur i Svíþjóð, hefur sent Mbl. pistla frá Sviþjóð en eins og kunnugt er leikur Hörður með sænska liðinu AIK. Hér á eftir fer bréf frá Herði sem okkur var að berast. Stokkhólmi. 9. september. '80. Hej. Þá er það stuttur (?) pistill úr 2. deildinni, sem er vægast sagt geysihörð. Fyrir utan það sem minnst er á í sjálfri greininni má minnast á sögusagnir þess efnis að þeir leikmenn ísl. sem ekki hafa náð sér á strik hér i Svíþjóð og komist í lið, virðast allir vera á leið heim. Á ég þá við Sigurð Björgvinsson (örgryte) frá Keflavík og Skagamanninn Sveinbjörn Hákonarson (Grimsás), sem að vísu kom inná í siðari hálfleik á sunnudaginn. Og svo eru það náttúrulega áfram. Viðtal við Öminn á leið- inni. Af sjálfum mér er það að frétta, að mjög vel hefur gengið síðustu 6—7 vikurnar og hef ég a.m.k. verið í landsliðsformi!! Fyrir viku varð ég svo fyrir því óláni að meiðast á æfingu (lær- tognun, sama sælgætið og í vor), en það var ekki talið alvarlegt og ég byrjaði inná gegn Forward, aðeins til að haltra útaf eftir 10 mín. Læknir félagsins, dr. Friðfinnur Sigurðsson frá Hafnarfirði, ákvað í samráði við þjálfara að ég skyldi hvíla alveg í tvær vikur, svo ég yrði 100% „fit“ í lokaslaginn. — Það á sem sagt ekki að gera sömu vitleysuna og í vor er ég æfði og spilaði hálfmeiddur og ómögu- legur. Keflvíkingarnir i Forward. Örn Óskars stendur aftur á móti í samningum og verður örugglega ■K--.Í swm. P , J0 Hórður Hilmarsson hefur staðið sig mjög vel með AIK i sumar. Nú er það meðferð daglega og maður vonar það besta. Á morgun leika Svíar HM-leik við Skota á Rásunda og eru alveg að gera í buxurnar úr hræðslu. Þeir vita sem er að tap þýðir „no final in Spain ’82.“ Og það er mikið mál fyrir Svíana sem hafa verið í síðustu þrem HM-úrslitum, og líta á sig sem mikla knatt- spyrnuþjóð. Tímabili knattspyrnunnar fer senn að ljúka hér í Svíþjóð, og vetraríþróttirnar að taka við, með íshockey og handknattleik sem helstu greinar ásamt skíðaíþrótt- inni. Enn er þó sex umferðum ólokið í 2. deildinni og hart barist um efsta sætið bæði í norður- og suðurdeild, og eru ýmsir isl. leik- mannanna hér í eldlínunni. Um síðustu helgi fór 20. umferðin fram og urðu úrslit m.a. þessi: Norðurdeild: Forward — A.I.K. 0—1 Suðurdeild: GAIS — Grimsás 2—0 Halmia — örgryte 1—1 Jönköping — Kalmar AIK 0—0 Karlskrona — Kristianstad 3—0 Grimsás tapaði loks, eftir mjög góða frammistöðu undanfarið, 18 stig úr síðustu 10 leikjum. Leikur- inn við GAIS frá Gautaborg var virkilega góður og mega Eiríkur Þorsteinsson og félagar vel við una þrátt fyrir tapið. Fyrri hálfleik „átti“ GAIS með sína þrjá Englendinga (þar af eru tveir lánsmenn frá Tottenham Hotspurs) sem aðalmenn, en Grimsás gekk mun betur í síðari hálfleiknum, sem var jafn og skemmtilegur. Jönköping tókst ekki að sigrá botnliðið Kalmar AIK þrátt fyrir umtalsverða yfir- burði. Ársæll Sveinsson hafði lítið að gera í leiknum, sem þótti slakur. Örn Óskarsson misnotaði vítaspyrnu í leik Örgryte gegn Halmia í Halmstad. Örn hefur verið vítaskytta liðs síns undan- farið með góðum árangri, gert þrjú mörk úr vítaspyrnum í bik- arleikjum Örgryte. En markvörð- ur Halmia sá við Erni og varði vítaspyrnuna, þá sjöttu sem farið hefur forgörðum hjá Örgryte. — Örn var að vanda sterkur í leiknum, en lið hans virkar vera í öldudal um þessar mundir, og er ólíklegt að því takist að vinna deildina. Útlitið er orðið dökkt hjá Kristianstad eftir 0—3 tap gegn Karlskrona. Stefán Halldórsson hefur verið í tímabundinni lægð og hóf ekki leikinn, en kom inná í síðari hálfleik. Stefán á yfir höfði sér leikbann vegna útafreksturs fyrir nokkru og missir að öllum líkindum af tveim eða þrem leikj- um. Kristianstad er komið í mikla fallhættu eftir gott gengi framan af sumri, og bendir margt til þess að félagið sé á leið aftur niður í 3. deild. í norðurdeildinni bar það helst til tíðinda að A.I.K. átti í miklum erfiðleikum með Forward í örebro og þrátt fyrir að heimaliðið léki einum færri í 40 mín. Sá er þessar línur ritar lék fyrstu 10 mín. leiksins, en tognaði illa og verður frá æfingum og keppni næstu tvær vikurnar a.m.k. Keflvíking- arnir Einar Á. Ólafsson og Rúnar Georgsson eru ekki í náðinni hjá þjálfara Forward og leika nú eingöngu með varaliði félagsins. Rúnar átti við þrálát meiðsli að stríða fram á mitt sumar, en er nú orðinn heill heilsu. Þeir félagar gerðu samning til eins árs við Forward, og fara örugglega heim aftur að loknu keppnistímabilinu, enda fellur félag þeirra niður í 3. deild, ef að líkum lætur. Svíþjóð 9. sept. H.H. i í kvöld aftur. Leikirnir við Köln og fyrri leikurinn við Barcelona teljast með bestu leikjum Akranesliðsins en leikurinn gegn Barcelona tap- aðist 0:1 og mátti hið heimsfræga spænska lið teljast heppið með þau úrslit. Leikmenn Ákraness eru staðráðnir í því að standa sig jafnvel nú og undanfarin tvö ár. Einn leikmaður, Jón Alfreðsson hefur leikið alla 16 Evrópuleiki í A en hann er ekki með að þessu sinni. Leikreyndasti maður Akra- nesliðsins nú er Jón Gunnlaugsson með 309 leiki, þar af 15 Evrópu- leiki, Guðjón Þórðarson með 215 leiki, þar af 12 Evrópuleiki og Árni Sveinsson með 193 leiki, þar af 12 Evrópuleiki. Lið IA í leiknum gegn 1 F.C. Köln verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Bjarni Sigurðsson, markvörður. 19 ára. Nemi. Hóf að leika með ÍA 1979, lék áður með ÍBK. Hefur leikið 44 leiki með ÍA. Hann hefur leikið 2 landsleiki og 6 unglingalandsleiki. Einar Guðleifsson. markvörður, 33 ára. Vélvirki. Hóf að leika með mfl. ÍA 1966. Hefur leikið 108 leiki og einn landsleik. Einar er kvæntur Sigrúnu Rafnsdóttur og eiga þau þrjú Guðjón Þórðarson, varnarmaður, 24 ára. Rafvirki. Hóf að leika með mfl. ÍA 1972 og hefur leikið alls 215 leiki og skorað 4 mörk. Hefur leikið 7 unglingalandsleiki. Guð- jón er kvæntur Bjarneyju Jóhann- esdóttur og eiga þau þrjú börn. Jón Gunnlaugsson, varnarmaður, 30 ára. Forstöðumaður. Hóf að leika með mfl. ÍA 1968 og hefur leikið 309 leiki og skorað 33 mörk. 5 landsleikir. Jón er kvæntur Elínu Einarsdóttur og eiga þau eitt barn. Sigurður Halldórsson, varnarmaður, 23 ára. Trésmiður. Hóf að leika með mfl. ÍA 1975 og hefur leikið 83 leiki og skorað 16 mörk. 6 lands- leikir og 2 unglingalandsleikir. Sigurður er kvæntur Lovísu Jóns- dóttur og eiga þau eitt barn. Kristján Olgeirsson, framvörður, 20 ára. Nemi. Hóf að leika með IA 1979 en lék áður með Völsungi. Hefur leikið 67 leiki og skorað 8 mörk. 1 landsleikur og 8 ungl- ingalandsleikir. Sigurður Lárusson, framvörður, 26 ára. Trés.miður. Hóf að leika mað IA 1979, íék áður með Þór og ÍBA. Hefur leikið 65 leiki og skorað 8 mörk. Kvæntur Valdísi Þorvalds- dóttur og eiga þau tvö börn. Arni Sveinsson, framherji, 24 ára. Trésmiður. Hóf að leika með mfl. ÍA 1973 og hefur leikið 193 leiki og skorað 28 mörk. 30 lands- leikir og 7 unglingalandsleikir. Sigþór ómarsson, framherji, 23 ára. Rafvirki. Hóf að leika með IA að nýju 1979 eftir að hafa leikið tvö ár með Þór á Akureyri. Hefur leikið 85 leiki og skorað 28 mörk. 1 unglingalandsleikur. Guðbjörn Tryggvason, framherji, 21 árs. Rafvirki. Hóf að leika með mfl. IA 1976 og hefur leikið 44 leiki og skorað 5 mörk. Július Ingólfsson, framherji, 21 árs. Hóf að leika með ÍA 1980, lék áður með Grindavík. Hefur leikið 21 leik og skorað 3 mörk. Ástvaldur Jóhannsson, framherji, 18 ára. Nemi. Hóf að leika með mfl. ÍA 1978. Hefur leikið 25 leiki og skorað 7 mörk. 6 unglingalands- leikir. Þjálfari ÍA er Hörður Helgason, áður leikmaður IA. Aðstoðarþjálfari er Eyleifur Hafsteinsson, áður leikmaður ÍA og landsliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.