Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 Friendship vélar, þrjár DC-8 þot- ur og tvær Boeing 727 þotur. Sameining Loftleiða og Flugfé- lags Islands var fyrst og fremst framkvæmd vegna þess, að bæði félögin álitu, að það myndi vera þeim til hagsbóta, að rekstrarein- ingar þeirra yrðu stækkaðar og þau felldu niður samkeppni á þeim Evrópuflugleiðum, sem bæði höfðu flogið á þangað til, en Luxemborg var ekki sameiginleg flugleið. Markaðshlutdeild Loft- leiða var orðin 47% fyrstu átta mánuði ársins 1972 á sameigin- legum flugleiðum LL og F.Í., sagði Kristjana Milla Thorsteinsson viðskiptafræðingur er Mbl. ræddi við hana um málefni Flugleiða. Búist við litlum hlut Flugfélagsins — Við umræður um sameining- una kom fljótlega í ljós, að helsti þröskuldur í vegi samninganna var hversu lítinn eignarhlut Flug- félag íslands bjóst við að fá og þar af leiðandi minni áhrif í hinu væntanlega félagi. Það ráð var þá tekið, að samkomulag var gert um að hlutur F.í. skyldi aldrei fara niður fyrir 35%, en lágmark var ekki á hlut Loftleiða. Nánari ákvörðun á eignarhlut félaganna skyldi síðan lögð í mat, en frekari ákvarðanir um starfsaðferðir hins nýja félags voru lausar í böndun- um. Hin óvæntu úrslit matsins, sem tók tvö og hálft ár, urðu síðan þau, að hlutur Loftleiða varð aðeins Hótal Loftlaióir um þaó bil er tamningaviörieöur um sameiningu hófust milli flugfólaganna. Loftleiðamenn í minnihluta Sjálfsagt hefði verið hægt að taka betur á málunum, en í þessu sambandi verður að líta á sam- setningu stjórnarinnar. Við skipt- inguna var hlutur Flugfélagsins stærri en Loftleiðamenn áttu von á og þar af er Eimskipafélagið með á einni hendi stóran hlut. Málin þróuðust þannig að Sigurð- ur Helgason gekkst Flugfélags- mönnum á hönd og þar með áttu Loftleiðamenn 3 menn í stjórn á móti 6, en fulltrúi ríkisins hefur alltaf fylgt meirihlutanum. Þarna Sameining flugfélaganna fundum að stjórnir félaganna beggja skyldu skipa sameiginlega stjórn í nýja félaginu, Flugleiðum, til aðalfundar þess 1976. Á fundin- um tóku til máls, Örn Ó. Johnson, Kristján Guðlaugsson, Alfreð Elí- asson og Sigurður Helgason. En Kristján var formaður stjórnar, Örn aðalforstjóri og forstjórar voru einnig þeir Alfreð og Sigurð- ur. Hagnaður hafði orðið á rekstr- inum 512 milljónir króna eftir 295 milljón króna afskriftir og munaði þar miklu tjónabætur vegna flugskýlis sem brann á Reykjavík- urflugvelli. Fyrstu tvö ár fyrir- tækisins hafði það verið rekið með tapi. Heildarvelta fyrirtækisins á árinu 1975 var rúmir 12 milljarð- ar. Starfsmannafjöldi var 1550 og félagið flutti alls 682.204 farþega. Hluthafar fyrirtækisins voru 1900. Engin athugasemd kom fram á aðalfundinum um eigna- mat félaganna. Á aðalfundinum átti að kjósa 7 menn í aðalstjórn, en þar sem matið á eignum flugfélaganna kom seinna fram, en ætlað hafði verið, ákvað stjórnin að kjósa skyldi 11 menn í stjórn og voru þessir kosnir: Alfreð Elíasson, Svanbjörn Frímannsson, Bergur G. Gíslason, E. Kristinn Ólsen, Einar Árnason, Óttarr Möller, Kristján Guðlaugsson, Birgir Kjaran, Sigurður Helgason og Sigurgeir Jónsson. í varastjórn voru kjörnir Dagfinnur Stefáns- son, Grétar Br. Kristjánsson, Ólafur Ó. Johnson og Thor R. Thors. Á aðalfundinum kom fram að dótturfyrirtæki Flugleiða eftir sameiningu voru þessi: Interna- tional Air Bahama, sem hafð á leigu DC-8 þotu frá Flugleiðum, Hótel Esja, Icelandic Airlines Inc. í New York, Icelandic de Colombia Ltd. Bógóta, Loftleiðir Icelandic S.A. Luxemborg og Loftleiðir Ice- landic Airlines S.A.R.L. París. Hlutdeildarfyrirtæki voru þessi: Cargolux Airlines International S.A. sem er að þriðja hluta eign Flugleiða, Ferðaskrifstofan Úrval, sem er að 49,5% eign Flugleiða, Kynnisferðir sem er að 45% eign Flugleiða, Flugfélag Norðurlands, sem er 35% eign Flugleiða, Hótel llúsavík, sem Flugleiðir eiga rúm 16% í og Flugleiðir eiga og 20% í Hótel Aerogolf í Luxemborg. Þá má ekki gleyma Hótel Loftleiðum, bílaleigunni og fjölmörgum fast- eignum. Félagið átti fimm Fokker Á lyrstu árum millilandaflugsins. Farþegarnir standa við vólina á Reykjavíkurflugvelli, þar sem var millilent. Myndin var tekin 1955. 54%, en F.í. 46%. Samkvæmt samkomulaginu skyldi þetta vera bindandi útkoma, en eftir nýju hlutafélagalögunum, sem ekki voru í gildi þá, hefði mátt fá þetta mat endurskoðað. Hundruð milljóna sparnaður — Menn bundu miklar vonir við sameininguna og sáu jafnvel fram á sparnað, sem gæti numið hundr- uðum milljóna króna, sem á verð- lagi í dag þýddi milljarða. En hagræðing og bætt skipulag í rekstri félagsins lét standa á sér, nema söluskrifstofur erlendis voru sameinaðar og bókunar- og bókhaldskerfi samræmt. Fjöldi starfsmanna eftir sameininguna hélst svipaður næstu árin eða þar til fjöldauppsagnir hófust sl. haust. Auðvitað eru öll starfs- mannamál mjög viðkvæm og þarf aðgát við þau. Vel hefði mátt byrja á að ráða ekki nýja menn í stað þeirra sem hættu, en með því hefði verið hægt að fækka starfs- mönnum smám saman, sem félag- ið hefði án efa þolað. Þess í stað voru nýráðningar tíðar bæði í undir- og yfirbyggingu fyrirtækis- ins og komu inn nýir forstöðu- menn deilda og framkvæmda- stjórar. Sl. sumar var meira að segja framkvæmdastjórum fjölg- að úr 5 í 6 algjörlega að óþörfu, að því er virtist. Engu er líkara en að hér hafi verið að þjálfa nýja menn í stjórnarstörfum til að taka við af þeim eldri. Enda sitja þeir nú eftir hjá félaginu, en gömlum starfs- mönnum, sem byggðu upp „ævin- týrið mikla" hefir verið ýtt út. „Endurskipulagningin“ er að verða fullkomnuð. Á þeim tíma sem sameiningin varð að veruleika, var orðið ljóst að samkeppni á Atlantshafinu var að harðna til muna og hefði mátt gera ýmsar ráðstafanir mun fyrr. Afgreiðsla Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli 1950. * Islenska flugævintýrið 2. grein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.