Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 17 því að flytja útlendinga á milli flugvalla eða hvort menn selja fisk úr landi eða raforku með um- breytingu málma, svo framarlega sem það er arðsamt og hagkvæmt fyrir þjóðina. Sú reynsla og sú þekking, sem íslenzkir flugliðar og starfsfólk í flugmálum hefur yfir að ráða, er verðmæti, sem við verðum að reyna að nýta okkur til útflutnings með því að stuðla að því, að íslenzkir flugaðilar geti stundað flug annars staðar, a.m.k. um skeið. Þannig getum við hugs- anlega beðið átekta og tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið, þegar aðstæður verða betri. Flugmálaráðherra og utanríkis- ráðherra hafa haft milligöngu um viðræður Flugleiða við varnarlið- ið. Slíkt gæti gefið verkefni og ekki verður annað séð, en ríkis- stjórnin sé einhuga um það mál. A.m.k. hefur Olafur Ragnar hvorki hringt í fréttastofu Ríkis- útvarpsins né í síðdegisblöðin til að snupra Steingrím fyrir þessa tilraun. Fækkun starfsfólks Flugleiða skapar mikinn vanda fyrir fjöl- marga, m.a. þegar tekjuháir ein- staklingar lækka skyndilega í launum. Slíkt er þó ekki einsdæmi, því að sjómenn og aðrir hafa þurft að þola slík umskipti. Engu að síður er hugsanlegt, að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir því, að skattgreiðslum vegna tekna yfir- standandi árs verði dreift á lengri tíma, en lög gera ráð fyrir. „Ríkisflug“ eða Flugleiðir Stjórnunarstíll forráðamanna Flugleiða hefur talsvert verið gagnrýndur, einkum varðandi uppsagnir starfsmanna. Enginn dómur skal lagður hér á réttmæti slíkrar gagnrýni. í landi fámennis og kunningsskapar hlýtur það að vera gifurlegum vandkvæðum bundið að draga saman seglin í jafnmiklum mæli og Flugleiðir hafa orðið að gera. Við slíkar aðstæður er það augljós skylda æðstu stjórnenda fyrirtækisins að útskýra nákvæmlega áætlanir fé- lagsins fyrir starfsmönnum þess og gefa þeim tækifæri tl að segja sitt álit. Misbrestur á þessu dreg- ur úr nauðsynlegu trúnaðartrausti milli starfsmanna og stjórnenda. Vöxtur og viðgangur íslenzkra flugmála var samfellt ævintýri um áratuga skeið. Það er hollt að velta fyrir sér þeirri spurningu, hvort ríkisflugfélag hefði staðið sig betur í þeim efnum en einka- framtakið hefur gert. Ég held ekki. Það er jafnframt eðlilegt að spyrja sig, hvernig ríkisfyrirtæki hefði tekið á hinni hörðu sam- keppni á Norður-Atlantshafsflug- leiðinni. Hefði slíkt ríkisrekið flugfélag fengið ómælt fjármagn úr ríkissjóði til að halda áfram taprekstrinum? Ef ekki: — Hvern- ig hefði þá „Ríkisflug" brugðizt við samdrættinum? Samkvæmt hvaða formúlu hefðu Ólafur Ragnar, Baldur Óskarsson og Arnmundur Backman fækkað starfsfólkinu? Hver veit nema þá hefði verið gott að hafa rétt flokksskírteini upp á vasann? Hvað segir reynslan okkur af starfsmannaráðningum Alþýðubandalagsráðherranna? Hilmar Foss: Yuji Mark Wat son varðandi dýraspítalann I grein Sigríðar Ásgeirsdóttur, formanns Dýraverndarfélags Reykjavíkur, í Morgunblaðinu 15. f.m., segir að það sé eindregin skoðun þeirra, er að dýraspítalan- um standa, að starfsemin mundi ekki verða í samræmi við óskir gefandans ef spítalinn yrði innlimaður í hið opinbera héraðs- dýralækniskerfi. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að Islandsvinurinn góðkunni og dýravinurinn Mark Watson óskaði löngum eftir því, að Brynjólfur Sandholt héraðsdýralæknir veitti dýraspítalanum forstöðu og starf- aði við hann ásamt aðstoðarmanni sínum. Staðfesti Watson þetta oft á mannfundum og bréflega. Síðast ræddi ég þetta atriði við hann 18. desember 1978 og 5. janúar 1979, en Watson andaðist hinn 12. mars það ár. Til að árétta vilja gefand- ans er nauðsynlegt að birta hluta síðustu orðsendingar hans til Sig- ríðar Ásgeirsdóttur, þáverandi stjórnarformanns dýraspítalans, sem dagsett er 23. nóvember 1978, en þar segir m.a.: „... Mér virðist ótrúlegt að eftir allan þennan tíma sé spítalinn ekki notaður sem slíkur, heldur eingöngu sem geymslustöð fyrir dýr (en það er andstætt gjafabréfi mínu). Eg ætla að spítalinn hljóti að hafa heldur lélegt orð á sér með því hann er ekki undir hæfri stjórn (dýralæknis) og mér skilst að yfirdýralæknir hafi sent stjórn spítalans ávítur í bréfi. Þeir, sem ábyrgð bera á spítal- anum, ættu að hlíta fyrirmælum yfirdýralæknis og þeir verða að ná samningum við hr. Sandholt, en hann er hæfur dýralæknir og mjög viðfelldinn og samvinnuþýð- ur maður. í júlímánuði 1973 var haldinn fundur að Hótel Holti og sóttu hann dr. Páll Pálsson, hr. Sand- Hilmar Fo&s holt, ég og fleiri. Dr. Pálsson sagði hr. Sandholt, að hann mundi stjórna spítalanum þegar búið væri að reisa hann. Ég vona einlæglega, að hr. Sandholt og aðstoðarmaður hans taki við sem dýralæknar (og verði einnig í stjórninni) við spítalann eins fljótt og auðið er ...“ Það er því miður staðreynd að ýmist framáfólk hérlendra dýrá- verndunarsamtaka skapraunaði Mark heitn. Watson mjög síðustu ár ævi hans með því að virða óskir hans jafnan að vettugi, stinga erindúm hans undir stól og sýna 'honum hreina og beina ókurteisi. Fór svo að lokum, að hann hætti við að láta íslensk dýraverndunar- samtök njóta arfs eftir sig. Vonandi verður farið að óskum nýafstaðins aðalfundar Dýra- læknafélags íslands þess efnis, að íslenskur dýralæknir verði ráðinn að spítalanum og að stofnunin lúti stjórn Brynjólfs Sandholt héraðs- dýralæknis eins og gefandi hennar óskaði. Nauöungaruppboö Eftir kröfu Landsbanka íslands, Skarphéöins Þórissonar hdl., Magnúsar Þórðarsonar hdl., Árna Grétars Flnnssonar hdl., Vilhjálms Vilhjálmssonar hdl. og Póstgíróstofunnar, veröa eftirtaldar blfreiöir seldar á nauöungaruppboöl, sem haldiö veröur viö bæjarfógetaskrifstofuna í Kópavogi, aö Auöbrekku 57, þriöjudaginn 23. september 1980 kl. 16.00. Y-845 Y-3354 Y-5606 Y-5672 Y-6899 R-29545. Uppboösskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboöshaldara. Greiösla fari fram viö Hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. BENCO 01-600A 2x40 rásir, fullur styrkur. Sérsmíðað fyrir ísland. Verö kr. 138.600 Toppurinn í CB Talstöðvum í dag BENCO, Bolholti 4, sími 21945. LADA 1600 Tryggið ykkur LADA á lága verðinu. Hagstæöir greiðsluskilmálar. Lada 1200 Lada 1200 station Lada 1500 st. de luxe Lada 1500 Topas Lada 1600 Lada Sport verö ca. 4.040.000.- verð ca. 4.270.000.- verö ca. 4.710.000.- verð ca. 4.680.000.- verö ca. 4.990.000.- verö ca. 6.440.000.- LADA mest seldi bíllinn á íslandi ár eftir ár *Sr Bilreiðar & Landbúnaðarvélar hi. SaðarlanðsbraHl U • Reykjavík - Sími 38800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.