Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 ÍBK í 2. deild eftir 3—0 tap á Skaganum AKURNESINGAR unnu Keflvík in)?a óruKKleKa. 3—0. í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á Akranesi um helgina, ok eru KeflvíkinKar þar með fallnir í 2. deild eftir að hafa leikið sam- fleytt í 1. deildinni í 18 ár. Það var annars ekki að sjá á leik þeirra að hann væri þeim mikil- væ«ur — þrátt fyrir að með sigri hefðu þeir trygKt sér aukaleik við FII um fallið. Liðið var án þeirra Ragnars MarKeirssonar, sem var í leikbanni ok ólafs Júlíussonar ok Óskars Færseth, sem farnir voru í sólhað í útland- inu ok án þessara hurðarása tókst liðinu aldrei að sýna KÓðan leik. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill,. fátt um færi, en oft brá fyrir þokkalegum samleiks- köflum úti á vellinum, án þess að veruleK færi sköpuðust eða nýtt- ust. Fyrsta færið fékk Skagamað- urinn Guðbjörn Tryggvason eftir laglegt upphlaup, en Þorsteinn Bjarnason varði skot hans vel. A 10. mínútu átti Guðbjörn svo skalla ofan á ÍBK-markið og aftur fyrir. Rétt á eftir komst Ómar Ingvarsson laglega í gegn um Skagavörnina, en skaut rétt fram- hjá. Um miðjan fyrri hálfleikinn voru heilladísirnar með Skaga- mönnum, Gunnar Jónsson tók aukaspyrnu fyrir IBK langt úti á velli og sendi háan bolta inn að IA-markinu, Bjarni markvörður hljóp út, en missti boltann og eftir mikinn darraðardans í vítateign- um björguðu Skagamenn tvívegis á línu áður en þeim tókst að bægja hættunni frá. Það sem eftir lifði hálfleiksins gerðist fátt markvert og nánast engin færi utan hörku- skot Björns H. Björnssonar rétt yfir ÍBK-markið. Skagamenn mættu mun ákveðn- ari til leiks í seinni hálfleik og pressuðu stíft, en Þorsteinn Bjarnason í marki IBK var þeim mikill Þrándur í Götu, varði oft mjög vel og greip laglega inn í. • Jón fiunnlaugsson hefur leikið mjog vel í síðustu leikjum sínum og átti góðan leik á móti ÍBK. Um miðjan hálfleikinn slapp Steinar Jóhannsson svo óvænt í gegn um vörn Skagamanna, en Bjarni bjargaði laglega með góðu úthlaupi. Á 31. mínútu uppskáru Skagamenn svo loks laun erfiðis síns er Björn H. Björnsson skoraði fyrir þá sitt fyrsta 1. deildar mark með lausu skoti úr vítateignum, sem Þorsteinn hefði átt að ráða við. En þar með var ísinn brotinn, þegar 5 mínútur voru til leiksloka skoraði bezti maður ÍA, Kristján Olgeirsson, eftir að Árni Sveins- son hafði kastað langt inn til Einkunnagjöfln ÍBV: Páll Pálmason 7. Einir Ingólfsson 4, Viðar Elíasson 5, Þórður Hallgrímsson 6, fiuðmundur Eríingsson 6. Snorri Rútsson 6, Ómar Jóhannsson 8, Jóhann Georgsson 6, Sigurlás Þorleifsson 6, Tómas Pálsson 6, Sveinn Sveinsson 6, Kári Þorleifsson (vm) 5. KR: Stefán Jóhannsson 7, Guðjón Hilmarsson 6, Sigurður Pétursson 6, Ottó fiuðmundsson 6, Börkur Ingvarsson 6. Jósteinn Einarsspn 5, Birgir fiuðjónsson 6. Sigurður Indriðason 5, Jón Oddsson 6, Ágúst Jónsson 5, Hálfdán Örlygsson 5, Sæbjörn fiuðmundsson (vm í 5 mín.). DÓMARI: Grétar Norðfjörð 6. Sigurðar Halldórssonar, sem renndi boltanum fyrir markið til Kristjáns, sem skoraði af öryggi. Á markamínútunni frægu innsigl- aði Guðbjörn Tryggvason svo sig- urinn með þriðja marki IA. Árni hafði fengið stungusendingu inn í teig ÍBK, en Þorsteinn kom út á móti honum og af þeim hrökk boltinn til Guðbjörns, sem renndi honum af öryggi í tómt markið. Leikurinn var fremur dauflega leikinn og virtist sem takmarkað- ur áhugi væri hjá báðum liðum. Skagamenn voru þó ívið sterkari og áttu sigurinn skilið, enda var greinilegt að Keflvíkingar sökn- uðu þeirra burðarása sinna sem vantaði og er það með ólíkindum að leikmenn skuli leyfa sér að hlaupa burt frá félögum sínum fyrir jafn mikilvægan leik og þennan. Beztan leik í liði IBK áttu þeir Gísli Torfason, Þorsteinn Bjarnason, sem ekki verður sakað- ur um tapið og Hilmar Hjálmars- son, sem barðist vel í sókninni. Skagamenn virkuðu áhugalaus- ir meirihluta leiksins, en mest bar á þeim Jóni Gunnlaussyni og Kristjáni Olgeirssyni og Bjarni Sigurðsson var öruggur í markinu. Leikinn dæmdi Árnþór Óskars- son og gerði það vel. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild ÍA—ÍBK, 3-0 (0-0). MÖRK ÍA: Björn H. Björnsson á 76. mín, Kristján Olgeirsson á 85. mín og Guðbjörn Tryggvason á 88. mín. ÁMINNINGAR: Engin. ÁHORFENDUR: 705. HG LIÐ ÞRÓTTÁR Jón Þorbjörnsson 5 Rúnar Sverrisson 6 Ágúst Hauksson 6 Ottó Hreinsson 6 Sverrir Einarsson 6 Halldór Arason 7 Þorvaldur Þorvaldsson 6 Daði Harðarson 6 Sigurkarl Aðalsteinsson 6 Nikulás Jónsson 6 Arnar Sigurðs.son 5 LIÐ FII Friðrik Jónsson 6 HelKÍ RaKnarsson 6 Atli Alexandersson 6 Valþór Sigþórsson 7 fiuðjón fiuðmundsson 6 Magnús Teitsson 6 Viðar Ilalldórsson 7 Ásgeir Elíasson 6 Logi Ólafsson (vm) 6 Pálmi Jónsson 7 Benedikt Guðmundsson 6 fiuðmundur Hilmarsson (vm) 6 LIÐ FRAM Guðmundur Baldursson 7 ÍA Bjarni Sigurðsson Marteinn Geirsson 7 fiuðjón Þórðarson Jón Pétursson 6 Jón Áskclsson Simon Kristjánsson 6 SÍKurður Lárusson fiunnar Bjarnason 7 SÍKurður Halldórsson fiunnar fiuðmundsson 7 Jón fiunnlaugsson fiústaf Björnsson 6 Kristján ölgeirsson fiunnar Órrason 6 Björn II. Björnsson Guðmundur Steinsson 5 Sigþór Ómarsson Baldvin Elíasson 5 fiuðbjörn Tryggvason Ilafþór Sveinjónsson 6 Árni Sveinsson Lárus Sigurðsson 5 ÍBK LIÐ UBK fiuðmundur Ásgeirsson 6 Þorsteinn Bjarnason fiunnar Jónsson fiuðjón fiuðjónsson Gísli Torfason Einar Þórhallsson 7 fiisli Eyjólfsson Helgi Heigason 6 Skúli Rósantsson Ólafur Björnsson 6 Hilmar Iljálmarsson fiunnlaugur Helgason 6 Kári fiunnlaugsson Vignir Baldursson 7 Steinar Jóhannsson Valdimar Valdimarsson 6 Björn Ingólfsson Þór Hreiðarsson 6 ómar Ingvarsson Hákon fiunnarsson 5 Óli Þór Magnússon vm Sigurður Grétarsson 5 Þórir SÍKurðsson vm Ingólfur Ingólfsson 5 Dómari: Helgi Bentsson 5 Arnþ<»r Óskarsson LIÐ VALS 7 Sigurður Haraldsson 7 6 firimur Sæmundsen 7 5 , óttar Sveinsson 7 5 Dýri fiuðmundsson 8 6 Sævar Jónsson 7 7 Magnús Bergs 7 7 fiuðmundur Þorbjcirnsson 7 5 Albert Guðmundsson 7 6 Matthías Hallgrímsson 8 6 Hermann fiunnarsson 7 6 Magni Pétursson 7 Jón Einarsson (vm) 6 7 LIÐ VÍKINGS 5 Diðrik Ólafsson 6 6 Magnús Þorvaldsson 7 7 Helgi Helgason 7 6 fiunnar fiunnarsson 7 5 Jóhannes Bárðarson 7 6 Þórður Marelsson 6 5 Ómar Torfason 6 5 Lárus fiuðmundsson 7 5 Ileimir Karlsson 7 6 Jóhann Þorvarðarson 6 5 fiunnar Örn Kristjánsson (vm) 6 5 Róbert Agnarsson 6 Dómari: 6 Rafn Iljaltalin 7 J Matthías Hallgrímsson. markakóngur íslandsmótsins 1980, $ hjá Diðrik. markverði Víkings. Sanngjarn Siðasti leikur tslandsmótsins í knattspyrnu í ár fór fram á V3lUr — ^ Laugardalsvellinum á sunnudag \/ílrinmir _ »* I í miklu blíðskaparveðri. ts- B landsmeistarar Vals léku gegn Reykjavíkurmeisturum Vikings. Leikur liðanna var hráðskemmti- legur á að horfa og vel leikinn af báðum liðum. Valsmenn sýndu það og sönnuðu að það var engin tilviljun að þeir hrepptu titilinn í ár. Þeir voru betra liðið á vellin- um og unnu sanngjarnan sigur á Vikingi 3—1, eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 1 — 1. Valsmenn þurftu þó svo sannar- lega að hafa fyrir sigrinum því að Vikingsliðið lék mjög vel saman og barðist allan timann vel í leiknum. Hinsvegar gekk þeim illa að nýta marktækifæri sin. Allur fyrri hálfleikurinn var jafn og skemmtilegur. Liðin skipt- ust á að sækja og leikurinn var opinn og mörg góð tækifæri sköp- uðust. Jafnframt var nokkur hraði í leiknum. Það kom í hlut Magnús- ar Bergs, Val, að eiga fyrsta dauðafærið. Guðmundur Þor- björnsson lék alveg upp að enda- mörkum, gaf vel inn á Magnúús sem var vel staðsettur á mark- teigslínu með aðeins Diðrik markvörð fyrir framan sig. Magn- úsi brást hinsvega bogalistin og skaut framhjá. Fjórum mínútum síðar á 18. mínútu léku Víkingar vörn Vals grátt og komust í gegn, Heimir gaf á Lárus sem skaut góðu skoti rétt framhjá stönginni. Víkingar voru fyrri til að skora í leiknum. Eftir góða sóknarlotu gaf Lárus góðan bolta á Heimi sem sýndi mikið harðfylgi og dugnað er hann braust framhjá þremur Valsmönnum og tókst að skora úr frekar þröngu færi. Vel gert. Þetta mark kom á marka- mínútunni miklu, 43. mínútu. Valsmenn voru ekki lengi að jafna metin. Aðeins tveimur mínútum síðar, sneri fyrirliði Vals Guð- mundur Þorbjörnsson laglega á varnarmann Víkings, gaf góða sendingu fyrir markið á Matthías Hallgrímsson sem var vel stað- settur á markteigshorninu og hann skallaði með glæsibrag í netið. Var einstaklega vel að þessu marki staðið. Síðari hálfleikur var mjög líf- legur og mikil barátta í báðum liðunum. Stuttur og skemmtilegur samleikur sást hjá báðum liðum, og breidd vallarins var vel notuð. Víkingar sóttu stíft í byrjun hálfleiksins en komust lítt áfram gegn hinni sterku Valsvörn. Þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum sendi Grímur Sæ- mundsen langa sendingu fram á Matthías Hallgrímsson, hann tók boltann laglega niður sneri á varnarmann Víkings og brunaði að markinu og sýndi yfirvegun og öryggi er hann sendi boltann í netið framhjá Diðriki. Matthías markakóngur Hallgrímsson gat fagnað 15. marki sínu í 1. deild í sumar. Sex mínútum síðar átti Sævar Jónsson þrumuskot af stuttu færi innan á stöngina en boltinn hrökk út. Þar sluppu Víkingar með skrekkinn. Víkingar áttu líka sín tækifæri. Lárus komst inn í sendingu frá Albert sem ætluð var Sigurði markverði, en skot hans fór rétt yfir markið. Á 77. mínútu átti Lárus svo góðan skalla að marki Vals og Sigurður varð að sýna snilldartilþrif til að ná til boltans og slá hann yfir þverslá. Þriðja og síðasta mark Vals skoraði Jón Einarsson, eftir mik- inn sprett upp allan kantinn tókst honum að skora framhjá Diðriki markverði sem kom aðeins út á móti. Þrátt fyrir góðar tilraunir tókst Víkingum ekki að minnka muninn í leiknum. Lið Víkings lék þennan leik vel, þrátt fyrir að sigur hafi ekki unnist. Liðinu hefur farið geysilega mikið fram í sumar, og þar sem ieikmenn eru flestir ungir að árum má búast við I IslanflsmðBð 1. delld I.......|. ..... ...- ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.