Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 íslenska flugævintýrið 2. grein Vinstri stjórn ólafs Jóhannessonar, sem sat við völd árin 1971 — 1974, hafði forgöngu um að Loftleiðir og FlujfíélaK íslands tækju upp viðræður um sameininicu félaganna. Samjíöngumálaráðherra á þessum tíma var Hannibal Valdimarsson. Stjórnskipuð nefnd stýrði viðræðum félaganna ok niðurstaðan af þeim viðræðum voru tillöjfur um sameininifu sem lajfðar voru fyrir aðalfundi heggja félajfanna 1972. Samkomulagsjfrundvöllurinn sem flugfélögin urðu ásátt um að standa á var í því fóljfinn að þriggja manna nefnd, tilnefnd af Landshanka íslands, fengi það verkefni að meta eijfnahlutföll félaganna í nýju fyrirtæki. Matið á fasteignum og lausafé skyldi miða við verðlag í júní 1973 og máMi hundraðshluti þess félags sem minna taldist eijfa, ekki verða lægri en 35%. Ástæða sameiningarinnar var samkeppni félajfanna, fyrst og fremst á Norðurlandaleiðum, og ef ekki hefði komið til sameininjfar hefði ílujfleiðum sennilega verið skipt upp á milli félajfanna, líkt og átti sér stað á innanlandsleiðum þegar Loftleiðir hættu innanlandsflujfi 1952. En til þess kom aldrei og samningaviðræðum félaganna lyktaði þannÍK að stofnfundur Flujíleiða var haldinn 20. júlí 1973 oj? á fyrsta stjórnarfundi nýja félagsins 1. ájíúst sama ár tóku Flujíleiðir formlej?a við stjórn Flugfélajfs íslands og Loftleiða og eignum öllum. Skömmu síðar hóf hin þriggja manna matsnefnd störf sín, og skilaði síðan mati sínu rúmum tveimur árum síðar. í henni áttu sæti þeir Ragnar ólafsson, Guðmundur Björnsson og Guðlaugur Þorvaldsson. En hver var staða Loftleiða og Flugfélags íslands samkvæmt reikningum félaganna fyrir síðasta heila starfsárið sem þau störfuðu algjörlega sjálfstætt? Thors, Geir G. Zoega Jr., Axel Einarsson, Ólafur Ó. Johnson og Einar Helgason. Þess má geta að stærsti hluthafi Flugfélagsins var Eimskipafélag íslands sem átti yfir 40% hlutafjárins. Loftleiðir Aðalfundur Loftleiða fyrir reikningsárið 1972 var einnig haldinn fimmtudaginn 28. júní 1973. Þar kom fram að heildar- veltan reyndist 3.138 milljónir króna en tap 286 milljónir króna. Aðalorsakir þess voru taldar lækkandi fargjöld og síhækkandi rekstrarkostnaður. Sigurður Helgason, þáverandi varaformað- ur félagsstjórnarinnar, skýrði nokkur atriði reikninganna og sagði til dæmis um lækkun far- gjaldanna að þau hefðu verið 9,8% lægri árið 1972 en þau voru árið áður. Á sama tíma hefðu launa- Flugfélag íslands Aðalfundur Flugfélags íslands fyrir árið 1972 var haldinn 28. júní 1973. Birgir Kjaran, formaður stjórnar féiagsins, og örn Ó. Johnson, forstjóri, fluttu þar ræð- ur og gerðu grein fyrir starfsemi og rekstri fyrirtækisins á árinu 1972. í máli þeirra kom fram að afkoma félagsins varð mun betri það ár en árið 1971. Heildarveltan var 852 milljónir króna og eftir 132 milljón króna afskriftir varð 9,4 miiljón króna halli á rekstri félagsins en hafði verið 18 miiljónir árið áður. Félag- ið keypti tvær nýjar flugvélar af Fokker Friendship gerð frá All Nippon flugfélaginu í Japan. Flugvélaeign Flugfélags Islands var því tvær Boeing 727 þotur, fjórar Fokker Friendship skrúfu- þotur og tvær Douglas DC-3 vélar. Landgræðslan naut góðs af „þrist- unum“ sem Flugfélagið gaf henni. Farþegafjöldi féiagsins í áætl- unarflugi til og frá íslandi var 58.642 árið 1972 en var 53.752 árið áður. Aukningin var því 9,1%. Farþegafjöldi innanlands jókst um 16,6%, en alls fluttu flugvélar félagsins 152.246 farþega innan- iands á áætlunarleiðum. Einnig hafði talsverð aukning orðið í öðrum flutningi fyrirtækisins. Flutningar höfðu aukist á öilum áætlunarleiðum félagsins innan- iands og verið meiri en nokkru sinni í sögu þess. í skýrslu stjórnar félagsins eru ástæðurnar fyrir taprekstrinum sagðar harðnandi samkeppni á millilandaleiðum félagsins, vax- andi rekstrarkostnaður heima og erlendis, gengistap á rekstrar- skuldum vegna gengisfellingar í desember og aðgerðarleysi verð- lagsyfirvalda að leyfa ekki hækk- anir á fargjöldum. Á fundinum var tekin fyrir tillaga stjórnar fyrirtækisins um sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða. Örn Ó. Johnson útskýrði samkomulagsgrundvöll þann sem gerður hafði verið fyrr á árinu og greinargerð um sameiningu félag- anna. Hann ræddi um harða samkeppni þeirra í milli og erfið- leikana í flugrekstrinum almennt. I ræðu sinni sagði Örn að hagræð- ing væri eina leiðin til að forðast algjört öngþveiti og að stækka yrði einingarnar til að fá fram betri nýtingu. Taldi hann samein- inguna einu leiðina til að forða félögunum frá stórtjóni. Gengið var til atkvæða um tillöguna og hún samþykkt með um 98% at- kvæða. Einnig var samþykkt um- boð til stjórnar félagsins til þess að ganga endanlega frá samning- um þessu að lútandi. í stjórn Fiugfélags íslands voru kjörnir Birgir Kjaran, Bergur G. Gíslason, Ottarr Mölier, Jakob Frímannsson, Svanbjörn Frí- mannsson og Örn Ó. Johnson. í varastjórn voru kjörnir Thor R. Innanlandsflugflotinn 1976. Sameining flugfélaganna hækkanir á íslandi verið 16% en 4,3% í Bandaríkjunum. Af þeim sökum hefðu heildarútgjöldin hækkað um 10,5% en tekjulækkun hefði numið 1,1%. Sigurður sagði hallann á Skand- inavíu- og Bretlandsferðum fé- lagsins hafa verið mjög mikinn en Luxemborgarferðir staðið í stað. Vegna lélegrar afkomu hefði fé- lagið orðið að leita ríkisábyrgðar á erlendu láni. I upphafi fundarins hafði formaður stjórnar félagsins flutt skýrslu stjórnarinnar og komist svo að orði: „Þrátt fyrir starfsemi og undir- boð leigufélaganna, hafa Loftleið- ir haldið sínum hlut að því er farþegatölu varðar og er þá miðað við borgandi farþega. Þeirra tala var á árinu 1972 samtals 324.453, en á árinu 1971 var tala þeirra 298.872. Hins vegar hafa tekjur af hverjum borgandi farþega minnk- að stórlega allt frá árinu 1970. Þá voru fluttir 282.546 farþegar og voru meðaltekjur af farþega $117. 40. Árið 1971 lækkuðu meðaltekj- urnar í U.S. $111.69 og loks árið 1972 niður í $100.72. Er þannig ekki höfðatala farþeganna sem gildir, að því er afkomuna varðar, enda hefir hún aldrei verið ömur- legri en í ár, er tap félagsins nemur kr. 286 millj. 318.891.23. Þar af nema fyrningar kr. 167. 192.396. — og gengistap kr. 70.560.199.59, eða samtals kr. 237.752.595.59 og nemur þá annað rekstrartap kr. 48.566.295.64. Tekjur af farmiðasölu minnkuðu frá árinu 1971 um kr. 129.651.760. 08, þrátt fyrir aukinn farþega- fjölda og sannar það hversu var- lega verður að fara í hækkun fargjalda, ef forða á rekstrarhalla. Sannar það þá jafnframt, að óeðlilegur munur miðað við IATA-gjöld á ekki rétt á sér og takmörk eru þar fyrir því hversu neðarlega verður farið, jafnvel þótt minni verðmunur geti dregið úr sölu. Ávallt verður að horfast í augu við þá staðreynd, en að ákveða of lág gjöld er sama og fjárhagslegt sjálfsmorð." Þá ræddi Kristján Guðlaugsson um starfsemi Cargolux, sem hann kvað bæði hafa reynst arðvænlega og einnig orðið til þess að Loftleið- um varð mögulegt að nýta RR 400 flugvélarnar með hagnaði í stað þess að selja þær á frjálsum markaði við lágu verði. Hánn kvað það, sem liðið er af starfsferli félagsins af yfirstand- andi ári gefa vonir um betri Aðalfundir Flugleiöa eru jafnan vel eóttir af hluthöfum. árangur en þann, sem varð á sama tíma í fyrra. Alfreð Elíasson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, tók einnig til máls og gerði grein fyrir sögu og fjárhagslegri stöðu þess. í máli hans kom fram að helstu eignir fyrirtækisins voru, húseignirnar í Reykjavík, bílaleiga með 73 bílum, Cargolux, Air Bahama, hlutdeild í hótelinu Aerogolf í Luxemborg, fimm Rolls-Royce skrúfuþotur auk ýmislegs annars. Á flugleið- um félagsins voru þrjár DC-8 þotur sem ýmist voru á ieigu eða kaup-leigusamningi. Alfreð greindi frá flutninga- magni félagsins á starfsárinu, en alls voru fiuttir 324.453 farþegar sem var 8,6% aukning frá árinu 1971 er fluttir voru 298.872 farþeg- ar. Loftleiðir voru númer 11 í röð 20 flugfélaga sem héldu uppi áætlunarferðum yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna. Áningarfar- þegar á vegum félagins voru 15.271 en voru 14.888 árið áður. Starfsmenn fyrirtækisins voru 1.286. Þar af störfuðu 399 í Reykjavík, 164 á Hótel Loftleiðum, 140 í Keflavík, 234 í New York, 152

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.