Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 Fyrsti gasolíufarmurinn frá BNOC Fyrsti farmurinn af brezku Kasolíunni frá BNOC kom til Reykjavíkur sl. sunnudag með þessu brezka olíuskipi. en hann er um 19 þúsund tonn. AIls verða keypt um 80 þúsund tonn af gasoliu frá BNOC á þessu ári. MorKunblaöinu tókst ekki að fá uppKefið verð olíunnar þrátt fyrir fyrirspurnir hjá olíufélögunum og hjá viðskiptaráðuneyti. Ljosmynd Mbi. Ól.K.M. Vöruflutningar fyrir varnarliðið: Menntamálaráðherra: „Valdið er hjá mér“ „Fólk á engan rétt á að vita af hverju mér finnst Hilmar hæfari“ „ÉG VERÐ að segja, að ég er svo undrandi á ályktun bæjarstjórn- arinnar. að ég á engin orð. Verksvið skólanefndar er að veita umsögn, en valdið er i höndum ráðherra og ég hef hugs- að mér að nota það vald. Hvað varðar það að ég finni orðum mínum stað um hæfni Hilmars B. Ingólfssonar fram yfir Eyjólf b. Jónsson, sem tveir af skólanefnd- armönnum meiri hlutans krefj- ast, þá vil ég segja, að umsækj- endur eru báðir hæfir að mínu mati, en fólk á engan rétt á að vita af hverju mér finnst Hilmar hæfari. Valdið er hjá mér og ég vil ekki fara opinberlega út i mannjöfnuð, — þetta er algjör- lega mitt mál,“ sagði Ingvar Gíslason menntamálaráðherra, er Mbl. hafði samband við hann vegna ályktunar bæjarstjórnar Garðabæjar og umsagnar tveggja skólanefndarmanna i tilefni af ráðningu skólastjóra við Hofs- staðaskóla í Garðabæ. Þá sagði Ingvar, að hann teldi afstöðu meiri hluta skólanefndar pólitíska og hefði hann fengið upplýsingar um að svo væri. Ekki vildi hann gefa upp heimildar- menn að þeim upplýsingum og aðspurður sagðist hann hafa aflað sér upplýsinga um báða umsækj- endur og sagði báða hafa fengið góð meðmæli. „Þá vil ég benda á, að ég var fyrst sakaður um pólitíska misbeitingu og tveir skólanefndarmanna mæltu með Hilmari, þannig að skólanefndin sjálf var klofin. Einnig vil ég benda á að aðeins tjá sig tveir af þremur nefndarmönnum meiri hlutans í skólanefnd í Mbl. gegn þessari ráðningu." — En nú benda þessir skóla- nefndarmenn á, að Eyjólfur hafi lengri starfsreynslu en Hilmar og að hann hafi kennt við barna- fræðslustigið og hafi háskóla- menntun, sem Hilmar hafi ekki og að Hilmar hafi aðeins kennt stærðfræði við framhaldsstigið. Hverju viltu svara þessu? „Að vísu er Eyjólfur eldri mað- ur með lengri reynslu en Hilmar hefur einnig langa reynslu sem kennari. Hins vegar endurtek ég það að ég vil ekki fara út í opinberan mannjöfnuð, mér finnst það ekki eiga við. Þó Eyjólfur sé hæfur til starfans að mínu mati, þá tel ég Hilmar einfaldlega betur að þessu starfi kominn. Hann hefur fengið mjög gott orð hjá öllum Garðbæingum sem ég hef a.m.k. rætt við og einnig þeim sem þekkja hans störf. Valdið er hjá mér og ég beiti því á þann hátt sem mér þykir réttast," sagði Ingvar Gíslason í lokin. Gætu orðið ein ferð í viku - segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða „ÞAÐ cru ein þrjú, fjögur ár síðan við fyrst hreyfðum þeim möguleika að fá eitthvað af flutn- ingafluginu fyrir varnarliðið. Við höfum á undanförnum tveim- ur mánuðum rætt þessi mál tvisvar við varnarliðið hér, en þetta er mál, sem ákveðið er i Washington,“ sagði Sigurður Ilelgason, forstjóri Flugleiða, er Mbl. spurði hann í gær um viðræður Flugleiða og varnar- liðsins um flutninga i lofti á vegum varnarliðsins. Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra hefur sagt, að hann telji ekki óeðlilegt, að Flug- leiðir fái eitthvað af þessu flugi. „Það hefur engin formleg tillaga komið fram í ríkisstjórninni um þetta í þessari lotu,“ sagði Svavar Gestsson félagsmálaráðherra er Mbl. spurði hann í gær um afstöðu hans til þessa máls. Sigurður Helgason sagði, að í sambandi við loftflutninga varn- arliðsins væri um „talsvert rnagn" að ræða, sérstaklega vöruflutn- inga, sem gæti orðið ein ferð í viku. „Varðandi ferðir varnarliðs- manna sjálfra, þá erum við með talsvert af þeim flutningum í okkar reglulega flugi," sagði Sig- urður. Hið fræga þýzka knattspyrnulið FC Köln knm til Rrykjavikur í gærkvöldi. en liðið lcikur gegn Ak- urnesingum á Laugardalsvelli í kvidd og er leikurinn liður i UEFA-keppninni i knattspyrnu. Meðfylgjandi mynd er tekin á flug- vellinum i Luxemborg i ga‘r af leikmonnum Kolnarliðsins. en ha'tt er við því, að þeir verði ekki eins brosmildir þegar leikurinn hefst 18 í kvöld. I.jósm. RA\. Áfengi hækkar um 9%: IJagnaður ríkisins af ATVR 25 milljarðar ÁFENGI hækkar í dag í verði og nemur hækkunin yfirleitt um 9%, en i nokkrum tilfellum er þó um meiri hækkun að ra^ða vegna hækkaðs innkaupsverðs. Að sögn Höskuldar Jónssonar. ráðuneyt- isstjóra i fjármálaráðuneytinu, er þessi hækkun í samræmi við tekjuáætlun, en í henni var gert ráð fyrir að áfengi ha kkaði i takt við kaupgjald. Ilöskuldur sagði. að reiknað væri með að hagnaður ríkissjóðs af Áfengis- og tóbaks- verzluninni yrðu um 25 milljarð- ar króna i ár. Eftir hækkunina kostar flaska af íslenzku brennivíni 11.000 krón- ur, en kostaði fyrir helgi 10.100 krónur. Algeng vodkategund hækkar úr 14.000 krónum í 15.300 krónur, algengur geniver hækkar úr 14.600 krónum í 15.900 krónur, algengt gin úr 13.800 kr. í 15.000 krónur og algengt viský úr 14.000 krónum í 15.300 krónur. Áfengi hækkaði síðast 10. júní sl. og þá um 12%. Þann 19. marz sl. hækkaði áfengi sömuleiðis um 12%, en í bæði þessi skipti hækk- aði tóbak einnig um sömu hlut- fallstölu. Þar áður varð hækkun á áfengi og tóbaki um 13% 10. desember sl. Fyrir réttu ári síðan, eða 16. september 1979, kostaði flaska af brennivíni 7.000 krónur og hefur brennivín því hækkað um liðlega 57% síðustu 12 mánuðina. Á þessu tímabili hefur áfengi hækkað í verði um 54—58%. _ r Stjórn Flugfreyjufélags Islands: Mótmæla frétt Mbl. í TILEFNI fréttaflutnings á baksíðu Morgunblaðsins 12. þ.m., vill stjórn Flugfreyjufélags Islands taka fram eftirfarandi: Á fundi með Arnmundi Back- man, aðstoðarmanni félagsmála- ráðherra, 1. þ.m., kom aldrei neitt til tals um aðgerðir af hálfu flugfreyja eftir 1. desem- ber nk. Fullyrðingar þess efnis að Arnmundur hafi bent flug- freyjum á einhvern möguleika að tilkynna veikindi 1. desember eru ósannindi og algjörlega úr lausu lofti gripnar. Það er hins vegar ljóst að grein þessi er af pólitískum toga spunnin og virðist nú hagur þeirra starfsmanna Flugleiða hf., sem eru að missa atvinnu sína eigi skipta máli lengur. Þessi leiðrétting á fyrrgreind- um fréttaflutningi óskast birt á baksíðu Morgunblaðsins 16. þ.m. og á jafn áberandi hátt. Reykjavík, 15. sept. 1980. Stjórn Flugfreyju- félags Islands. Vísað á bug Aths. ritstj.: Morgunblaðið vísar á bug ásökunum stjórnar Flugfreyju- félagsins um að frétt blaðsins síðastliðinn föstudag sé „ósann- indi og algerlega úr lausu lofti gripin". Morgunblaðið byggði frétt þessa á traustum heimild- um og stendur við hana. Vera má að túlka megi ummæli að- stoðarmanns félagsmálaráð- herra með eitthvað mismunandi hætti, en þar er aðeins um blæbrigðamun að ræða, sem breytir engu um efni málsins. Mbl. vísar einnig á bug ásökun- um stjórnar Flugfreyjufélagsins um að frétt blaðsins sé af pólitískum toga spunnin og að hagur starfsmanna Flugleiða skipti ekki máli í þessu sam- bandi. I fréttum Mbl. hefur verið leitazt við að skýra rækilega frá því, sem gerzt hefur á vettvangi Flugleiða. Sá fréttaflutningur kemur pólitík ekki við. í rit- stjórnargreinum blaðsins hefur verið snúizt gegn tilraunum Al- þýðubandalagsins til þess að koma Flugleiðum á kné, það m.a. er framlag Mbl. til þess að tryRRja atvinnuöryggi starfs- manna Flugleiða, sem er í stór- kostlegri hættu ef hlaupamenn Alþýðubandalagsins ná vilja sín- um fram. Það væri fremur í anda þeirra fjölmörgu brautryðjenda, sem á undanförnum áratugum hafa byggt upp flugrekstur á íslandi, að stjórn Flugfreyjufélagsins tæki þátt í þessari baráttu í stað þess að láta undan þrýstingi aðstoðarmanns félagsmálaráð- herra, sem nú hefur í fjóra daga reynt að knýja flugfreyjur til þess að gefa frá sér einhverja yfirlýsingu um mál þetta. Sá sem samdi yfirlýsingu Flugfreyjufélagsins ákveður ekki hvar slíkar yfirlýsingar birtast í Morgunblaðinu. Hann sagði bandarísk lög kveða svo á um, að svona flutningar yrðu að fara fram í bandarískum loft- förum. Hið sama hefði gilt um vöruflutninga á sjó, að þá hefðu bandarísk skip orðið að annast, en frávik hefði verið veitt, þegar Eimskipafélag íslands fékk flutn- ingana. „Við erum að vona, að það sama geti gerzt nú varðandi flutn- ingana í lofti," sagði Sigurður Helgason. „Þetta er ekkert afger- andi atriði, en gæti orðið viss stuðningur." Þrjú tonn af krækiberjum til víngerðar GÓÐ berjaspretta var á ýms- um stöðum á landinu í sumar og þá m.a. á Vestfjörðum, þar sem krækiber voru með meira móti. Áfengisverzluninni buð- ust því í ár ber til víngerðar, en slíkt hefur ekki gerzt undan- farin ár. Var reiknað með að keypt yrði allt að 3 tonnum af krækiberjum og geta menn því reiknað með krækiberjalíkjör í hillum í Ríkinu einhvern tíma í vetur, jafnvel fyrir jólin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.