Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 21 • íslenska landsliöiö í kraftlyftingum, sem keppti á Norðurlandameistaramótinu í kraftlyftingum um síðustu helgi, vann tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Kraftajötunninn Skúli Óskarsson sigraði í 75 kg flokki og Jón Páll Sigmarsson í 125 kg flokki. Er þetta mjög góður árangur hjá lyftingamönnunum. Góður árangur hjá kraftlyftingamönnum • Sigurvegarar i ísalskeppninni i golfi sem fram fór um siðustu helgi. Frá vinstri: Ragnar Ólafsson. Jón Hallgrímsson, Jóhannes Sveinsson, Franz Sigurðsson, Lóa Sigurbjörnsdóttir. Ljósm Óskar S. Ragnar setti vallarmet íslendingar tryggðu sér tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðiaun á Norðurlanda- meistaramótinu í kraftlyfting- um sem fram fór í Noregi um helgina. Það voru þeir Skúli óskarsson og Jón Páll Sig- marsson sem hrepptu gullpen- ingana, Skúli fyrir sigur í 75 kg fiokki og Jón Páll fyrir sigur í yfirþungavigt. Bronsgripina hrepptu þeir Sverrir Hjaltason, sem varð þriðji i 82,5 kg flokki og ólafur Sigurgeirsson, sem varð þriðji í 90 kg flokki. Eitt Evrópumet var sett á mótinu, það gerði Sviinn Conny Nilson í 90 kg flokki, er hann lyfti samtals 847,5 kg. Vestur-Þýski umboðsmaðurinn Wiily Reinke er nú staddur hér á landi i þeim tilgangi að fylgjast með og ræða við efni- lega islenska knattspyrnumenn með það fyrir augum að sjáif- sögðu, að koma þeim á mála hjá knattspyrnufélögum í Evrópu. Sem kunnugt er, fór Reinke þessi með mál Atla Eðvaldsson- ar á siðasta vori. Rcinke hefur þegar átt viðræður við ýmsa isienska knattspyrnumenn og má þar nefna Sigurð Grétars- son, framherjann snjalla hjá Breiðabliki. Skúli Óskarsson jafnaði eigið íslandsmet í réttstöðulyftu er hann lyfti 305 kg. Síðan átti hann góða tilraun við nýtt heimsmet, 315,5 kg, en mistókst. Samtals lyfti Skúli 715 kíló- grömmum og nægði það til sigurs. Jón Páll lyfti samtals 845 kílógrömmum. Annars urðu helstu úrslit sem hér segir. 67,5 kg flokkur: 1. Thomas Sjöström Sv. 630 kg 2. Bo Alhross Finnl. 615 kg 3. Björn Halmsen Nor. 567,5 kg 4. Kári Elíasson ÍS. 565 kg 76 kg flokkur: 1. Skúli Óskarsson ís. 715 kg 2. Conny Ulldin Sví. 712 kg Önnur nöfn hafa verið nefnd, til dæmis Ragnar Margeirsson hjá Keflavík, Lárus Guðmunds- son hjá Víkingi og fleiri. Keppn- istímabilinu er svo gott sem lokið hér á landi, aðeins fáir Evrópuleikir eru eftir. Það má því fastlega búast við því að einhverjir íslendingar gangi til liðs við „útlendingaherdeildina", enda óvenjulega mörg góð efni í íslensku knattspyrnunni um þessar mundir. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála. 3. Kjell Skybakk Nor. 645 kg 82,5 kg flokkur: 1. Jari Tathinen Finnl. 767,5 kg 2. Lars Backlund Sví. 765 kg 3. Sverrir Hjaltason Is. 740 kg 90 kg flokkur: 1. Conny Nilson Sví. 847,5 kg 2. Sverre Nyhus Nor. 775 kg 3. Ólafur Sigurgeirsson 655 kg 100 kg flokkur: 1. Kenneth Mattson Sví. 867,5 kg 2. R. Kirviranta Finnl. 842,5 kg 3. Rolf Carlsen Sví. 790 kg 110 kg flokkur: 1. Ray Yivander Sví. 877,5 kg 2. Reidar Steen Nor. 847,5 kg 3. Jan Kalleberg Nor. 810 kg 125 kg flokkur: 1. Roger Edström Sví. 900 kg 2. H. Saarelainen Finnl. 897,5 kg 3. Kjell Wien Nor. 815 kg Yfirþungavigt: 1. Jón Páll Sigmarsson 845 kg Af öðrum íslendingum í keppninni er það að segja, að Víkingur Traustason varð fjórði í 125 kg flokkinum, lyfti samtals 730 kg. Viðar Sigurðsson varð fjórði í 110 kg flokkinum með samtals 700 kíló. Hörður Magn- ússon og Magnús E. Sigur- björnsson lyftu báðir 740 kíló- grömmum í 100 kg flokkinum og höfnuðu í 4.-5. sætunum. Og loks varð Kári Elísson fjórði í 67,5 kg flokkinum, lyfti samtals 565 kílógrömmum. Ragnar Ólafsson sigraði með yfirburðum í ÍSAL—keppninni í golfi sem fram fór á Grafar- holtsvellinum um helgina. Setti Ragnar nýtt vallarmet á Graf- arholti, er hann lék 18 holur á 71 höggi. 34 holurnar lék hann samtals á 144 höggum. Næsti maður var Hannes Eyvindsson sem lék samtals á 153 höggum, 76 höggum fyrri umferðina og 77 höggum síðari umfrrðina. Þeir óskar Sæmundsson og Sigurður Hafsteinsson öttu kappi saman i bráðabana um þriðja sætið, en báðir léku samanlagt á 155 höggum. Ilafði Óskar betur í bráðabananum og hreppti þriðja sætið. Lóa Sigurbjörnsdóttir sigr- aði i mristaraflokki kvenna, en þar var leikið með forgjöf. Lék Lóa á 147 höggum nettó. Sama gerði Guðrún Eiriksdóttir, en þar sem frammistaða Lóu á siðustu þremur holunum var betri, bar hún sigur úr býtum. Þriðja varð siðan Ásgerður Sverrisdóttir sem lék á 150 höggum nettó. Reinke ræðir við leikmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.