Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 Fólk og fréttir í máli og myndum • Yfir skal ég, hann lét engan bilbug á sér finna þessi keppandi i hindrunarhlaupi úldunga á HM-keppninni i Finnlandi i sumar. Og þrátt fyrir að vatnsgryfjan væri erfið þá komst hann alla leið. AUSTURRÍKISMAÐURINN Her- bert Prohaska hefur heldur betur komið ár sinni fyrir borð hjá hinu nýja félagi sínu Inter Mílanó. Þegar hafa verið stofnaðir fimm aðdáendaklúbbar honum til heið- urs og hann þakkaði fyrir sig með því að skora þrennu í sínum fyrsta opinbera leik með Inter, vináttu- leik gegn liði úr 2. deild. PÓLSKA ungiingalandsliðið var í keppnisferð í Hvidövre eigi alls fyrir löngu. Þar notaði Joachim Hudka, tvítugur knattspyrnumað- ur frá Gornik Zabreska tækifærið, stakk af og bað um hæli sem pólitískur flóttamaður. ENSKU knattspyrnufélögin leita nú logandi ljósum að ódýrum leikmönnum hjá erlendum liðum. Þeir eru vandfundnir, því þeir verða að hafa leikið mað landslið- um til þess að teljast gjaldgengir í ensku knattspyrnuna. Birming- ham er nú að gera hosur sínar grænar fyrir hollenska unglinga- landsliðsmanninum Toeni Van Mierlo hjá Willem 2. Fyrir nokkru hætti Birmingham tilraunum sín- um til þess að tæla til sín Dusan Nikolic frá Rauðu Stjörnunni. Þá má geta þess, að Swansea í 2. deild hefur áhuga á öðrum júgóslavn- eskum landsliðsmanni, Dzemal Hadziabdic. ALLTAF eru einhverjar hrær- ingar hjá Nottingham Forest. Nú segja slúðurkóngar að Brjánn Clough hafi í hyggju að kaupa enn einn framherjann. Ýtir það undir vangaveltur manna um að framtíð Trevor Francis hjá félaginu sé allt annað en trygg. Nöfn hafa ekki verið nefnd, önnur en þeirra leikmanna Forest sem stendur til að selja til þess að félagið eigi aura fyrir nýja leikmanninum. Það eru þeir John O’Hare og David Needham, og hugsanlega fleiri. Handboltinn byrjar með Reykjavíkurmóti REYKJAVÍKURMÓTIÐ í handknattleik hefst á morgun, og verður mótið keyrt i gegn af miklum krafti áður en landsleikirnir við Norðmenn fara fram 27.-28. sept. Hér að neðan má sjá riðlaskipting- una og leikdagana í mótinu. A-riðill Víkingur Ármann Riðlakeppnin: Miðvikudagur 17. sept. Fimmtudagur 18. sept. Föstudagur 19. sept. Laugardagur 20. sept. Tvö efstu lið úr hvorum riðli fara í úrslitakeppni um 1,—4. sætið og keppa sem hér segir: Sunnudagur 21. sept. kl. 19.00 1A - 2B, kl. 20.15 2A - 1B. B-riðill Valur Fram Þróttur Fylkir kl. 19.00 Ármann — Víkingur kl. 20.15 ÍR - KR kl. 21.30 Fylkir - Valur kl. 19.00 Víkingur - ÍR kl. 20.15 KR — Ármann kl. 21.30 bróttur — Fram kl. 19.00 Valur — Þróttur kl. 20.15 Fram - Fylkir kl. 21.30 ÍR — Ármann kl. 14.00 Fylkir - Þróttur kl. 15.15 Fram — Valur kl. 16.30 KR - Vikingur Þriðjudagur 23. sept. kl. 20.00 1B - 2B, kl. 21.15 2A - 1A. Fimmtudagur 25. sept. kl. 20.00 2B - 2A, kl. 21.15 1A - 1B. • Sænski tenniskappinn Björn Borg er þekktur fyrir að sýna aldrei svipbrigði á leikvelli. Hér að ofan má þó sjá að eitthvað hefur skeð. Kappinn bitur fast i spaðann. Hann hefur varla verið svangur. • Hinn snjalli knattspyrnumað- ur hjá Hamborg S.V., Jimmy Hartvig, meiddi sig illa á siðasta keppnistimabili, en er nú kominn i slaginn aftur á fullri ferð. Jimmy notaði tímann vel á með- an hann var frá knattspyrnuiðk- un. Hann söng inn á hljómplötu sem bar nafnið „Calypso Mama“ og seldist hún i sjötiu þúsund eintökum. þá söng hann i söng- leiknum Hárið við góðar undir- tektir. Á efri myndinni má sjá kappann fremst fyrir miðri mynd i söngleiknum, en á þeirri neðri eins og flestir kannast við hann á knattspyrnuvellinum. • Bilaiþróttir eiga vaxandi vin- sældum að fagna um viða veröld. Bilaáhugamenn eru jafnan iðnir við að breyta og betrumbæta bila sína. Og hér að neðan sjáum við Jaguar XJS sex hjóla og i nýjum búningi eftir róttækar breyt- ingar. Eigandi bilsins segir þetta vera draumavagn og að hann sé ekki falur fyrir nokkurt fé. íris bætti met í spjótkastinu ÍRIS Grönfeldt, friálsíþrótta- kona úr UMSB, bætti Islandsmet- ið i spjótkasti hressilega á innan- félagsmóti ÍR i Laugardal i fyrrakvöld. Kastaði íris 46.52 metra. en gamla metið, sem hún setti í Kópavogi fyrir rösku ári, var 44,94 metrar. Á mótinu setti sveit ungra stúlkna úr Ármanni nýtt met i 4x200 m boðhlaupi i aldursflokki telpna og meyja. Sveitin hljóp á 1:50,1 minútu og bætti eldra metið um rúma sekúndu. Guðrún Ingólfsdóttir, Á, kastaði kringlu á mótinu 44,62 metra. Á morgun, sunnudag, verða IR-ingar með innanfélags- mót í kastgreinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.