Morgunblaðið - 16.09.1980, Síða 37

Morgunblaðið - 16.09.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13—14 FRÁ MÁNUDEGI hraðans, sem eðlisfræðin talar um. Hvort tveggja þetta hygg ég I vera hárétt athugað, svo langt sem það nær. En diskarnir sjást, eftir sem áður, og hvers vegna þá ekki að nefna þá skýringu sem nærtækust er, og margir íslend- ingar aðhyllast og ýmsir aðrir. Ég á ekki að þurfa að hafa hér mörg orð um, en minni á fjarflutninga efnis og annað, sem minnzt var á, á fyrirburðarráðstefnunni þarna upp í Háskóla um daginn. Tel ég víst að Arni Tr. Guðmundsson vilji gera grein fyrir afstöðu sinni til þessarar skýringar í næsta útvarpserindi sínu eða á annan hátt. Lífið alheims- fyrirbæri Um rök fyrir því, að lífið hér á jörð sé þáttur í alheimslífi, en ekki einstakt, tilviljunarkennt fyrir- bæri á smáhnetti, er það annars að segja, að andmælin gegn þessu hafa alltaf í byrjun komið frá þeim, sem ekki voru náttúrufræði- lega hugsandi: flatjörðungum, jarðmiðjungum (flat-earthers, geocentrics) og slíkum. En eftir að lífefnafræðingar fóru að líta á kviknun lífsins sem eðlilega þróun efnisins, en ekki sem afkvæmi tilviljunar hefur yfirleitt þótt sjálfsagt mál, að lífið væri al- heimsfyrirbæri. Má segja að þetta tvennt beri að sama brunni: efna- fræðina annars vegar og hins vegar þessar milljónir flugdiska- sýna. En þó munu þessir endar athugana og ályktana aldrei ná fyllilega saman, fyrr en mönnum hefur lærzt að hugsa um hlutina í samhengi, og skilja samband þeirra við þessar náttlegu fjarsýn- ir, sem menn nefna drauma. Þorsteinn Guðjónsson. Þessir hringdu . . . • Ótrúlegt gáleysi Skjálfrödduð kona hringdi og kvaðst hafa orðið vitni að ótrúlegu gáleysi móður sem ók ein í bíl með tvö lítil börn sín, u.þ.b. eins og tveggja ára. Konan lagði bíl sínum skammt frá verslun úti á Nesi, yfirgaf hann og skildi börnin ein eftir. Eldra barnið hóf nú að þeyta ákaflega flautu bílsins og fikta í hinum ýmsu tökkum og tækjum. A þessu gekk þangað til móðir þess kom aftur út í bílinn og má kalla það Guðs mildi að ekki skyldi verða þarna meiri háttar slys. En ekki er öll sagan sögð: Þegar konan sest inn í bílinn aftur eftir verslunarferðina, tekur hún yngra barnið, setur það í kjöltu sér og ekur af stað í fússi — með eldra barnið sér við hlið. Ég neld naumast að lengra verði gengið í því að þverbrjóta allar varúðar- reglur af eintómu og ótrúlegu gáleysi. • Leggjabrjótur — ekki Bankastræti Vegfarandi hafði samband við Velvakanda og kvaðst vona að vinstri stjórnarmeirihlutinn væri ekki svo upptekinn við félagsmála- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á IBM skákmótinu í Amster- dam í fyrra, kom þessi staða upp í skák þeirra Ree, Hollandi, og Júgóslavans Sahovié, sem hafði svart og átti leik. 27.... Rxg2! (Nú gengur 28. Kxg2 ekki vegna 28. ... Hxe5!, 29. fxe5 — Df3+, 30. Kgl - Ddl+, 31. Kg2 — Hg6+. Hvítur sætti sig því við peðstapið og reyndi:) 28. Hac7 — Rhl. 29. f4 - De4, 30. Hc8 - Hfe6, 31. Hxe8+ - Hxe8, 32. He2 — Ha8, og svartur vann. pakkann, að hann gæfi sér ekki tíma til að kíkja á gangstéttina við Bankastrætið, stjórnarráðs- megin. — Þarna dugir ekkert annað en að fara fetið, en kútvelt- ast ella. Ég er farinn að kalla Bankastrætið Leggjabrjót á þess- um slóðum. Gangstéttarhellurnar eru svo slitnar og úr lagi færðar, að stórhættulegt er að fara þarna um, sérstaklega fyrir roskið og ég tala ekki um aldrað fólk. 1 V mmmmm HÖGNI HREKKVISI „ ■ • Jh - hr.'olafor .. MIA ; • " TIL AÐTALA \/*£ (j>A LAUWABÆ/OCLIN. " Félagsfundur — kvikmyndasýning Skyrslutæknifélag íslands efnir til félagsfundar og kvikmyndasýningar í Regnboganum, sal C, aö Hverfisgötu 54. Fundurinn hefst kl. 13, miövikudag- inn 17. september 1980. Dagskrá: 1. Fundarsetning. Dr. Jón Þór Þórhallsson, formaöur Skýrslu- tæknifélagsins. 2. Kevin R. Batchelor, sem er sérfræóingur frá endurskoöunarfyr- irtækinu Alexander Grant & Co. í Bandaríkjunum, mun kynna efni kvikmyndar þeirra er sýnd veröur. Kvikmyndin er leikin, en byggir á sannsögulegum viöburöum, þ.e. fjármálahneyksli, sem varö í bandarísku tryggingafyrirtæki. Aöalástæöur fyrir þessu hneyksli voru misnotkun gagna og skortur á eftirliti og stjórn á tölvuvinnslu fyrirtækisins. 3. Kvikmyndasýning: „The Billion Dollar Bubble“ on the Equity Funding Scandal. I Kevin R. Batchelor mun kynna endurtekiö námskeiö um endurskoöun tölvukerfa, sem áætlaö er aö halda á vegum Stjórnunarfélags íslands og Skýrslutæknifélagsins, í fyrri hluta nóvembermánaöar n.k. Félagsmenn Skýrslutæknifélagsins eru vinsamlegast beönir aó athuga, aö þessi fundur er vegna tímaskorts ekki boðaður á heföbundinn hátt í félagsbréfi. Stjórn Skýrslutæknifélags íslands. n BON skólinn Septembernámskeiðin fullsetin. Hægt er aö bæta viö nokkrum nemendum í næstu námskeiö sem hefjast 6. október nk. Innritun og upplýsingar í síma 38126 milli kl. 5 og 6 næstu daga. Hanna Frímannsdóttir CÆOfl TÓNUST KREFST CÆOa TÓNBANDS ! Láttu ekki tilviljun ráða þegar þú kaupir kassettu, spurðu um ampex. Það er ekki tilviljun að við hljóðritun nota flestir fagmenn ampex tónbönd. Tóngaeði við hljóðblöndun og afspilun eru helstu yfirburðir ampex tónbanda í samanburði við önnur tónbönd. Leggðu við eyrun, heyrðu muninn, reyndu AMPEX. Dreifing: SJíjííAní simi 29575 Reykjavík EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.