Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 39
I stuttu máli Blaðamenn í verkfalli London. 15. september. — AP. BLAÐAMENN hjá 33 viku- blöðum sem gefin eru út í London fóru í verkfall í dag. Vilja þeir hærri laun vegna þess hve framfærslukostnað- urinn er hár í höfuðborginni. Félag blaðamanna á Bret- landseyjum sagði í dag að blaðamennirnir færu fram á 20 punda hækkun á vikulaun- um sem nú eru um 122 pund. (20 pund eru u.þ.b. 24.000 ísl. kr. og 122 pund eru um 147.000 ísl. kr.) Hryðjuverka- menn á Spáni myrtu 131 mann á sl. ári Madrid, 15. september. — AP. HRYÐJUVERKAMENN á Spáni myrtu 131 mann á sl. ári og særðu 202 illilega, að því er fram kemur í skýrslu saksóknara spánska ríkisins. í skýrslunni kemur það einnig fram að flest hryðju- verkanna voru framin af frelsissamtökum Baska, ETA og Grapo. Ekkjan erfir auðinn London. 15. aeptember. — AP. LYNNE Fredrick, ekkja gam- anleikarans fræga Peter Sell- ers, sagði í samtali við breska blaðið Sunday Mirror að hún hefði erft mestan hluta fjár- muna Sellers, eða um 2,25 milljónir punda. Sellers mun hafa breytt erfðaskránni skömmu áður en hann dó en Lynne sagðist ekki hafa haft hugmynd um það fyrirfram hvað í henni stóð. Var áður búist við þvi að Hjartavernd- arsamtök Bretlands erfðu mestan hluta eigna leikarans. Gromyko til Kúbu Moskvu. 15. septeralx'r. — AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Sovétríkjanna, Andrei A. Gromyko, fór frá Moskvu í dag í opinbera heimsókn til Kúbu, að sögn Tass-frétta- stofunnar. Breskrar freigátu saknað Tokyo, 15. september. — AP. BRESKRAR freigátu, með 48 mönnum, hefur verið saknað í u.þ.b. viku. Var hún á sigiingu um 300 mílur út af strönd Japans er siðast heyrðist til hennar. Japönsk flugvél fann í dag olíubrák á þessu svæði. Rannsóknar- flokkur er á leið á staðinn til að athuga hvort olían er úr freigátunni. Sovétmenn sprengja neðanjarðar Stokkhólmi. 15. september. — AP. SOVÉTMENN sprengdu kjarnorkusprengju neðan- jarðar sl. sunnudag, þá stærstu til þessa. Að sögn sænskra jarðskjálftafræð- inga var styrkur hennar til jafns við mestu jarðskjálfta. Kjarnorkusprengjan var sprengd í Síberíu og komu jarðhræringar fram á jarðskjálftamælum í Hagfors og Uppsölum. Var styrkur skjálftans um 6,9 stig á Richters-kvarða. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 47 Hriktir í stjórnarsam- starfinu í Færeyjum Frá Jógvani Aarge fréttaritara Mbl. í Færeyjum 15. september. SAMSTARF stjórnarflokkanna i Færeyjum, Jafnaðarmanna- flokksins, Lýðvcldisflokksins og Fólkaflokksins virðist vera runn- ið út i sandinn og kosningar til lögþingsins á næsta leyti. Landsstjórn Fólkaflokksins hélt sl. föstudag fund þar sem ákveðið var að styðja þingflokk- inn sem telur að grundvöllur til stjúrnarsamstarfsins sé brostinn. Ágreiningurinn er um það hvort bílferjan Smyrill eigi að sigla milli landa allt árið eða aðeins yfir sumartímann. Landsstjórnin ákv- að, með meiri hluta atkvæða, að Smyrill skuli sigla til Skotlands, Danmerkur og Noregs frá 30. september nk. og var áætlun skips- ins auglýst í blöðum í Færeyjum sl. föstudag. Fólkaflokkurinn telur að vetrar- siglingin muni ekki standa undir kostnaði og vill að landsstjórnin breyti fyrri ákvörðun sinni þar að lútandi. Formaður Fólkaflokksins, Jógvan Sundstein, hefur beðið lög- manninn að kalla saman Lögþing- ið. Fólkaflokkurinn mun greiða atkvæði gegn vetrarsiglingu Smyr- ils á þinginu. Sundstein sagði einnig að Fólka- flokkurinn myndi beita sér fyrir því að tillaga um nýjar kosningar verði samþykkt, verði hún borin upp á þinginu. Lögmaðurinn, Atli Dam, vill ekkert um málið segja en segist munu taka sjónarmið Fólkaflokks- ins til athugunar. Formaður Lýð- veldisflokksins, Erlendur Paturs- son segir ekkert í vegi fyrir því að Fólkaflokkurinn hverfi úr stjórn- inni. ERLENT vísað úr landi í Svíþjóð 69 Líbönum Mokkhólmi. 15. sept. — AP. SÆNSKA lögreglan visaðl í dag úr landi 69 Libönum. sem komið höfðu til Svíþjóðar með fölsk vegabréf og atvinnuleyfi. 26 börn voru i hópnum. Libanarnir voru settir nauðugir viljugir um borð í flugvél á Arlanda-flugvelli baðan sem flogið var með þá til Libanon. Haft var eftir sænskum lögreglu- foringja, að Líbanarnir hefðu allir sagst vera í Svíþjóð af pólitískum ástæðum. Sænsk yfirvöld hefðu þó ekki talið ókyrrðina í Líbanon næora ástæðu enda væru þeir ekki ofsóttir af pólitiskum ástæðum. 200 Líbanir hafa til þessa reynt að komast til Svíþjóðar á fölskum skilríkjum og vegabréfum sem þeir hafa greitt of fjár fyrir í Beirut. Um 50 eru enn í Svíþjóð meðan verið er að rannsaka mál beirra. Reagan og Carter standa jafnir að vígi WashinKton. 15. scpt. — AP. JIMMY Carter forseti og Ronald Reagan standa jafnt að vigi sem stendur i haráttunni um forseta- embættið en meginstyrkur Carters er í Suðurrikjunum. betta er niður- staða könnunar. sem stórblaðið Washington Post efndi til. I könnuninni, sem birt var í gær, voru 1755 manns spurðir og fengu þeir Carter og Reagan fylgi 37% hvor. John Anderson, sem býður sig fram utan flokka, hlaut 13% og önnur 13% voru óákveðin. Fram kom, að Carter nýtur mests fylgis í Suðurríkjunum en Reagan er aftur á móti sterkari í öðrum héruðum. The Washington Post spáði því, að Carter gæti unnið kosningarnar í nóvember ef batinn í efnahagslífinu héldi áfram og lítill hluti stuðnings- manna annarra frambjóðenda kæm- ist að þeirri niðurstöðu, að Carter ætti að njóta bess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.