Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 23 «*' «» «Hl • Guðmundur markvörður UBK hirðir boltann af tánum á nafna sinum i liði Fram. Öruggur Fram sigur gegn Breiðablik Fram bar sigurorð af Breiða- bliki, 2—0, er liðin mættust í siðasta leik sinum i íslandsmót- inu að þessu sinni. Leikur lið- anna fór fram i blíðskaparveðri á laugardag á Laugardalsvellin- um. Leikurinn bar þess merki að hann hafði ekki mikla þýðin«u fyrir liðin. Lið Fram fór sér i engu óðslega i byrjun en sótti sig er liða tók á leikinn. Lið UBK var óvenju dauft lengst af en þó brá fyrir sæmilegum köflum hjá lið- inu. Það hefur sjálfsagt haft sin áhrif á Sigurð Grétarsson og tvo aðra annars flokks leikmenn að þeir höfðu staðið i erfiðri úrslita- keppni i Vestmannaeyjum fyrir leikinn. Fyrri hálfleikur var jafn, liðin skiptust á að sækja en gekk ekki vel að skapa sér hættuleg mark- tækifæri. Bestu tækifærin í hálf- leiknum áttu Framarar er Gústaf Björnsson var tvívegis í opnu færi á markteig en í bæði skiptin fóru skot hans framhjá markinu. Þar fóru góð tækifæri forgörðum. Leikmenn Fram voru öllu ákveðnari í byrjun síðari hálfleiks og strax á 47. mínútu leiksins tókst þeim að skora. Vörn Blik- Fram - O.fl UBK anna var illa á verði, Gunnar Orrason skaut af stuttu færi, boltinn hrökk af Guðmundi mark- verði beint fyrir fætur Guðmund- ar Steinssonar sem var ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi. Heldur hresstist leik- ur Blikanna við að fá á sig mark, en framlínumönnum liðsins gekk illa að komast í gegn um sterka vörn Fram þar sem Marteinn Geirsson var í aðalhlutverki. Fram náði tveggja marka for- ystu á 67. mínútu. Gunnari Guð- mundssyni var brugðið illa inni í vítateig af Helga Helgasyni og dæmd var vítaspyrna. Úr henni skoraði Marteinn fyrirliði Fram svo örugglega. Þrátt fyrir góðar tilraunir tókst Breiðablik ekki að skora í leiknum. Sigurður Grét- arsson átti þrjú góð tækifæri á að skora en aldrei þessu vant brást þessum snjalla leikmanni ávallt bogalistin. Sér í lagi á 80. mínútu er hann komst einn í gegn og átti aðeins markvörðinn eftir. Sigurð- ur flýtti sér um of og skaut framhjá. Það var greinilegt á leik- mönnum Fram að þeir voru að spara kraftana fyrir Evrópuleik- inn á miðvikudag. Bestu menn liðsins í þessum leik voru Mar- teinn sem aldrei bregst og Gunnar Guðmundsson sem átti góðan leik á miðjunni og vann að venju vel. Aðrir leikmenn komu allvel frá leiknum. Lið UBK hefur oftast í sumar leikið betur. Liðið býr yfir góðum knattspyrnumönnum sem ná oft mjög vel saman en það er eins og meiri stöðugleika vanti í liðið. Einar Þórhallsson var traustur í vörninni að venju og var besti maður liðsins í þessum leik. Framlínumönnum ÚBK gekk óvenju illa að ná saman í leiknum. Of mikið einstaklingsframtak réði ferðinni. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild. Fram-UBK, 2-0 (0-0). MÖRK FRAM: Guðmundur Steinsson og Marteinn Geirsson. GULT SPJALD: Hafþór Svein- jónsson Fram og Vignir Baldurs- son UBK. — ÞR. hjá Ásgeiri Sigur LIÐ Ásgeirs Sigurvinssonar virð- ist vera mjög sterkt um þessar mundir. Liðið er nú i öðru sæti í 1. deild í Beigiu eftir 3—2 sigur um helgina gegn Waterschei. Ásgeir átti mjög góðan leik og lagði upp tvö mörk með glæsi- legum sendingum sinum. Það fyrsta skoraði Ralf Edström og hið siðara Graf. Þriðja mark Standard skoraði Voordeckers. Næsti leikur Standard er á móti efsta liðinu i deildinni Ander- lecht. Má búast við hörkuleik milii liðanna. úrslit leikja um helgina urðu þessi. RWD Molenbeek — Courtrai 1—0 Waregem — Antwerpen 4—0 Gent — Anderlecht 0—1 Standard — Waterschei 3—2 Beverem — FC Brúgge 3—2 Berchem — Lokeren 1—1 CS Brúgge — Beringen 3—1 Winterslag — FC Liege 3—1 Lierse — Beerschot 4—3 Staðan í 1. deild er þessi: Anderlecht 4 4 0 0 14- -3 8 Standard Liege 4 3 1 0 14- -6 7 CS Brúgge 4 3 1 0 12- -6 7 Berchem 4 3 1 0 7- -2 7 RWD Molenbeek4 3 1 0 6- -2 7 Beveren 4 3 0 1 6- -5 6 Lokeren 4 2 1 1 5- -3 5 Winterslag 4 2 0 2 7- -6 4 Kortrijk 4 2 0 2 7- -8 4 Lierse 4 1 2 1 7- -8 4 Waregem 4 2 0 2 6- -7 4 FC Brúgge 4 1 1 2 5- -10 3 Waterschei 4 1 0 3 6- -8 2 Beringen 4 0 1 3 4- -8 1 Gent 4 0 1 3 0- -4 1 Liege 4 0 1 3 4- -9 1 Antwerpen 4 0 1 3 2- -11 1 Beerschot 4 0 0 4 6- -11 0 ÍR-ingar iðnir við að slá met HINAR ýmsu boðhlaupssveitir ÍR hafa verið iðnar við að slá íslands- og aldursflokkamet í boðhlaupum það sem af er árinu, og á sunnudaginn bættu ÍR-ingar tveimur metum í safn sitt er sveinaveit félagsins setti ný met í 4x800 boðhlaupi og 4x400 m boðhlaupi sveina. Sveinasveitin byrjaði á því að bæta metið í 4x800 m boðhlaupi um rúmar 26 sekúndur með þvi að hiaupa á 9:16,1 mínútu. Aðeins stundarfjórðungi síðar sprettu sveinarnir úr spori og uppskáru nýtt met í 4x400 m boðhlaupi, hiupu á 3:56,6 minútum. Sveitina skipuðu Hermundur Sigmundsson, Garðar Sigurðsson, Gunnar Birgisson og Jóhann Jóhannsson. Knaltspyrna 1 Lokastaðan w 1 1 ■ deild Valur 18 13 2 3 43:16 28 Fram 18 11 3 4 23:18 25 Akranes 18 8 4 6 29:20 20 Víkingur 18 7 6 5 24:23 20 Breiðablik 18 8 1 9 25:22 17 Vestmannaeyjar 18 5 7 6 28:28 17 KR 18 6 4 8 16:25 16 FH 18 5 5 8 24:34 15 Keflavík 18 3 7 8 16:26 13 Þróttur 18 2 5 11 13:26 9 Matthías markakóngur MATTHÍAS Hallgrímsson, Val, sem hér sést leika á markvörð Þróttar og skora varð marka- kóngur íslandsmótsins i knatt- spyrnu. Matthias skoraði 15 mörk i mótinu, sex mörkum fleiri en næsti maður. Nú hefur Matthi- as skorað 94 mörk samtals frá þvi að hann hóf að leika i 1. deild. Þar með hefur hann náð Her- manni Gunnarssyni félaga sinum í Val. Markhæstu menn mótsins urðu þessir: mörk Matthías Hallgrímsson Val 15 Sigurður Grétarsson UBK 9 Sigurlás Þorleifsson ÍBV 9 Magnús Teitsson FH 7 Pétur Ormslev Fram 7 Sigþór Ómarsson ÍA 7 Ingólfur Ingólfsson ÍBK 6 Magnús Bergs Val 6 Sigurður Halldórsson ÍA 6 Guðmundur Þorbjörnsson Val 5 Heimir Karlsson Víking 5 Helgi Ragnarsson FH 5 Lárus Guðmundsson Víking 5 Ómar Jóhannesson ÍBV 5 Ragnar Margeirsson ÍBK 5 ____________ - Þr. Staðan í 2. deild Tveir leikir fóru fram í 2. deild um helgina. Vöisungar frá Húsa- vik sigruðu ÍBÍ. 2—1 og Haukar og Þróttur skildu jöfn, 1 — 1. Staöan i 2. deild er nú þessi: KA 17 14 1 2 59- -12 29 Þór 16 10 3 3 30- -13 23 Þróttur 17 6 7 4 23- -23 19 ÍBÍ 17 4 8 5 32- -35 16 Haukar 17 5 6 6 28- -33 16 Völsungur 17 6 3 7 21- -29 15 Selfoss 17 5 5 7 24- -36 15 Fylkir 16 5 4 7 26- -22 14 Ármann 17 3 7 7 26- -35 13 Austri 17 1 5 11 16- -46 7 • íslandsbikarinn er kominn aö Hlíöar- enda. Guömundur Þorbjörnsson, ffyrir- liöi Vals, hampar bikarnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.