Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 13 tíma, sem miðað var við, hafi Loftleiðir hins vegar ekki átt þær flugvélar, sem félagið notaði aðal- lega á sínum áætlunarleiðum. Aftur á móti hafi Loftleiðir átt um helming í Rolls-Royce flugvél- unum fjórum sem Cargolux hefði fengið til sinna nota. Til greina hefði verið tekið hvaða verðmynd- un hafði orðið á notkun DC-8 vélanna, ef það notaði sér kaup- réttinn síðar meir, sem það raunar gerði. Varðandi þann grundvöll sem matið á eignahlutfalli flugfélag- anna í Flugleiðum byggðist á, nefndi Ragnar sem dæmi að fast- eignir Loftleiða hefðu verið metn- ar á 823 milljónir króna en fasteignir Flugfélagsins hefðu verið metnar á 45 milljónir króna. Hins vegar hafi flugvélarnar hjá Loftleiðum ásamt varahlutum verið metnar á 685 milljónir króna en flugvélar Fiugfélagsins á 834 milljónir, en þar að auki væru varahreyflar upp á 85 milljónir króna og flugvélavarahlutir upp á 139 milljónir eða samtals 973 milljónir króna. Auk þess yrði að gæta þess, að skuldir Loftleiða hafi verið töluvert meiri en Flug- félagsins. Aðalfundur Flugleiða 1976 Fyrsti aðalfundur Flugleiða var haldinn fimmtudaginn 10. júni árið 1976. En samkvæmt sam- komulagsgrundvelli þeim sem var samþykktur af aðalfundum Flug- félagsins og Loftleiða 28. júní 1973 var stjórnum félaganna veitt um- boð til þess að ganga frá stofnun hlutafélags er skyldi sameina und- ir eina yfirstjórn allar eignir félaganna og rekstur þeirra. Þá var einnig samþykkt á þessum Harma ber ósannan ofsókn- aráróður gegn Flugleiðum - segir Hannibal Valdimarsson, fyrrum samgönguráðherra Morgunblaðið hefur beðið mig að svara þessum tveimur spurn- ingum: 1. Hver var ástæðan til sam- einingar flugfélaganna? 2. Telur þú, að tiiganginum með sameiningunni hafi verið náð? 1. Ein ástæðan var sú, að þegar leitað var eftir ríkisábyrgð vegna flugsins, þótti sjálfsagt að ríkið styddi að aukinni hag- kvæmni í íslenskum flugrekstri. Það var til dæmis augljóslega ekki hagkvæmt, að íslenzku flug- félögin stæðu undir tvöföldu sölukerfi, þegar eitt nægði og gæti leyst sama hlutverk af hendi, með miklu minni tilkostn- aði í mannahaldi og húsnæðis- kostnaði o.s.frv. Önnur ástæða til þess, að ríkisstjórnin beitti sér fyrir samningaviðræðum við flugfé- lögin um sameiningu þeirra í eitt félag, var sú, að þá þegar var hafið geysihörð samkeppni milli Loftleiða og Flugfélags Islands á sumum flugleiðum, t.d. í Norður- landafluginu og fór þessi blinda samkeppni síharðnandi. Þarna var bersýnilega eytt orku að óþörfu, flogið jafnvel sömu dag- ana með hálftómar vélar og sívaxandi tapi beggja félaganna, vegna þessa háttalags. Því varð ekki móti mælt, að þessa vitleysu þurfti að stöðva, og í samningaviðræðum flugfé- laganna og ráðuneytisins varð sú niðurstaða, að það yrði naumast gert, nema með sameiningu þeirra í eitt félag. aftur upp úr þeim öldudal, sem félagið er nú í. Ber mjög að harma þann ósanna ofsóknar- áróður, sem nú er af ýmsum uppi hafður gegn félaginu á við- kvæmu augnabliki. Ég veit vel, að ýmsir hafa haft tilhneigingu til að kenna sam- einingu flugfélaganna á sínum tíma um vanda Flugleiða nú. En aldrei hef ég heyrt nein skyn- samleg rök færð fram fyrir því. Er ekki öllum ljóst, að orsakir þeirra erfiðleika, sem Flugleiðir eiga nú í, eru olíukreppan í heiminum samtímis blindri sam- keppni, sérstaklega á Norður- Atlantshafinu? Dettur nokkr- um i hug, að tvö islensk flugfé- lög, sem þar að auki hefðu eytt verulegum hluta orku sinnar i innbyrðis samkeppni, hefðu verið betur i stakk búin tii að mæta þeim hrikalegu erfiðleik- um, sem nú er að mæta á sviði flugmálanna? Ég verð að segja, að mér finnst það næsta ólik- legt. 2. Af því, sem ég nú hefi sagt, er seinni spurningunni um það, hvort ég telji, að tilganginum með sameiningu flugfélaganna hafi verið náð, að nokkru leyti svarað. Ég tel sem sé, að íslensk flugmál hefðu ótvírætt staðið verr að vígi og verið veikari gagnvart aðsteðjandi ytri erfið- leikum og áföllum ef sameining- in hefði ekki átt sér stað. Hún hafði þannig tekist í meginatrið- um. Hitt er annað mál, að hún tók lengri tíma en menn höfðu gert sér vonir um. Og það skal ennfremur játað, að forustu Flugleiða hefur síður en skyldi tekizt að byggja upp meðal starfsliðsins sameiginlegan fé- lagsanda — þannig að menn þokuðu til hliðar vitundinni um það, hvort þeir væru fyrrum Loftleiðastarfsmenn eða Flugfé- lags íslands. Þessa finnst mér um of hafa orðið vart, jafnvel allt fram að þessu. En hvað sem því líður, þá er nú ekki seinna vænna en að allir — og þá í fremstu röð starfslið Flugleiða til síðasta manns, leggi fram einhuga alla krafta sína til að sigrast á erfiðleikum líðandi stundar. Stjórnin ein rís ekki undir vandanum, og hefur hún þó sýnt þrek og þor til nauðsynlegra en óvinsælla að- gerða, heldur en að láta reka á reiðanum unz vandinn yxi yfir höfuð, svo að við ekkert yrði ráðið. Það getur vissulega verið hyggilegt að hopa á hæli um sinn á einum vígstöðvum án þess að flótti bresti þó í liðinu, en þá verður jafnframt að hafa opin augu fyrir því, hvort ekki sé unnt að leita sóknar á öðrum vígstöðvum. Ég el í brjósti þá von, að með samstöðu alþjóðar að baki, tak- ist Flugleiðum með gætni en þó dirfsku að sigrast á risavöxnum erfiðleikum, sem nú er við að stríða. Og þó að hopa verði nú um sinn á Norður-Atlantshafi, verði það ekki gefið upp á bátinn, en jafnframt leitað allra sóknarmöguleika á öðrum leið- um. í Luxemborg. Félagið hafði einnig starfsmenn í Mexíkó, á Norður- löndum, í Hamborg, Frankfurt, Vín, Dusseldorf, Brussel, London, Glasgow, París, Nizza, Mílanó svo að nokkir staðir séu nefndir. Allir forystumenn fyrirtækisins hvöttu til sameiningar Loftleiða og Flugfélags íslands og samþykkt var einróma tillaga stjórnar fé- lagsins um sameininguna sem var á þessa lund: „Aðalfundur Loftleiða hf., hald- inn 28. júní 1973, samþykkir hér með og staðfestir samkomulags- grundvöll dagsettan 14. marz 1973, um að sameina undir einni yfir- stjórn allar eignir Loftleiða hf. og Flugfélags íslands hf., en stjórnir félaganna beggja hafa samþykkt hann fyrir sitt leyti 11. apríl 1973. Jafnframt veitir aðalfundurinn stjórn félagsins fullt og ótakmark- að umboð, til að ganga endanlega frá stofnun hlutafélags í samræmi við hinn samþykkta samkomu- lagsgrundvöll. Hefir stjórn Loftleiða hf. þann- ig fullt og ótakmarkað umboð, til þess að undirrita samkvæmt sér- stakri löggjöf stofnsamning og samþykktir hins nýja félags, svo og önnur skjöl, er stofnun félags- ins varða. Eru allir hluthafar Loftleiða hf. á allan hátt bundnir af þessum gerðum félagsstjórnar- innar. Aðalfundurinn felur stjórn Loftleiða hf., að stofnun hins nýja hlutafélags lokinni, að annast skipti hlutabréfa, þannig að hver hluthafi Loftleiða hf. fái gegn afhendingu á hlutabréfseign sinni hlutabréf í hinu nýja félagi að nafnverði, sem nánar verður ákveðið af matsnefnd, sem til- greind er í hinum samþykkta samkomulagsgrundvelli flugfélag- anna. Er allt í þessu efni og annað, er stjórn Loftleiða hf. kann að gera, vegna hinnar ákveðnu samein- ingar flugfélaganna, jafn bindandi fyrir hvern hluthafa Loftleiða hf., sem hann hefði það sjálfur gert.“ Loks var kosin félagsstjórn og skipuðu hana þeir Alfreð Elíasson, Dagfinnur Stefánsson, E. K. 01- sen, Einar Árnason, Kristján Guð: laugsson og Sigurður Helgason. í varastjórn voru kjörnir þeir Finn- björn Þorvaldsson, Grétar Krist- jánsson, Gunnar Helgason, Jó- hannes Einarsson og Jóhannes Markússon. Margir þessara manna voru jafnframt meðal stærstu hlutafjáreigenda í fyrir- tækinu. Niðurstaða matsnefndarinnar var ekki eins mikill og reikningar ársins 1972 geta gefið til kynna. Niðurstaða matsins var sú, að fyrri hluthafar í Flugfélagi ís- lands skyldu eiga 46,5% en fyrri hluthafar Loftleiða 53,5% í Flug- leiðum. í viðtali við Morgunblaðið 7. febrúar 1976 sagði Ragnar Ólafs- son lögfræðingur, formaður mats- nefndarinnar, að reiknað væri með því, að heildareignir félag- anna 1. ágúst 1973 hafi verið einn milljarður 285 milljónir króna, og af því væru 687 milljónir reiknað- ar hjá Loftleiðum og 597 hjá Flugfélaginu. Hann sagði einnig að þær eignir sem hefðu vegið þyngst sem grundvöllur að þessu mati, hefðu annars vegar verið flugvélarnar hjá Flugfélaginu og hins vegar fasteignirnar hjá Loft- leiðum. Sagði Ragnar að Flugfélagið hafi átt orðið mjög verulegan hlut í flugvélum sínum, en á þessum Þróun íslenzkra flugmála var frá upphafi ótrúlegt og stór- glæsilegt ævintýri. Það var ótrúlegt, að íslenzk flugmál gætu haft í fullu tré við margfalt stærri og fjármagnssterkari flugfélög slíkra milljóna-þjóða. Og enn í dag er það undrunar- efni, hve lengi það hefir tekizt. Finnst mér það vera skylda allra góðra íslendinga og ekki sízt ríkisvaldsins að stuðla á allan hátt að því, að Flugleiðir komist Hannibal Valdimarason, an hann var samgönguráð- herra árin 1971—73 og beitti sár sem siíkur mjög tyrir sameiningu flugfólag- anna. Nefnd hinna þriggja óháðu að- ila, sem skipuð hafði verið af Landsbanka Islands til. að meta eignahlutföllin milli Loftleiða og Flugfélags íslands í hinu nýja flugfélagi, skilaði niðurstöðu á stjórnarfundi í Flugleiðum 6. febrúar 1976. Þá kom í ljós, að stærðarmunurinn á félögunum Alfreö Ellaason I stjórnklefa fyrsta Qrumman-flugbáts Loftleiða við komuna til Reykjavlkur frá Bandaríkjunum 1946. Stál flugválanna hafa prýtt ýmis merki og ekki er ýkja langt síðan merki Flugleiða var málað á allar válar fálagsina. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.