Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 35 að fjárhæð 292,4 milljónir SDR, eða 190,1 milljarðar íslenzkra króna. í fyrra voru veitt 25 lán að fjárhæð 101,1 milljón SDR, eða 65,7 milljarðar íslenzkra króna. Búizt er við aukinni lánastarfsemi á þessu ári bæði að því er varðar fjölda lána og fjárhæð. Stór hluti lánsfésins, eða 35,5%, hefur farið til orkuframkvæmda, 28% hafa farið til málmfram- leiðslu, trjávöru- og olíuvinnslu, 12,4% til útflutningslána, 11,6% til vélaiðnaðar, 4,6% til samgöngu- fyrirtækja og 7,9 til ýmissa ann- arra framkvæmda. Bankinn hefur því fyrst og fremst lánað til orku- og iðnaðar- samvinnu milli Norðurlanda. Til að mynda má nefna raflínur milli landa, byggingu orkuvera, olíu- og gasleiðslur. A sviði iðnaðar má nefna samvinnu fyrirtækja um málmbræðslu og bíla- og vélaiðnað, þar sem hlutir í endanlega fram- leiðslu í einu landi eru framleiddir í öðru. Þá má nefna, að frá og með árinu 1980 veitir bankinn sérstök byggðalán til byggðalánastofnana í hverju landi, innan ákveðinna marka, sem norræna ráðherra- nefndin hefur sett. Þessi lán ganga því ekki beint til fyrirtækja frá bankanum, heldur verða endurlán- uð innan hvers lands til einstakra aðila. En litið er á byggðamálin sem sameiginlegt vandamál í lönd- unum fimm, ekki sízt þar sem um landamærabyggðir er að ræða. Hvaða lán hafa fyrirtæki á íslandi fengið hjá Norræna fjárfestingarbankanum? Frá upphafi bundu íslendingar þær vonir við bankann, að hann myndi greiða fyrir framförum og iðnvexti hér á landi. Ég tel, að þessar vonir hafi þegar rætzt. Járnblendifélagsins er til fram- kvæmda, þar sem tækniþekking og markaðsaðstaða fyrirtækis í einu landi greiðir fyrir nýtingu auðlinda og iðnvexti í öðru. Lánið eykur fjölbreytni í atvinnulífi á íslandi og stuðlar að innlendri orkuvinnslu í stórum stíl. Samvinna var um lánið við aðrar lánastofnanir bæði í Noregi, á íslandi og víðar. Lánið til Landsvirkjunar eykur verkefni í sænskum vélaiðnaði um leið og íslenzkur orkubúskapur er efldur. Þannig styður hvað annað í þessum dæmum, sem bera því ljóst vitni, hvernig bankinn getur greitt fyrir framkvæmdum, sem eru í þágu Norðurlandanna sameiginlega. Þá má einnig nefna, að á fundi banka- stjórnarinnar 19. ágúst sl. var samþykkt að veita Framkvæmda- sjóði Islands fyrir hönd Byggða- sjóðs annars vegar og Iðnþróunar- sjóði hins vegar svonefnd byggða- lán og nema lánin 16 milljónum norskra króna til hvors sjóðs. Samtals er því hér um að ræða 3,3 milljarða króna lán til íslenzkra sjóða miðað við núgildandi gengi. Þessi lán munu renna til lána- starfsemi sjóðanna tveggja, ekki sízt til nýrra framleiðslufyrirtækja víða um land. Búast má við, að frá lánunum verði gengið í sambandi við fund bankastjórnarinnar á ís- landi 24. september næstkomandi. ísland hefur þannig fengið ríf- legan skerf af lánsfé bankans. Er hankinn nauðsynlegur, hefðu ekki aðrar lánastofnanir getað annazt þessi verkefni? Ég er ekki í neinum vafa um gagnið af starfsemi bankans. Með stofnun hans var stigið stórt skref í átt til raunhæfrar samvinnu milli Norðurlanda á sviði atvinnulífsins. Hingað til hefur norrænt samstarf verið meira á sviði hins opinbera. Bankinn er hins vegar hvati til samstarfs, þar sem atvinnuvegir Járnblendiverksmiðjan að Grundartanga. Bankinn lánaði fé við uppbyggingu hennar. Fyrsta lánsumsóknin, sem bankinn fjallaði um, var frá Islenzka járn- blendifélaginu á Grundartanga. Það lán var veitt um áramótin 1976/1977, og er enn eitt stærsta lán sem bankinn hefur veitt eða 30,8 milljónir SDR, eða 20 milljarð- ar króna til 15 ára. Þá hefur bankinn veitt Landsvirkjun 20,5 milljónir SDR, eða 13,3 milljarða króna lán til byggingar Hrauneyja- fossvirkjunar. En vélakostur virkj- unarinnar er að stórum hluta sænsk framleiðsla, auk þess sem dönsk og sænsk verktakafyrirtæki vinna við bygginguna. Þessi lán til fyrirtækja á Islandi eru á margan hátt ákaflega ljós dæmi um „sam- norræna hagsmuni". Lánið til landanna geta haft gagnkvæman hag af samvinnu. Þetta er þarft hlutverk. Bankinn er alls ekki miðlari á niðurgreiddu fjármagni, því hann veitir lán við markaðs- kjörum og stefnir að eðlilegri ávöxtun stofnfésins. Góð samvinna hefur tekizt með bankanum og bönkum og lánastofnunum í öllum löndunum fimm, sem sýnir að hann hefur reynzt gagnlegur samstarfs- aðili en ekki keppinautur. Bankinn mun jafnan geta boðið lánsfé á hagstæðum kjörum vegna þess mikla trausts, sem Norðurlöndin njóta sameiginlega út á við. Bank- inn er áreiðanlega einn vænlegasti vaxtarsproti norrænnar samvinnu um þessar mundir. Leikir, gátur, þrautir og sögur Umsjón: Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guöbergsson Hvað á að gera þegar rignir? Við getum tekið fram góðar bækur og lesið með börnum okkar... ... eða þau geta tekið bækur sinar og lesið og rif jað upp. Ef okkur reynist ómögulegt að vera úti, getum við tekið fram þekjuliti eða vatnsliti og reynt að teikna og mála ... Séum við hins vegar leið á inniverunni, er alltaf möguleiki að klæða sig í rcgngalla og njóta þess að vera úti i rign- ingu. Hvernig væri að hlusta og heyra: Regndropar falla við hvert skref... Þegar rign- ingin hætt- ir kemur sólskin Þessi skemmtilega mynd er táknræn á margan hátt. Veðurfar á Islandi er oft rysjótt og stundum er rign- ing og sól til skiptis sama daginn. Og þá er um að gera að kunna að klæða sig eftir veðri. Stundum erum við leið yfir íslenskri veðráttu og á sumrin hafa landar okkar flykkst þúsundum samari til . suðrænni slóða, þar sem þeir eru næstum vissir um að geta notið sólar. En þessi mynd er einnig táknræn fyrir gang lífsins. Stundum koma dimmir dag- ar og erfiðir tímar — og þá skulum við reyna að minn- ast þess, að það styttir upp að lokum og okkar bíða betri dagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.