Morgunblaðið - 16.09.1980, Page 45

Morgunblaðið - 16.09.1980, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 25 korar sitt 15. mark í mótinu og jafnframt það síðasta fram Ljósm.: Guðjón. j Valssigur því sterku í framtíðinni. Þeir Lárus og Heimir áttu góðan leik og ná vel saman. Þá vann Jóhann- es Bárðarson vel. Gunnar Gunn- arsson og Ómar Torfason voru og traustir. Lið Vals er án alls vafa jafnasta og besta knattspyrnulið okkar í dag. Leikmenn vinna saman sem ein sterk heild og útkoman eftir því. Sigurður mjög öruggur í markinu og eftir góða frammistöðu sumarsins ætti hann að fá tækifæri til þess að spreyta sig í landsleik. Varnarmennirnir Óttar og Grímur léku vel og Sævar og Dýri voru sem klettar á miðjunni. Traustir leikmenn sem erfitt er að komast framhjá. Guðmundur, Albert, og Magnús Bergs, sem nú lék sinn síðasta leik með meistaraflokki Vals, voru sívinnandi á miðjunni og byggðu upp hverja sóknina af annari. Magni Pétursson er leikmaður sem vex með hverjum leik, og Hermann og Matthías gefa hinum yngri ekkert eftir nema siður sé. Sem sagt valinn maður í hverri stöðu og góðir leikmenn á vara- mannabekknum. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur Valur—Víkingur, 3—1 (1—1). MÖRK VALS: Matthías Ha- llgrímsson á 45. og 60. mínútu, Jón Einarsson á 80. mínútu. MARK VÍKINGS: Heimir Karls- son á 43. mínútu. GULT SPJALD: Enginn. DÓMARI: Rafn Hjaltalín. - ÞR. Valsmenn fagna sigri, Jón, Sigurður og óttar. Litlaus leikur í Vestmannaeyjum KR-ingar kræktu sér í stigið sem þá vanhagaði um i leiknum við ÍBV i Eyjum á laugardaginn. Þegar þeir flugu til Eyja var staðan sú. að til að fulltryggja áframhaldandi veru gamla góða KR i 1. deildinni varð að nást stig úr leiknum. Leiknum þeim arna lauk síðan með jafntefli, 1 —1. og KR-ingar fögnuðu i leikslok eins og gömlu KR-ingarnir gerðu i gamla daga þegar þeir voru árvissir bikarhafar i mótslok. KR liðið, sem svo lengi hefur þótt efnilegt án þess að ná nokkrum bókfærðum árangri, fær því enn tækifæri til þess að láta til skarar skriða i 1. deildinni næsta keppn- istimabil Leikurinn í Eyjum á laugardag- inn var ákaflega litlaus og lítt skemmtilegur á að horfa. Eyja- menn voru ákaflega daufir og áhugi margra leikmanna á leikn- um var í lágmarki. KR-ingar léku eins og búast mátti við af liði sem var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Gamalkunn KR-spörk út í buskann voru ekki óalgeng sjón í leiknum. Annars voru Eyja- menn frísklegir fyrsta korterið og léku þá skínandi vel en þrátt fyrir góð tækifæri tókst þeim eigi að skora, Stefán Jóhannsson mark- vörður KR og þeirra besti maður í leiknum sá ávallt við Eyjamönn- um. En síðan tóku KR-ingar gott viðbragð og á 24. mín. skora þeir mark svona alveg upp úr þurru. Guðjón Hilmarsson stal þá bolt- anum af dútlandi Eyjamönnum, lék upp í hægra hornið bg gaf boltann vel fyrir markið, beint á koll Jóns Oddssonar sem skallaði laglega yfir Pál Pálsson og í netið. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks skeði bókstaflega ekkert það markvert að það kæmist á blað minnisbókarinnar. Heldur var líflegra yfir seinni hálfleiknum þó svo knattspyrnan sem liðin buðu uppá hafi ekki verið þess lags að hægt væri að hrópa fyrir henni húrra. Að vísu léku liðin á köflum ágætlega úti á vellinum en þegar koma átti boltanum fram á sóknarmennina var oft á tíðum um meira en vafasamar sendingar að ræða. Var þar nokkuð jafnt á komið með liðunum. Eyjamenn voru nær því að skora í hálfleiknum en lengi vel var Stefán Jóhannsson Eyjamönn- um sú hindrun í vegi sem ekki var yfirstigin. M.a. varði Stefán hreint snilldarlega þegar Sigurlás Þor- leifsson komst einn innfyrir með góða sendingu Tómasar. Stefán kom út á móti Lása, kastaði sér fyrir fætur honum og gómaði boltann. Besta færi KR í hálf- leiknum fékk gamla kempan Sig- urður Indriðason en Páll Pálma- son varði glæsilega. En svo jöfnuðu Eyjamenn á 82. mín. Þeir náðu upp góðri sókn og Kári Þorleifsson gaf góða send- ingu upp i vinstra hornið á Ómar Jóhannsson sem lék að vítateigs- horninu og skaut þaðan góðu og hnitmiðuðu skoti sem hafnaði innan á hliðarnetinu, algjörlega óverjandi fyrir Stefán markvörð. Jafntefli var því niðurstaðan úr þessari viðureign og geta það talist viðunandi úrslit fyrir bæði liðin. Hvorugt átti skilið vinna leikinn, né heldur að tapa honum. Réttlát úrslit. Ekki skal fjölyrt um frammi- stöðu liðanna í þessum leik nema hvað ástæða er til að hrósa Ómari Jóhannssyni fyrir góðan leik. Ómar hefur verulega sótt í sig veðrið upp á síðkastið og hann hefur skorað í hverjum leik. í þessum leik var hann besti maður vallarins. Þá stóðu markverðirnir báðir Páll Pálmason hjá ÍBV og Stefán Jóhannsson KR vel fyrir sínu. I stuttu máli: Hásteinsvöllur 13. sept. 1980 1. deild. ÍBV - KR 1-1 (0-1) MARK ÍBV: Ómar Jóhannsson á 82. mín. MARK KR: Jón Oddsson á 24. mín. ÁMINNINGAR: Guðjón Hilmars- son KR gult spjald. ÁHORFENDUR: 550. - hkj. IBV meistarar í 2. flokki ÍBV TRYGGÐI sér íslandsmeist- aratitilinn i 2. flokki á föstudags- kvöldið þegar Eyjamenn sigruðu Breiðablik, 2—1, i Eyjum í síð- asta leik þriggja liða úrslita- keppni. Til úrslita léku sigurveg- ararnir úr riðlakeppninni. Breiðablik úr A-riðli, IBV úr B-riðli og Fylkir úr C-riðli. í fyrsta leik úrslitakeppninnar gerðu Fylkir og Breiðablik jafn- tefli. 0—0, en síðan sigraði ÍBV Fylki, 3—1, í Reykjavík. Siðasti leikurinn var siðan i Eyjum milli ÍBV og Breiðabliks og þá var ljóst að ÍBV nægði jafntefli til sigurs i mótinu. Leikurinn á föstudaginn var mjög jafn og spennandi, sannkallaður úrslita- leikur. Bæði liðin tefldu fram þekktum nöfnum úr 1. deildinni, Ilelga Bentssyni og Sigurði Grét- arssyni i liði Breiðabliks, Sig- hvati Bjarnasyni og Kára Þor- leifssyni í liði IBV. Breiðabliksmenn urðu fyrri til að skora þegar Sigurjón Krist- jánsson skoraði gull af marki í fyrri hálfleik en Eyjamenn jöfn- uðu fyrir hálfleik og var það ekki síður fallegt mark, Bergur Ágústs- son skallaði glæsilega í netið eftir góða fyrirgjöf. I síðari hálfleik var síðan baráttan í algleymingi, Breiðabliksmenn reyndu allt hvað af tók að skora, því þeir urðu að vinna leikinn til þess að hljóta meistaratitilinn. Eyjamenn vörð- ust vel og notuðu skyndisóknir og úr einni slíkri skoruðu þeir sigur- mark leiksins. Samúel Grytvik braust þá í gegn af krafti og skaut föstu skoti í stöng, boltinn skopp- aði út í teiginn þar sem Kári Þorleifsson náði honum og skoraði af öryggi. 2—1-sigur Eyjamanna. í leikslok afhenti Jóhann Ólafsson sigurvegurunum verðlaun sín og um 300 áhorfendur hylltu ís- landsmeistarana. Það var kátt á hjalla í búnings- herbergi ÍBV eftir sigurleikinn gegn Breiðablik á föstudagskvöld- inu, íslandsmeistaratitlinum var innilega fagnað af leikmönnum ÍBV, þjálfara liðsins, Úlfari Steindórssyni, og hinum ötula Rafni Pálssyni, formanni 2. flokksráðs ÍBV. Ókkur tókst þó að ná stuttu tali af fyrirliða ÍBV, hinum bráðefnilega miðverði, Sig- hvati Bjarnasyni. „Við unnum B-riðilinn eftir harða keppni og þar var Víkingur erfiðasti mótherjinn. Við gátum sjaldnast í riðlakeppninni teflt fram okkar sterkasta liði en samt tókst okkur að yinna alla leikina, nema hvað við töpuðum óvænt fyrir Selfyssingum. Við fengum svo fljúgandi gott start í úrslitun- um þegar við unnum Fylki, 3—1, og vorum svo heppnir að eiga leikinn við Breiðablik hér heima í Eyjum. Leikurinn við Breiðablik var mjög erfiður, jafn og tvísýnn og gat farið á báða vegu. Við vorum nokkuð taugaslappir til að bvria með en síðan lagaðist þetta og við fundum að við áttum í fullu tré við þá. Breiðablik er með skemmtilegt og frísklegt lið sem erfitt var að eiga við en við unnum leikinn fyrst og fremst á góðri baráttu og samheldni. Við vorum staðráðnir í því að sigra. Ég vil svo í lokin, fyrir hönd okkar leikmanna liðsins, þakka þjálfara okkar, Úlfari Steindórssyni, fyrir frábærlega góða stjórn á liðinu og einnig viljum við þakka Rafni Pálssyni fyrir hans óeigingjarna og vel unna starf. Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur í sumar en við höfum staðið vel saman og nú höfum við öðlast laun okkar erfiðis." Við þökkum Sighvati fyrir spjallið og óskum honum og féiögum hans í ÍBV-liðinu til hamingju með árangurinn. — hkj. Páll Pálmason markvörður ÍBV átti góðan leik með liði sinu og hefur hann sjaldan leikið eins vel og i sumar, þrátt fyrir að vera orðinn „nestor“ meistaraliðs ÍBV. i.jósm. SiKunteir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.