Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 19 Kjartan Norðdahl: Lausn í sjónmáli? Félag Loftleiðaflugmanna hefir nú sent frá sér greinargerð sína (Mbl. 13/9) um hið mikla hitamál flugmanna — sameiginlegan starfsaldurslista. Þessu ber að fagna, því að í greinargerðinni er minnzt á mjög þýðingarmikið atriði, sem vert er að undirstrika vel og rækilega. Hér á ég við svokallaðan aðlögun- artíma. Náist samkomulag um þetta atriði milli flugmanna, fæ ég ekki betur séð en að lausn lista- málsins sé í sjónmáli. En áður en ég vík að þessu nánar, langar mig að gera örfáar athugasemdir við þessa greinar- gerð þeirra Loftleiðaflugmanna, þar sem hún virðist vera eins konar svar við því, sem ég skrifaði um þetta mál fyrir skömmu. í fyrsta lagi kvarta þeir yfir því, að menn skuli vera að skrifa um þetta mál í blöðunum og segja svona deilur betur leystar á öðrum vettvangi. Má vel vera rétt, en það er nú einmitt það sem ekki hefir tekizt, að leysa þessa deilu. Og auk þess — hvers vegna skyldi ekki mega fjalla um þessa deilu flug- manna fyrir opnum tjöldum? Eg hef það alltaf á tilfinningunni að þeir sem hræðast blöðin hafi eitthvað að fela. Flugmenn Flugleiða hafa orðið fyrir mikilli opinberri gagnrýni útaf þessu máli og það ber að taka alvarlega. Afstaða Flugfélagsflug- manna liggur skýr fyrir, hefir alltaf gert það og við höfum ekkert að fela. Þeir félagar virðast vera mjög óánægðir með að vera sakaðir um Hvítur lagði nú niöur vopn enda er mát eöa stórfellt liöstap fyrirsjáan- legt. Aö sóustu læt ég fylgja eina af vinningsskákum sigurvegarans. Skákin er aö minni hyggju ágætur vitnisburöur um léttleikann í skákstíl Helga. Hvítt: Helgi Ólafsson. Svart: Sigurlaug Friöþjófsdóttir. Frönsk vörn. 1. »4 — e6, 2. d4 — dS, 3. Rd2 — Rf6, 4. e5 — Rfd7, 5.c3 — c5, 6. Skák eftir JÓHANNES GÍSLA JÓNSSON Bd3 — b6, 7.f4 — f57. Leikur þessi er í hrópandi ósamræmi viö 6. leik svarts. Betra framhald er 7. — Ba6 og fá fram hagstæö uppskipti. 8. exf6 — Rxf6, 9. Rgf3 — Bd6, 10. Re5 — 0-0,11. De2 — Dc7,12. 0-0 — Rc6,13. Rdf3 — cxd4,14. Rxc6I En ekki 14. cxd4 — Rb4! — Dxc6, 15. Rxd4 — Bc5, 16. Be3 — Bxd4, 17. Bxd4 — Bd7. Hvítur hefur náö yfirburöatafli og gerir nú út um tafliö meö nokkrum hnitmiöuöum leikjum. 18. De5l — Hf7, 19. Hf3 — Haf8, 20. He1 — Bc8, 21. Hh3 — Re47 Styttir helstríöiö. Góöir leikir liggja ekki á lausu. 22. Hxe4+. Gefiö. Eftir 22. — dxe4, 23. Bxe4 ásamt 24. Bxh7+ er staöa svarts í molum. Ólafur Ólafsson varö efstur 7 heimamanna, sem þátt tóku í mótinu. Ólöf Þráinsdóttir fékk flesta vinninga af kvenfólkinu. ósanngirni varðandi lausn þessa langvinna deilumáls. En í stað þess að sýna fram á að svo hafi ekki verið, reyna þeir að gera því skóna að Flugfélagsflugmenn hafi nú líka verið ósanngjarnir. Þessu til sönnunar eru svo tekin 3 dæmi, sem öll eiga það sameiginlegt að vera stíluð til rangs aðila. I fyrsta dæminu kvarta þeir Loftleiðaflugmenn yfir því að hafa misst sinn hluta Evrópuflugsins við sameininguna. Eg á ekkert erfitt með að skilja þetta sjónar- mið þeirra, en ég á aftur erfitt með að skilja hvernig þeir geta kennt flugmönnum Flugfélagsins um þetta og ætlast til að þeir leysi vandamál Loftleiðaflugmanna. Þeir hefðu átt að snúa sér til ráðamanna Flugleiða með þetta mál, því að auðvitað voru það þeir, sem ráðstöfuðu þessu svona, sjálfsagt af hagkvæmnissjónar- miðum. Hitt er svo annað mál að þetta er alls ekki sannleikanum sam- kvæmt, því að flestir, sem eitthvað vita um flugmálin, vita að Loft- leiðaflugmenn flugu Evrópuflug (Scandinavia) bæði í fyrra sumar og í sumar. I næsta dæmi kvarta þeir yfir því, að nokkrir félagar þeirra hafi, eftir að hafa fengið uppsögn hjá Loftleiðum, sótt um starf hjá Flugfélaginu en fengið synjun. Eg hef ekki vitað það fyrr en nú, að flugmenn Flugfélagsins hafi líka verið ráðningastjórar fyrirtækis- ins, en svo er helzt að skilja á greinargerð þeirra. Ólafsvik: Verkfallsheim- ild samþykkt Morgunblaðinu barst i gær eftirfarandi áiyktun: „ALMENNUR félagsfundur hald- inn í Verkalýðs- og sjómannafé- laginu Jökli, Ólafsvík, sunnudag- inn 14. september 1980, samþykkir að veita stjórn og trúnaðarráði félagsins heimild til að boða til vinnustöðvunar til að ýta á eftir gerð nýrra kjarasamninga, enda verði haft samráð við aðalsamn- inganefnd Alþýðusambands ís- lands og í samvinnu við verkalýðs- félögin á Snæfellsnesi um það hvenær vinnustöðvun verði látin koma til framkvæmda og til hvaða vinnustöðvunar verði boðað. Ennfremur felur fundurinn stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins að beita verkfallsheimild ef á þarf að halda vegna sérsamninga fé- lagsins við Vinnuveitendasam- band Breiðafjarðar og Útvegs- mannafélag Breiðafjarðar." í þriðja dæminu hneykslast Félag Loftleiðaflugmanna á því, að 6 flugmenn frá FÍ hafi verið ráðnir til Loftleiða og 8 nýir flugmenn ráðnir til starfa við innanlandsflug. Þetta er þanka- gangur, sem ég játa fúslega að eiga erfitt með að skilja, og vil einmitt reyna að gleyma, eins og ég er ásakaður um í greinargerð- inni. Ég hefði haldið að það væri fagnaðarefni að svo mikið væri að gera hjá fyrirtækinu að það gæti fjölgað starfsfólki. Þessir 6 menn frá FI tókij heldur alls ekki vinnu frá neinum Loftleiðaflugmanni. Það er annað en nú virðist í vændum. Eins og ég sagði þá eru þessar kvartanir þeirra félaga stílaðar til Flugfélagsflugmanna en ættu augljóslega að beinast að forráðamönnum Flugleiða. — Og þá kemur að sjálfu deiluefninu — starfsaldurslistanum. I greinargerðinni viðurkenna Loftleiðaflugmenn óbeint, að þeir hafi engan áhuga haft á því máli fyrr en í byrjun árs 1979. Það er ekki ófróðlegt að bera saman afstöðu þeirra og forstjóra Flug- leiða, sem sagði í Sjónvarpinu á dögunum, að það hefði verið kór- villa að sameina ekki listana tvo strax við upphaf sameiningarinn- ar. En hvað um það, nú er verið að vinna að lausn málsins og þá kemur í hugann þetta atriði, sem ég nefndi í upphafi, þ.e. svonefnd- ur aðlögunartími. í þessu sambandi ber mér lík- lega að biðja þá félaga afsökunar, því að ég hafði ætlað þeim aðra skoðun á þessu máli, eða réttara sagt hélt ég að þeir hefðu engan áhuga á aðlögunartíma. En nú hefur annað komið í ljós. I grein- argerð sinni taka Loftleiðaflug- menn nefnilega skýrt fram, að þeir vilji aðlögunartíma. Um það sé enginn ágreiningur. Ég verð nú að segja alveg eins og er, að það fer að verða erfitt að átta sig á um hvað þarf að deila lengur í þessu máli öllu. Báðir aðilar segjast nú vera samþykkir því að láta lögmæta fastráðn- ingardaga ráða niðurröðun á hinn sameiginlega lista og báðir aðilar eru samþykkir því að semja um eðlilegan aðlögunartíma. Um hvað þarf þá að deila? Hvers vegna þarf að fá erlenda „sérfræðinga" (og hverjir eru þeir?) til að leysa ekki flóknara mál en þetta starfsald- urslistamál? Það hefir oft heyrzt undanfarið að um mjög djúpstæð- an ágreining milli flugmanna væri að ræða. Sá ágreiningur gæti fljótlega orðið úr sögunni, ef unnt væri að semja um þennan aðlög- unartíma. Svo sem dæmi um hvernig mögulegt væri að semja um þetta, langar mig til að viðra hérna hugmynd, sem ég heyrði einhvern tíman í sumar, en hún var á þessa leið: Aðlögunartími vegna samein- ingar starfsaldurslista Loftleiða- flugmanna og Flugfélagsflug- manna skal vera sem hér segir: 1. árið. Verði aukning á flugi Flugleiða skulu 90% þeirra flug- manna, sem stundað hafa það flug þar sem aukningin verður, hljóta stöðuhækkanir (og endurráðn- ingar), en 10% hinna, sem ekki hafa stundað það flug. Verði samdráttur á flugi Flugleiða skulu 90% þeirra flugmanna, sem stundað hafa það flug þar sem samdrátturinn verður, taka á sig stöðulækkanir (og uppsagnir), en 10% hinna, sem ekki hafa stundað það flug. 2. árið. Sami formáli en hlutfall- ið 80% á móti 20%. 3. árið 70% á móti 30%. 4. árið 60% á móti 40% og loks 5. árið 50% á móti 50% og þar með væri aðlögunartíma lokið og málið endanlega úr sögunni. Ég get vel tekið undir þessa hugmynd, hvaðan sem hún kemur, og vona aðeins að svo sé um fleiri. Ég skil ekkert í þeim Loftleiða- flugmönnum að hafa verið að draga það svona að láta skoðanir sínar í ljós varðandi þennan að- lögunartíma. Hefði þetta legið ljóst fyrir fyrr, væri sennilega fyrir löngu búið að leysa þetta vandamál, öllum til ánægju og hugarléttis. Og til að undirstrika mikilvægi þeirrar nýju stefnu, sem málið hefir nú tekið, langar mig í allri vinsemd að biðja þá Loftleiðaflugmenn að taka af all- an hugsanlegan vafa um afstöðu þeirra til fyrrnefnds aðlögunar- tima með því að birta skoðanir sínar á prenti (t.d. hér í Mbl.) og þar með að flýta fyrir gangi mála. Með þökk fyrir birtinguna, TOYOTA saumavéla- fjölskyldan TOYOTA saumavélar fyrir alla. Á veröi fyrir alla. Á greiöslukjörum fyrir alla. 2ja ára ábyrgö og saumanámskeið innifaliö í veröi. Fullkomin viögeröar- og varahlutaþjónusta. TOYOTA VARAHLUTAUMBOÐIÐ Ármúla 23, sími 81733. TOYOTA 5500 með saumaarmi Fullkomin þægileg vél sem leikur í höndun- um á þér. Sjálfvirkur teygjusaumur, fjöl- sporasaumur, kapp- mellusaumur, blindföldun og hnappagatasaumur. Zig-zag allt að 7 mm. Verð kr. 198.300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.