Morgunblaðið - 17.09.1980, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980
r _
Tómas Arnason um BNOC-olíuna:
„Töpum sennilega á
þessum viðskiptum44
„SENNILEGA töpum við á þess-
um viðskiptum, þó vissulega sé of
fljótt að segja nokkuð til um það
enn sem komið er,“ sagði Tómas
Árnason viðskiptaráðherra á
fundi með blaðamönnum i gær, er
hann var spurður um verð á
oliufarminum frá breska fyrir-
tækinu BNOC. Tómas kvað fast
verð vera á olíunni frá BNOC, og
gæti því svo farið, að það verð sem
í dag væri öriítið hærra en Rotter-
damverð, yrði orðið hagstæAara
siðar. Það dæmi væri hins vegar
ekki unnt að gera upp fyrr en i
Lézt af völd-
um bruna
UNGI maðurinn, sem brenndist
lífshættulega á Kvíabryggju 3.
september sl. lézt af afleiðingum
siyssins sl. föstudag á Landspítal-
anum. Hann var 25 ára gamall.
janúar, er veðlagsþróunin lægi
fyrir.
Tómas sagði fyrsta farminn
verða eitthvað dýrari en Rotter-
damverð væri, en hve mikið kvaðst
hann ekki vilja segja til um. Tómas
sagðist ekki enn vita hvort olíufé-
lögin sækja um leyfi til verðhækk-
ana vegna þessa farms. Ljóst væri
alla vega, að nú væri komið á mun
stöðugara verðlag á olíu, þar sem
verðið til Bretanna breyttist ekki
fram í janúar. Miklar verðsveiflur
væru á hinn bóginn á Rotterdam-
markaði, þar sem gilti uppboðsverð
frá degi til dags. Samkomulag
hefði orðið um það hjá báðum
aðilum, að gefa verð BNOC-olíunn-
ar ekki upp fyrr en í janúar. Þá
væri ekkert því til fyrirstöðu að
gera verðsamanburðinn. „Það eina
sem ég get nú sagt um þetta verð er
það, að það er hærra en Rotter-
damverðið í dag,“ sagði Tómas,
„sennilega töpum við á þessu núna,
en gætum grætt á næsta ári, en þá
er þess einnig að geta að þá munum
við kaupa olíu til helminga frá
Bretum og Sovétmönnum."
Deilt um kennara í Gríndavik:
Foreldrarnir senda
börnin ekki í skól-
ann í mótmælaskyni
„ÞESSIR foreidrar vilja ekki fela
ákveðnum kennara við skólann
umsjá sinna barna, vegna þess að
þau treysta honum ekki til þess
og neita þvi að senda börnin i
skólann. nema að þessi kennari
hætti, eða að nýr komi í staðinn,“
sagði Gunnlaugur Dan Ólafsson
skólastjóri Grunnskólans i
Grindavík í samtali við Morgun-
blaðið, en í Grindavik er komin
upp deila milli foreldra ákveðins
hóps barna og skólayfirvalda.
Orsökin er sú að foreldrar telja
kennarann ekki hæfan og tekst
honum m.a. ekki að halda uppi
aga i kcnnslustundum, skv. heim-
ildum sem Mbl. hefur aflað sér.
„Við höfum haldið tvo fundi
með foreldrum vegna þessa máls,“
sagði Gunnlaugur, „og verður
þriðji og væntanlega síðasti fund-
urinn af þessu tilefni haldinn um
helgina og mun ég þar vonandi
geta komið fram með tillögur sem
leysa þetta mál.“
Þeir nemendur sem ekki sækja
skóla vegna þessa máls eru 24
talsins og í 4. bekk og mun það
ekki ætlun foreldranna að senda
börnin í skólann meðan þetta
ástand varir, þannig að þau munu
ekki mæta þessa vikuna.
OLÍUNEFNDIRNAR tvær sem
skipaðar voru af rfkisstjórninni á
sfðasta ári hafa báðar lokið störfum
sfnum og er ekki ætlunin að þær
haldi störfum áfram eða fái ný, að
þvf er Tómas Árnason viðskiptaráð-
herra sagði á blaðamannafundi i
gær. Kvað Tómas margt hafa kom-
ið út úr störfum nefndanna, einkum
olfuviðskiptanefndinni. Væri oliu-
samningurinn við breska fyrirtæk-
ið BNOC til dæmis ávöxtur nefnd-
arstarfsins.
Olíuviðskiptanefndin, sem var
undir forsæti Jóhannesar Nordal
seðlabankastjóra, hefur þegar skilað
stórri viðamikilli skýrslu til ríkis-
stjórnarinnar, að sögn viðskiptaráð-
herra, og kvaðst hann búast við að
álit frá nefnd þeirri er var undir
fosæti Inga R. Helgasonar hæsta-
réttarlögmanns bærist innan
skamms.
Þrátt fyrir að nefndirnar yrðu
tagðar niður sagði Tómas að haldið
yrði áfram að kanna hugsanleg
olíukaup frá Kuwait, Saudi-Arabíu,
Nígeríu, Noregi og ef til vill fleiri
löndum. Viðskipti við Saudi-Araba
kvað hann þó ekki geta tekist nema
fvrst yrði tekið upp stjórnmálasam-
b°nd milli ríkjanna, og hefði hann
falið utanríkisráöuneytinu meðferð
þess máls. — Ekkert hefði þó komið
út úr því ennþá, en ráðherrann
sagðist ekki vita hvort eitthvað
stæði í vegi fyrir slíku sambandi.
Hér má sjá langborðið og hluta gestahópsins við minni borðin.
Ljósm. IlanH Jetzek
Kalt borð á 100
millj. kr. álborðum
RÁÐSTEFNUGESTIR, sem setið
hafa ráðstefnuna „Norrænir ál-
dagar“ á vegum Norrænna sam-
taka áliðnaðarins sl. tvo daga,
fóru f skoðunarferð um íslenska
álverið i gær. Var þeim þar boðið
til hádegisverðar og hljóðaði
matseðillinn upp á kalt álborð.
Borðin sem gestirnir snæddu við
voru öll búin til úr svonefndum
ál-T.börrum og vóg hvert þeirra
um þrjú tonn, en þau voru alls 40
að tölu. Langborðið eitt sér vóg
um 15 tonn. Samtals voru borðin
þvf um 135 tonn að þyngd.
Skv. upplýsingum Ragnars
Halldórssonar forstjóra ISAL er
verðmæti hvers þriggja tonna
borðs um 2,5 millj. og langborðs-
ins 12 millj. þannig að matar-
gestir hafa neytt matar síns á
borðum sem eru að verðgildi
rúmlega 100 millj. kr. Aðspurður
sagði Ragnar, að borðin yrðu seld
úr landi, enda væru þau hluti af
framleiðslu álversins.
140 manns sátu þessa veizlu
álversins, þar af um 100 útlend-
ingar og vakti þetta óvenjulega
borðhald óskipta ánægju og at-
hygli hinna erlendu gesta. Höfðu
þeir á orði að álborð ættu vel við,
þegar kaldir réttir væru fram-
reiddir, því álið héldi matnum vel
köldum.
Ragnar Halldórsson forstjóri
býður gesti velkomna. Ræðupúlt-
ið stendur á traustum grunni, þvi
undir þvi eru um 2,6 tonn af áli.
Ljósm. Hans Jetzek
Fyrirframsala á 80 þús. tunnum af síld til Svíþjóðar og Finnlands
Verðmætíð 6—7 milljarð-
ar — 22% verðhækkun
Báðar olíunefnd-
irnar lagðar niður
SAMNINGAUMLEITANIR um
fyrirframsölu á saltaðri sild hafa
staðið yfir að undanförnu við
kaupendur i öllum helztu mark-
aðslöndunum og viðræðum verður
haldið áfram. Samkomulag hefur
náðst við kaupendur i Sviþjóð og
Finnlandi um fyrirframsölu á
samtals 80 þúsund tunnum og
lætur nærri, að útflutningsverð-
mæti þessara tveggja samninga
sé 6—7 milljarðar króna. Þetta er
svipað magn og selt var til
þessara tveggja landa á sfðast-
liðnu ári, en hér er um fjölda-
margar tegundir og stærðir af
saltaðri sild að ræða.
Áætla má, að til þess að uppfylla
þessa samninga við Svía og Finna
þurfi um 11 þúsund tonn af hráefni
upp úr sjó, en sjávarútvegsráð-
herra hefur ákveðið að heimila á
Algerlega er bannað
að flytja inn kartöf lur
SIGURGEIR Ólafsson hjá Rann
sóknastofnun landbúnaðarins
hafði samband við hlaðið vegna
frétta frá Vestmannaeyjum um að
fluttar hafi verið inn kartöflur
þangað frá Spáni og þær notaðar
Slitlag á Þorlákshafnarveg
LOKIÐ VAR við lagningu slit-
lags á Eyrarbakkaveg í gær og
verður hafist handa við samskon-
ar framkvæmdir á Þorlákshafn-
arvegi í dag.
Ekki er vitað, að sögn Jóns
Rögnvaldssonar á skrifstofu
Vegamálstjóra, hvort lagningu
slitlags á Þorlákshafnarvegi verð-
ur lokið nú í haust, en ákveðið er
að framkvæma fyrir þær 230
millj. kr., sem eru á vegaáætlun til
þessa verks.
sem útsæði. Sagði Sigurgeir að
algerlega væri bannað að flytja
inn kartöflur, eins og skýrt væri
frá í áðurnefndri frétt, og væri það
skýlaust brot á lögum.
Ástæða þessarar löggjafar sagði
hann vera, að með slíkum kartöfl-
um gætu borist sjúkdómar til
landsins, þ.e.a.s. kartöflusýki, sem
mikið væri um erlendis, en alls
óþekkt hér. Hann sagði Grænmetis-
verzlun ríkisins ekki flytja erlendar
kartöflur til landsins án þess að
krefjast heilbrigðisvottorðs. Sigur-
geir sagðist vara við þessum og
ámóta innflutningi, því ábyrgðin
væri mikil, ef illa tækist til.
vertíðinni veiðar á samtals 50
þúsund tonnum af síld, þar af 18
þúsund tonnum í reknet. Söluverð-
ið samkvæmt þessum samningum
hefur að meðaltali hækkað um
22% í erlendum gjaldeyri frá
síðasta ári, en í fyrra var samið
um 12—16% hækkun á verði salt-
aðrar síldar til þessara sömu landa
frá árinu áður.
Að sögn Gunnars Flóvenz, fram-
kvæmdastjóra Síldarútvegsnefnd-
ar, hafa að undanförnu farið fram
undirbúningsviðræður við Sovét-
menn og í gærmorgun var ákveðið
að formlegar viðræður við þá
skyldu hefjast síðar í þessum
mánuði í Moskvu. í fyrra voru
gerðir fyrirframsamningar um
sölu á samtals 60 þúsund tunnum
til Sovétríkjanna.
Þá er búist við því, að viðræður
við kaupendur í V-Þýzkalandi
hefjist fljótlega, en þangað var í
fyrra selt verulegt magn af edik-
söltuðum síldarflökum eða „sauer-
lappen“. Gunnar sagði, að útlitið
með sölu til Efnahagsbandalags-
landanna væri mjög óvisst vegna
mikils framboðs á ódýrum síldar-
flökum, aðallega frá Kanada og
Danmörku, og vegna krafna, sem
komið hafa fram um að innflutn-
ingstollar á saltaðri síld frá lönd-
um utan bandalagsins taki að fullu
gildi, en á síðastliðnu ári fékkst
nokkur undanþága frá þessum
tollum. Fersk síld og fryst er hins
vegar tollfrjáls. Ef svo fer, að
þessir tollar verði teknir upp að
fullu í vetur er vonlaust að tala um
sölu á öllum tegundum saltaðrar
síldar til EBE-landa, að sögn
Gunnars Flóvenz.
Síldarútvegsnefnd hefur undan-
farið verið í sambandi við önnur
markaðslönd og sagðist Gunnar
vonast til, að viðræður gætu t.d.
fljótlega hafist við Pólverja, en þar
sagði hann, að við ýmsa erfiðleika
væri að etja. Hann sagði, að það
hefði eðlilega áhrif á markaðinn,
að Norðmenn hefðu leyft veiðar á
íslenzku síldinni í haust og síld af
þessum stofni væri miklu stærri og
feitari heldur en íslenzka suður-
landssíldin.
Kristján
Andrés-
son látinn
KRISTJÁN Andrésson fulltrúi
hjá Verðlagsstofnuninni og fyrr-
verandi bæjarfulltrúi i Hafnar-
firði andaðist á hcimili sinu að-
faranótt s.l. mánudags, 66 ára að
aldri.
Kristján fæddist (, Hafnarfirði
16. júní 1914, sonur Andrésar
Runólfssonar og annarar konu
hans Maríu Kristjánsdóttur. Hann
lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg
1929 og að námi loknu var hann við
ýmis störf, verkamannavinnu,
verzlunarstörf og löggæzlu. Hann
var framkvæmdastjóri Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar 1958—’62 en
nú um alllangt skeið hefur hann
verið fulltrúi hjá verðlagsstjóra.
Kristján sat í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar 1946—’66 og var varafor-
seti hennar 1954—'62. Hann sat
einnig í bæjarráði og ýmsum
nefndum. Þá sat hann í miðstjórn
Sósíalistaflokksins 1950—’62.
Eftirlifandi kona Kristjáns
Salbjörg Magnúsdóttir.
er