Morgunblaðið - 17.09.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980
5
Hæsta tilboð í hús-
ið að Yesturgötu
18 rúm 31 millj. kr.
Húsið skal endur-
nýja og flytja að
Bókhlöðustíg 10
í GÆR voru á skrifstofu
Innkaupastofnunar Reykja-
víkurborgar opnuð tilboð í
húseignina Vesturgötu 18,
en húsið var byggt um alda-
mót. Hæsta tilboðið hljóðaði
upp á 31 millj. 570 þús. kr.
en alls bárust 19 tilboð, það
lægsta 1.200 þús. Hæsta til-
boðið átti Helga E. Þórðar-
dóttir. Ákveðnar kvaðir
fylgja afsali hússins, m.a.
skal það flutt á lóðina Bók-
hlöðustig 10 á kostnað kaup-
anda.
Að sögn Sævars Sveinssonar
hjá Innkaupastofnun eru aðrar
kvaðir þær, að húsið skal endur-
nýja og færa i upprunalegt horf og
ýmis skrautverk sem upphaflega
voru á húsinu endurnýjuð. Þá skal
kaupandi annast byggingu nýs
grunns undir húsið að Bókhlöðu-
stíg og verður húsið að vera komið
á hinn nýja grunn eigi síðar en
tveimur mánuðum eftir að gengið
verður frá kauosamnintri.
Vesturgata 18 er lengst til vinstri á myndinni, sem ólafur K. Magnússon tók í gær. Eins og sjá má er húsið
illa faHA. en hað mnn vera rúmleira 80 fprmetrar að flatarmáli.
Hægt geng-
ur að selja
frysta síld
ENGIR meiri háttar samningar
hafa verið gerðir um sölu á frystri
síld á vegum SH, að því er
Guðmundur H. Garðarsson tjáði
Morgunblaðinu í gær. Hann sagði,
að svo virtist sem markaðir væru
erfiðir fyrir frysta síld, en sölu-
menn frá SH eru og hafa verið að
undanförnu í Evrópulöndum
vegna þessara og annarra fisk-
sölumála. í fyrra voru fryst 6.300
tonn af síld á vegum SH. Mest af
því magni var selt til Bretlands,
Frakklands, V-Þýzkalands, Belgíu
og Tékkóslóvakíu.
„Þú getur
bjargað lifí:“
295 þús. kr.
hafa safnast
SÖFNUN Rauða Kross íslands, i
samvinnu við Rauða Kross deildir
Norðurlanda hefst 1. nóv. nk. og
mun bera yfirskriftina „Þú getur
bjargað lífi“. eins og komið hefur
fram i fréttum. Nú þegar er þó
tekið á móti framlögum á skrif-
stofu R.K.l. að Nóatúni 21 i
Reykjavik og á póstgiróreikningi
nr. 120200. Þegar hafa borizt
framlög að upphæð 295 þús. kr. á
skrifstofuna.
45 þús. kr. kom kona með, sem
ekki vill láta nafn síns getið, 60
þús. frá M.M., 100 þús. kr. voru
gefnar minningu Rósu Guðbrands-
dóttur, 10 þús. kr. frá F.L., 75 þús.
frá ónefndum og einnig 5 þús. kr.
Suðurgötu-
kirkjugarðurinn:
Mikil skemmd-
arverk unnin
SÍÐDEGIS á mánudag uppgötv-
aðist að skemmdarverk höfðu
verið unnin á kirkjugarðinum
við Suðurgötu i Reykjavik.
Samkvæmt upplýsingum Rann-
sóknarlögreglu ríkisins, sem hefur
með rannsókn málsins að gera,
var 20—30 legsteinum velt um koll
og þrír þeirra brotnir. Þá var
rótað á leiðum og blóm tröðkuð
niður. Skemmdarvargarnir eru
ófundnir.
Satín fóöraöar
100% ullarflannel frá
nORMEUII
Litir: dökkblátt — milliblátt — grátt —
steingrátt,— camel — brúnt.
Hönnun: Colin Porter.
flannel ullarbuxur
Fæst hjá
^KARNABÆR
og einkasöluaðilum
hans um land allt.