Morgunblaðið - 17.09.1980, Page 11

Morgunblaðið - 17.09.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 11 Faðir og sonur, Sigurður Karlsson og Emil Gunnar Guðmundsson. Verksmiójusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Geriö góð kaup í úrvalsvöru. Opiö virka daga kl. 9—18. Laugardaga kl. 9—12. BOT HF. Skipholti 7. Sími 28720. Leikfélag Reykjavíkur: Fyrsta f rumsýn „Að sjá til þín maðui Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ kemur verður fyrsta frumsýning leikársins hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þá verður kynntur í fyrsta skipti á íslenzku leiksviði þýzki leikritahöfundurinn Franz Xaver Kroetz, sem þykir nú meðal fremstu höfunda þar í landi og er mest leikinn allra vestur-evrópskra höfunda síðustu ár. Leikrit hans hefur á íslenzku hlotið heitið „Að sjá til þín, maður!“ (Mensch Meier!) í þýðingu Ásthildar Egilsson og Vigdísar Finnbogadóttur. Leikmynd og búninga gerir Jón Þórisson, Daníel Williamsson sér um lýsingu og leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni Hallmars fyrir Leikféiag Reykjavíkur en hann er nýkominn heim frá námi i leikstjórn Stokkhólmi. Leikritið Að sjá til þín, mað- ur! fjallar um hjónin Ottó og Mörtu og son þeirra á táninga- aldri. Ottó er verkamaður og sonurinn vill gerast múrari, en foreldrar hans hafa ýmislegt við það að athuga og vilja að hann stefni hærra. I verkinu verða töluverð umskipti í lífi fjölskyldunnar, sem valda gagn- gerum breytingum á heimils- högum og samskiptum þeirra þriggja, en verkið þykir eitt áhrifamesta og bezta leikrit höfundar og hefur verið leikið víðar en nokkurt annað verka hans. Eitt einkenni á verkum Kroetz er einmitt fámenni þeirra, þau lýsa gjarnan tveim- ur eða þremur persónum, höf- undur segist frekar vilja gæða fáa einstaklinga lífi á leiksvið- inu en bregða upp yfirborðslegri mynd af fjölda manns. „En þótt persónurnar í verkum mínum séu fáar eru þær þó um leið fulltrúar fyrir miklu stærri fjölda." Vinsældir Kroetz sýna bezt hve ríka skírskotun per- sónur hans hafa til áhorfenda, en í verkum hans er brugðið upp svipmyndum úr hversdagslífi almúgafólks, þar sem fábreytni tilverunnar sprengir gjarnan af sér öll bönd og voveiflegir atburðir gerast. Leikendur i Að sjá til þín, maður! eru þrír: Sigurður Karlsson leikur Ottó, Margrét Ilclga Jóhannsdóttir leikur Mörtu og Emil Gunnar Guð- mundsson leikur Lúðvík, son þeirra. Þau Sigurður og Mar- grét Helga hafa leikið með Leikfélaginu um árabil og vakið athygli í ýmsum hlutverkum en Emil leikur nú sitt annað hlut- verk hjá félaginu, hann leikur einnig Þórberg ungan í Ofvitan- um, sem senn verður tekin til sýninga að nýju. Þótt Franz Xaver Kroetz sé aðeins þrjátíu og fjögurra ára að aldri, hefur hann samið yfir 30 leikrit, mörg að vísu í styttra lagi, svo og kvikmyndahandrit, blaðagreinar, útvarpsleikrit og sjónvarpsefni. Hann þykir af- kastamikill með afbrigðum. Kroetz er upphaflega leikari að mennt en sneri sér að leikrita- gerð fyrir rúmum áratug. Fyrir skömmu voru verk hans sýnd í 27 leikhúsum í Þýzkalandi sam- tímis, en þau hafa auk þess við Dramatiska Institutet í verið sýnd í flestum löndum Vestur-Evrópu, svo og í New York, Brasilíu, Venezuela og Calcutta, svo einhverjir staðir séu nefndir. Að sjá til þín, maður! var frumsýnt í Þýzka- landi fyrir tæpum tveim árum og þykir eitt hans albezta verk. Meðal annarra þekktari verka hans má nefna: Wildwechsel (1968), Heimarbeit (1969), Stall- erhof (1971), Oberösterrich (1972), Sterntaler (1974), Das Nest (1974) og Agnes Bernauer (1976). Hallmar Sigurðsson leikstjóri Kroetz er ekki að öllu ókunn- ugur íslendingum, því þrjú verk hans hafa verið flutt hér áður. Wildwechsel var ein af mánu- dagsmyndum Háskólabíós, eitt verka hans hefur verið flutt í útvarpinu og sjónvarpið sýndi eitt þeirra í fyrra. Kroetz hefur lagt mikið á sig til að kynna sér aðstæður fólksins, sem hann skrifar um og til þess hefur hann unnið ýmiskonar störf. Fyrir þetta verk vann hann til dæmis við að flokka banana vikum saman. Það, að hann hefur skrifað svo mikið um almúgann og gjarnan tekið upp hanzkann fyrir hann, olli því að hann var mjög umdeildur í upphafi ferils síns og þá kom það fyrir að reynt var að eyðileggja sýningar á verkum hans í Þýzkalandi, en nú er öldin orðin önnur. Kroetz legg- ur mikla áherzlu á uppsetningu verka sinna og er oft viðstaddur á æfingum eða sýningum og það er einmitt ætlun hans að koma hingað í upphafi næsta mánað- ar til að fylgjast með sýningum. Leikstjórinn, Hallmar Sig- urðsson, sem þarna stýrir sínu fyrsta verki í Iðnó, hefur eins og áður sagði nýlokið námi í leik- stjórn frá Svíþjóð, en þar var hann við nám og síðar vinnu í nokkur ár. Hann setti þar meðal annars upp tvær sýn- ingar utan skólans og kenndi leiklist um hálfs árs skeið. Þetta er annað verkið sem hann setur upp hér heima, en í fyrra leikstýrði hann „Púntilla og Matti" hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Á næstunni mun hann svo fara til Þjóðleikhússins og setja þar upp farsann „Könnusteypir- inn pólitíski" eftir Holberg. Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Karlsson i hlutverkum sinum. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (.LVSINi;A- SÍMINN ER: 22480 ÞUMAUNA 50—70% útsöluafsláttur. Sjáiö auglýsingu sl. helgi í blaöinu. Sængurgjafir í miklu úrvali. Weleda snyrtivörurnar óviöjafnanlegu. Sendum í póstkröfu. Sími ■ 12136. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.