Morgunblaðið - 17.09.1980, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980
HÁLENDISFERÐIR lands-
manna heyra senn sögunni til,
þ.e.a.s. þetta sumar, þvi nú haust-
ar að og allra veðra er von i
óbyggðum. Hinn almenni ferða-
maður fer þvi senn að skriða i
vetrarbúninginn og þeir, sem
helst eru á ferð á fjöllum úr þvi
að þessi timi er kominn, hafa
yfirleitt flestir einhver erindi:
sumir fara á veiðar, bændur eru í
Könxum ok enn aðrir fara á fjöll
til að ganga frá eftir sumarver-
tiðina, búa sæluhúsin undir harð-
an vetur.
Á KjalveKÍ var um síðustu helgi
nokkuð um mannaferðir. Gangna-
menn þokuðust suður eftir með safn
sitt, en smölun hófst í miðri síðustu
viku. Verður réttað í Tungnarétt í
dag. Gisti hópurinn fyrstu næturnar
á Hveravöllum, síðan í Svartárbotn-
um, næstu tvær nætur í Hvítárnesi
og síðan í gangnamannakofa sunn-
an undir Bláfelli. í dag eru göngur
orðnar miklu nútímalegri og
„tæknivæddari“ en áður, skrínu-
kosturinn er ekki lengur með í för
heldur heilu eldhúsbílarnir með
ráðskonum og tilheyrandi, rétt eins
og hóþur ferðamanna færi um.
GönKur í góðviðri
Veður var eins og best varð á
kosið, hægviðri og sólskin að mestu,
en brast þó á með skúrum annað
veifið. Nútímaferðamaður á blikk-
belju lítur öfundaraugum á þegar
hestar og menn mjakast suður á
bóginn og safnið rennur á undan
þeim, en ólíkt skemmtilegri ferða-
máti hlýtur að vera hjá gangna-
mönnum á fákum en þeim sem
þeysa yfir landið á jeppum og
staðnæmast helst við „sjoppurnar".
En þær fyrirfinnast ekki á Kili og
geta því ekki glapið hugann.
Fleiri voru á ferð á Kjalvegi um
helgina en gangnamenn og ekki í
ómerkari erindum. Fulltrúar Ferða-
félags Islands gengu vítt og breitt á
Kjalvegi hinum forna til að huga að
góðum stað fyrir nýtt hús, sem
félagið á nú tilbúið. Er þar um að
ræða afdrep fyrir göngumenn og er
Gunnar Pálsson athugar hitann og Bergrún Gunnarsdóttir fylgist með. Ljósm. jt.
Veðurathugunarmenn á Hveravöllum:
Flestir starfa hér lengur
en þeir ætluðu í upphaf i
ráðgert að finna því stað á leiðinni
milli Hvítárness og Hveravalla.
Verða þá tvær hæfilegar dagleiðir
þarna á milli.
Leitað að stað
fyrir gönguhús
Göngumenn Ferðafélagsins létu
sig þó ekki muna um að tölta alla
þessa leið, eða svo gott sem, á einum
degi óg var þá að baki milli 10 og 12
tíma gangur. Enda þurfti að fara
víða um og finna þann stað, sem
helst kemur til greina. Nú liggur
fyrir að skrifa yfirvöldum og afla
nauðsynlegra leyfa til að setja húsið
niður þarna, en staðurinn sem helst
kemur til greina er undir Þver-
brekknamúla við Hrútafell. Fáist
húsið sett niður þarna er það sem
fyrr segir áfangi á leið göngumanna
milli Hvítárness og Hveravalla og
gott afdrep fyrir þá, sem hyggjast
ieggja til atlögu við Hrútafell. í
leiðinni þurfti síðan að athuga stað
fyrir göngubrú yfir Fúlukvísl, en
hana má telja einu hindrunina á
þessari leið. Enn aðrir úr hópnum
fóru um svæðið og leituðu að
heppilegri leið fyrir bíl sem flytja á
húsið á staðinn ef leyfin fást.
Með þessum framkvæmdum öll-
um eru ferðafélagsmenn að stuðla
að því að greiðfærara verði mönnum
að ganga um hálendið. Segja þeir að
sífellt meiri áhugi sé fyrir því hjá
fólki að ferðast gangandi um fjöll og
firnindi.
— segja Bergrún
Gunnarsdóttir og
Gunnar Pálsson
Bað á Hveravöllum —
kaffi í Kerlingarf jöllum
Þrír ferðalangar, sem allt í einu
komu gangandi utan úr hrauni,
birtust við sæluhúsið og spurðu
hvort okkur langaði ekki í smá
bíltúr. Bíltúrinn var að aka þeim á
næsta flugvöll. Á Kili er nefnilega
flugvöllur með tveimur brautum og
er þar vissulega um öryggistæki að
ræða, ekki síst þegar fjöldi fólks er
þar á ferð á sumrin og óhöpp geta
gerst. TF—MOL var þarna komin,
en áhöfnin brá sér í bað á Hvera-
völlum og þegar þau fóru í loftið og
héldu frá Hveravöllum höfðu þau á
orði að tylla sér niður við Kerlingar-
fjöll og fá sér kaffilögg þar.
Tveir íbúar allt árið
En þótt ferðamönnum fækki á
Kili þegar haustar verður þar þó
aldrei mannlaust með öllu. Tveir
íbúar hafa fasta búsetu á Hveravöll-
um allt árið og eru þarna einir eftir
þegar gangnamenn, skyttur, ferða-
menn og aðrir hverfa til byggða og
koma ekki aftur fyrr en vorar.
Bergrún Gunnarsdóttir og Gunnar
Pálsson veðurathugunarmenn eru
spurð hvort ekki verði þá einmana-
legt á fjöllum:
— Helsti gallinn við búsetuna hér
er sá, að hér sjást ekki gestir um
margra vikna skeið yfir háveturinn.
í fyrravetur voru menn hér á ferli
20. október og síðan ekki fyrr en rétt
fyrir jólin þegar þyrla Landhelgis-
gæslunnar kom með jólasending-
una. Lengsti tíminn hjá okkur er því
kannski fyrri hluti vetrar, október
og nóvember og fram undir jól.
Strax eftir áramót segja þau
frekar von á gestum, vélsleðamenn,
einkum að norðan, renna sér suður
eftir þegar færi gefst og eru það
kærkomnir gestir.
— Við þekkjum marga þeirra
orðið ágætlega, þetta eru sömu
mennirnir sem koma og við heim-
sækjum þá þegar við erum í fríi.
Þeir koma heldur ekki tómhentir,
vita að okkur finnst gott að fá nýja
ávexti og mjólk, en hér verður
annars að sjóða allt niður og frysta
mjólkina.
Helsta tilbreytingin í mat
Og talandi um vistir segja þau að
á haustin fyllist búrið af matvöru.
Það sé nánast ótrúlegt hversu mikið
tvær manneskjur geti í sig látið, en
þótt búrið sé fullt að hausti er þar
orðinn þunnur þrettándi þegar á
líður. Áhaldadeild Veðurstofunnar
sér um útvegun vista og er þar
jafnan annasamur dagur þegar
safna þarf saman vetrarbirgðunum
og gæta þess að ekkert gleymist og
koma þeim á Hveravelli. En Gunnar
og Bergrún segja vel um sig hugsað,
deildarstjóri áhaldadeildar, sem
skipulagt hafi húsið og fyrirkomu-
lag þar, láti sér annt um að þar líði
fólkinu vel og uppfylli allar óskir og
þarfir.
— Enda er ekkert til sparað, t.d.
hvað varðar matföng, en við berum
engan kostnað af þeim. Ein af
tilbreytingunum hér er líka sú að
gera sér dagamun í mat.
Og hvernig eru jólin?
— Þau eru mikil hátíð hjá okkur,
sem öðrum. Þar er stærsti þátturinn
sendingin, sem við fáum jafnan rétt
fyrir jólin, en það hlutverk hefur
Landhelgisgæslan annast og oftast
Björn Jónsson þyrluflugmaður. Við
fáum ótal jólagjafir, rétt eins og
þegar við vorum börn og það er
greinilegt að margir hugsa hingað
um jólin. Við förum í sparifötin,
hlustum á messu og borðum hangi-
kjöt og hefðbundnar jólasteikur, allt
eins og vera ber.
Hvað er helst gert í tómstundum?
— Þegar þær gefast er í raun
margt hægt að gera. Við förum í
gönguferðir, á veturna göngum við
um nágrennið á skíðum, laugin hér
við gamla sæluhúsið er mikið notuð
og gripið er í handavinnu og smíðar.
Starfið sjálft?
— Það er allumfangsmikið og hér
er eina athugunarstöðin þar sem
ekki er jafnframt um önnur störf að
ræða. Veður er tekið á þriggja tíma
fresti allan sólarhringinn og sent
fjórum sinnum á sólarhring til
Veðurstofunnar gegnum Gufunes,
kl. 9,12, 15 og 18, segja þau Bergrún
og Gunnar og segja tafsamast að
senda veðrið kl. 18 eftir að skyggja
tekur, en þá eru skilyrðin einna
verst. Segjast þau oft verja til þess
10 eða 20 mínútum, sem oftast má
ljúka af á 3—4 mínútum. Stundum
ná upplýsingar þeirra ekki alla leið
og heyrist þá: Veðurskeyti vantar
frá Hveravöllum og má oftast kenna
um lélegum skilyrðum í loftinu.
Umíangsmikið starf
Að heyra veðurfréttirnar í út-
varpinu gefur eiginlega ekki til
kynna annað en að athuguð hafi
verið vindátt, vindhraði, loftþrýst-
ingur, skýjafar og hiti og kannski
eitthvað fleira, en hér hangir ýmis-
legt fleira á spýtunni:
— Hér fara fram margvíslegar
verðurfarslegar athuganir og á vet-
urna þarf að mæla snjóalögin,
fylgjast með þeim ef þau breytast,
mæla nýsnævi við stangirnar eftir
vissum reglum á nokkurra daga
fresti og þar fram eftir götunum.
Allt þarf að skrá niður og það er
ekki nema lítill hluti af þessu öllu
sem kemur fram í veðurfréttum
útvarpsins.
Hvaða hlutverki gegnir þessi stöð í
veðurstöðvanetinu um landið?
— Hún er kannski ekki ýkja
þýðingarmikil varðandi veðurspár
að því er okkur skilst, en hún hefur
veitt mönnum mikla þekkingu á
veðurfari á hálendinu og hefur
breytt fyrri hugmyndum manna um