Morgunblaðið - 17.09.1980, Side 21

Morgunblaðið - 17.09.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Innflytjendur Get tekiö að mér aö leysa út vörur. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „Trúnaöur — 4085“. Veröbréf Fyrirgreiösluskrifstofan, Vestur- götu 17, sími 16223. Keflavík Til sölu raöhús í smíöum ásamt bílskur ( Heiöabyggö. Húsinu veröur skilaö fokheldu og full- frágengnu aö utan. Glæsileg efrl hæö ásamt bílskúr. Sér inngang- ur. Sér þvottahús. Úrval af 3ja herb. íbúöum meö góöum greiösluskilmálum. Fasteignasalan Hafnargata 27. Sími 1420. húsnæói '■ óskast • Mig vantar íbúð. Bý ein og geng vel um. Anna G. Kristjánsdóttir, sími 14556. Háskólakennari (kona) óskar eftir aö taka á leigu litla íbúö ( grennd viö Háskólann. Uppl. í síma 25401 á herbergi 18 eöa 5. Óska eftir 25 fm.gufukatli fyrir 6 kg. þrýsting á fersm. og miöstöövarketil 6 tll 7 fm. Upþl. í síma 21703 næstu daga. Notað píanó óskast keypt. Hringiö f síma 92-7167 eftlr kl. 19. IOOF 9 = 1629178’/4 = IOOF 7 = 1629178% = RMR-17-9-20-VS-FR-EH Höfgshlíð 12 Samkoma í kvöld kl. 8. Kvennadeild Rauða- kross íslands Konur athugiö Okkur vantar sjálfboöaliöa tll starfa fyrir deildina. Uppl. ( s. 17394, 34703 og 35463. Kristniboðssambandið Bænasamkoma veröur f Kristni- boðshúsinu Betanía. Laufásvegi 13 í kvöld kl. 20.30. Allir vel- komnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferðir 19.—21. sept.: Landmannalaugar — Jökulgil (ef færf veröur). Álftavatn — Torfahlaup — Stór- konufell. Brottför kl. 20 föstudag. Þórsmörk — haustlitaferð. Brottför kl. 08 laugardag. Allar upplýsingar á skrifstofunni, öldugötu 3. Feröafélag jslands raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar fundir — mannfagnaöir Styrktarfélag aldraöra Suðurnesjum Eldri borgarar eiga kost á 2ja vikna dvöl á Löngumýri í Skagafiröi á vegum Þjóökirkj- unnar. Bókband, leðurvinna, hekl o.fl. Fariö verður 6. október. Nánari upplýsingar í síma 2172. Feröanefndin. Matreiðslumenn — Matreiðslumenn Aöalfundur félags matreiöslumanna verður haldinn miövikudaginn 24. sept. 1980 kl. 15.00 aö Óöinsgötu 7, Reykjavík. Dagskrá: Almenn aöalfundarstörf. Önnur mál. Félagar fjölmenniö. Stjórnin bátar — skip Skip til sölu 6 — 7 — 8 — 9—10—11 — 12—15 — 20 — 29 — 30 — 49 — 53 — 64 — 65 — 70. Höfum verið beönir aö útvega góðan 25—40 tn. bát og 200—300 tn. bát. Aðalskipasalan Vesturgötu 17 símar 26560 og 28888 Heimasími 51119. húsnæöi óskast Bandarísk hjón kennara, vantar íbúö eöa lítið hús á leigu í eitt ár. Vinsamlegast hringiö í síma 2210, herbergi 207, Navy Lodge og biðjiö um Siemaszko. Sauðárkrókur — bæjarmálaráð Aöalfundur bæjarmálaráös Sjálfstæölsflokksins á Sauöárkrókl. voröur haldinn (Sæborg, miövikudaginn 17. september n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Aöalfundarstörf. 2. Bæjarmálefni. Mætiö stundvíslega. Stjórnin. Matthías Salóme Ólafur Sjálfstæðismenn Suðurnesjum Fundur stjórna og trúnaöarmanna Sjálfstæöisflokksins á Suðurnesj- um veröur haldinn í Festi, Grindavík, fimmtudaginn 18. sept. og hefst kl. 20.30. Alþingismenn Sjálfstæöisflokksins f Reykjaneskjördæmi mæta á fundlnum. Stjórnirnar Sigurbjarni (Bjarni) Tómasson — Sjötugur Bjarni Tomm bifreiðastjóri, er 70 ár í dag 17. september 1980. Ég undirritaður hefi átt því láni að fagna að starfa daglega með Bjarna Tomm, eins og hann er oftast nefndur í hópi vina og kunningja í rúma 2 áratugi í erfiðu og erilsömu starfi. Það hefur aldrei fallið skuggi á vináttu okkar í öll þessi ár, enda er sú vinátta byggð á traustum grunni. Sjötíu ár er alllangur tími á ævi manns. Margs er því að minnast þegar litið er yfir gengin spor, og margar eru þær ljúfu endurminn- ingar sem koma upp í hugann, frá löngu liðnum dögum, þær minn- ingar eru að vísu persónubundnar og því ekki hægt að rekja í lítilli afmælisgrein. Bjarni fæddist 17. september 1910. Það voru víða kröpp kjör hjá alþýðuheimilum á íslandi í þá daga og ekki var hægt að sækja aðstoð í neina sjóði, eða að heimta af öðrum. Hann fór því snemma að vinna hörðum höndum og hjálpa fjölskyldu sinni, eins og títt var í þá daga. Það leyndi sér ekki, hve dugleg- ur og ósérhlífinn hann var í öllum þeim störfum sem honum voru falin. Enda er augljós samvisku- semi og skyldurækni hans, hverj- um þeim sem kynnist honum, það eru dyggðir sem virðast fara þverrandi hjá þjóð okkar. Síðan lá leið Bjarna til Reykja- víkur. Ekki var Bjarni Tomm búinn að vera lengi í höfuðstaðn- um er hann réðist að Bifreiðastöð Steindórs. En það fyrirtæki rak þá hin mikli athafnamaður og mann- þekkjari Steindór Einarsson. Enda sá hann fljótt hvað bjó í hinum unga manni, og var hann brátt valinn til trúnaðarstarfa á „Steindórsstöð". Starfstími Bjarna þar urðu 35 ár. Gagnkvæm virðing og traust var alltaf á milli þeirra, enda voru báðir mjög ánægðir með samstarfið. Sam- starfið við Steindór Einarsson var Bjarna góður skóli, og reyndist honum gott veganesti á lífsleið- inni. Það fylgir Bjarna ávallt glað- værð og gamansöm kátína, þess vegna er alltaf gaman að hitta hann og blanda geði með honum, ekki aðeins á stund gleðinnar, heldur ávallt, því að hann er traustur og góður vinur. Margar eru þær ljúfar og góðar endurminningarnar frá þessum samstarfsárum okkar, þæði í starfi og leik. Það voru gæfuspor þegar Bjarni kvæntist eiginkonu sinni Gíslínu, hún hefur búið þeim mjög fagurt og smekklegt heimili, þar sem þau una sér, enda eru þau samhent í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur. Gíslína hefur staðið við hlið hans með ráð og dáð og miklum sóma öll þessi ár. Fimm mannvænleg börn hafa þau eignast, 4 drengi og 1 stúlku, sem öll hafa stofnað sitt eigið heimili. Gíslína og Bjarni fagna ávallt þeim dögum þegar börnin koma í heimsókn með barnabörnin, því að þá færist líf og fjör í heimilislífið, enda eru hlaðin borð af góðgæti hjá þeim kæru hjónum. Gleðin skín úr hverju andliti því að það er alltaf hægt að vera glaður í návist Bjarna og Gíslínu. Ég óska þér Bjarni minn og þinni fjölskyldu allrar blessunar á þessum tímamótum í lífi þínu og gæfu og gengis á ókomnum árum. Ragnar Eliasson Bjarni tekur á móti gestum kl. 20.00 í kvöld í Félagsheimili Raf- veitunnar við Elliðaár. Vinur minn og fyrrum sam- starfsmaður, Sigurbjarni Tómas- son, er 70 ára í dag. Það er æði langt síðan að leiðir okkar Bjarna, eins og við nefnum hann alltaf, lágu saman, svo langt, að ég man óglöggt upphafið, þar sem ég var aðeins 10 ára drenghnokki þegar hann réðist til starfa til föður míns árið 1936. Síðar vakti þessi maður athygli mina fyrir vinalegt og glaðlegt viðmót, sem hann sýndi öllum sem hann átti samskipti við hér. Þegar svo við fórum að starfa saman síðar, sá ég að þar fór einn sá traustasti maður sem starfað hef- ur hjá Bifreiðastöð Steindórs frá upphafi vega. Bjarni var þau 36 ár, sem hann starfaði hér, stundvís, reglusamur og ábyggilegur maður, sem alltaf mátti treysta fyrir einu og öllu. Ég veit ekki til að Bjarna hafi vantað til vinnu einn dag allan sinn langa starfsferil hér nema í veikinda- forföllum. Bjarni er mjög góðviljaður og tillitssamur maður, jafnt við sam- starfsmenn sína sem aðra. Þótt af mörgu sé að taka, man ég sér- staklega eftir einu tilfelli af mörg- um þar sem þessir kostir hans komu fram við föður minn. Það var árið 1965, faðir minn þá aldraður orðinn og farinn að heilsu sagði við mig, að sig langaði að fara í ferð með Gullfossi til Kaupmannahafnar. Sigurður bróðir minn og hans kona, höfðu farið með honum slíka ferð áður og hann haft mikla ánægju af. Nú átti Sigurður ekki heimangengt vegna veikinda. Bjarni fór þá þessa ferð með honum. Mér var síðar sagt, af vinafólki mínu, sem var samskipa þeim, að Bjarni hefði verið, eins og ég raunar vissi fyrirfram, mjög nærgætinn og hugsunarsamur við húsbónda sinn á ferðalaginu, sem varð hans síðasta. Hann féll frá árið eftir. Ég hefi alltaf verið Bjarna þakklátur fyrir þetta og fyrir tryggð hans við föður minn og þetta fyrirtæki alla tíð. Bjarni er kvæntur Gíslínu Guð- mundsdóttur, hinni ágætustu konu, sem staðið hefur dyggilega við hlið hans. Vil ég færa henni þakkir mínar fyrir hennar skref í hinu langa og giftudrjúga starfi Bjarna hér hjá okkur. Það hefur eflaust stundum verið erfitt þar eð hann vann vaktavinnu alla tíð. Ég óska Bjarna Tómassyni til hamingju með afmælisdaginn og vona að hann og fjölskylda hans megi eiga bjarta framtíð. Ég þakka honum áratuga samstarf, sem alltaf var mér til ánægju og aldrei bar skugga á. Lifðu heill. Kristján Steindórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.