Morgunblaðið - 17.09.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980
25
félk í
fréttum
Jarðýtustjór-
inn sem varð
uppreisnar-
mannaforingi
+ Hér má sjá jarðýtustjórann og
uppreisnarmannaforingjann
Jimmy Stevens á eyjunni Espirit
Santo á Nýju Hebridiseyjum. Þær
hlutu sjálfstæði fyrir skömmu, en
ófriðarástand hefur ríkt þar, eins
og kunnugt er af fréttum. Hefur
Jimmy Stevens átt þar hlut að
máli. — Myndin var tekin af
honum við aðalbækistöð hans í
frumskóginum á eyjunni. Yfir
höfði Jimmys er haldið stóru
pálmablaði. Stevens og liðsmenn
hans hafa orðið fyrir nokkru
manntjóni í átökunum við stjórn-
völdin, sem sent hafa hálfgerðar
herlögreglusveitir til eyjarinnar
og hafa þær handtekið upp undir
300 menn úr sveitum Jimmys,
undanfarnar vikur. Ekki hefur
verið getið um beint manntjón í
þessum átökum.
Janis Ian
+ Ameríska söngkonan Janis Ian hefur um margt átt
óvenjulegan feril. Þegar 15 ára gömul varð hún fræg fyrir
lag sitt „Society ’s Child.“ En frægðin steig henni til höfuðs.
Hún lagðist í eiturlyfjaneyzlu, eymd og volæði. Henni
tókst þó að rífa sig upp úr soranum og 1973 söng hún
inn á sína fyrstu plötu eftir fjögurra ára hlé. 1975 varð
hún svo fræg fyrir alvöru. Síðan hefur líf hennar verið
stanzlaus sigurganga. Sjálf segist hún nú vilja lifa eðlilegu
fjölskyldulífi með maka sínum og börnum þó að
söngvarnir og tónlistin skipti hana mestu. Hún sé
reynslunni ríkari og hafi meiri sjálfsstjórn.
Konur taka
völdin
+ Þessi kona heitir Inge Fisher
Möller og var kjörin varaformaður
danska Sósíaldemókrataflokksins.
Konurnar í flokknum segja, að
með kosningu hennar hafi verið
brotið blað í sögu flokksins. Tími
kvenna sé kominn. Næsta skrefið í
valdatökunni segja þær vera að
koma Anker Jörgensen úr forsæt-
isráðherrastólnum og setja konu
að nafni Ritt Bjerregaard í hann.
Og þær taka stórt upp í sig
blessaðar, þegar þær segja: „Við
konurnar viljum ekki bíða, því við
getum nefnilega gert hlutina mun
betur en karlmenn."
Reagan elskar Litháa
+ í sérhverjum forsetakosningum sem fram fara í Bandaríkjun-
um reyna frambjóðendur að höfða til ýmissa þjóðabrota er
byggja þetta víðfeðma land. Hér sést hvar Ronald Reagan
reynir að heilla fólk frá Eystrasaltsríkjunum með því að bregða
skilti á loft þar sem stendur: Ég elska Litháa.
Halldór Jóhannesson kominn á hliðina, en það hafði engin áhrif á
kappann: Hann kom sigurvegari
BÍLAKLÚBBUR Akureyrar
stóð fyrir torfæruaksturs-
keppni i malarnámi Akureyrar-
bæjar nú um helgina. Steindór
G. Steindórsson, blaðafulltrúi
Bilaklúbbsins, sagði keppnina
hina erfiðustu á islenzkan mæli-
kvarða, útilokað væri annað en
að vera með sérstakan útbúnað
á bilunum.
Keppnin tókst mjög vel, sagði
Steindór, það var blíðskaparveð-
ur. Keppendur vóru 7, og sigur-
vegari Halldór H. Jóhannesson
með 1235 stig, í öðru sæti
Sigursteinn Þórsson með 1205
stig, og þriðji Guðmundur Gunn-
arsson, allir frá Akureyri.
Reyndar var aðeins einn kepp-
andi frá Reykjavík, en bíllinn
hans bilaði í giímunni við fyrstu
þrautina.
Steindór kvað öryggisreglur
Bílaklúbbs Akureyrar strangar
mjög, og kannski strangari en
i mark.
nauðsyn bæri tiL Hjálparsveit
skáta hefði verið með sjúkrabíl
og allan viðbúnað annan og
slökkvitæki hefðu verið með-
fram allri brautinni.
— Það er mikill áhugi á
bílaíþróttum hér fyrir norðan,
sagði Steindór. Nei, ég get sagt
þér, að samkvæmt umferðar-
skýrslum hér á Akureyri, hefur
vítavert gáleysi snarminnkað í
umferðinni eftir að við hófum
okkar starfsemi og skipulögðum
sérstök mót fyrir bílaáhuga-
menn. Og eftir þvl sem ég bezt
veit, þá er sömu sögu að segja úr
Reykjavík, eftir að t.d. Kvart-
míluklúbburinn var stofnaður og
fékk aðstöðu til æfinga.
Séu félagsmenn Bílaklúbbs
Akureyrar staðnir að vítaverðu
gáleysi í umferðinni, þá eru þeir
teknir á beinið, eins og þeir segja
hér í Menntaskólanum, sagði
Steindór ákveðinn.
Ekki gekk þetta ...
Hér er Kristinn ólafsson á Rússa-jeppa i fyrstu þrautinni. Ljósm
Mbi. Ketill Helgason.
Fór á hliðina
- vann samt...