Morgunblaðið - 17.09.1980, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980
Síminn á afgreiðslunni er
83033
|R«r0unbI(ibib
Síminn á afgreiðslunni er
83033
}H«r0unbI«t>it>
Hvalvertíð lokið:
437 hvalir
veiddust
HVALVERTÍÐINNI lauk á
mánudaífskvöldið. Alls veidd-
ust 437 hvalir á vertíðinni.
sem stóð i 107 daga. Er það
mjöK svipað o(í í fyrra en þá
veiddust 440 hvalir vertíðin
stóð þá í 106 daga.
Skiptingin milli tegunda er
sú, að veiðst hafa 236 langreyð-
ar, 101 búrhvalur og 100 sand-
reyðar. í fyrra veiddust 260
langreyðar, 96 búrhvalir og 84
sandreyðar.
Að sögn Kristjáns Loftssonar
framkvæmdarstjóra Hvals hf.
var þetta 33. vertíð fyrirtækis-
ins. Sagði Kristján að þetta
teldist ágæt vertíð. Hann sagði
að bræla hefði verið komin á
miðunum og því hefði verið
álitið rétt að stöðva veiðarnar
nú. Einnig hefði það sitt að
segja, að búið væri að fylla
bæði búrhvals- og sandreyð-
arkvótana. Kristján sagði að
vel horfði með sölu á hvalafurð-
um. Mjöl og lýsi fara aðallega
til Evrópulanda en frystar
hvalafurðir til Japans og á
innanlandsmarkað.
Arnarflug:
Engin verkefni
fyrir þoturnar
LJÓST er nú. að ekkert verður af fyrirhuguðu pílagrímaflugi
Arnarflugs fyrir Nígeríumenn, eins og til stóð. Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Arnarflugs, sagði í samtali við Mbl., að innbyrðis
deilur í Nígeríu gerðu það að verkum, að ekkert yrði af þessu flugi og
væri þetta sama staðan og kom upp í fyrra þegar félagið missti af
sams konar samningi.
Hvernig er ástandið framundan
í vetur? — „Eins og er, þá höfum
við engin verkefni fyrir þoturnar
okkar. Boeing-707 þotan hefur
nýlokið sér af í Jórdaníu og hin
Boeing-720 þotan lýkur sínu verk-
efni hér heima um mánaðamóiin.
Eftir það eru verkefnin með öllu
óráðin, en það er enginn uppgjaf-
artónn í okkur. Við vinnum stöð-
ugt að því að afla félaginu verk-
efna og vonum að það takist á
næstunni,
fremur.
sagði Magnús enn-
Magnús sagði einnig aðspurður,
að ekki yrði gripið til neinna
örþrifaráða eins og uppsagna al-
veg á næstunni, það yrði kannað
til hlítar hvort ekki væri hægt að
finna ný verkefni. Astandið á
alþjóðamarkaði væri að vísu
slæmt, þ.e. gífurlegt framboð af
vélum.
Frá Evrópuleik ÍA og F.C. Köln. Enski landsliðsmiðherjinn Tony
Woodcock i baráttu við leikmenn ÍA. Köln sigraði 4—0. Sjá íþróttir.
Viðræður stjórnvalda í Luxemburg um Flugleiðir:
Verður Boeing 747-þota lát-
in leysa tvær DC-8 af hólmi?
VIÐRÆÐUR milli stjórnvalda í
Luxemburg og á íslandi hefjast i
Luxemburg klukkan 14 i dag.
Fundarefnið verða erfiðleikar
Flugieiða og á hvern hátt rikis-
stjómir landanna geti stutt við
Flugleiðir, svo að Atlantshafsflug
þeirra geti haldið áfram. svo sem
verið hefur. Ríkisstjórn íslands
Samningaviðræðurnar:
Iðjufélögin sömdu
um launaflokkaröðun
SAMKOMULAG tókst í gær með
Vinnuveitendasambandi tsiands og
Landssambandi iðnverkafólks um
röðun starfsheita i launaflokka, en
i fyrradag tókst sams konar sam-
komulag við Verkamannasamband
tslands eins og fram kom í Morgun-
blaðinu i gær. Þegar Morgunblaðið
fór í prentun í gærkveldi voru
viðræður i gangi miili VSÍ og
annarra landssambanda innan ASI,
sem eftir er að ná samkomulagi við
um röðun í launaflokka.
Þau landssambönd, sem viðræður
voru við í gærkveldi voru: Lands-
samband íslenzkra verzlunarmanna,
Landssamband vörubifreiðastjóra,
Samband byggingamanna, Málm- og
skipasmiðasamband Íslands og inn í
viðræðurnar kom einnig starfsfólk í
veitingahúsum. Atti að freista þess
að Ijúka samningum við einhver af
þessum samböndum.
Þá voru undirnefndarfundir í
kjaradeilu bókagerðarmanna og
prentiðnaðarins í gær og ennfremur
voru undirnefndarfundir í kjara-
deilu Plugleiða og flugmannafélag-
anna, Félags íslenzkra atvinnuflug-
manna og Félags Loftleiðaflug-
manna.
samþykkti á fundi árdegis i gær
tillögur ráðherranefndar, sem
Steingrímur Hermannsson. sam-
gönguráðherra mun leggja fyrir
stjórnvöld i Luxemburg f dag. Með
Steingrfmi verða á fundunum i
Luxemburg, Brynjólfur Ingólfsson
ráðuneytis8tjóri, Birgir Guðjóns-
son frá samgönguráðuneytinu.
Henrik Sv. Björnsson ráðuneytis-
stjóri og Þorsteinn Ingólfsson frá
utanrikisráðuneytinu.
Steingrímur Hermannsson sam-
gönguráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að þær tillögur,
sem ríkisstjórnin samþykkti væri
fyrst og fremst að hún vildi byggja
áfram á íslenzku flugfélagi. Hann
kvað nauðsynlegt að gera þriggja
ára tilraun með áframhaldandi flug
milli Bandaríkjanna og Luxemburg,
óvarlegt væri að byggja á styttri
tíma. Var samþykkt að veita bak-
tryggingu fyrir rekstrartapi að upp-
hæð 3 milljónir dollara á ári eða 1 'Æ
milljarð króna, næstu 3 ár, sem er
svipuð upphæð og tekjur eru áætl-
aðar af þessu flugi. Að öðru leyti eru
tillögurnar í samræmi við það, sem
áður hefur verið skýrt frá í Morgun-
blaðinu. Tilgangur fundanna í Lux-
emburg er að athuga, hvaða aðstoð
þarlend stjórnvöld geti látið í té.
Jafnframt rekur ríkisstjórnin í til-
lögum sínum, hvað nauðsynlegt sé
að kanna, t.d. að efla starfsfrið
innan fyrirtækisins milli stjórnar
og starfsfólks. Hefur starfsfólk sýnt
mikinn áhuga á að auka hlutdeild
sína í félaginu og leggja fé af
mörkum.
Morgunblaðið spurði, hvort þetta
gæti þýtt endurráðningu í stórum
mæli. Ráðherra kvað það vera
dæmi, sem eftir væri að reikna. „Nú
eru þarna 3 DC-8-þotur, sumir vilja
fara yfir í breiðþotu og telja það
alveg nauðsynlegt og hallast nær
allir, sem ég hef talað við, að
Boeing-747, því að tían er ekki
fragtflugvél, en 747 er hentug til
fragtflugs ásamt farþegaflugi. Er
það allra mat, sem ég hef talað við,
að nokkur vandræði hafi verið því
samfara að Flugleiðir misstu niður
alla fragt síðustu tvö til þrjú árin.
Þetta þýðir færri áhafnir, ef slík vél
kemur inn fyrir kannski 2 DC-8.
Hins vegar yrði allur meginþorrinn
ráðinn og svo kemur leiguflug og
Air Bahama, þar sem íslenzkir
flugmenn munu ganga fyrir. Því er
ég að gera mér vonir um að þetta
geti orðið til þess, að um endurráðn-
ingu geti orðið að ræða.“
Kostar 10 þús. krónur
að slátra meðallambi?
Líklegt að bráðabirgðaverð verði ákveðið á lambakjöti
Fjárlagafrumvarpið:
Niðurstöðutölurnar
yfir 500 milljarðar
RÍKISSTJÓRNIN hefur fjallað
um fjárlagafrumvarpið cða
„ramma að fjárlögum“, eins og
einn stjórnarsinna sagði i sam-
taii við Morgunblaðið í gær.
Samþykkt rikisstjórnarinnar er
án fyrirvara aðila stjórnarinn-
ar.
í frumvarpinu er mikill niður-
skurður „miklu meiri en menn í
raun vildu hafa á fjölmörgum
liðum — en ekki verður á allt
kosið". Niðurstöðutölur frum-
varpsins hafa verið að breytast
allt fram á síðasta dag, en þær
eru þó rúmlega 500 milljarðar
króna, en það er yfir 50% hækk-
un miðað við síðustu fjárlög, sem
samþykkt voru fyrir tæplega
hálfu ári.
REIKNAÐ er með að sláturkostn-
aður hækki um 60% frá siðast-
liðnu hausti. en þá var slátur-
kostnaður á hvert kíló dilkakjöts
450 krónur. Fari svo verður
sláturkostnaður 720 krónur á
kíló i haust og kostnaður við
slátrun meðallambs þvi í kringum
10 þúsund krónur. Um 50% þess-
arar hækkunar eru vegna verð-
breytinga siðustu 12 mánuðina, en
til viðbótar er reiknað með leið-
réttingu á grundvellinum sjálfum.
Fundir voru tíðir í sexmanna-
nefndinni í síðustu viku og í gær
var á ný haldinn fundur í nefnd-
inni. Að sögn Guðmundar Sigþórs-
sonar er ekki ólíklegt, að bráða-
birgðaverð verði ákveðið á lamba-
kjöti á fundi nefndarinnar í dag,
þar sem nýr verðgrundvöllur land-
búnaðarafurða er enn ekki til-
búinn. Fá bændur þá væntanlega
11% hækkun á lambakjöti eins og
var ákveðið til bráðabirgða á
nautakjöti á dögunum.
Guðmundur var spurður hvort
ágreiningur væri í sexmannanefnd-
inni um verðgrundvöllinn eða hvort
beðið væri aðgerða ríkisstjórnar-
innar. Sagði hann, að verið væri að
ræða við ríkisstjórnina um verð-
grundvöllinn eins og hann gæti
orðið. Nefnd þriggja ráðherra væri
með þessi mál til athugunar og því
starfi væri ekki lokið. Aðspurður
um hvort auknar niðurgreiðslur
væru til umræðu sagði hann, að
það væri mál ríkisstjórnarinnar.
Göngur
I.jósm. Sík. SiKm