Morgunblaðið - 02.10.1980, Page 3

Morgunblaðið - 02.10.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 3 ' Tilslakanir á fiskverði og eftirgjafir á f élagsmálapakka — eru orsakir kjararýrnunar hjá sjómönnum segir Guðmundur Hallvarðsson formaður S.R. „ÞESSI staðreynd um versnandi kjör sjómanna hefur mér verið Ijós undaníarin ár." sanði Guð- mundur Ilallvarðsson formaður Sjómannafélaxs Reykjavíkur í samtali við MorKunblaðið í gær. Guðmundur var spurður álits á þeim tölum um hriðversnandi kjör sjómanna. er fram komu í frétt blaðsins í gær. „Þróunin hefur orðið æ óheilla- vænlegri á síðustu árum,“ sagði Guðmundur ennfremur, „með alls kyns tilslökunum í sambandi við fiskverð, eftirgjafir á loforð um félagsmálapakka og fleira í þeim dúr. Það er því einsýnt að kröfu- gerð okkar hlýtur að miðast að þessu og við bíðum átekta með að leggja fram okkar kröfur, er sýnt verður hvað ætlunin er að gera í sambandi við fiskverðsákvörðun sem nú á að liggja fyrir. í beinu framhaldi af staðfestingum verð- lagsráðs á fiskverði munum við meta okkar stöðu. Þar verður að sjálfsögðu höfð í huga sú stað- reynd sem fram kemur í frétt ÁSTÆÐAN fyrir því að júgó- slavneska flugfélagið Air Ádria gat ekki staðið við kaupsamning á tveimur eldri Boeing-vélum Flugleiða mun vera sú að félagið Morgunblaðsins.“ Guðmundur kvaðst að lokum vilja geyma sér frekari yfirlýs- ingar um málið þar til eftir fiskverðsákvörðun. „Hins vegar væri full ástæða til að taka mjög djúpt í árina með þessar kjara- staðreyndir einar í huga, þar væri hægt að hafa um mörg orð og stór,“ sagði Guðmundur Hall- varðsson. fékk ekki eins konar rikisábyrgð fyrir kaupunum og eru þvi allar líkur á því að ekki verði af kaupunum eins og fram kom i Mbl. í gær. Ekki þörf fyrir aðra eldri Boeing-vélina Air India leigu- flugið hafið Óvíst með Senegal-verkefnið ennþá LEIGUFLUG Flugleiða fyrir Air India er nú hafið og fylgja 5 áhafnir flugmanna og flugvél- stjóra áttunni sem sinnir verk- efninu. Hins vegar er enn óvíst hvort verður úr leiguflugi Flugleiða fyrir aðila í Senagal, en þeir hafa ekki staðið við þær skuldbindingar sem samið var um, að sögn Leifs Magnússonar, framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða. Hins vegar er enn nokkur tími þar til Flugleiðir eiga að hefja leiguflugið samkvæmt þeim samningi sem gerður var, eða þann 20. nóv. nk. Þá liggur það fyrir, að ef samþykkt verður á hluthafafundi Flugleiða að halda Norður— Atlantshafsfluginu áfram, þá mun ein átta Flugleiða verða algjörlega í því verkefni. Mbl. ræddi við Leif Magnússon framkvæmdastjóra flugrekstrar- sviðs Flugleiða í gær og innti hann eftir því hvaða verkefni Boeing- vélarnar hefðu. „Samkvæmt vetr- aráætlun er þörf fyrir aðra af eldri vélunum," sagði Leifur, „og verður hún í áætlunarflugi í vetur með nýju vélinni, en ekkert liggur fyrir hvað verður um þriðju vél- ina. Hún er á sölulista og einnig hafa borizt fyrirspurnir um leigu, en ekkert afgerandi." Góð sala í Hull VÉLBÁTURINN Jón Þórðarson BA fékk mjög gott verð fyrir ísfisk, en skipið seldi í Hull í gær. Fyrir 37,8 lestir fengust 32,5 milljónir eða 860 krónur á kíló að meðaltali. Askorun til menntamálaráðherra: Hafin verði textun á innlendu sjónvarpsefni Menntamálaráðherra voru í gær afhentar undirskriftir yfir 19 þúsund manna. sem styðja málstað þeirra sem heyrnarlausir og heyrnarskertir eru, en þar er um að ræða áskorun um að hann og Alþingi beiti sér fyrir því að hafin verði textun á innlendu sjónvarpsefni. t gærkvöldi var i sjónvarpinu birtur í fyrsta sinn með texta útdráttur helstu frétta kvöldsins. Erla Magnúsdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Magnús Víðir af- hentu menntamálaráðherra und- irskriftirnar 19.311 að tölu og kvað Magnús Víðir ráðherra hafa sagst hyggjast taka mál þetta upp við útvarpsráð og Alþingi.I bréfi þre- menninganna sem undirskriftun- um fylgdi, segir m.a. að þeir, sem fæddir séu heyrnarlausir, eigi erfitt með að tileinka sér næga málþekkingu og lesi því lítið bækur framan af ævinni, en text- un alls sjónvarpsefnis myndi mik- ið bæta úr. Sé því ekki nóg að setja texta á fréttir eingöngu heldur ætti og að texta íþróttaþætti, Umheiminn, Vöku, Nýjustu tækni og vísindi, svo og ýmsa fræðslu- þætti, sem oft séu nær eingöngu fluttir með íslensku tali. Sömu sögu sé að segja um íslensk leikrit og kvikmyndir. Þá er talið æski- legt að sjónvarpsefni beinna út- sendinga sé dregið saman og flutt á sérstökum tíma. „Heyrnarlaus börn eru fleiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. En barna- tíma sjónvarpsins njóta þau ekki nema að litlu leyti. Þar er ekki nóg að hafa texta heldur þarf til að koma túlkun á táknmáli," segir í bréfinu. VETimNGURH 5 HAMBORGARAR LEYFT VERÐ= 2100- OKKAR VERÐ 1750- LETTREYKTIR LAMBAFRAM PARTAR LEYFT VERÐ= 5600- OKKAR VERÐ 4500- 5 SL’ATUR I KASSA 14.500.- RÚGMJÖL LEYFT VERÐ: 2im.986.- OKKAR VERO: 810.- *trA$tKUr w • LEYFT VERO: OKKAR VERO 1K6. 893 - 725- 2kg. 1640.- 1450.- 10K6 8212- 7200.- GRÆNAR BAUNIR 3606k 225.- ÁVAXTAMARKAÐUR EPLI 06 APPELSÍNUR 20% AFSLÁTTUR VEX ÞVOTTAEFNI LEYFT VERÐ: OKKAR VERÐ 7006r.pk.859.- 650- 3 K6. 3549.- 2665- VEX.. ÞVOTTALOGUR LEYFT VERD: OKKAR VERÐ 0,33 ltr. 393.- 296.- 0.6 LTR. 514- 38T- GOÐA KYNNING Á LIFRARBUFFI Á MORGUN 1650-205° AUAF í LEIÐINNI Opið til kl.lOá föstudögum VERSKJNARMIÐSIÖÐ T^rjT' UBVNNA ELDHUSRULLUR 2 STK. í PK. 714.— BRAGAKAFFI LEYFT VERO 1290- OKKAR VERO 995- GALLABUXUR FLAUELSBUXUR SKYRTUR VINNUSKYRTUR NÆRBUXUR HERRA 11.250.- 10.150.- 5.550.- 5.550- 1.150.- DOMU NÆRFATNAOUR SÉRTILBOD N/ERBUXUR N/ERBUXUR 790- 1.150- BARNA-ÖG UNGLINGA -»• i ABUXUR 9850- ---- 450- FLAUELSBUXUR ■». OLPUR- BOLIR - SKYRTUR ' BOKKAR PEYSUR - N/ERFATNAOUK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.