Morgunblaðið - 02.10.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980
7
Fallandi
stjarna
Um árabil hafa áhrifa-
menn í Alþýöubandalag-
inu talift, aö Hjörleifur
Guttormsson væri hinn
verðandi leiötogi flokks-
ins. Hann haföi veriö
krónprins Lúövíks á
Austfjörðum um langt
skeiö áöur en hann erfði
þingsætiö. Mikið var látið
af skipulagshæfileikum
hans og menntun, sem
hann hlaut í A-Þýzka-
landi. Hann var umsvifa-
laust settur í ráöherra-
stól, þegar hann hafði
verið kjörinn á þing. Um
leið og hann tók við
ráöherraembætti fór ár-
óöursvél sósíalista í gang
til þess aö upphefja hinn
nýja leiðtoga. Mjög var
um það rætt, hvílíkur
vinnuþjarkur ráöherrann
nýi væri, enn voru skipu-
lagsgáfur hans rómaðar,
bent var á, að Ijós logaði
á skrifstofu hans langt
fram á kvöld. Ráðherrann
var að sögn sívinnandi.
Hann skipaði nefndir og
starfshópa, fékk I sína
þjónustu sérfræðinga,
sem yfirleitt voru með því
marki brenndir að vera
flokksbræður ráðherr-
ans. Mikla aðdáun vakti
meðal fylgismanna hans,
hvað möppum var snyrti-
lega raðað í hillur bak við
skrifborð ráðherrans.
Hjörleifur Guttormsson
var hin nýja stjarna Al-
þýðubandalagsins, leiö-
togaefni, sem haföi allt til
að bera, menntun frá
A-Þýzkalandi, skipulags-
hæfileika, sem eru í há-
vegum hafðir í kommún-
istaflokkum og fræðilega
þekkingu á sósíalisma.
Allt sl. ár var ekki síður
talað um Hjörleif Gutt-
ormsson, sem veröandi
formann Alþýðubanda-
lagsins en félaga hans (
forystu flokksins. En nú
er öldin önnur. Hjörleifur
Guttormsson er fallandi
stjarna í Alþýðubanda-
laginu. Flokksbræöur
hans eru ófeimnir við að
lýsa þeim vonbrigðum,
sem þeir hafa orðiö fyrir
með iðnaöarráöherrann.
Hann er ekki lengur til
umræðu, sem formanns-
efni og sumir Alþýðu-
bandalagsmenn ganga
svo langt að draga í efa,
að hann veröi í framboði í
næstu þingkosningum.
Verklaus
ráöherra
Helzta gagnrýnin á
Hjörleif Guttormsson inn-
an Alþýöubandalagsins
er sú, að nú hafi hann
setiö ( ráðherrastól í
bráðum tvö ár og ekkert
hafi gerzt. Að vísu hafa
verið skipaðir starfshóp-
ar og nefndir, sérfræð-
ingar hafa verið ráönir til
starfa, álitsgerðir og
skýrslur hafa verið lagðar
fram. Skrifborð ráðherr-
ans er hreint og möppun-
Hjörfeifur Guttormsson
— fallandi stjarna
um er vel raöað ( hillur.
En þetta er allt og sumt.
Svo gerist ekki meir. í
iönaðarráöherratíð Hjör-
leifs Guttormssonar hef-
ur ekkert gerzt, sem máli
skiptir. Hann hefur ekki
haft frumkvæöi um
nokkrar þær nýjungar í
málefnum iðnaöarins,
sem sköpum skipta og í
orkumálum hefur hann
verið aögeröarlaus. Enn
er verið að byggja virkj-
anir á íslandi, sem
ákvaröanir voru teknar
um í tíð Viðreisnarstjórn-
arinnar. Síðan hefur ekk-
ert gerzt í virkjunarmál-
um nema bygging Kröflu,
sem Magnús Kjartansson
beitti sér fyrir og Gunnar
Thoroddsen fylgdi eftir.
Hjörleifur Guttormsson
hefur ekki einu sinni
byggt Kröflu. Hann hefur
ekki gert nokkurn skap-
aðan hlut í virkjunarmál-
um. Nú stendur hann
frammi fyrir þv( að Aust-
firðingar vilja Fljótsdals-
virkjun með stóriðju og
hafa engar athugsemdir
við það, þótt sú stóriðja
verði í samvinnu við út-
lendinga. Ætlar ráöherr-
ann að ganga gegn
stefnu kjósenda sinna í
þeim efnum? Þeta eru
meginástæðurnar fyrir
þvi, að iðnaðarráðherr-
ann liggur nú undir vax-
andi gagnrýni í eigin
flokki. Hann þykir verklít-
ill og jafnvel verklaus
ráðherra. Landsfundur
Alþýðubandalagsins er
framundan. Þar hefur
verið gengið út frá því,
sem vísu, að Lúövik Jós-
epsson mundi láta af
formennsku. Vist er, aö
Hjörleifur Guttormsson
er ekki lengur í hópi
þeirra, sem nefndir eru
eftirmenn Lúövíks. En
raunar standa aðrir ráð-
herrar Alþýðubandalags-
ins höllum fæti líka.
Flokksmenn telja Ragnar
Arnalds íhaldssaman
fjármálaráðherra, sem
hafi ekki starfaö sem
sósíalisti í embætti fjár-
málaráðherra. Svavar
Gestsson er sá ráðherra
Alþýðubandalagsins,
sem mestrar hylli hefur
notið innan flokksins. En
vinsældir hans fara nú
mjög dvínandi. Undan-
farna mánuöi hefur einna
helzt verið talað um
Svavar sem eftirmann
Lúðvíks en um þaö er
engin eining innan Al-
þýðubandalagsins. Marg-
ir eru þeirrar skoðunar,
að niðurstaðan verði sú,
að Lúðvík haldi áfram
sem formaður en aðrir
spyrja, hvort ef til vill sé
svo komiö fyrir Alþýðu-
bandalaginu, aö Olafur
Ragnar verði kjörinn
formaöurl Talið er að
a.m.k. einn áhrifamaður í
Alþýðubandalaginu sé
þeirrar skoðunar — Ólaf-
ur Ragnar sjálfur.
Nýr ævintýraheimur i fyrir böm á aldrinum 3-7 ára
328
LEGO er nýtt leikfang
á hverjum degi
Þýskunámskeið
Germaníu
Námskeiöin eru bæði fyrir byrjendur og þá
sem lengra eru komnir. Innritun veröur í 6.
kennslustofu Háskólans mánudaginn 6.
október kl. 20—21. Þar veröa allar nánari
upplýsingar gefnar um námstíma og kennslu-
tilhögun.
Stjórn Germaníu.
NEW YORK
í REYKJA VÍK
Lærið vélrituvil
Ný námskeiö hefjast mánudaginn 6. október.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima-
vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl.
13.
Vélritimarskólinn
Suöurlandsbraut 20
Tískusýning
aö Hótel Loftleiðum
á morgun föstudag kl. 12.30—13.00
Þaö nýjasta á hverjum tíma af hinum glæsilega
íslenska ullar- og skinnafatnaöi ásamt fögrum skart-
gripum veröur kynnt í Blómasal á vegum íslensks
heimilisiönaöar og Rammageröarinnar. Modelsamtökin
aýna.
Víkingaskipiö vinsæla bíöur ykkur hlaöið gómsætum
réttum kalda borösins auk úrvals heitra rétta.