Morgunblaðið - 02.10.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 02.10.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 13 Ljóðatónleikar JOHN SPEIGHT baritonsöngv- ari og Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir píanóleikari fluttu á Kjarvalsstöðum tónlist eftir Debussy, Faure, Brahms og Strauss. Það er einkennilegt hve Debussy, sem mjög lagði sig fram um að gera lítið úr róm- antískum tónskáldum, er oft túlkaður á rómantískan hátt, með tilfinningalegri innlifun, í stað glæsilegrar útlistunar, svo upplifun hlustandans verði myndgerð hrifning, en ekki inn- hverft tilfinningaumrót. Sama má segja um tónlist Faure og reyndar megnið af franskri tónlist, þar sem náttúr- uleg blæbrigði og stemmningar verða myndform tilfinninganna. Seinni hluti efnisskrár var lýs- andi dæmi um andstæðuna, þar sem tilfinningin og sagan sjálf verða þungamiðjan. John Speight er á margan hátt góður söngvari og vel menntaður, en ekki er það fylli- lega innan seilingar fyrir hann að halda samtímis vel utan um svo ólíka spenniboga sem þýzka rómantík og franskan „impr- essjónisma", enda leikur það verkefni ekki í hendi nema hjá örfáum stórsnillingum. I vali verkefna má greina stórhug og vandaðan smekk og þörf flytjenda fyrir góða tónlist, sem að nokkru virðist yfir- skyggja mat þeirra á öðrum þáttum, eins og t.d. raddlegum og jafnvel þeim er varðar túlk- un. Þetta leiðir til þess að flutningur verður á tíðum til- búinn og jafnvel tilgerðarlegur. * í aukalagi eftir John Ireland féll burtu þessi tilbúni hamur og söngurinn varð fallegur og ein- lægur. John Speight hefur úr miklu að moða og á ef til vill eftir að finna sig í þeim verkefn- um, sem ekki eru valin í ákveðn- um tilgangi og vegna þess að þau eru í ákveðnum gæðaflokki, heldur samofin þörf hans og getu. Jón Asgeirsson Þorsteinn Stefánsson. er eitt. Þetta eru nokkuð löng ljóð og ekki ávallt það sem maður kallar samþjöppuð. Þriðja einkennið er svo angur- vær söknuður í bland við lífsfögn- uð: »Kære alle! / En dejlig, dejlig / uge gáet.« Þorsteinn hefur nokkra tilhneigingu til að fegra eins og fleiri sem gjarnt er að horfa til baka í skáldskap, og er það ekki nýtt með þesSum ljóðum, hins sama gætir t.d. í Dalnum. Þorsteinn Stefánsson varð ein- hver síðastur íslenskra höfunda til að skrifa á dönsku. Þegar Jóhann Sigurjónsson hóf leikritun sína á dönsku upp úr aldamótunum var að hefjast alveg nýr kapítuli í íslenskri bókmenntasögu. Eins og nú horfir er sennilegt að þeim kafla ljúki með Þorsteini. Þorsteinn Stefánsson er maður kominn á efra aldur og búinn að dveljast lengi í Danmörku. Sú langdvöl markar svipmót þessara ljóða. Þetta eru dönsk ljóð um danskt efni og með danskt um- hverfi og mannlíf fyrir augum. Að því leyti má segja að Þorsteinn hafi gengið skrefi lengra en fyrir- rennarar hans sem skrifuðu um íslensk efni — og fluttust líka flestir heim á miðjum aldri og enduðu ritstörf sín hér heima með því að skrifa á íslensku. Enda má segja að þá fyrst geti maður leyft sér að yrkja ljóð á öðru tungumáli þegar hann er orðinn innlífaður í tungutak hinnar framandi þjóðar og hefur öðlast margháttaða lífs- reynslu í sínu nýja heimalandi. En þrátt fyrir danskt efni — og að ýmsu leyti danskan svip — þykist ég mega greina islenskan uppruna skáldsins á milli línanna. Ljóðræn hrynjandi er ákaflega föst í okkur Islendingum. Við viljum að ljóð sé ljóð hvort sem það er rímað og stuðlað eður eigi. Þorsteinn leitast við að yrkja létt — að hætti þeirra skálda, ís- lenskra, sem kennd eru við lýrík og ljóðrænu. Léttleikinn, og vit- undin um að skáldið er Islending- ur, veldur því að manni finnst þetta vera íslenskur skáldskapur, að minnsta kosti svona í og með. Erlendur Jónsson. afturhurð. í skemmdinni er bak við hús nr. 22 við Brautar- grænleitur litur. holt (Veitingahúsið Hlíðarendi). Þann 20. sept. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. X-2543 sem er Saab 96, grænn að lit. Átti sér stað á bifr.stæði við Háaleitisbraut 41, frá kl. 23.00 þann 19. sept. og fram til kl. 17.25 þann 20. sept. Skemmd er á framhurð hægra megin. Þann 23. sept. var ekið á bifreiðina R-37480 sem er Toy- ota fólksbifreið, orange-Iituð. Átti sér stað í porti Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu, frá kl. 08.00 til 13.30 þennan dag. Skemmd er á vinstra framaur- bretti og er blá málning í skemmdinni. Þann 23. sept. var ekið á bifr. R-19696 sem er Volkswagen (bjalla), rauður að lit. Bifr. var á Var dráttarkrókur á bifreiðinni skemmdur. Átti sér stað frá kl. 13.00 til kl. 14.00. Jóhann Ilelgason og Magnús Sigmundsson Magnús og Jóhann Ný hljómplata: MAGNÚS OG JÓHANN nefn- ist ný ellefu laga hljómplata sem kom á markaðinn fyrir helgi. Það eru hinir gömlu félagar Magnús Sigmundson og Jóhann Helgason sem flytja á plötunni eigin tónsmíðar. Útgefandi eru þeir sjálfir en Skífan annast dreifingu. I fréttatilkynningu frá Skíf- unni segir, að upphaflega hafi platan átt að koma út fyrir síðustu jól, én því hafi verið frestað. Við gerð plötunnar voru notaðar nokkuð óvenju- legar starfsaðferðir, því upp- taka og hljóðblöndun fór fram samtímis í upptökusal Hljóð- rita hf. tvær desembernætur í fyrra. Segir í fréttatilkynning- unni að platan ætti af þessum sökum að vera nokkuð öðru vísi en almennt gengur og gerist með hljómplötur. Af lögunum ellefu á MAGN- ÚSI OG JÓHANNI hefur Magnús Sigmundsson samið sjö lög. Texta við tvö þeirra gerði Guðfinna Gísladóttir og einn texta á Terry Edwards. Jóhann Helgason á síðan fjög- ur lög og texta á plötunni. Hluta laganna á plötunni fluttu þeir félagarnir á tón- leikum á síðasta ári, meðal annars Jólakonsert ’79. Magnús Sigmundson og Jó- hann Helgason hófu feril sinn saman á sjöunda áratugnum í Keflavík. Þeir sendu frá sér sína fyrstu plötu MAGNÚS OG JÓIIANN fyrir um áratug síðan. Eftir að slitnaði upp úr samstarfi liðsmanna hljóm- sveitarinnar Change lágu leið- ir þeirra félaga í sitthvora áttina, en á þessari nýju plötu „hittast" þeir á ný. Þaö traust sem þú sýnir kaupmanninum þegar þú sendir þann út í búð sem enn kann ekki að velja vörurnar sjálfur, er gagnkvæmt. Þegar þú skiptir vió kaup- manninn þinn eruð þið tveir aðilar að sama máli. Hagur annars er jafnframt hagur hins. Þaö er engin tilviljun aö oróin vinur og vióskipti hafa oróiö að einu -viðskiptavinur. Búum beturað versluninni. Það er okkar hagur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.