Morgunblaðið - 02.10.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980
Þessi mynd sýnir framkvæmdirnar við Hafnarfjarðarveginn, við Hraunholtslæk, á miili Vífilsstaða-
ve>;ar og Lyngáss. Ljósm. Mbl. Fríða Proppé.
Lagfæring Hafnarfjarðarvegar
í gegnum Garðabæ miðar vel
FRAMKVÆMDUM við lagfær-
ingu og breikkun Hafnarfjarð-
arvegar og breyting á legu
Vífilsstaðavegar í Garðabæ mið-
ar vel. Einnig er eystri hliðar-
brautin yfir Arnarneshæðina
senn fuilgerð og mun öli um-
ferð á Hafnarfjarðarvegi til
Kópavogs fara eftir þessari
hliðarbraut á meðan fram-
kvæmdir standa yfir við sjálfan
aðalveginn, en hann verður
tvær tvöfaldar akreinar og
verður sprengt nokkuð niður i
hæðina fyrir þeim og síðar mun
Arnarnesvegur fara yfir Ilafn-
arfjarðarveginn á brú, líkt og
Digranesvegur í Kópavogi.
Þá verður hluti Sjávarbrautar,
neðan Silfurtúns, lagður og hún
tengd til bráðabirgða Hafnar-
fjarðarvegi við Vífilsstaðaveg.
Mun umferð á leið til Hafnar-
fjarðar síðan nota þennan veg,
en umferð í norðurátt fara eftir
gamla Hafnarfjarðarveginum,
neðan Silfurtúns.
Vífilsstaðavegur við Sveina-
tungu breytir aðeins um legu,
þannig að hann komist síðar að
Arnarnesvogi með gatnamótum
við Hafnarfjarðarveg. Við
gatnamótin verður komið fyrir
umferðarljósum. Á milli Vífils-
staðavegar og Lyngáss er unnið
að margvíslegum lagfæringum.
Verið er að endurbyggja brúna
yfir Hraunsholtslæk og verður
hún breikkuð. Biðskýlið við Ás-
garð hefur verið fært úr stað til
þess að svigrúm verði fyrir
nauðsynleg gatnamótamann-
virki vegna tengingar Vífils-
staðavegar og Hafnarfjarðar-
vegar. Núverandi staðsetning
biðskýlisins er þó aðeins til
bráðabirgða, því reiknað er með
nýju skýli á svæðinu síðar.
Framkvæmdir þessar munu
taka nokkra mánuði. Reiknað er
með af hálfu bæjaryfirvalda í
Garðabæ að þessar framkvæmd-
ir verði til að bæta til muna
umferðaröryggi í bænum. Þó
leggur bæjarstjórn Garðabæjar
mikla og þunga áherslu á, að
Reykjanesbraut verði lögð milli
Breiðholts og Keflavíkurvegar
hið fyrsta og að tilmælum bæj-
arstjórna Garðabæjar og Hafn-
arfjarðar fluttu allir þingmenn
Reykjaneskjördæmis þings-
ályktunartillögu á sl. vori um
fjárveitingu til verkfræðilegs
undirbúnings við þennan hluta á
árinu 1980, með það fyrir augum,
að við endurskoðun vegaáætlun-
ar fyrir árið 1981 fáist fjármagn
til framkvæmda við brautina.
Biðskýlið við Ásgarð hefur verið flutt um set og má sjá hér framkvæmdir við væntanleg gatnamót
Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar.
Verzlunarráðið:
Rekstur fríhafnarinnar boðinn út
Framkvæmdastjórn Verzlun-
arráðs íslands hefur hvatt til
þess að rekstur fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli verði boðinn
út. Kemur þetta fram í ályktun
framkvæmdastjórnar Verzlun-
arráðsins, sem Morgunblaðinu
hefur horizt og er svohlj<)ðandi:
„Framkvæmdastjórn Verzlun-
arráðs íslands fagnar framkomn-
um hugmyndum um útboð á
rekstri verzlunar í fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli, Skorar fram-
kvæmdastjórnin á ríkisstjórnina
að framkvæma þá hugmynd og
bendir í þessu sambandi á góða
reynslu danskra yfirvalda varð-
andi útboð á rekstri fríhafnarinn-
ar í Kastrup. Ennfremur má
benda á reynslu Reykjavíkurborg-
ar af rekstri biðskýlis Strætis-
vagna Reykjavíkur við Hlemm,
þar sem rekstur verzlana í skýlinu
er boðinn út til einstaklinga.
Áhættusamur verzlunarrekstur
sem þessi er ekki nauðsynlegt
viðfangsefni opinberra aðila, og
því er sjálfsagt, að bjóða þessa
aðstöðu út til einkaaðila.
Vöruskiptajöfnuðurinn janúar — ágúst:
__
Ohagstæður um
rúmlega 32,5
milljarða króna
Vöruskiptajöfnuður lands-
manna var óhagstæður um rúm-
lega 32,5 milljarða króna á tíma-
bilinu janúar til ágúst sl„ en var
hagstæður um 129 milljónir
króna á sama tímabili í fyrra.
Vöruskiptajöfnuðurinn var hins
vegar hagstæður um rúmlega 3,9
milljarða króna í ágústmánuði sl.,
en var hagstæður um tæplega 1,1
milljarð á sama tíma í fyrra.
Útflutningur landsmanna nam
alls á fyrstu átta mánuðum ársins
tæplega 269 milljörðum króna, en
innflutningurinn var hins vegar
að verðmæti um 301,4 milljarðar
króna. Á sama tíma í fyrra var
verðmæti útflutnings alls tæplega
166 milljarðar króna, en verðmæti
innflutnings um 165,5 milljarðar
króna.
Á1 og álmelmi var stærsti ein-
staki hluti útflutningsins fyrstu
átta mánuði ársins, eða að verð-
mæti liðlega 36 milljarðar króna.
Þá var flutt út járnblendi fyrir
tæplega 20,5 milljarða króna.
Við samanburð á utanríkis-
viðskiptatölum í ár og í fyrra
verður að hafa í huga, að meðal-
gengi erlends gjaldeyris í janúar
til ágúst í ár er talið vera 34%
hærra en það var sömu mánuði í
fyrra.
Séð yfir ölfusréttir i gær. Fjær má sjá rætur Núpafjalls og bæinn
Núpa I ölfusi. Ljóttm: S.P.
Heilsugæslustöð í
Borgarspítalanum
að komast í gagnið
Opnar 1. nóvember
FJÓRÐA heilsugæslustöðin sem
opnuð verður í Reykjavik, mun
hefja starfsemi sina þann 1.
nóvember nk„ og er hún i þjón-
ustuálmu Borgarspitalans. Arið
1975 var gerð i Reykjavik áætlun
um uppbyggingu heilsugæslu-
stöðva og fyrsta heilsugæslu-
stöðin hóf starfsemi sína árið
eftir, en sú stöð er i Árbæjar-
hverfi. Þá var reist stöð í Domus
Medica og loks í Breiðholti III.
„Þegar farið var að útfæra
hönnun á G-álmu Borgarspítalans
þá kom það upp að heppilegt væri
að starfrækja þar heilsugæslustöð
í samvinnu við aðra starfsemi
Borgarspítalans," sagði Páll
Gíslason borgarfulltrúi í samtali
við Morgunblaðið. „í stöðinni er
aðstaða fyrir fjóra lækna, en
sérfræðingsaðstoð og þ.h. verður
sótt til lækna Borgarspítalans og
sparar sú tilhögun mikið hús-
næði,“ sagði Páll. „Heilsugæslust-
öðin mun þjóna svæði sem af-
markast af Kringlumýrarbraut að
vestan, Miklubraut að norðan,
Grensásvegi og Hæðargarði,
Bústaðavegi og Oslandi. Að sunn-
an afmarkast svæðið af landa-
merkjum Reykjavíkur og Kópa-
vogs. Á þessu svæði búa nú um
6600 manns, en reiknað er með að
fjöldinn fari yfir 8000 þegar byggt
hefur verið það sem búið er að
samþykkja. Þá er hugsanlegt að
stærra svæði verði tekið inn í
þetta og verður það endurskoðað
þann 1. nóvember 1981,“ sagði
Páll.
I þessari nýju stöð er áætlað að
verði ýmisskonar þjónusta á
boðstólum, sérstaklega þó heimil-
islækningar. Þar að auki mun
starfslið stöðvarinnar og barna-
deildar Heilsuverndarstöðvarinn-
ar annast ungbarnaeftirlit, en
mæðravernd verður áfram í
Heilsuverndarstöðinni, eins og er í
dag, samkvæmt upplýsingum Páls
Gíslasonar. Að lokum gat Páll
þess að nú væri í undirbúningi
bygging heilsugæslustöðvar í
Mjóddinni í Breiðholti og að verið
væri að byggja stöð á Seltjarnar-
nesi sem myndi hugsanlega þjóna
hluta Vesturbæjarins, takist
samningar milli borgarinnar og
Seltirninga.
Styrkur til
háskólanáms
í Noregi
Úr Minningarsjóði Olavs Brun-
borg verður veittur styrkur að
upphæð fimm þúsund norskar
krónur á næsta ári.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja
íslenzka stúdenta og kandídata til
háskólanáms í Noregi. (Sam-
kvæmt skipulagsskrá sjóðsins er
styrkurinn aðeins veittur karl-
mönnum.)
Umsóknir um styrkinn, ásamt
upplýsingum um nám og fjárhags-
ástæður, sendist skrifstofu Há-
skóla íslands fyrir 15. nóvember
1980.
(Frétt frá Háskóla Islands.)