Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980
15
Málfreyjur og fleiri við gróðursetningu i Heiðmörk.
Málíreyjur gróður
setja í Heiðmörk
Alþjóðasamtökum Málfreyja á
íslandi var á siðastliðnu sumri
úthlutað tveimur hekturum lands
af Skógræktarfélagi íslands i
Ileiðmörk. og var fyrsta gróður-
setningarferðin farin i júli.
Um 30 málfreyjur, fulltrúar
þeirra 6 deilda sem eru skráðar á
Islandi í dag, ásamt eiginmönnum
og börnum, voru viðstaddar, er
Sigrún Sigurðardóttir, forseti I.
Ráðs. nýverið formlega opnaði
„Freyjulund" með þessum orðum:
„Skáldi hæfir slíkur salur, í stað
þess vil ég flytja hugsjón og
draum, heit Málfreyja um allan
heim: Við í Alþjóðasamtökum
Málfreyja heitum við því að afla
okkur þjálfunar til forystu og
bæta tjáningu okkar í orði í þeirri
von, að með bættum samskiptum
takist okkur að efla skilning
manna á meðal um víða veröld."
Fyrsta Málfreyjudeildin á ís-
landi var stofnuð 3. jan. 1973.
Fyrsta íslenska Ráðið byrjar nú
sitt 3ja starfsár, en þetta ár
markar tímamót í sögu íslenskra
Málfreyja þar sem Handbók
Ræðubók og Vinnubók þeirra er
nú í fyrsta sinn gefin út á
íslensku.
Ný bók:
„Glósutækni“
ÚT ER komin á vegum Iðunnar
bókin Glósutækni fyrir nem-
endur á öllum skólastigum.
Höfundur er Oddbjörn Evens-
haug, norskur kennslufræðing-
ur. Bók þessi kom út 1972 hjá
forlagi Óslóarháskóla, Jón
Gunnarsson þýddi.
Höfundur segir í formála
meðal annars: „Nemendur á
öllum stigum náms vita það,
flestir hverjir, að rétt er að skrá
niður minnisatriði úr fyrirlestr-
um, við lestur námsbóka og
yfirleitt allra heimildarita. En
þeir eru afar fáir sem vita
hvernig best er að skrá slík
minnisatriði. Bók þessi er ætluð
öllum þeim sem telja aðferðum
sínum við skráningu minnisat-
riða ábótavant, vilja bæta
námstækni sína og ná þannig
betri árangri í námi. Reynslan
hefur sannað að þær reglur um
rétta skráningu minnisatriða
sem hér eru kynntar hafa reynst
árangursdrjúgar."
Glósutækni skiptist í sjö
kafla: Koma glósur að gagni?;
Að hafa reglu á glósunum;
Skráning minnisatriða, megin-
reglur; Glósur í kennslustund-
um; Glósur við lestur námsefnis;
ODDBJ0RN EVENSHAUG
Glósutækni
Skráning á spjöld;— sjöundi og
síðasti kaflinn eru æfingatextar
handa nemendum. — Glósu-
tækni er annað leiðbeiningaritið
af þessu tagi sem forlagið gefur
út. Aður er komin út bókin
Inngangur að námstækni eftir
annan norskan kennslufræðing,
Per Dalin. Glósutækni er 60
blaðsíður, Oddi prentaði.
□ Herraföt
fiestar stæröir ......... 49.31
G Tereiyne-buxur .. ft/
herra óii númer ......... 10.91
G Stakír herrajakkar
flestar stæröir ........ 31.91
□ Dömuuilar-buxur qiu
Ktil og stór númer .....
G Herraskyrtur
öllnúmer ................ ö.9(
G Dömublússur
öll númer ................ 6.9«
Q Riflaöur flauelisbuxur margir litír
ffest númer .............. 8.90
□ Kakhi-buxur flest númer _ ^
G Vesti margir litir og geröir 3.900.- \A
□ Sportiakkar margar geröir ^
flest númer 13.900."
□ Fallegt úrval af skóm í litlum númerum
Q Ullarefni . ........................ 4.000.- Wji’,
O Terelynefni ........................ 4.000.- m%
□ Fínflauel ......................... 4íoo,- m
□ Fóðurefní ........................ 1.300,-
□ Anorakkaefni ..................... 1.300.~
G Skyrtuefni D Gardínuefni D Kjólaefni ( mörgum litum og geröum
□ Ungbarnafatnaöur — Plaköt
P Nýlegar hljómplötur og kassettur frá 500,-
Opið frá 1—6 í dag
og 1—7 á morgun
Þú
mátt prútta
Prúttmarkaður
hafinn á 2. hæð
Laugaveg 66
Takið vel eftir
Byrjunar-
verð