Morgunblaðið - 02.10.1980, Side 16

Morgunblaðið - 02.10.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 Séð eftir Kanjíi hinnar nýju heilsunæslustöðvar. Mbl. Kristján. Réttað í Ölfusi IlverajferAi. 25. september. 1980. t DAG var réttað í Ölfusréttum. en þar er réttað því fé er undanfarna da^a hefur verið smaiað á Ölfusafrétti ok því fé er komið hefur úr réttum á Hjalla. í Selvogi, GrafninKÍ og víðar. Mariít manna var að venju við réttirnar, bændur úr Ölfusi ok þeirra fólk ok fjóldi aðkomu- fólks. Ölfusrétt er ný og vönduð, byKgð fyrir þremur árum og öll aðstaða þar til mikillar fyrir- myndar. Eldri réttirnar eru nú að heita má komnar inn í Hveragerð- iskauptún, og því var talið nauð- synlegt að flytja þær. — Gömlu réttirnar, sem eru hlaðnar, munu þó standa áfram. Sigurður Auðunsson, fjallkóng- ur í miðleit Ölfusinga, sagði smalamennskuna hafa gengið vel að þessu sinni miðað við aðstæður. Gangnamenn hrepptu þó nokkra þoku og rigningu, en Hellisheiði, Hengillinn og fleiri svæði Ölfus- afréttar eru heldur ill yfirferðar í slíkri veðráttu. — SÍKrún Slátrað um 15 þúsund f jár á Snæfellsnesi 29. sept. Stykkishólmur. HAUSTIÐ hefir verið fádæma Kott eins ok sumarið. Leitir hafa KenKÍð vel ok heimtur Koðar eftir því sem best cr vitað. í sláturhús- inu hér sem er fyrir allt Nesið mun verða slátrað um 15 þúsund fjár eða líku og undanfarin ár. Slátrun er þegar hafin og dilkar vænir. StórKripaslátrun er nokk- ur og hófst hún á undan. Berjaspretta var mikil og sér- staklega um vestanverðan Breiða- fjörð og á sunnanverðu Snæ- fellsnesi og notuðu sér það margir bæði úr héraðinu og víðar að. Sérstakar berjaferðir voru farnar og það jafnvel á vegum fyrirtækja. Kartöfluuppskera hefir aldrei verið meiri né betri og nýtur þess hið KÓða sumarveður. Heyskapur með mesta móti og góð hey, svo árgæska hefir verið hér mikil. Nóg hefir verið að gera hér hjá tré- smiðjunum og byggingarfram- kvæmdir með meira móti. Tré- smiðja Stykkishólms hefir stækk- að við sig verkstæðis- og geymslu- rými og bætt aðstöðu til vinnu mjög vel. Skólarnir komnir á fulla ferð og mun nemendatala þar vera lík og í fyrra, nema framhalds- deild verður nú ekki við gagn- fræðaskólann. Kennaralið er nægt og enginn hörgull þar á. Sem sagt hér gengur allt ljóm- andi vel og mega menn vera þakklátir fyrir það, en það vill nú oft vanta dálítið á. Fréttaritari. Fjölmenni við út- för í Mývatnssveit Mývj»lns.svp||. ÍW. septemher 1980. ÚTFÖR Stefáns Stefánssonar Ytri-Neslöndum, sem fórst í umferöarslysi hinn 15. þessa mánaöar. var gerð frá Reykjahlíðarkirkju síðastlið- inn laugardag að viðstöddu mjög miklu fjölmenni. Sóknarpresturinn, séra Orn Friðriksson, flutti ræðu og jarðsöng. Stefán var fæddur á Akureyri 19. apríl 1963, og var því 17 ára er hann lést með svo sviplegum hætti. Foreldrar hans voru Kristín Sigurgestsdóttir og Stefán Ax- elsson. Síðastliðna tvö vetur stundaði Stefán nám við Laugaskóla og hafði hann ráð- gert frekara nám á komandi vetri. Hann var talinn efnis- piltur og vel látinn af öllum er til þekktu. — Kristján © INNLENT British Airways: „Fjárhagsstaða félags- ins er mjög alvarleg“ — sagði framkvæmdastjórinn þegar hann til- kynnti ráðstafanir til bjargar félaginu í breska blaðinu Financial Times, miðvikud. 17. þ.m., var fjallað bæði í grein og leiðara um þá miklu fjárhagserfiðleika, sem nú steðja að breska flugfélag- inu British Airways. Tilefnið var þær ráðstafanir, sem stjórnendur fyrirtækisins hafa nú tilkynnt að verði gerðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi taprekstur. Greinin fer hér á eftir, en þó aðeins stiklað á því helsta. Fyrr á þessu sumri greip breska flugfélagið British Airways til umfangsmikilla sparnaðaraðgerða, ákvað m.a. að fækka starfsliði um 3500 manns, og var tilgang- urinn með þeim sá að spara féiaginu allt að 50 millj. sterlingspunda á árunum 1980—81. Nú hefur komið á daginn, að þessar ráðstafanir hafa ekki dugað í þeim alls- herjarsamdrætti, sem orðið hefur í flugrekstri um heim allan. Það er ekki aðeins BA, sem tapar fé í flugrekstrinum. Næstum öll stóru flugfélögin hafa orðið fyrir barðinu á samdrætti í farþega- og vöruflutningum. BA hefur nú orðið að grípa til enn harkalegri aðgerða til að snúa við taprekstrinum, sem fyrstu fjóra mánuði fjár- hagsársins nemur 17 millj. punda og eru þá skattgreiðsl- ur ekki með í dæminu. Á sama tíma í fyrra var hagn- aður um 42 millj. punda. í fjárhagsáætlun yfir- standandi árs hafði verið gert ráð fyrir 78 millj. punda hagnaði en svo skjót urðu umskiptin, að í lok júlí vant- aði 100 millj. punda upp á áætlaðar tekjur. Þessu olli 8% samdráttur í farþega- og vöruflutningum. í ágúst var hann orðinn 11%. Fyrstu fjóra mánuði fjárhagsársins (apríl—júlí) hafði BA flutt 500.000 færri farþega en á sama tíma fyrir ári. Meðal þeirra aðgerða, sem BA hefur nú gripið til, er að fækka ferðum til megin- landsins bæði frá Gatwick og Heathrow, ferðir til Bahrain og Singapore með Concord- þotum falla niður 1. nóv. nk. og hætt verður við flugleið- ina London-Moskva-Tókýó ásamt flugi til Georgetown í Guyana. Samtals verður ferðum fækkað um 50 á viku. Með þessum ráðstöfunum hyggst BA spara um 20 millj. punda árlega. Auk þess á að fresta kaupum á nýjum vél- um, eins og t.d. á sjöttu Chinook-þyrlunni fyfir Brit- ish Airways Helicopters, og bíða með greiðslur fyrir nýj- an flota Boeing 757- og 737-þotna. BA er þó staðráð- ið í að kaupa þessar nýju þotur, sem það álítur lífs- nauðsynlegar fyrir rekstur- inn í framtíðinni. Aðrar breytingar á véla- kosti eru þær, að seld verður Boeing 747 Jumbo-þota og Boeing 747-vöruflutningavél, sem BA er að fá þessa dagana, verður á kaupleigu- samningi í stað þess að greiða fyrir hana strax 40 millj. punda. Eldri þotum, eins og VC-10, verður lagt fyrr en ætlað var. Flugfélagið hyggst einnig selja nokkuð af eignum sín- um, t.d. eignarhluta sinn í Victoria Air Terminal, West London Air Terminal, Bea- line House, Heston og íþróttaleikvang félagsins. Hóteleign félagsins verður einnig tekin til endurskoðun- ar. Þegar skýrt var frá þess- um ráðstöfunum sagði Roy Watts, aðalframkvæmda- stjóri British Airways, m.a.: „Fjárhagsstaða félagsins er mjög alvarleg. Ef við tökum ekki strax í taumana stefn- um við allri framtíð fyrir- tækisins í mikla hættu.“ Watts lagði mikla áherslu á, að þeir, sem störfuðu fyrir BA, yrðu að „vera reiðubúnir að skipta um starf innan félagsins. Ef störf verða lögð niður hjá félaginu verða þeir, sem þau unnu áður, hvort sem þeir eru hátt eða lágt settir, að vinna þau verk sem vinna þarf. Að lifa erfiðleik- ana af hefur breytingar í för með sér, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Þrátt fyrir erfiðan hag og mikinn niðurskurð hyggjast forráðamenn British Áir- ways halda áfram á þeirri braut að leitast við að lækka fargjöldin og telja, að það sé besta leiðin til að auka far- þegafjöldann. Auk þess er fyrirhuguð mikil söluherferð innanlands og reynt verður að auka úrval þess varnings, sem seldur er tollfrjáls um borð í flugvélunum. SAS: Samdrátturinn veldur at- vinnuleysi hjá flugmönnum NORSKIR og sænskir flug- menn, sem fljúga fyrir SAS, hafa samþykkt að fara í hálfsmánaðar launalaust frí á starfsárinu 1980 — og er tilgangurinn með þvi sá að spara félaginu fé og koma í veg fyrir uppsagnir. Flug- menn hjá SAS eru nú 1350 talsins eða um 80—100 fleiri en þörf er á. Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá SAS. Fyrir nokkrum árum höfðu stjórn- endur félagsins miklar áhyggjur af flugmannaskorti og hvöttu til, að komið yrði upp ríkisreknum flugskólum á Norðurlöndum. Nú er ástandið þannig, að það er atvinnuleysi meðal flug- manna. Ástæðan fyrir þessum breyttu tímum er samdrátt- urinn, sem flugfélög um all- an heim horfast nú í augu við. SAS verður að spara, fækka ferðum og selja vélar. í fyrsta sinn í 18 ár verður tap á rekstri SAS. Farþegafjöidi á flugleiðum innan Norðurlanda og á Evr- ópuleiðum hefur minnkað og sömuleiðis vöruflutningar. SAS gerði ráð fyrir að nota 84 flugvélar á þessu ári en sú tala er komin niður í 81. Gert hafði verið ráð fyrir að þær yrðu 96 árið 1983 en nú er húist við að þær verði innan við 80. Fyrirhugað er að lána flugmenn öðrum erlendum flugfélögum og hefur raunar þegar verið byrjað á því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.