Morgunblaðið - 02.10.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980
Bandaríkin:
Aukin herútgjöld
samþykkt á þingi
Washinífton. 1. okt. — AP.
BANDARÍSKA þinKÍð hefur sam-
þykkt 5.1 milljarða doilara auka-
fjárveitinttu sem fara á til hernað-
arumsvifa Bandaríkjamanna á
Indlandshafi ox Persaflóa og til
að reisa tautcatfasverksmiðju.
Fjárveitintfin var samþykkt með
342 atkv. gegn 29 í fulltrúadeild-
inni ok að viðhófðu nafnakalli í
ólduntjadeildinni.
Af þessari fjárhæð fer 3,1 millj-
arðar dollara til að koma upp
verksmiðju, þar sem framleitt
verður taugagas og önnur efnavopn
ef forseti og þing telja nauðsynlegt.
Stuðningsmenn tillögunnar töldu
hana nauðsynlega vegna þess að
Rússar hafa lagt mikla áherslu á
þróun vopnabúnaðar af þessari
tegund.
Grikkir hóta að
segja sig úr Nato
WashinKton. l.okt. — AP.
„EF NÝR samninjíur um aðild Grikklands að Nato
verður ekki gerður innan fárra vikna neyðumst við til
að segja skilið við bandalaKÍð fyrir fullt og allt.“ sagði
utanríkisráðherra Grikklands, Constantine Mitsotikas í
viðtali við Washington Post í dag.
Grikkir gengu úr hernaðar-
bandalagi við Nato árið 1974 til að
mótmæla því sem Karamanlis
forseti kallaði „þau mistök stjórn-
ar Nixons Bandaríkjaforseta að
stöðva ekki innrás Tyrkja á Kýp-
ur“.
Árið 1976 báðu Grikkir um aðild
að hernaðarsarnvinnunni á ný en
beiðni þeirra hefur enn ekki verið
svarað vegna ágreinings milli
Tyrkja og Grikkja um hernaðarleg
yfirráð á sjó og lofti yfir Eyjahafi.
Mitsotikas segir að annaðhvort
verði Grikkir að fá aðild að
hernaðarsamvinnunni á ný eða
draga umsókn sína til baka fyrir
næstu kosningar sem verða á
næsta ári.
Harðir bardagar
í E1 Salvador
San Salvador 1. októlxr. — AP.
Stjórnarherinn harðist
við vinstrisinnaða skæru-
liða nærri þremur stærstu
bon;um landsins í allan
gærdag. að söKn tals-
manns hers E1 Salvador.
Hann sagði að þrettán manns
hefðu látist á einum staðnum, 10
skæruliðar og 3 hermenn. Sagði
hann árásir skæruliðanna hafa
verið „mjög alvarlegar" en stjórn-
arherinn hefði yfirbugað þá er líða
tók að nóttu.
Talsmaðurinn sagði að „allt
væri nú í röð og reglu".
Tveir kennarar voru skotnir til
bana fyrir utan rómversk kaþólsk-
an skóla í San Salvador, að sögn
vitnis. Þriðji kennarinn var skot-
inn til bana í bænum Sonsonate.
Lögreglan hefur ekkert upplýst
um morðin.
Samtök í E1 Salvador sem vinna
að mannréttindum álíta að um
6.000 manns hafi verið myrtir það
sem af er árinu. Þau segja einnig
að um 3.000 manns hafi horfið
eftir handtökur.
r—;„^Á3P-------------'
- ^ •— ; - ' -•• •
. A
^
f' «... • ■ -**r; *•; 7-
Þyrla sænsku strandgæzlunnar sendir hljóðnema undir yfirborð sjávar í leit að dularfulla kafbátnum.
Kafbáturinn undan
Svíþjóð nú týndur
Frá (luðfinnu Ragnarsdóttur. íréttarit
ara Mhl. I Svíþjóð. 1. október.
SÆNSK herskip og þyrlur leita
nú ákaft að kafhátnum. sem
undanfarna daga hefur legið i
sænska skerjagarðinum. Eftir
að ákveðið hafði verið að varpa
djúpsprengjum rétt við kafbát-
inn og þannig neyða hann upp á
yfirborð jarðar. hvarf báturinn
og hefur ekki tekist að hafa upp
á honum í dag.
Varnarmálaráðherra Svíþjóð-
ar hefur lýst þessum atburði
sem hinum alvarlegasta frá því í
síðari heimsstyrjöldinni. Skiptar
skoðanir hafa verið á því hér í
Svíþjóð, hvort rétt væri að varpa
djúpsprengjum svo nærri hon-
um, því hætta væri á að hann
sykki þá og kæmi þar af leiðandi
ekki upp á yfirborðið. Getuleysi
flotans hefur verið gagnrýnt og
að ekki skuli hafa tekist að fá
kafbátinn á yfirborðið. Tals-
menn sjóhersins svöruðu þessari
gagnrýni í gær og sögðu, að ef
vilji hefði verið fyrir hendi hefði
verið hægt að ná honum upp.
Hins vegar hefðu sænsk stjórn-
völd farið að alþjóðlegum regl-
um í málum sem þessu og sýnt
biðlund — sem nú væri þó á
enda.
Kafbáturinn hefur komið
nokkrum sinnum upp á yfirborð
sjávar og þeir sem hafa séð hann
eru sammála um, að hann sé
byggður í Sovétríkjunum. Hins
vegar er ekki ljóst hvort kafbát-
urinn tilheyrir sovéska sjóhern-
um, eða einhverju öðru fylgiríki
Sovétríkjanna í A-Evrópu.
Öldungadeildin um mál Billy Carters:
Gerðir Billys ref siverðar
WashinKton. 30. september — AP.
í UPPKASTI að skýrslu öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings
um samskipti Billy Carters,
bróður Carters forseta. og
Líbýu kemur fram gagnrýni
á afskipti forsetans og nokk-
urra háttsettra embætt-
ismanna af málinu. Það kem-
ur og fram að dómsmálaráðu-
neytið hafi enga hlutdrægni
sýnt í rannsókn málsins.
Peres.
Rabin.
Þetta gerðist
Rabin vill
ná völdum
í Israel
Tel Aviv, 10. okt. — AP.
YITZHAK Rahin. fyrrum forsæt-
isráðherra í ísraei, hefur til-
kynnt að hann hyggist bjóða sig
fram á móti Simon Peres, for-
manni Verkamannaflokksins. til
að hljóta útncfningu flokksins
fyrir kosningarnar sem verða í
ísrael á næsta ári.
Rabin varð að segja af sér
ráðherraembætti árið 1977 vegna
fjármálahneykslis. Hann hefur að
undanförnu stutt stöðu sína mjög
innan flokksins og hefur um sig
hóp stuðningsmanna sem halda
um þessar mundir fund til að
ákveða næsta skref.
1969 — Umdeild tilraun Banda-
ríkjamanna með vetnissprengju
neðanjarðar á Aleutin-eyjum
veldur ekki jarðskjálfta.
1958 — Guinea fær sjálfstæði.
1957 — Rapacki-áætlun Pólverja
um kjarnorkuvopnalaust svæði í
Mið-Evrópu lögð fram.
1945 — George Patton hershöfð-
ingja vikið úr stöðu yfirmanns
Þriðja bandaríska hersins.
1941 — Þjóðverjar hefja allsherj-
arsókn til Moskvu.
1940 — Brezka herskipinu
„Empress" sökkt með flóttabörn-
um á leið til Kanada.
1934 — Konunglegi indverski
sjóherinn stofnaður.
1932 — Lytton-skýrsla þjóða-
bandalagsins um Mansjúríu þar
sem hagsmunir Japana eru viður-
kenndir.
1889 — Fyrsta ráðstefna Amer-
íkuríkja haldin í Washington.
1886 — Umbótaræða Randolph
Churchills lávarðar í Dartford.
1870 — Róm gerð að höfuðborg
Ítalíu.
1804 — Enska þjóðin búin undir
að hrinda innrásartilraun Napo-
leons.
1799 — Hertoginn af York tekur
Alkmaar í Niðurlöndum.
1599 — Mountjoy lávarður
skipaður landstjóri á írlandi í
stað Essex.
1518 — Wolsey kardináli semur
Lundúnasáttmála Englands,
Frakklands, Maximilians keisara
I, Spánar og Páfastóls.
1492 — Hinrik VII af Englandi
gerir innrás í Frakkland.
1187 — Innreið Saladins í Jerú-
salem.
Afmæli. Mohandas K. Gandhi,
indverskur stjórnmálaleiðtogi
(1869—1948) — Paui von Hinden-
burg, þýzkur hermaður og stjórn-
málaleiðtogi (1847—1934) —
Ferdinand Foch, franskur her-
maður (1851—1929) — Cordell
Hull, bandarískur stjórnmálaleið-
togi (1871-1955) - Groucho
Marx, bandariskur gamanleikari
(1895—1977) — Graham Greene,
brezkur rithöfundur (1904—)
Andlát. 1920 Max Bruch, tón-
skáld.
Innlent. 1550 Sauðafellsbardagi
— 1161 f. Guðm. biskup Arason
— 1791 d. Gunnar Pálsson próf-
astur — 1801 Hólastóll lagður
niður — 1843 Sigurður Breiðfjörð
dæmdur í seðlamálinu — 1847
Prestaskólinn vígður — 1885
Templarahúsið vígt í Reykjavík
— 1907 Fyrsta sláturhús á ísiandi
tekur til starfa — 1971 Nefnd
Einingarsamtaka Afríku í heim-
sókn — 1973 Brezk herskip sigla
út fyrir 50 mílur — 1874 f. Sigfús
Blöndal.
Orð dagsins. Eitt er öflugra
öllum herjum heims — hugmynd
sem fæðist á réttri stundu —
Victor Hugo, franskur rithöfund-
ur (1802-1885).
í uppkastinu er ekki tekin af-
staða til þess, hvort aðgerðir
opinberra aðila í málinu séu ólög-
legar eða ekki. Hins vegar eru
afskipti Jimmy Carters af annarri
ferð Billys til Líbýu gagnrýnd og
einnig það að Billy skuli hafa
verið notaður sem miiligöngumað-
ur til að fá Líbýustjórn til að
hjálpa til við að frelsa gíslana í
sendiráði Bandaríkjanna í Teher-
an.
í uppkastinu segir að forsetinn
hefði átt að gera sér það ljóst að
Billy gæti notað aðstöðu sína til
eigin hagnaðar. Er vitnað í
skýrslu undirnefndar um pen-
ingamál Billys, þar sem segir að
200.000 dollara lán það, sem Billy
fékk frá stjórn Líbýu, sýni „vald
það sem stjórn Líbýu hafi yfir
honum“.
Uppkastið að skýrslunni endar á
þessum orðum: „Gerðir Billys voru
ekki í samræmi við áætlanir
forsetans og stjórnar Bandaríkj-
anna og teljast því refsiverðar."
í uppkastinu er ekki minnst á
þá yfirlýsingu Billys að hann hafi
aldrei reynt að hafa áhrif á
utanríkismálastefnu Bandaríkj-
anna Líbýumönnum í hag og að
stjórn Líbýu hafi aldrei beðið
hann um að gera slíkt.
Billy hefur sagt að peningarnir
sem hann fékk hafi verið lán og að
stjórn Líbýu hafi ekkert vald yfjr
honum. Skýrsla öldungadeildar-
innar verður birt á fimmtudaginn.