Morgunblaðið - 02.10.1980, Side 24

Morgunblaðið - 02.10.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 fUtffgtt Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi borbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Dvínandi vinsældir Stjórnarmálííöfínin Þjóðviljinn og Dagblaðið láta mikið með „niðurstöðu" í skoðanakönnun hins síðarnefnda, og Þjóðviljinn segir í forystugrein í gær: „Samkvæmt skoöana- könnuninni fylgja ríkisstjórninni nú 61,4% kjósenda, en fylgi Alþýöubandalagsins og Framsóknar að viðbættum helming af fylgi Sjálfstæðisflokksins var í síðustu alþingis- kosningum 62,3%.“ Höfundur þessara orða í Þjóðviljanum hefur í allt sumar stundað miklar talnaæfingar til að sanna bæði fyrir sér og stuðningsmönnum AlþýðuSandalagsins að allt sé í himnalagi í efnahagsstjórninni, skattar séu síður en svo of háir og það sé launþegum í raun til hagsbóta, að kaupmáttur hefur rýrnað um rúmlega hálft prósent, hvern þann mánuð, sem Alþýðubandalagið hefur setið í ríkisstjórn síðan haustið 1978. Menn þurfa ekki lengi að skoða niðurstöðurnar í umræddri skoðanakönnun til að komast að raun um það, að túlkanir Þjóðviljans á þeim eru í samræmi við aðra talnaspeki, sem þjónar þeim tilgangi að slá ryki í augu manna. Af þeim, sem spurðir voru sögðust 41,2% vera fylgjandi ríkisstjórninni, 25,8% andvígir henni og 33% voru óákveðnir. Það er furðuleg bíræfni að túlka þessar tölur með þeim orðum, að 61,4%. kjósenda fylgi ríkisstjórninni. í síðustu alþingiskosningum hlutu Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkur samtals 44,6% atkvæða og má því segja, að nú sé tekið að kvarnast úr máttarviðum stjórnarsam- starfsins, taki menn mark á þeim viðhorfum, sem fram komu í skoðanakönnun Dagblaðsins um helgina. Talnaæf- ingar Þjóðviljans og Dagblaðsins á forsíðu þess í fyrradag byggjast á því, að blöðin afskrifa alla þá, sem eru óákveðnir og finna þannig út það hlutfall, sem þeim þykir hagstæðast. Ríkisstjórnin hefur nú setið í tæpa átta mánuði. Hún hafði mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar í upphafi, sé tekið mið af skoðanakönnunum, því að þá voru 71% aðspurðra fylgjandi henni á móti 41% núna. Fylgi hennar hefur því rýrnað um 30% eða um tæp 4% hvern mánuð, sem hún hefur starfað. Væru talnakúnstir þeirra Þjóðvilja- manna stundaðar af Morgunblaðinu, mætti halda því fram, að á ársafmæli sínu myndi stjórnin njóta stuðnings um 25% þjóðarinnar. Til þessara dvínandi vinsælda ríkisstjórnar- innar liggja margar ástæður. Vafalaust ræður mestu, að stjórnin bar_ekki gæfu til að nýta upphaflegan byr sinn til að marka fastmótaða stefnu út úr efnahagsöngþveitinu. Hún sýndi ekki þá forystu í landsmálunum, sem þjóðin vænti. Strax eftir stjórnarmyndunina var tekið til við sýndaraðgerðir, sem nú virðast þjóna þeim tilgangi einum að koma í veg fyrir skynsamlega stefnumótun. Hvergi örlar fyrir því, að ríkisstjórnin muni í upphafi þings leggja fram tillögur um samræmdar efnahagsaðgerð- ir. Svo virðist sem nú séu allir aðilar stjórnarsamstarfsins sammála um að gera sem minnst við tillögur þeirrar efnahagsmálanefndar, sem starfaði á vegum stjórnarinnar í sumar. Enginn minnist lengur á þær, og yfirlýsingar um að þær yrðu birtar opinberlega hafa reynst orðin tóm. Helmingur ráðherranna dvelst nú erlendis og úr stjórnar- herbúðunum heyrast ósamhljóða sjónarmið um það, hv^ð nauðsynlegt sé að gera. Afskipti ríkisstjórnarinnar af kjaraviðræðunum hafa einkennst af því annars vegar að hún hefur gert þær torveldari, eins og með skattahækkun- unum, og hins vegar fremja einstakir ráðherrar glappaskot, eins og Svavar Gestsson með ótímabærum og óviðeigandi bréfaskriftum. Stjórnlist ríkisstjórnarinnar hef- -V Deðið mestum h™}k\ 1 vl^ur®'"7iinni við verðbólguna. Hástemmdar ^miysingar við embættistökuna hljóma nú eins og öfugmæli. Verstur er hlutur Framsóknarflokksins í því efni, þar sem til hans má rekja niðurtalningarleiðina svonefndu, sem hefur skilað þeim eina árangri, að verðbólgan eykst jafnt og þétt. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórnin ekki snúið baki við niðurtalningarstefnunni og fylgni við sívaxandi verðbólgu er til þess eins fallin að gera illt ástand verra. Næstu daga og vikur mun reyna á það, hvort stjórnarsinnar sjá að sér eða ekki. Orð ráðherra og stjórnarsinna hefur mátt skilja á þann veg, að þeir séu að bíða eftir Jiiðurstöðu í kjaraviðræðunum og muni að þeim loknum taka til hendi. Má leiða líkur að því, að þá muni einhverjir stjórnarherr- anna leggja til að með lögum verði dregið úr verðbótum á laun. Verður þá fróðlegt að fylgjast með skrifum Þjóðviljans um lýðhylli ríkisstjórnarinnar. Straumhvörf í stríðinu: írakar eiga aðeins um tvo kosti að velja I/ondon, 1 okt. — AP. VESTRÆNIR emba'ttismenn siiííðu í daK, að írakar stæðu nú frammi fyrir því að vonir þeirra um skjótan sigur i stríðinu við írana væru að renna út í sand- inn. Við þessar aðstæður hefðu þeir aðeins um tvo kosti að velja. Sá fyrri væri að treysta tökin á þeim svæðum, sem þeir hafa þegar náð á sitt vald, þæ.a.s. að Dezful í norðri til Abadan í suðri nærri mynni Shatt-Al-Arab- fljótsins. Þannig gætu þeir á komandi vikum o« mánuðum eyðilaKt hernaðarlegan og efna- hagslegan mátt írana með því að skera á aðgang þeirra að eigin eldsneyti. Síðari kosturinn, og sá sem flestir óttast, er að Saddam Hussein ákveði að gera nýja - stórsókn gegn írönskum borgum og olíumannvirkjum. Ef til þess kæmi er hætt við að írakar yrðu írakar virðast hafa stefnt að því að ná undir sig hinum olíuauðugu héruðum fyrir botni Persaflóa og fallast síðan á samningaviðræð- ur, viðræður, sem hefðu þýtt endabk stjórnar Khomeinis. Ef írakar hafa gert sér þessar hugmyndir um gang stríðsins hafa þeir orðið að sætta sig við raunveruleikann, sem er með nokkrum öðrum hætti. Vestrænir sérfræðingar nefna til þess ýms- ar ástæður: — írönsku Phantom-þoturnar hafa gert daglegar loftárásir á írak og líklega unnið miklu meira tjón á olíumannvirkjum þar en írökum hefur tekist í íran. — Hinir 875 ensk-smíðuðu Chieftain-skriðdrekar írana, fót- gönguliðssveitir þeirra og fall- byssuþyrlur hafa enn fulla getu til að gera gagnsókn, þrátt fyrir nokkur áföll. — Iranir ráða lögum og lofum milli innrásarliðsins og her- stjórnarinnar. Eða að ég beitti skriðdrekunum í norðri og héldi inn í írak í átt til Bagdad." Irakar hafa verið taldir standa betur að vígi en íranir hvað olíuna snertir, en ef íranar geta haldið uppi jafn áköfum loftárás- um á olíumannvirki í írak og þeir hafa gert til þessa er eins líklegt að taflið snúist við á þeim vígstöðvum líka. Einn er sá þáttur sem taka verður tillit til þegar ástandið í Austurlöndum nær er metið. Hann er sá, að arabar og Persar hafa um aldaraðir elt grátt silfur saman. Allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar, fyrir daga keis- arans, hafa þessir tveir nágrann- ar átt í stöðugum landamæra- skærum. íran keisarans leit á Irak sem verkfæri í höndum sovéskra heimsvaldasinna eftir að Bagdad og Moskva gerðu með Olíuhreinsunarstöðin í Ahadan er enn i ijósum logum eftir ákafar loftárásir íraka. Eftir síðustu fréttum að dæma hafa írakar ekki enn náð borginni á sitt vald en sitja um hana alla vega. (AP-símamynd) að beita fleiri herfylkjum en þremur, eins og þeir hafa gert hingað til. Ymislegt bendir.enda til þess, að Hussein telji þjóð sína verr undir það búna en írani, að eiga í löngu stríði. Flestir hernaðarsérfræðingar í Austurlöndum nær og á Vestur- löndum eru sammála um, að innrás íraka hafi lengi staðið til, en hins vegar telja þeir að hún sé langt á eftir áætlun. Einnig virðast flestir á einu máli um að stjórnin í Bagdad hafi hrapallega vanmetið ástand íranska hersins. á hafinu undan ströndum írans og í krafti þess gátu þeir heitið því að siglingar um Hormuz-sund yrðu með eðlilegum hætti. Iranir virðast vera að búa sig undir langvarandi átök og sumir vestrænir sérfræðingar telja að Teheran-stjórnin geti enn efnt til gagnsóknar og hrakið íraka út úr landinu. „Ef ég hefði yfir íranska hernum að segja," var haft eftir breskum hernaðarsérfræðingi, „sækti ég í suður frá Zagros- fjöllum og brytist í gegnum raðir Iraka, allt frá Dezful til Abadan og skæri þannig á öll samskipti sér vináttusáttmála og á þessum áratug hefur Irökum verið það mikill þyrnir í augum, hve íranir hafa mátt sín mikils á Persaflóa. Með allt þetta í huga er ekki ólíklegt að íranski herinn geti tekið höndum saman við ayatoll- ana og þjóðernissinna í barátt- unni gegn gömlum óvini. Ef það verður ofan á hefur ævintýrið hans Saddam Husseins, sem þeg- ar hefur kostað hvora þjóð um 6 milljarða dollara í ónýtum vopnabúnaði aðeins, riðið enda- hnútinn á og fullkomnað írönsku byltinguna. Kólnar í vsðri vegna eldgossins í St. Helenu? BÚAST má við köldu veðri um allan heim á næstunni ef marka má niðurstöður vísinda- manna í Bandaríkjunum sem nýverið hafa rannsakað áhrif eldgossins í St. Helenu á veð- urfar og andrúmsloft. í skýrslu þeirra segir m.a. að gosefni úr fjallinu muni lík- lega breiðast út um lofthjúp- inn og valda köldu veðri. I forsvari vísindamannanna er James Friend. Hann játar það að vitneskja manna á þess- um efnum sé afskaplega tak- mörkuð. Hann segir hins vegar að það sé almennt álitið að fjallið hafi sent upp í efri lög andrúmsloftsins mikið magn örsmárra gosefna. Þau hafa mjög aukið á þykkt þess ryks sem þar var fyrir og er líklegt að þau hindri það mjög veru- lega að sólargeislar nái til jarðarinnar. Vísindamennirnir álíta að milljónir tonna af léttustu gos- efnum hafi þeyst upp í allt að 22 mílna hæð. Þeir álíta einnig að um 7.000 milljónir tonna af grjóthnullungum hafi komið upp úr fjallinu í eldgosinu. Gosefnin svífa um í háloftum í fyrstu út af fyrir sig. Síðan blandast þau hinum ýmsu gas- tegundum í andrúmsloftinu og verða að nokkurs konar tjaldi sem ekki aðeins hindrar sólar- geislana í að ná til jarðar heldur kasta þeim einnig til baka. Það getur verið að ekki kólni nema lítið eitt í veðri vegna þessa en það getur samt haft sínar afleiðingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.