Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980
27
Njarðvík:
Kirkjan fær að gjöf 1400
eintök af bókinni Ást
Guðs og ábyrgð manns
SL. ÞRIÐJUDAG var afhent
storKjöf til Njarðvíkurkirkju.
Var þar um að ræöa bók sem
Gísli SÍKurbjörnsson oj? fjöl-
skyida hans hafa látiö prenta i
1400 eintökum. Bókin heitir Ást
Kuðs ok ábyrgð manns og geym-
ir sjónvarpshugleiðingar og
prédikanir sr. Páls heitins
Þórðarsonar. sem var prestur i
Ytri-Njarðvíkurkirkju frá 1976
til dánardægurs 16. október
1978. er hann lézt aðeins 35 ára
gamall.
Sjónvarpsræður sr. Páls Þórð-
arsonar vöktu mikla athygli á
sínum tíma, en hann þótti fara
nokkuð nýjar leiðir í boðun
kristinnar trúar. Bókin er 218
blaðsíður í fallegu bandi, en
prófessor Þórir Kr. Þórðarson
bjó bókina til prentunar.
Ákveðið hefir verið að 'h af
innkomnu fé fyrir sölu á bókinni
muni renna í sérstakan sjóð,
Stofnsjóð sr. Páls Þórðarsonar
við Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Markmið sjóðsins er að vinna að
líknar- og menningarmálum í
byggðarlaginu og að stuðla að
fjárhagslegu sjálfstæði kirkj-
unnar.
Gísli Sigurbjörnsson er for-
stjóri Hjúkrunar- og elliheimil-
isins Grundar í Reykjavík og
hefir mikið unnið að málum
aldraðra, svo og menningar- og
líknarmálum í gegnum árin.
Hann er faðir Guðrúnar Birnu
Eintak bókarinnar
Gísladóttur, ekkju Páls heitins
Þórðarsonar.
Milli 20 og 30 manns voru við
bókaafhendinguna. Tók Árni
Júlíusson, formaður sóknar-
nefndar, við fyrsta eintakinu og
þakkaði gjöfina fyrir hönd
Njarðvíkinga.
Þeim, sem hafa áhuga á að
eignast þessa bók, er bent á að
sala hennar verður eingöngu í
höndum Friðriks Valdimarsson-
ar sóknarnefndarmanns.
Við þetta tilefni var tekinn í
notkun safnaðarsalur kirkjunn-
ar en í ráði er að hefja þar starf
fyrir aldraða á vetri komanda.
Frá bókaafhendingunni. Árni Juliusson. formaður sóknarnefndar
Ytri-Njarðvíkurkirkju. þakkar Gisla Sigurbjörnssyni og fjöl-
skyldu hans hina höfðinglegu gjöf. Milli þeirra situr ekkja Páls
heitins Þórðarsonar. Guðrún Birna Gísladóttir.
Þingflokkur Alþýðuflokksins:
Samgönguráðherra gefi
Alþingi skýrslu um
málefni Flugleiða
EFTIRFARANDI frétt frá þing-
fiokki Alþýðuflokksins harst
Mbl. i gær:
Á fundi þingflokks Alþýðu-
flokksins, sem haldinn var í gær,
var samþykkt, -að þingflokkurinn
mun þegar við upphaf þings í
næstu viku fara þess á leit, með
stoð í 31. gr. laga um þingsköp
Alþingis, að samgönguráðherra,
Steingrímur Hermannsson, flytji
Alþingi skýrslu um málefni Flug-
leiða svo fljótt sem verða má og að
sú skýrsla verði tekin til umræðu.
í beiðni þingflokks Alþýðu-
flokksins verður þess farið á leit,
að í skýrslunni verði m.a. gefnar
allar upplýsingar, sem ríkisstjórn-
in hefur undir höndum um mál
Flugleiða, þ.á m. um eignastöðu
fyrirtækisins og rekstrarafkomu
og skýri auk þess frá öllum
afskiptum, sem ríkisstjórnin hef-
ur haft af málefnum félagsins,
þ.á m. hvaða skuldbindingar ríkis-
stjórnin ýmist hefur undirgengist
eða hyggst undirgangast í því
sambandi og hvaða skilyrði sett
kunna að vera í tengslum við það.
I 31. grein laga um þingsköp
Alþingis segir m.a., að níu þing-
menn geti óskað skýrslu ráðherra
um opinbert málefni og verði
beiðnin leyfð, sem er formsatriði,
skuli ráðherra ljúka umbeðinni
skýrslugerð, prenta skýrsluna og
útbýta henni á Alþingi. í greininni
segir einnig, að ef ráðherra eða
skýrslubeiðendur óska, skuli
skýrslan tekin til umræðu.
Grenivík:
Mjög góð aflabrögð
miðað við árstíma
Grenivik. 1. október.
MJÖG mikill afli hefur borizt á
land hér á Grenivík frá því að
þorskveiðibanninu lauk um miðj-
an ágúst. eða alls 130 tonn. sem
þykir mjög gott á þessum árs-
tíma. Þrír stórir bátar eru gerðir
út frá Grenivík. Frosti ÞH 220
hefur landað 292 tonnum síðasta
Fyrsta mjölfarm-
inum skipað út
frá Siglufirði
SÍKlufirði. 1. októbrr.
HÉR VAR í gær skipað út fyrsta
farminum af löðnumjöli. Tók Laxá
rúm 1.100 tonn sem fara áttu til
Póllands. Er ráðgert að næstu daga
verði skipað út öllu mjöli sem til er
og lýsi einnig. Búið er að taka á
móti um 25 þúsund tonnum af
loðnu til bræðslu. Bræðslan gengur
vel og eru afköstin um 1.500 tonn á
sólarhring. Hilmir og Gísli Árni
komu hér inn með 1.400 og 600 tonn
í dag, en verksmiðja S.R. tekur við
4.000 tonnum á sólarhring. Hingað
er um 20 tíma sigling frá miðunum.
_____________ _______ m.j.
Hlaut riddara-
kross fyrir
leiklistarstörf
Forseti íslands saémdi í gær Jón
Laxdal, leikara, riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir
leiklistarstörf.
ll/-i mánuðinn. Sjöfn ÞH 149 63
tonnum. Áskell ÞH 40 83 tonnum
og Súlan frá Akureyri hefur
landað hér 84 tonnum. Bátarnir
hafa sótt allt út undir Kolbeins-
ey.
I gær lestaði Selfoss 1995 pökk-
um af freðfiski og á morgun lestar
Goðafoss rúmlega 2 þúsund pökk-
um, en hvort tveggja fer á Banda-
ríkjamarkað. Aka þurfti fiskinum
til Akureyrar í flutningaskipin
þar sem skipin geta ekki lagst að
hér, en verið er að setja upp stálþil
hér. Höfnin var dýpkuð í sumar á
vegum Vita- og hafnamálastofn-
unar. Næstkomandi mánudag
verður skipað út 415 pökkum af
skreið sem fer til Nígeríu.
Mikil og góð atvinna hefur verið
við fiskvinnslu undanfarið og iðu-
lega unnið á kvöldin og um helgar.
— Vigdís
UMTALSVERÐ aukning hefur
orðið það sem af er árinu í sölu á
ostum. Fyrstu níu mánuði ársins
varð aukningin í ostasölu hjá
Osta- og smjörsölunni um 9% að
magni. Þessi aukning er fyrst og
fremst í föstum ostum, svo sem
gouda-osti, óðalsosti og brauðosti,
og áberandi aukning er í 26%
feitum brauðosti. Þessi aukning er
nokkuð yfir meðaltalinu yfir land-
ið, sem mun vera nálægt 6,5—7%
á sama tíma.
Þá voru birgðir af smjöri í
landinu um síðustu mánaðamót
Þvrlan á myndinni var í sumar
við rannsóknarstörf á Grænlandi
og kom hingað til lands með
danska rannsóknaskipinu VVest-
ern Arctic. Var henni Ilogið frá
skipinu í port Faxaskála i
Reykjavík í fyrradag. en síðan á
hún að fara með Dettifossi til síns
heima í Danmörku í dag.
tæp 1100 tonn, samanborið við
1315 tonn á sama tíma í fyrra.
Birgðir af' ostum voru 1597 tonn,
en voru 1246 tonn fyrir ári. Þar er
þó að því að gæta að nú á
næstunni eru ukm 550 tonn af
ostum að fara til ýmissa Vestur-
Evrópulanda og Bandaríkjanna.
Eins og kunnugt er þá er mjólkur-
framleiðslan mun minni yfir vetr-
armánuðina en að sumrinu, og er
því búist við að þessar birgðir
minnki allverulega nú í haust og
vetur.
Ljósm. G.S.
Aukning á ostasölu
NÝ NILFISK
Nú er
sterka ryksugan
ennþá sterkari.
Nýr súper-mótor:
áður óþekktur
sogkraftur.
Ný sogstilling:
auðvelt að
tempra kraftinn
Nýr ennþá stærri
pappírspoki með
hraðfestingu.
Ný kraftaukandi
keiluslanga með
nýrri festingu.
Nýr vagn sameinar
kosti hjóla
og sleða.
Auðlosaður í stigum
SOGGETA I SÉRFLOKKI
P.inslakur mólor. cfnisgæði. mark-
vissl byggingarlag. afbragðs sog-
siykki — já. hvcrl smáatriði stuðlar
að soggctu í sórflokki. fullkominni
orkunýtingu. fyllsta
notagildi og
dæmalausri cndingu.
GERIÐ SAMANBURÐ:
Sjáið t.d. hvcrnig stærð. lögun og
staðsclning nvja
N i If isk-rísapokans
tryggir óskert sogafl ,
þótt I hann safnisf.
GÆÐI BORGA SIG:
Nilfisk er vönduð og ueknilega
ósvikin. gerð til að vinna sitt verk
fljótt og vel. ár eftir ár. með lág-
marks truflunum og tilkostnaði.
Varanleg: til lengdar ódýrust.
Afborgunarskilmálar.
Traust þjónusta.
11 ETIQIT heimsins besta ryksuga 1*^1 1^^
Stór orð, sem reynslan réttlætir. I
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX HÁTÚNI — SÍMI 24420