Morgunblaðið - 02.10.1980, Side 31

Morgunblaðið - 02.10.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 31 Alþjóða orkumálaráðstefnan: Orkunotkun mun fjór- faldast í heiminum fram til ársins 2020 NÝLOKIÐ er í Munchen í hýzkalandi alþjóða orkumála- ráðsteínu á vegum samneíndr- ar alþjóðastofnunar. Slíkar ráðstefnur eru haldnar á þriggja ára fresti og var þetta ellefta ráðstefna stofnunarinn- ar. U.þ.b. 80 lönd úr öllum heimshlutum eiga aðild að Al- þjóða orkumálaráðstefnunni og skiptist hún í jafnmargar deildir, og er ein fyrir hvert land. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var „Orka handa heimi okkar“ og var fjaliað um orkuframboð, orku og samfé- lag og orku og umhverfið. Frá íslandi sóttu ráðstefnuna 11 aðilar, þar á meðal iðnaðarráð- herra. Formaður íslandsdeild- arinnar er Jakob Björnsson orkumálastjóri. Að sögn Jakobs Björnssonar voru flutt mörg hundruð fróðleg erindi á ráðstefnunni að þessu sinni. Tvö erindi voru frá Islandi „Olíusparnaður á íslandi í hús- hitun með notkun innlendra orkulinda í stað olíu" eftir Jakob Björnsson og „Þjálfunarstöð í rannsóknum og nýtingu jarð- hita“ eftir dr. Ingvar Birgi Friðleifsson. Þá sagði Jakob að á ráðstefnunni hefði borið hvað hæst umræður um almennt ástand á alþjóðavettvangi í orkumálum. Starfandi hefur verið á vegum stofnunarinnar svonefnd orkusparnaðarnefnd og hefur hún gert veigamikla úttekt á orkulindum og nýtingu þeirra allt fram til ársins 2020. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú, að góðir möguleikar eigi að vera á að tryggja jafnvægi í framboði og eftirspurn, án þess að komi til minnkunar þjóðar- framleiðslu, fram að þeim tíma, en þó með því skilyrði að til verulegs orkusparnaðar komi og dregið verði úr olíunotkun. Þá sagði Jakob að fyrirséð væri, að ekki yrðu miklar breyt- ingar á orkukerfi heimsins næstu 40—50 árin. Bæði tækju slíkar breytingar langan tíma og tregðulögmálið virtist alls- ráðandi þegar um slíkar meiri háttar breytingar væri að ræða. Tvær meginorkulindir eru því í brennidepli, þ.e. kol og kjarn- orka, einnig virðist mikið af jarðgasi í heiminum. Það kom fram á ráðstefnunni, að fram til ársins 2020 mun orkunotkun fjórfaldast í heim- Poppe- loftþjöppur t Útvegum þetsar heims- þekktu loftþjöppur í öll- um stæröum og styrk- leikum, meö eöa án raf-, Bensín- eöa Diesel- mótors. Sflyffflmogjyfr Vesturgötu 16, Sími14680. inum. í vanþróuðu ríkjunum mun orkunotkun þó tífaldast, í OECD-löndunum tvöfaldast, en líkur eru á að kommúnistaríkin verði sjálfum sér næg á þessu tímabili og standi nokkurn veg- inn í stað. Á næstu árum verður höfuðáherzlan lögð á orkumál þróunarlandanna og skipuð hef- ur verið varanleg nefnd til að fjalla um þau mál. Næsta ráð- stefna verður haldin að þremur árum liðnum í Dehli á Indlandi og verður yfirskrift hennar „Orka, þróun, lífsgæði" og mun hún fjalla um jöfnun orkugjafa í heiminum og aðstoð við þróun- arlöndin í því sambandi. Frá íslandi sóttu, eins og áður greinir, 11 aðilar ráðstefnuna. Auk Jakobs Björnssonar orku- málastjóra og iðnaðarráðherra sat ráðuneytisstjóri iðnaðar- ráðuneytisins hana, þá einn full- trúi frá Rafmagnsveitum ríkis- ins og annar frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, einn frá Hitaveitu Suðurnesja og tveir frá Orku- stofnun, auk Jakobs. I 11~ 1 r MYSTERE DE ROCHAS Kynningarkassi, neö EAU DE TOILETTE og sápu. Aöeins kr. 6.650.- ROCHAS PARIS Ócúlus, Austurstræti 7 Snyrtívörudeildin Glæsibæ Hafnarborg, Hafnarfiröi Vörusalan Akureyri Nes-apótek, Neskaupstaö Stykkishólms-apótek Ólafsvíkur-apótek Sigrún Sævarsdóttir, snyrtifræöingur kynnir ROCHAS ilmvötn í eftirfarandi verslunum: Ócúlus, Austurstræti 7 — fimmtudaginn 2. okt. kl. 13—18 Snyrtivörudeildin Glæsibæ — föstudaginn 3. okt. kl. 14—20 Hafnarborg, Hafnarfiröi — mánudaginn 6. okt. kl. 13—18 AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF —*i95Ó*2^ Dansskóli Heiðai <3íö * 1980 'ars Ástvaldssonar Afhending skírteina REYKJAVÍK Brautarholt 4 fimmtudaginn 2. okt. Drafnarfell 4 frá kl. 16—22 fimmtudaginn 2. okt. Árbær. Félagsheimili Fylkis laugardaginn 4. okt. kl. 16—19. KÓPAVOGUR Hamraborg 1 föstudaginn 3. okt. kl. 16—19. SELTJARNARNES Félagsheimilinu föstudaginn 3. okt. kl. 16—19. HAFNARFJÖRÐUR Gúttó laugardaginn 4. okt. kl. 13—19. SELFOSS Tryggvaskáli fimmtudaginn 2. okt. kl. 16—19. AKRANES Röst fimmtudaginn 2. okt. kl. 16—19. Mosfellssveit, Garðabær, Njarðvík og Grindavík auglýst síöar. Danskennarasamband íslands AAA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.