Morgunblaðið - 02.10.1980, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980
37
yÍKINGASALUR
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Hagkvæmara að leita samninga
um verkið en að bjóða það út
— segir Landsvirkjun um viðbótarsamninga við
Hraunvirki um framkvæmdir við Ilrauneyjafoss
LANDSVIRKJUN hefur nýlega.
án undangengins útboðs, samið
við Hraunvirki hf. um gröft
frárennslisskurðar Hrauneyja-
fossvirkjunar, og við Fossvirki
hf. um að steypa yfirfallsþrösk-
uld skurðarins. en báðum þessum
verkefnum á að vera lokið á
næsta ári. að þvi er Halldór
Jónatansson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Landsvirkjunar
tjáði Morgunblaðinu i gær.
í greinargerð um málið. sem
Halldór sendi Morgunblaðinu,
segir svo:
Samningurinn við Hraunvirki
um frárennslisskurðinn er í formi
viðbótar við verksamning Lands-
virkjunar og Hraunvirkis um gerð
jarðstíflu og aðrennslisskurðar
virkjunarinnar, en sá samningur
var gerður í desember 1979 að
undanfengnu útboði. Er í þeim
samningi eins og hliðstaeðum
verksamningum gert ráð fyrir því
að verkkaupa, í þessu tilviki
Landsvirkjun, sé innan handar að
fela verktaka viðbótarverk eins og
hér er um að ræða.
Viðbótarverk Hraunvirkis
hækkar fjárhæð upprunalega
verksamningsins um 1,318 m. kr.
eða úr 5,796 m.kr í 7,114 m.kr.
miðað við verðlag í júlí sl., sem er
tæplega 23% hækkun.
Að sjálfsögðu kom til álita að
bjóða þennan verkþátt út, en
niðurstaðan varð sú að af ýmsum
ástæðum gæti verið hagkvæmara
fyrir Landsvirkjun að leita samn-
inga um verkið við verktaka á
staðnum og þá við helsta jarð-
vinnuverktakann þar, sem er
Hraunvirki hf. í samræmi við
samþykkt stjórnar Landsvirkjun-
ar hafa því undanfarið átt sér stað
viðræður við Hraunvirki um frá-
rennslisskurðinn. Hafa viðræður
þessar leitt tii samnings þess, sem
nú hefur verið gerður, og er
samningsgerðin í samræmi við
tillögur ráðunauta Landsvirkjun-
ar. Henni fylgja ýmsir kostir fyrir
Landsvirkjun. Má þar fyrst nefna,
að Landsvirkjun fær í verkið
verktaka með mikla reynslu í
jarðvegsvinnu og sem hefur staðið
sig vel við gerð stíflumannvirkja
og aðrennslisskurðar virkjunar-
innar og hefur á að skipa öllum
nauðsynlegum vélabúnaði. Véla-
búnaðurinn er auk þess að veru-
legu leyti í eigu Landsvirkjunar,
en í leigu hjá verktakanum sam-
kvæmt upprunalega verksamn-
ingnum. Er þannig gert ráð fyrir,
að Landsvirkjun fái tekjur af
tækjaleigunni að fjárhæð um 100
m.kr., sem ekki hefði komið til, ef
umræddur viðbótarsamningur
hefði ekki verið gerður. í annan
stað er með þessu móti unnt að
vinna við frárennslisskurðinn í
vetur, eftir því sem veður leyfir og
nýta þannig tækin á þeim tíma,
sem þeirra er ekki þörf við
stíflugerðina. Þá var einnig höfð í
huga hagkvæmni þess að fjölga
ekki verktökum á virkjunarstað
umfram það, sem nú er orðið, en
slíkt hefði krafist aukins húsa-
kosts, mötuneytis og annarrar
viðbótaraðstöðu með verulegum
aukakostnaði fyrir Landsvirkjun.
Landsvirkjun telur því að hér sé
um hagkvæma ráðstöfun að ræða
og að samningsupphæðin sé eðli-
ieg, enda byggð upp á hliðstæðum
einingarverðum og í upprunalega
samningnum og álíka há og áætl-
un ráðunauta Landsvirkjunar.
Samningurinn, sem nú hefur
verið gerður við Fossvirki um
yfirfallsþröskuld í frárennslis-
skurðinum, er í formi viðbótar við
verksamning Landsvirkjunar og
Fossvirkis um steypuframleiðslu
og byggingu stöðvarhúss Hraun-
eyjafossvirkjunar frá í desember
1979. Viðbótarverk Fossvirkis
hækkar upprunalega verksamn-
inginn um 214 m.kr. eða úr 7,705
m.kr. í 7,919 m.kr. miðað við
verðlag í júlí sl., sem er 2,8%
hækkun.
Viðbótarsamningurinn við
Fossvirki var gerður að undan-
gengnu lokuðu útboði, sem tók til
Fossvirkis og Vatnsvirkis, þar sem
Fossvirki reyndist lægstbjóðandi.
Var talið rétt að takmarka útboð
þetta við þá verktaka á virkjunar-
staðnum, sem vinna þar við
steypumannvirkjagerð, enda eins
og áður segir ekki talið hagkvæmt
að fjölga verktökum á byggingar-
stað frá því, sem orðið er. I þessu
sambandi má geta þess, að í
byggingarvinnunni við Hraun-
eyjafoss eru nú þrír stórir inn-
lendir verktakar, en í fyrri virkj-
unarframkvæmdum Landsvirkj-
unar við Búrfell og Sigöldu var
byggingarvinnan í höndum eins
verktaka. Var um að ræða sam-
steypu norrænna verktaka við
Búrfell og júgóslavneskan verk-
taka við Sigöldu. Við útboð bygg-
ingarvinnunnar við Hrauneyja-
fossvirkjun hefur Landsvirkjun
hins vegar með ýmsu móti kapp-
kostað að gera innlendum verk-
tökum kleift að takast þá vinnu á
hendur í sem ríkustum mæli. Var
því markmiði náð með því að
skipta verkinu í nokkra megin-
þætti og bjóða þá sjálfstætt út.
Var þá jafnframt gert ráð fyrir
því sem áður, að Landsvirkjun
væri innan handar að veita verk-
tökum á staðnum viðbótarverk,
eftir því sem hagkvæmt gæti
talist og þörf væri á eins og á við
um hina tvo nýgerðu samninga við
Hraunvirki og Fossvirki.
Finnskur matseðill.
Hin fræga jasshljómsveit DOWNTOWN
DIXIE TIGERS leikur.
Tískusýning á hverju kvöldi, sýndur verður
fatnaður frá Finnwear.
Kvikmynda- og litskyggnusýningar daglega.
Borðpantanir í símum 22-3-21 og 22-3-22.
Verið velkomin á Finnlandsfagnað.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
> 1 j
íSr* i
■ h
FATAMARKAÐUR
í FJalakettinum
Aðalstræti 8, R. byrjar í dag.
Stendur aðeins yfir í eina viku.
Peysur — Skyrtur — Jakkar — Bolir o.fl. á
haustsölunni í Fjalakettinum, Aöalstræti 8, R.
Ótrúlegt úrval af góöum vörum á góöu veröi.
Opiö frá 9—6.