Morgunblaðið - 02.10.1980, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980
46
Meistarakeppnin
0RSI.it Irikja i F.vrúpukoppni mristara-
IWa:
Esbjrrit banmúrku 3 - Halmstad
Sviþjúii 2. EsbjrrK Irr áfram (3—2).
Austria Vin 0 — Abrrdrrn Skotlandi 0.
Aberdern fer áfram (I —0).
Liverpool Enulandi 10 — Oulon Pallose-
ura Finnlandi 1. Liverpool fer áfram
(1 —2). Mork l.iverpool: Graeme Souness 3.
MePermott 2. FalrelouKh 2. liaKlish. Lee
ok R. Kennedy I hver.
Red Sfar BelKrad i — VikinK StavanKer
Noreiti I. Red Star fer áfram (7—3).
Szombierki Póllandi 3 — Tranzospor
Tyrklandi 0. Szomhierki fer áfram (4—2).
llniversitatea Rúmeniu 1 — Inter Milan
Italiu I. Inter Milan fer áfram (3—1).
Baník Ostrava Tékkóslóvakíu 1 —
Vestmannaeyjar 0. Banik Ostrava fer
áfram (2—1).
Nicosia Kýpur 2 — Ilynamo Berlin I.
Dynamo lleríin fer áfram (4—2).
NotthinKham Forest 0 — Cska Sofia
Búlxariu I. Cska Sofia fer áfram (2—0).
Ilonved Hnifverjalandi 1 — SportlnK
Lissabon 0. Honved fer áfram (3—0).
Ajax Amsterdam 1 — Dinamo Tirana 0.
Aja* fer áfram (3—0). Mark Ajax: Sóren
Lerby.
Basel Sviss 4 — FC ItruKKe Belxiu 1.
Basel fer áfram (5—1).
Real Madrid 5 — I.imeriek trlandi 1.
Real Madrid fer áfram (7-2). Mork Real
Madrid: Santillana. Juanito. AnKel. Cunn-
inKham ok Plneda.
Nantes 2 — Linfield 0. Nantes fer áfram
(2-1).
UEFA-keppnin
FC Vorwerte — Ballymona 3—0 Stara Zatcorra — Fenrrhachc 2—1
VorwertH vann samtals 4—2
L*rnaka — Stuttxart Létt hji Stuttuart 0-4
Sarajevu — Hamburxrr SV 3—3 Hrubcxch (2) ok McmmcrinK skoruóu lyrir HSV HSV vann samtalx 7—5
Stcua Búkarcst — Standard Voordcckers ok Edström skoruðu Standard Standard vann samtals 3—2 1-2 fyrir
Dtnamo Mookva — Lokcrcn Lokcrcn vann samtals 2—1 0-1
Frankfurt — Shaktor Donetzk Frankfurt vann samanlant 3—1 3-0
Baycrn Munchrn — 01. Ilrcus Mðrk Baycrn: Homsw 2. RumcnÍKKC. Baycrn vann samtals 7—2 3-0
Oporto — Vasas Oporto vann samtals 2—1 0-1
Rcal Sociedad — IJjpeati Dosza ReaJ vann Hamanlaict 2—1 1-0
Andcrlccht — Kaiscrslautcrn 3—2 Kakierslautern sÍKrar i útimarki. marka- tala 3-3
Barcelona — Sliema Wand. Barcekma vann samtals 3—0 1-0
Dundalk — Purto Porto vann I—0 0-0
Panathinaikos — Juvcntus 4—2 Juventus vann i útimórkum. markatala var jöfn, 4—4
Scrvcttc — Sochaux Sorbaux vann samtals 3—2 2-1
Torino — Molcnbcck Torino vann samtals 4—3 2-2
Carl Zciss Jcna — Roma Jcna vann samtals 4—0 4-0
Zaitorra sló Tyrklna út
Napredak — Din. Drcsdcn Naprcdak vann samtals 2—0 1-0
KB — GraNBhoppers Knid-spretturnar fóru létt meó ... 2-5
Voest Linz — Zhrojovka Brno Brno vann saretals 5—2 0-2
Monn — MaKdehuric MaxdeburK vann samtals 5—3 2-3
Uvski Spartak - Din. Kiev Markatalan varó jöfn, 1—1. ox Spartak I næstu umíeró 0-0 fór þvi
ST.Eticnnc — Pallusera John Rcp skoraði fjöKur af Etlenne. Eticnna vann samtals 14—0 7-0 mörkum
St. Mirren — Elfsbonc St. Mirren vann samtals 2—1 0-0
Gautaborx — Tvcntc 2—0 Thorbjörn Nilson skoraði baeði mörk GautaborKar. Tvcnte vann samtals 5—3
Dundee Utd — Slask Wroclaw Dundee vann samtals 8—3 7-2
Köln — Akranes Köln vann samtals 10—0 fi-0
fiijon — Boh.PraK 2—1 Bohcmarnir unnu i útimarkinu. markat- alan var jöfn. 2-2.
FC Utrecht — ArjceH Pitestl Utrecht vann s&mtais 2—0 2-0
Widzcw l/odz — Manchester (Itd 0—0 Markataian var jöfn, Lodz fór ifram á útimarki
Radnicki — Lask Linz Radnickf vann samtals 6—2 4-1
Wolvej — PSV Eindhoven I—0 ArisSalonika — Ipswirh 3— 1
Mark Úlfana skoradi Mel Eaveit. Eric Gates skoradi eina mark Ipswirh.
PSV vann samtals 3—2 IpNwkh vann saretals 6—4
Frá Sigtryggi Sigtryggssyni blm. Mbl. í Köln:
Stórtap hjá IA
,ÞAÐ er Keysilejfa erfitt að leika
Kegn sterku atvinnumannaiiði
sem hefur genRÍð illa heima
fyrir, mætir síðan sér mun veik-
ara liði or leKKur allt kapp á að
rassskella til þess að ná upp
sjálfstraustinu á nýjan leik. Þó
Kátum við lenifst af vel við unað,
við náðum upp jfóðri haráttu ok
það var leiðinleRt að fá þessi þrjú
mörk á siðustu sex mínútum
leiksins. Ék myndi seuja að þrátt
fyrir að Köln hafi sótt allan
tímann. hafi markatalan ekki
verið sanngjörn. Köln vann allt
öf stóran siirur,“ sagðu Hörður
Helgason, þjálfari ÍA, sem í
gærkvöldi tapaði 0—6 á útivelli
fyrir FC Köin í UEFA-keppninni.
Samanlagt tapaði ÍA því 10—0.
Fyrir tveimur árum mættu
Skagamenn einnig Kölnarliðinu
ug tapaði þá samanlagt 5—2.
Staðan i hálfleik i gærkvöldi var
2-0.
Skagamenn léku þennan leik án
Sigurðar Halldórssonar, lands-
liðsmiðvarðarins, sem var veikur.
Stöðu hans tók Björn Björnsson
og skilaði sínu lengst af vel. En
fjarvera Sigurðar veikti lið Skaga-
manna mikið. Kðlnarbúar hófu
þegar stórsókn og á 27. mínútu
skoraði Engels fyrsta markið með
glæsilegum skalla, eftir fyrirgjöf
frá Woodcock. 7 mínútum síðar
opnaðist vörn ÍA síðan illa er
Dieter Muller fékk stungusend-
ingu og fékk óáreittur að skora
annað markið.
Skagamenn áttu sinn besta leik-
kafla framan af síðari hálfleik og
lék liðið þá oft og tíðum mjög vel
saman úti á vellinum. Guðjón
Þórðarson átti tvö ágæt langskot
sem fóru rétt yfir mark Kölnar og
það kom dálítið á óvart er Köln
bætti þriðja markinu við. Múller
var á ferðinni með skalla, eftir að
Bjarni markvörður hafði mis-
reiknað fyrirgjöf. Þetta var á 74.
mínútu leiksins. Kölnarbúar sóttu
áfram og tíu mínútum síðar, eða 6
mínútum fyrir leiksiok, opnuðust
Naumur FH-sigur í hörkuleik
FH BAR sigurorð af Fram með einu marki 24 —23 í fyrsta leik liðanna
í íslandsmótinu í handknattleik á nýbyrjuðu keppnistímabili. Leikur
liðanna var æsispennandi og hauð upp á mjög mikla spennu og hörku.
Sem dæmi um hörkuna í leiknum voru dæmd 17 vítaköst í Ieiknum og
alls þurftu leikmenn beggja liða að hvíla sig utan vallar vegna
brottvisana í heiiar 17 mínútur. FH-liðið hafði sex marka forskot í
hálflcik. 14 mörk gegn 8, en átti svo i mikium erfiðleikum með lið
Fram í síðari hálfieiknum og það var fyrst og fremst stórleikur
Kristjáns Arasonar sem tryggði FH sigur í leiknum. Þá var
markvarsian hjá Fram í algjorum molum og það heyrði til
undantekninga ef markverðir liðsins vörðu skot.
í fyrri hálfleiknum fóru liðin
sér hægt af stað og þegar 16
mínútur voru liðnar af leiknum
var staðan 4—2 fyrir FH. Varnar-
leikur FH var geysisterkur og
fyrstu 19 mínútur leiksins náði
Fram aðeins að skora 4 mörk,
Þegar líða tók á fyrri hálfleik tók
FH öll völd í sínar hendur, keyrði
upp hraða og skoraði hvert markið
af öðru. Sá eini sem eitthvað kvað
að hjá Fram var Axel Axelsson og
skoraði hann 6 af 8 mörkum Fram
í fyrri hálfleiknum.
Með sex marka forystu átti
sigur FH ekki að vera í hættu, en
það var nú eitthvað annað. Lið
Fram kom mjög ákveðið til leiks í
síðari hálfleik og á fyrstu fimm
mínútum hans skoraði Fram 4
mörk án þess að FH svaraði fyrir
sig. Tveggja marka munur 14—12
og mikil spenna fór að færast í
leikinn. A 47. mínútu leiksins náðu
svo Framarar loks að jafna metin
19—19, og síðan var jafnt á öllum
tölum þar til 4 mínútur voru til
leiksloka, en þá var staðan 23—23.
FH var þó ávallt fyrra til að skora
í leiknum.
Kristján Arason kom FH yfir
24—23, með því að brjótast inn úr
vinstra horninu og skora laglega.
Kristján var óstöðvandi i lok
leiksins og skoraði fjögur síðustu
mörk FH. Axel Axelssyni var
vísað af leikvelli og síðustu mínút-
urnar urðu Framarar að leika
einum færri. Fram hafði nægan
tíma í lok leiksins en Jón Árni
reyndi mjög ótímabært skot í
tóma vitleysu, FH fékk boltann en
mistókst upphlaup og enn fengu
leikmenn Fram tækifæri til þess
að jafna metin og Björgvin gerði
tilraun úr horninu en Heimir,
markvörður FH, varði vel. Leik-
menn FH héldu boltanum síðustu
mínútu leiksins og náðu sér í tvö
dýrmæt stig.
Einn bestu leikmanna FH í
leiknum var Kristján Arason, sem
átti 15 skot í leiknum og skoraði
13 mörk, að vísu sex úr vítaköstum
en leikur Kristjáns var mjög
góður bæði í vörn og sókn. Sæ-
mundur Stefánsson komst vel frá
vörninni, þá átti Gunnar Einars-
son góðan leik en á án efa eftir að
gera enn betur. í liði Fram voru
_________________V________________
þeir félagar Axel Axelsson og
Björgvin Björgvinsson allt í öllu
hjá liðinu, báru af öðrum leik-
mönnum. Þá var Erlendur Davíðs-
son mjög góður og er þar stórefni-
legur leikmaður á ferðinni.
í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1.
deild. Hafnarfirði. FH — Fram
24-23 (14-8).
MÖRK FH: Kristján Arason 13, 6
víti, Gunnar Einarsson 4, Valgarð
Valgarðsson 3, Sæmundur Stef-
ánsson, Guðmundur Magnússon,
Geir Hallsteinsson og Hans
Kristjánsson, allir 1 mark hver.
MÖRK FRAM: Axel Axelsson 12,
8 víti, Björgvin Björgvinsson 3,
Erlendur Davíðsson 3, Hannes
Leifsson 2, Jón Árni 2 og Atli
Hilmarsson 1.
BROTTVÍSANIR af leikvelli:
Gunnar Einarsson FH í 4 mín,
Sæmundur Stefánsson í 2 mín,
Guðmundur Árni 2 mín, Kristján
Arason 2 mín, allir FH. Björgvin
Björgvinsson, Fram, og Axel Ax-
elsson, Fram, báðir í 2 mín.
MISHEPPNUÐ vítaköst: Atli
Hilmarsson skaut yfir á 12. mín.,
Sverrir varði skot Áxels á 22. mín.
og Heimir á 28. mín. Þá varði
Heimir hjá Erlendi á 29. mín. 4
vítaköst hjá Fram fóru forgörð-
um. — ÞR.
• Hinn harðskeytti línu-
maður Fram, Björgvin
Björgvinsson, í baráttu við
FH-in)jana Valgarð og
Guðmund Magnússon.
Ljósm. Kristján.
Bikarkeppnin
ÚrNllt I Kvropukoppni hikarhafa. Benfica Lisabon — Zatcreb Juiíóslaviu
Lenia Varsjá — Sofia Sofia vann samaniaKt 3—2 1-0 Benfica áfram samanlagt 2—0 2-0
Sparta Pra>f — Spora Lux Sparta áfram Salzburg Austurriki — Fortuna 6-0 Dusscl- 0-3
West Ilam — Castilla Spáni West llam áfram 6—4 5-1
Dusseldorf áfram samanlagt 8—0 Feyenoord — Ilves Tampere Feyenoord komst áfram 4 — 2 4-2
Watford írland — Ilihernians Möltu 4—0
liauKar Noreici — FC Slon Sviss 2-0
Cruseders N írlandi — Newport Wales 0-0 llauKar Norcifi komst áfram 2—0
Newport áfram 4—0 Partizan — Malmo FF Malmo komst áfram 0-0
Monaco — Valencia Valencia áfram 5—3 samanlajft 3-3
Waterschei BcIkíu — Omonia Kýpur 4—0 Waterschei áfram samanlajrt 7—1 Timisoara áfram samanlagt 2—1 1-0
Haukaskothríðin sterkari
HAUKAR sigruðu Fylki nokkuð
örugglega i einni allsherjar
íKöln
loks allar flóðgáttir hjá ÍA. Köln-
ararnir tóku þá aukaspyrnu ólög-
lega á röngum stað og Muller
skoraði enn, nú með þrumuskoti
frá vítateig. Þremur mínútum
siöar bíEttÍ MíiHer fiórða marki
sínu og fimmta marki Kölnar við
eftir fyrirgjöf frá hægri, og loks á
90. mínútu rak Japaninn Okudera
smiðshöggið á bærilegt dagsverk
hjá Köln, með því að hamra
knöttinn í vinkilinn á Skagamark-
inu frá vítateigslínunni, gíæsilegt
mark.
Ef frá eru taldar síðustu sex
mínútur þessa leiks, má segja, að
Skagamenn hafi komist mjög vel
frá sínu. í heildina séð stóðu þeir
sig best þeir Bjarni Sigurðsson í
markinu, þrátt fyrir mörkin, og
miðverðirnir Jón Gunnlaugsson og
Björn Björnsson. Aðrir voru ekki
eins áberandi og framlína liðsins
var bitlítil. Jón Áskeissoii var
bókaður í þessum leik, en að öðru
leyti fór hann prúðmannlega
fram. SS/gg.
skotkeppni i íþróttahúsinu i
Ilafnarfirði i gærkvöldi, en þá
fór þar fram fyrsti leikur 1.
deildar íslandsmótsins i hand-
knattleik. Lukatölurnar urðu þó
aðeins 22—17, og miðað við
stórskotahríðina cru það lygilega
lágar tölur. En bestu mennirnir á
vellinum voru markverðirnir
Ólafur Guðjónsson hjá Haukum
og Jón Gunnarsson hjá Fylki.
Með meðalmarkvörslu hefði
markaskur hvors liðs farið létti-
lega i og yfir 30 mörk. Staöan í
hálfleik var 13—9.
Haukarnir voru frískastir
fyrstu 10 mínúturnar og þá voru
Fylkismenn að sama skapi hvað
lélegastir. Haukarnir komust í
7—2 og síórsijrur virtist í aðsigi.
En úr því fór heldur áö Josna úr
reipunum. Haukar komust þó í
11—5 nokkru fyrir hlé, en úr því
fór að halla undan fæti fyrir
alvöru.
Hámarkinu náði skrið Hauka
niður á við, er Fylkir jafnaði
nærri miðjum síðari hálfleik,
16—16, eftir dæmalausar flækjur í
sókn og vörn hjá Haukum. En
þetta var ein af þessum gömlu
góðu(?) Haukasveiflum og þeir
skoruðu næstu fimm mörk og
tryggðu sér öruggan sigur, 22—17.
Handknattleikurinr. sero var
þsrná á boðstólum var ekkert
sérstaklega burðugur Cg virtist í
fljótu bragði sem leikmönnum
hefði verið gert að skjóta fyrst og
hugsa síðan. Þar af leiðandi var
hraði mikill, of mikill fyrir liðin.
Hjá Haukum bar markvörðurinn,
Ólafur Guðjónsson, af, einnig kom
nýliði, Karl Ingason að nafni,
mjög vel út í leiknum. Sýndi hann,
að hann kann ekki síður að höndla
knött en myndsegulbönd Hauka-
manna. Hann var fremur lítið inn
á, en skoraði þrjú mörk og fiskaði
þrjú víti sem gáfu mörk. Hjá Fylki
bar mest á markhæsta manninum,
Gunnari Bjarnasyni, en besti
maður liðsins var þó markvörður-
inn, Jón Gunnarsson. Ef miða á
við leik þennan, er ólíklegt að
þessi lið verði í toppbaráttunni, en
kannski er ekki sanngjarnt að
miða við einn leik.
MÖRK HAUKA: Júlíus Pálsson
8 (2 víti), Hörður Harðarson 3 (2
”jtil Karl Ingason og Viðar Sím-
onarson 3 hvor, ÍTSf Sverrisson
og Guðmundur Haraldsson 2 hvor
og Sigurður Sigurðsson eitt mark.
MÖRK FYLKIS: Gunnar
Bjarnason 9 (2 víti), Stefán Gunn-
arsson 3, Örn Hafsteinsson og
Magnús Sigurðsson 2 hvor, Andr-
és Magnússon eitt mark.
Ólafur Guðjónsson varði tvö
vítaköst Fylkismanna, sem
brenndu einnig af tveimur öðrum.
Einar Ágústsson var útilokaður
í leiknum, Gunnar Bjarnason
hvíldi sig í 2 mínútur.
Dómarar voru Rögnvaldur Erl-
jngsson og Jón Friðsteinsson.
Stóðu þeir sig bá?ri!«ea. —gg.