Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 7

Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 7 Umsjonarmaður Gísli Jónsson Haraldur Guðnason í Vestmannaeyjum átti sitt- hvað ósagt, er síðast var frá horfið. Honum þótti báglega komið fyrir þingmönnum okkar og kerfiskörlum, ef þeir misstu ársgrundvöllin sinn og stærðargráðuna. Þá yrði þeim erfitt að „skoða málin". Sjálfum finnst mér að orð- ið ársgrundvöllur sé miklu minna notað en var um sinn. Að því leyti hafi þættir sem þessi gert sitt gagn. En Adam er ekki alltjent lengi í Paradís. Ekki hafði selshöf- uð ársgrundvallarins fyrr gengið nokkur fet niður en nýr grundvöllur skaut upp kollinum, ef ég má tala svo nykrað líkingamál. Fyrir nokkru birtist fyrir sjónum mínum orðið grund- vallarflug sem mér hug- kvæmist að eigi að vera þýðing úr ensku, basic flight, hvað svo sem það felur í sér. Þetta orð dugir ekki í ís- lensku, því að rislítið og tilgangslaust má það flug vera, þegar menn komast ekki upp af vellinum eða grundinni. Hagsmiður orða, Högni Torfason, er nú að glíma við orðsmíð í staðinn fyrir grundvallarflug, eða grunnflug, sem síst er betra. Vonandi tekst honum ekki síður en þegar hann bjó til þotuna. En hvað segja menn annars um uppástungu Tryggva Helgasonar um orð- ið þura = hljóðfrá þota? Þura er gamalt örvarheiti og virð- ist koma hér sterklega til greina, þótt hljóðfrá þota fari með meira en örskots- hraða, bókstaflega tekið. Haraldur Guðnason segir frá ruglingi sem orðinn er á sögnunum að kaupa og versla. Verslun felur í sér bæði kaup og sölu, svo að sögnin að kaupa hefur þrengri merkingu en sögnin að versla. Það er því von að Haraldi misþóknist, þegar hann heyrir fólk tala um að versla kaffi í Reykjavík. „Ég mundi segja," að ég hefði keypt kaffi, en ekki verslað það, segir Haraldur og minn- ir okkur enn á máldrauginn ég mundi segja. Þessa óvætti ætlar seint að takast að reka á flótta. Ekki gleymdi Haraldur Guðnason að minna á þá furðulegu áhrifsbreytingu, svo að notað sé fínt heiti á málvillu, þegar menn taka að beygja orðið leið eins og það væri karlkyns og segja til dæmis: Þegar talað er um félag eins og Flugleiði. Þessa beygingu hef ég hvað eftir annað orðið var við og gert athugasemdir við. Flugleiðir eru vitanlega kvenkyns, menn rata réttar leiðir, ekki rétta leiði, og ég spyr enn: Eiga skáld kannski að yrkja um ásti og sorgi í staðinn fyrir ástir og sorgir? Ósköp þykir okkur Haraldi sögnin að funda snautleg. Þetta er þess konar málfá- tækt eins og sagt væri að hesta, að bíla og að mata í staðinn fyrir að ríða, að aka (keyra) og að éta (eta, borða). Hvernig þykir mönnum þessi flatneskja: Nokkrir hestuðu, en flestir bíluðu til félags- heimilisins, þar sem funda skyldi um málefni sveitarfé- lagsins og mata saman á eftir? Margt er tökuorðið laglegt í málinu, Þeirra á meðal er orðið pistill, en þann veg íslenskuðu forfeður okkar latneska orðið epistula = sendibréf. Varla er hægt að amast við tökuorði sem svo fullkomlega hefur sveigt sig undir lögmál tungunnar sem það er tekið upp í. Mér kemur þetta í hug vegna þess, að nú hef ég fengið heldur en ekki pistil frá Páli Helgasyni á Akur- eyri. Þetta er sem sagt 2. bréf Páls (til mín) og ekki af lakara taginu. Eins og fyrr hefur hann skrifað hjá sér ýmis dæmi úr blöðum og tímaritum, þar sem honum þykir sem betur mætti fara 70. þáttur með íslenskt mál. Ég verð lengi að moða úr þessum ágæta pistli, og rúmsins vegna sleppi ég heitum og dagsetningum. Fyrsta klausa (svo að gam- alt tökuorð sé enn notað): „Ég get nefnt, sem dæmi, að síðasta ár girti ég á þriðja ferkilometer af nýgirðing- um... “ Hér blómstrar staglstíllinn. Maðurinn girti girðingar. í annan stað ætt- um við að íslenska orðið meter og breyta því í metra (nafnifall metri), á svipaðan hátt og við höfum íslenskað tökuorðin pistill og klausa. í þriðja lagi hljómar undar- lega, þegar talað er um að girða svo og svo marga ferkilometra af girðingum. Væntanlega hefur girðingin verið utan um eitthvað meira en tvo ferkílómetra af landi. Hitt skal viðurkennt, að bæði fyrr og síðar er algengt að orð, sem merkja garð eða girðingu, taka að merkja svæðið innan garðsins eða girðingarinnar. En í því sam- bandi, sem Páll vitnar til, er orðalagið mjög óljóst. Önnur klausa (mér óskilj- anleg, en kannski einhver lesandi geti sagt mér hvað hún þýðir): „Hljóðfæraleikarar hafa litla samúð með slæmri hljóðfærastillingu og eiga höfundar slíkra verka auð- velda leið upp að háborðinu." í bili get ég sagt það eitt, að stíll sem þessi á ekki upp á pallborðið hjá mér. Þriðja klausa: „Hófför Sleipnis, Ásbyrgi í Norður-Þingeyjarsýslu, hef- ur löngum verið talið til tilkomumestu náttúrufyrir- bærum (auðkennt hér) þessa lands, og mun engum, sem þangað kemur, þykja það að ósekju (auðk. hér)“ Mikil er eignarfallsfælnin orðin, þegar til er farið að stýra þágufalli, en um sok Ásbyrgis eða skaparans á náttúrufegurðinni vil ég sem fæstu við auka. J Varanleg álklæoning á allt húsið A/klæðning er lausn á ijöldamörgum vandamalum sem upp koma, s.s. steypuskemmdum, hitatapi, leka o.fl. Fæst í mörgum litum, sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála. A/klæðning gerir meir en að borga sig, þegar til lengdar lætur. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7. REYKJAVlK - SlMI 22000 - PÓSTHÖLF 1012 Viðarþiljur á lof t og veggi ýmsar gerðir: Lítið inn í sýningarsal okkar að klapparstíg 1. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1. SÍMI 18430 Heimilislínan fyrir unga fólkið HAGSTÆÐ GREIÐSLl KJÖR CCT (fi= UmuJ GLIT HÖFDABAKKA9 SIMI 85411 REYKJAVIK REKSTRARBÓKHALD OG VERÐÁKVARÐANIR Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös um rekstrarbókhald og veröákvarðanir í fyrirlestra- sal félagsins aö Síöumúla 23 dagana 24., 27. og 28. október kl. 15—19. Tilgangur námskeiösins er aö kynna hvernig má meö einföldum hætti tá upplýsingar úr bókhaldi fyrirtækisins um kostnaö einstakra vörutegunda eöa kostnaö viö rekstur einstakra deilda. Fjallaö veröur um markmiö fyrirtækja, skipulagningu á rekstri og uppbyggingu og notkun bókhalds sem stjórntækis. Lögö verður áhersla á kynningu aöferöa viö mat á afrakstri einstakra vörutegunda og afkomu einstakra deilda tyrirtækisins. Kynntar veröa ýmsar aöferðir viö verö- lagningu hjá fyrirtækjum sem beita má til aö tryggja arösemi viökomandi reksturs. Námskeiöiö er ætlaö fram- kvæmdastjórum, fjármálastjór- um aöalbókurum fyrirtækja og eigendum minni fyrirtækja. Þátt- taka tilkynnist til Stjórnunar- félagsins, sími 82930. A STIÓRNU NARFÉLAG ISIANOS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMt 82930

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.