Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR I 235. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íran: Verður gíslunum sleppt á mánudag? Beirut. London. 22. október. — AP. TVEIR meðlimir þeirrar nefndar íranska þingsins, sem fjallar um örloK bandarísku KÍslanna í land- inu, létu hafa eftir sér í das. að þingið mundi taka ákvörðun i málinu á sunnudaK- Fallist Banda- rikjamenn á skilyrði trana fyrir því að (íislarnir verði látnir lausir Kæti svo farið að þeim yrði sleppt á mánudag. Ali Akbar Parvaresh, sem sæti á í umræddri þingnefnd, sagði í símtali við AP-fréttastofuna að ríkisstjórnin hefði í hendi sér hve- nær gíslunum yrði sleppt eftir umfjöllun þingsins. Rajai forsætis- ráðherra sagði á blaðamannafundi í dag, að sér virtist sem Bandaríkja- stjórn væri reiðubúin að fallast á skilyrði írana fyrir því að gíslunum verði sleppt. Skilyrði írana sagði Rajai að væru þau að auðæfum fyrrum keisara verði skilað, Iranir fái yfirráð yfir eignum sínum í Banda- ríkjunum, fallið verði frá lagalegum kröfum á hendur írönum og Banda- ríkin skuldbindi sig til að hafa ekki afskipti af innanríkismálum í íran. í stríði írana og íraka gerðist það helzt í dag, að haldið var áfram loftárásum á Bagdad og írakar sökktu írönsku birgðaskipi á Persa- flóa. Enn er hart barizt um borgirn- ar Abadan og Khorramshahr og segjast íranir hafa hrint árás íraskra skriðdreka á Abadan. í Khorramshahr var barizt í návígi sjötta daginn í röð. Ýmsar múhameðstrúarþjóðir hafa hert róðurinn við að reyna að stöðva stríðið, en Rajai forsætisráð- herra Irans lýsti því enn yfir í dag, að vopnahlé kæmi ekki til greina á meðan íraskur herafli væri í íran. Loftárásir í Líbanon Beirút. 22. uktóber. AP. tSRAELSKAR þotur gerðu i dag sprengjuárásir á stöðvar skæruliða Palestínu-Araha skammt utan við Beirút. höfuðborg Líbanons. fsra- elsmenn hafa ekki gert loftárásir á stoðvar ska'ruliða í Líbanon í tvo mánuði. en að sögn talsmanns israelska flughersins voru stöðv- arnar, sem í dag var ráðist á, notaðar til að þjálfa sveitir til árása inn í ísraeí. Alþjóðaflugvell- inum i Beirút var lokað um hrið i dag vegna þessara árása. Leonid Brezhnev, forseti Sovétrikjanna, og Mikhail Suslov, einn helzti hugmyndafræðingur sovézka kommúnistaflokksins, stinga saman nefjum á fundi Æðsta ráðs Sovétríkjanna í gær. (Símamynd Nnrdíotu). „Verðum þegar að út- rýma matarskortinum 66 — sagði Brezhnev á fundi Æðsta ráðsins MoskvUj 22. október. AP. UPPLYST var á fundi Æðsta ráðs Sovétríkjanna í dag. að kornuppskera i landinu i ár hefði verið afleit annað árið í röð, og tilkynnt var um nýja efnahagsáætlun fyrir næsta Sprengjuhót- anir í París París. 22. október. AP. ALLIR starfsmenn og viðskiptavin- ir frönsku kauphallarinnar voru rekntr út úr húsinu í miklu ofboði I dag eftir að hringt hafði verið þangað og sagt, að sprengju hefði verið komið þar fyrir. Sama gerðist á skrifstofu frönsku fréttastofunnar AFP í dag. Við rannsókn lögreglu fannst sprengja á hvorugum staðnum. Sl. mánudag fann lögreglan 5 kílóa sprengju í kauphöllinni í pakka, sem starfs- manni einum þótti grunsamlegur, og tókst að gera hana óvirka nokkrum mínútum áður en hún átti að springa. ár, þar sem „höfuðáherzla verður lögð á að leysa matvælaframleiðsluvandann“. Brezhnev, forseti Sovétríkj- anna, sagði í ræðu á fundi Æðsta ráðsins í gær, að í mörgum sovézkum borgum væri skortur á kjöti og mjólkurvörum. Sagði hann, að betrumbæta þyrfti matvæla- framleiðsluna í landinu og gera vandaðri áætlanir um þessa framleiðslu til að útrýma mat- vælaskortinum. Óstaðfestar fregnir herma, að matarskort- ur hafi í sumum borgum Sov- étríkjanna leitt til mikillar óánægju meðal verkamanna og jafnvel verktafa. Kornframleiðsla Sovét- manna í ár er talin verða um 181 milljón tonna í allt, sem er tveimur milljónum tonna meira en í fyrra, en langt frá því marki, sem sett var í áætlunum þessa árs. Þar er gert ráð fyrir 235 milljóna tonna uppskeru. I efnahagsáætluninni fyrir 1981 er gert ráð fyrir því, að vöxtur iðnframleiðslu verði 4,1% frá árinu 1980, að því er Nikolai Baibakov, yfirmaður efnahagsáætlana í Sov- étríkjunum, kunngjörði á fundi Æðsta ráðsins í dag. Gert er ráð fyrir 4,2% aukningu í framleiðslu létts iðnvarnings (þ.m.t. neyzluvara) og tæplega 1% aukningu í olíuframleiðslu, sem þá yrði 610 milljónir tonna á árinu. Gert er ráð fyrir minnkandi kolaframleiðslu, en aukningu í framleiðslu á gasi og raforku. Gert er ráð fyrir 2% launahækkunum. Þá er gert ráð fyrir, að framlög til hernaðar verði um 0,3% lægri en í ár. Pólland: Stéttarfélag bænda stofnað? Varsjá. 22. október. — AP. DÓMSTÓLL í Varsjá ákvað í dag að fresta umfjöllun um Veitir páfinn Galileo Galilei uppreisn æru? Vatikaninu. 22. uktóber. — AP. FRANSKUR erkibiskup til- kynnti i dan i Páfagarði, að ákveðið hefði verið að taka upp að nýju mál visindamannsins Galileo Galileis, sem á 16. öld var fordæmdur af kirkjunni íyrir að halda því fram að jörðin væri ekki miðdepill al- heimsins. sem aðrir hnettir snerust um. Paul Poupard erkibiskup, sem er i hópi háttsettra embætt- ismanna í Páfagarði, sagðist sjálfur mundu annast rannsókn máls Galileis, en Jóhannes Páll páfi 2. hefði mælt fyrir um að hún skyldi hafin. Páfi lét hafa það eftir sér í fyrra að Galilei hefði verið hafður fyrir rangri sök. Galilei var árið 1616 skikkaður til að taka aftur kenningu sína um að jörðin snerist um sólina en ekki öfugt. Hann var jafn- framt dæmdur í ævilangt fang- elsi, sem síðar var breytt í stofufangelsi. Vatikanið hefur aldrei viðurkennt opinberlega að Galilei hafi verið ranglega dæmdur. Jóhannes Páll páfi 2. sagði í dag af öðru tilefni að kynlíf hefði jákvætt mannlegt gildi og væri ekki einungis til þess ætlað að viðhalda mannkyni. Páfi lét þessi orð falla í vikulegri ræðu sinni í Páfagarði og þóttu þau nokkrum tíðindum sæta. í stofnskrá stéttarfélags sjálfs- eignarbænda, sem fyrir hann hefur veriö lögð til staðfest- ingar. Ilafa dómarar lýst efascmdum um réttmæti þess að hcimila bændum að skipu- leggja eigin samtök. Lech Walesa, leiðtogi hinna nýju frjálsu verkalýðssamtaka í Póllandi, var viðstaddur, þegar mál stéttarfélags bænd- anna var tekið fyrir. Hann átti síðan viðræður við leiðtoga kaþólsku kirkjunnar í borg- inni. Stofnskrá samtaka Walesa hefur ekki enn fengið af- greiðslu hjá yfirvöldum í Varsjá vegna ágreinings um orðalag að því er varðar hlut- verk kommúnistaflokksins í starfsemi samtakanna. Wal- esa sagði í dag, að hann myndi ekki fallast á neinar breyt- ingar á þeirri stofnskrá, sem fyrir liggur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.