Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 45 Ekki rétt staðið að söfnun Rauða krossins M«iðir utan af landi skrifar: „Ég get ekki á mér setið að skrifa um Rauða kross-söfnun- ina sem nú er í gangi fyrir allslaust fólk í Afríku. Mér finnst ekki rétt að þessari söfnun staðið, þ.e.a.s. fram- kvæmdinni. Það ætti ekki að senda börn með söfnunarföt- urnar, sem í ættu að koma stórar upphæðir í okkar vel- ferðarríki. Heldur ætti að senda fullorðið fólk, ábyrgt gerða sinna. Og það ætti að fylgja listi með þar sem hver og einn skrifaði nafn sitt og þá upphæð sem hann gefur, þannig að hver söfnunarmaður stæði skil á þeirri upphæð sem listinn sýndi. Kann ekki góðri lukku að stýra Það þarf ekki að segja mér að það sé ekki freisting fyrir marg- an að geta sjálfur ráðið hverju hann skilar. I okkar margum- talaða verðbólguþjóðfélagi sem hefur stórspillt siðferðis- og réttlætiskennd okkar íslend- inga í fjármálum, eins og mý- mörg dæmi sanna, sýnist mér að það kunni ekki góðri lukku að stýra, hvernig þessi söfnun fer fram. Aumingja fólkið Það birtust tölur um söfnun- ina nú í vikunni í einni af sýslum landsins, og drottinn minn dýri, hvað við Islendingar eru sjálfselskir og hugsunar- lausir, við gáfum 700 krónur á mann í þeirri sýslu. Mikið hlýtur aumingja fólkið að vera fátækt, ef ekki er um sjálfselsku og hugsunarleysi að ræða. Hvað er þá neyð? íslendingar, lítið framan í börnin ykkar, sem í flestum tilfellum eru of feit, og reynið að ímynda ykkur hvernig þau litu út ef skinnið strengdist yfir kjúkurnar af hungri. Hvort þetta hungur þarna suður í Afríku stafar af fáfræði, heimsku, náttúruhamförum eða einhverju öðru, það kemur ekki málinu við. Við mundum flest okkar fleygja einhverju í hund sem á vegi okkar yrði og væri að dragast upp af hungri. Ef það er ekki neyð að staulast um jörðina allslaus með barnið sitt í fanginu að dauða komið af hungri hvað er þá neyð?“ Þessir hringdu . . . Fyrirspurn til Leikfélagsins Kristjana Sigurðardóttir á ísa- fírði hringdi og sagðist hafa séð það í blöðum, að Leikfélag Reykja- víkur færi í skóla á höfuðborgar- svæðinu og sýndi leikritið Hlynur og svanurinn á Helgarfljóti. Eftir fréttamyndum að dæma hefði þetta framtak félagsins vakið ánægju og fögnuð njótenda: — En mig langar í þessu sambandi að spyrja, og reyndar erum við fleiri um þá spurningu: Megum við hér á ísafirði eiga von á þessum góðu gestum, svo og landsbyggðarfólk yfirleitt? Ef það getur ekki orðið: Er þá ekki hægt að miðla þessu til okkar í gegnum Stundina okkar? Jónas frábær Lára Pálsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er sí og æ verið að kvarta yfir einu og öðru, ekki síst sjonvarpinu. Ég skora á fólk að láta ekki undir höfuð leggjast að þakka einnig fyrir það sem vel er gert, en það virðist miklu fremur farast fyrir. Og í þetta sinn ætla ég að þakka Jónasi Jónassyni fyrir frábæran viðtalsþátt í sjónvarpinu, þar sem hann talaði við Guðmund Daní- elsson skáld. Þetta er í fyrsta skipti sem mér finnst viðtalsþátt- ur af þessu tagi beinlínis eiga heima í sjónvarpi en ekki hljóð- varpi. Jónas er líka svo laginn við að ná því besta fram hjá viðmæl- endum sínum, grípur ekki fram í, heldur bíður rólegur eftir að þeir tjái hug sinn. Jónas er frábær fjölmiðlamaður og það var einnig fróðlegt að kynnast manninum á bak við skáldið Guðmund Daní- elsson. Og klæðskerinn á Hellu, Rudolf Stolzeneald, sem Jónas talaði við í hljóðvarpinu um helg- ina, hann var dýrlegur sögumaður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jónas hefur fært okkur ljóslifandi heim í stofu fólks utan af landi sem við hefðum annars hvorki heyrt né kynnst. Hafi hann heila þökk fyrir. Mitsubishi BÍLASÝNING um helgina IhIHEKLAHF r Lajjgavegi 170-172 Simi 21240 VÖLUNDAR BÍLSKÚRSHURÐIR Þær renna hljóðlaust upp undir loft, engin hætta á að vindhviður skelli hurðinni á bílinn eða snjór hindri þær. Þær eru svo léttar, að barn getur stjórnað þeim. Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTIG 1. SIMI 18430 — SKEIFAN 19. SÍMI 85244 'Æ svínaskrokkar Okkar tilboð Almennt verö tilb. í frystinn 2830 3670 Svínalæri 3490 4412 Svínalærissneiöar 4550 5320 Úrb. svínalæri ný 4525 8070 Svínahamborgaralæri 3965 6288 Úrb. svínahamborgaralæri 4920 9230 1/1 nýr svínahryggur 6000 8580 Svínakótilettur 6450 8871 Úrb. nýr svínahnakki 4800 6701 Úrb. reyktur svínahnakki 5500 7796 Nýr svínabógur 3350 3912 Reyktur svínabógur 3890 4861 Baconsíöur Vi eöa 1/1 3500 5040 Baconsneiðar 4500 7606 Svínasnitzel 5700 8538 Svínahamb.hryggur m. beini 6800 9401 Ath. Þetta verð getur breytzt fljótlega, þar sem svínakjöt hefur og er síhækkandi. Laugalssk 2, sími 35020.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.