Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 Víðtæk óánægja meðal íbúa við S Sambandsins: Eins uk fram hefur komið i fréttum er sprottin upp mikii óánæxja meðal íbúa inn við Sundin vegna fyrirhugaðrar byggint;ar skrifstofu- háhýsis Sambandsins við Holtagarða og hafa meðal annars verið stofnuð samtök, Sundasamtökin, til að sporna gegn byggingunni. Telja ibúar þarna að byggingin muni byrgja útsýni verulega og að i kjölfar hennar muni fleiri fylgja, þar sem ekki verði haegt að neita öðrum aðiljum um samskonar byggingarleyfi þegar þetta fordæmi hefur verið gefið. Þá telja þeir að mikil óþægindi geti stafað af auknum umferðarþunga, sem muni fylgja á eftir. Einnig benda þeir á að hætta geti stafað af sprengingum, sem nauðsynlegar verði við byggingu hússins. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir 1 borgarstjórn, en þar munu vera skiptar skoðanir um máiið. Til að gefa rétta mynd af málinu hefur Morgunblaðið haft tal af flestum aðiljum, sem máiið skiptir, en þess skai getið að samhandsmenn gátu ekki tjáð sig um málið vegna anna á öðrum vettvangi. Fara viðtölin hér á eftir: HAHÝSI Ragnheiður Reynisdóttir: Mótmælum svona skipulagsmistök- um hvar sem er innan borgarinnar „Við erum á móti þessari fyrirhuguðu skrifstofubyggingu Sambandsins af ýmsum ástæðum og teljum þetta ekkert einkamál okkar ibúa hér inn við sundin og því síður er þetta pólitískt mál,“ sagði Ragnheiður Reynisdóttir, sem býr við Kleppsveg 140 og er i stjórn Sundasamtakanna. Til að byrja með þá erum við auðvitað á móti byggingunni vegna þess að hún mun skerða útsýnið yfir sundin verulega og vegna þess að við teljum allar líkur á að í kjölfar hennar verði reist fleiri háhýsi til beggja hliða og því muni allt útsýni fljótlega úr sögunni. Hvað varðar bygging- una sjálfa mun gífurleg umferð- araukning fylgja henni og er varla á slíkt bætandi. Þá er einnig rétt að geta þess að það mun þurfa að sprengja fyrir bygging- unni, því þar er klöpp undir og húsin hér næst standa á sömu klöpp og því má búast við veru- legum óþægindum vegna þess. Þegar sprengt var fyrir Barðan- um, sem er þarna rétt hjá, komu sprungur í veggi á næstu húsum og skápar hrundu niður af veggj- um. Við höfum orðið vör við mikinn áhuga fólks vegna þessa máls eins og fundarsóknin á stofnfundinn ber með sér, en þar voru á þriðja hundrað manns. Við höfum nú þegar sent út rúmlega 100 undir- skriftalista og reiknum með að allt að 15.000 manns skrifi undir þá, því þetta varðar ekki aðeins okkur hér við sundin, heldur alla íbúa borgarinnar, því við erum að mótmæla svona skipulagsmistök- um hvar sem er í borginni og berjumst gegn því að útsýni og Ragnheiður Reynisdóttir útivistarsvæði verði eyðilögð, hvar sem er innan borgarmark- anna. Við munum boða borgarfulltrú- ana á okkar fund innan skamms og munum þá leggja fram undir- skriftalistana og vonumst til að þá verði tekið tillit til óska okkar. Ef svo verður ekki, veit ég ekki hvað við munum taka til bragðs, það hefur ekki verið ákveðið enn, það fer bara eftir framvindu mála, en vonandi verður hægt að leysa þetta mál án þess að til átaka eða illinda þurfi að koma,“ sagði Ragnheiður að lokum. Jörundur Pálsson: Get ekki skilið nauðsyn háhýsis á þessum stað „Ég get vel skilið fólkið innfrá og finnst eðlilcgt að það sé óánægt með að Samhandið skuli ætla sér að reisa stórhýsi þarna. Það er ekki bara, að það eyði- leggur útsýni, heldur eykur það umferðina verulega, og er hún nú þegar meiri cn nóg,“ sagði Jörundur Pálsson arkitekt, sem býr við Kleppsveg 86, er Mbl. ræddi við hann. „Það er sumt, sem maður verð- ur að sætta sig við vegna nauð- synjar, en ég get ekki skilið að svona bygging sé nauðsynleg. Ég sætti mig til dæmis hins vegar við kornturninn hérna beint fyrir neðan, þó mér sé bölvanlega við hann, vegna þess að nauðsyn er að hafa hann sem næst höfninni. Það er til gamalt skipulag fyrir þetta svæði, sem Bresdorf nokkur gerði og hann lagði til að 60 metra grænt svæði aðskildi íbúðasvæði og hafnarsvæði, meðal annars og voru tillögur hans samþykktar hjá borgarráði, nema í deiliatrið- um, en það virðist mjög óljóst hver þessi deiliatriði eru og nú er Jörundur Pálsson græna svæðið aðeins 3 metrar á milli akbrautanna hér á Klepps- veginum. Það vill stundum fara svona þegar pólitíkin kemst í spilið. Stórhýsið er það innarlega að það kemur ekki til með að hafa áhrif á útsýnið hjá mér, en það er ekki bara þetta stórhýsi, sem mér finnst málið snúast um. Það er grundvallaratriði að eyðileggja ekki útsýni frá Reykjavík, eða fallega staði í byggingarlandinu hvar sem er á höfuðborgarsvæð- inu, en það er nú að verða þannig, að manni finnst að iðnaðarbygg- ingar fái fallegustu lóðirnar, eins og það skýtur nú skökku við. Ég hef lengi gert talsvert af því að mála og við það hefur útsýnið yfir Sundin og Esjuna verið mér ómetanleg fyrirmynd, Esjan er tvimælalaust eitt af merkilegustu fjöllum landsins því hún er aldrei eins og það yrði óbætanlegt tjón ef útsýni til hennar yrði eyðilagt," sagði Jörundur að lokum: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir: Tel sjálfsagt að tekið verði tillit til sjónarmiða íbú- anna við Sundin „Ég hef alltaf verið einlæg samvinnumanneskja og vil að sjálfsögðu að Sambandið fái góða aðstöðu fyrir starfsemi sína á Reykjavíkursvæðinu," sagði Að- alheiður Barnfreðsdóttir Klepps- vegi 134. „En ég tel sjálfsagt og eðlilegt að tekið verði tillit til sjónarmiða íbúanna þarna við Sundin, en þar erum við nú jafn mannmörg og meðal sveitarfélög úti á landi. Mér skilst einnig að áður hafi verið gerðar samþykkt- ir um, að á þessu svæði skyldu ekki byggð háhýsi. Aðaiheiður Bjarnfreðsdóttir Davíð Oddsson borgarfulltrúi: Undirlægjuháttur borgarfulltrúa vinstriflokkanna * gagnvart SIS er aumkunarverður „Ég tel að hugmyndir um byggingu háhýsis á vegum SlS á þessum stað, séu forkastanlegar og eigi alls ekki að koma til álita í borgarstjórn. Það má segja að áður hafi verið gerð skipulags- mistök, en þetta tekur öllu fram i jæim efnum,“ sagði Davið Oddson. borgarfulltrúi er Mbl. ræddi við hann. „Ef þetta stórhýsi fær að rísa þarna, býður það heim keðju slíkra húsa við Sundin, því þá verða engin rök fyrir því að neita öðrum um að byggja á svipaðan hátt. Þá verður að hafa það í huga að þetta eru svik við fyrirheit sem íbúum á þessu svæði hafa verið gefin, um að slíkar byggingar risu ekki á þessum stað. Það er rétt að geta þess að Sambandinu hafa staðið til boða hagstæðar lóðir víða annars stað- ar, þar á meðal í nýja miðbænum. Þeir sambandsmenn ættu ekki að beita þvingunum til að þröngva sér inn á svæði með stórhýsi, sem er óheppilegt af öllum skipulags- ástæðum. Umfangsmikil skrif- stofubygging þarna mun kalla á umferðarhnúta og umferðar- vandamál auk þess sem þessi starfsemi á ekki heima á svæði, sem er að verulegum hluta hafnar- svæði. Mér finnst undirlægjuháttur borgarfulltrúa vinstri flokkanna gagnvart SÍS vera aumkunarverð- ur“, sagði Davíð að lokum. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar: Er ekki á móti byggingu háhýsis við Holtagarða BORGARSTJÓRN hefur enn ekki fjallað um þessa fyrirhug- uðu byggingu sambandsins við Holtagarða, málið er enn á skipulagsstigi og er til umfjöll- unar I skipulagsnefnd og hafn- arstjórn. Ég er ekki persónulega á móti því að leyfi fyrir bygg- ingu háhýsis á þessum stað verði gefið, en ég tek það fram að ég hef ekki séð endanlegar teikn- ingar eða tillögur og get þvi ekki sagt mikið um málið að svo stöddu“, sagði Sigurjón Péturs- son forseti borgarstjórnar er blaðið ræddi við hann. „Þegar ég gerði athugasemd við byggingu iðngarðanna nokkuð austar en þetta er, var það ekki vegna þess að ég væri á móti byggingu þeirra, heldur vegna þess að ég vildi að byggingarnar yrðu grafnar meira niður en gert var, til þess að þær tepptu ekki útsýni vegfarenda. Ég geri skýr- an mun á því hvort um langan samfelldan vegg er að ræða, eða eitt einstakt háhýsi, sem ekki skerðir útsýni nema lítillega vegna þess að horfa má sitthvoru megin við það. Það verður vafalaust tekið tillit til þeirra mótmæla, sem upp kunna að risa vegna þessarar byggingar meðal íbúa hverfisins, en það er aldrei svo að allir verði sammála um skipulagsmál og sem dæmi um það má nefna byggingu benzínstöðvarinnar í Breiðhoitinu sem talsvert var mótmælt. Ég er viss um að ef nú kæmi fram sú tillaga að leggja hana niður, yrðu ekki margir til þess að mótmæla. Sambandið hefur í þessu máli ekki beitt neinum óeðlilegum þrýstingi, mér finnsta það eðli- legt að það vilji sameina starf- semi sína á einum stað og á það hefur verið lögð áherzla, sem að mínu mati er fullkomlega eðlileg. Ég tel það ákaflega óheppilegt ef svona stórt fyrirtæki þyrfti að flytja sig í útjaðra borgarinnar eða jafnvel enn lengra til þess að geta sameinað starfsemi sína.“ J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.