Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980
Kröfluvirkjun:
Mun framleiða milli 13
og 14 mw fyrir áramót
IIINN AIJKNI kraftur. sem færðist í horholurnar við Krofluvirkjun
sólarhring fyrir nú um hclgina, virðist nú vcra að fjara út á ný.
að því cr Einar Tjörvi Elíasson, yfirverkíræðinKur við virkjunina.
tjáði MorKunhlaðinu í Rær síðdcRÍs. Til jafnaðar hafa holurnar. scm
nýttar cru við Króflu. Rcfið um 6,1 mcRawatt. en á sólarhrinRnum
fyrir Rosið jókst aflið upp í 9.6 mw að sögn Einars Tjörva.
Einar kvað ekki vitað hvað
valdið hefði þessu aukna afli, en
vísindamenn væru nú að reyna að
komast að því. Aukninguna sagði
hann enn vera til staðar, en mun
minni en fyrst í stað. Mesta
lækkunin varð þegar fyrsta sólar-
hringinn eftir að gosið hófst, þá
varð það stöðugt í tvo sólarhringa,
en nú er það á ný á niðurleið.
Sem fyrr segir, eru vísindamenn
nú að kanna málið, og er enn ekki
vitað hvort samband er á milli
þessa og gossins. Fyrri eldgos hafa
ekki haft neina breytingu á afli
holanna við Kröflu.
Að öðru leyti kvað Einar Tjörvi
það helst að frétta, að nú væri
unnið að tengingu holu 14, en það
væri mikil hola, að krafti rúmlega
tvisvar sinnum meðalhola. Kvað
hann holuna væntanlega myndu
gefa um það bil 7 til 8 megawött,
og ætti orkan við virkjunina þá að
vera orðin milli 13 og 14 mw, en er
nú um 6,1 mw. til jafnaðar sem
fyrr segir. Stefnt er að því, að
holan verði tengd fyrir áramót, í
desember að öllum líkindum.
Hlýtur starfslaun Reykjavík-
urborgar fyrstur listamanna
Á FUNDI stjórnar Kjarvals-
staða 17. þ.m. voru lagðar fram
umsóknir um starfslaun til
listamanns. Alis bárust 20 um-
sóknir. Samþykkt var sam-
hljóða. að Magnús Tómasson
myndlistarmaður hlyti launin
frá og með 1. nóv. í 12 mánuði.
Þetta er í fyrsta sinn sem
úthlutað er starfslaunum til
listamanns á vegum Reykjavík-
urborgar samkvæmt samþykkt
borgarstjórnar frá því í vor.
Starfslaunin nema launum
kennara við framhaldsskólastig-
ið. Stjórn Kjarvalsstaða velur
listamanninn, sem starfslaunin
hlýtur á grundvelli umsókna er
henni berast.
■=>
Magnús Tómasson myndlistar-
maður.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti:
• •
Oldungadeildin kynnt
KYNNINGARFUNDUR um öld
ungadeild cða fullorðinsfræðslu
við Fjölbrautaskólann í Brciðholti
var haldinn þriðjudaginn 7. okt.
síðastliðinn. I upphafi fundarins
bauð skólameistari FB, Guðmund-
ur Sveinsson, fundarmenn vcl-
komna i mcnntastofnunina. Sagði
hann, að þctta væri í sjötta skipti.
scm haldinn væri kynningarfund-
ur tii að kynna starfsemi Fjöl-
brautaskólans í Brciðholti og ætti
Fclag áhugamanna um Fjöl-
hrautaskólann í Breiðholti drýgst-
an hlut að því að fundurinn væri
haldinn. Þá setti Þórir Konráðs-
son. formaður Félags áhuga-
manna um FB. fundinn og skipaði
Þorkcl Stcinar Ellertsson fundar-
stjóra og Ingu Magnúsdóttur og
Kristínu Arnalds fundarritara.
Þá voru hin ýmsu svið námsins
kynnt og að lokum urðu umræður
og fyrirspurnir. Félag áhugamanna
um Fjölbrautaskóla Breiðholts stóð
fyrir undirskriftasöfnun, þar sem
skorað var á fræðsluyfirvöld, að
öldungadeild við skólann yrði að
veruleika um áramótin 1980—1981.
Af tæplega 300 fundarmönnum
skrifuðu 220 undir áskorunina.
Fréttatilkynning
Brúarfoss seld-
ur til niðurrifs
EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur
selt Ms. Brúarfoss fyrirtæki í
Bandaríkjunum og er gert ráð
fyrir að skipið fari til niðurrifs.
Sem kunnugt er lenti skipið í
harkalegum árekstri við Panama-
skip undan Nova Scotia þann 18.
september sl. Hélt skipið áfram
ferðinni til Gloucester, Cambridge
og Portsmouth og losaði farm sinn
þar, en skipið var hlaðið frystum
fiski.
Við endanlega skoðun á skipinu
kom í Ijós, að viðgerðarkostnaður
þess yrði verulegur. Var því sú
ákvörðun tekin að selja skipið
óviðgert, en vátryggingafélagið
greiðir Eimskip áætlaðan viðgerð-
arkostnað skipsins. Söluverðmæti
skipsins að viðbættum trygg-
ingabótum nemur álíka upphæð
og markaðsverð að lokinni við-
gerð. Var skipið selt fyrirtæki í
Brownsville í Texas og er nú á leið
þangað.
Verkefni þau, sem Ms. Brúar-
foss var í, verða leyst með breyttu
skipulagi á flutningunum, aukn-
um gámaflutningum og með auk-
inni söfnun með minni frysti-
skipunum Ms. Ljósafossi og Ms.
Bæjarfossi í stærri frystiskip fé-
lagsins, en það styttir lestunar-
tíma þeirra hérlendis.
Ms. Brúarfoss er 20 ára gamall,
smíðaður í Aalborg Værft í Dan-
mörku og afhentur árið 1960.
Hann er 4065 burðarlestir að
stærð og smíðaður til frystiflutn-
inga. Systurskip hans Ms. Selfoss,
sem smíðaður var árið 1958, verð-
ur áfram í frystiflutningum og
öðrum flutningum á vegum Eim-
skips. Var gerð á honum 4 ára
klössun á sl. sumri.
Dr. Höskuldur Þráins-
son skipaður prófessor
Menntamálaráðherra
hefur skipað dr. Höskuld
Þráinsson prófessor í nú-
tímamálfræði við heim-
spekideild Háskóla íslands,
en áður gegndi dr. Halldór
Halldórsson stöðunni.
Umsækjendur um pró-
fessorsstöðuna voru auk
Höskuldar þeir Baldur
Jónsson, dósent og dr.
Kristján Árnason. Sam-
kvæmt úrskurði dómnefnd-
ar þriggja manna, sem til
voru kvaddir, stóð valið
fyrst og fremst milli þeirra
Höskuldar og Baldurs. Á
deildarfundi í heimspeki-
deild hlaut Höskuldur 17
atkvæði, en Baldur 10.
Kjartan Norðdahl:
A að feta í fótspor Carters?
Því verður tæplega neitað, að
Steingrímur Hermannsson sam-
gönguráðherra hafi reynzt Flug-
leiðum hf. haukur í horni. Eða
hvernig halda menn að horfurnar
í hinu svonefnda „Norður-
Atlantshafsflugi" væru, ef hann
hefði ekki tekið þá afstöðu sem
hann tók? Ég held að það fólk,
sem telst til Loftleiðaarms Flug-
leiða, megi vera honum afar þakk-
látt, og reyndar allt starfsfólk
Flugleiða.
Það leikur alls enginn vafi á því,
að samgönguráðherra vill gera
það, sem í hans valdi stendur til
að greiða götu þessa aðal-flugfé-
lags íslendinga, eða a.m.k. veita
því nauðsynlegan aðlögunarfrest.
En einmitt vegna þessarar já-
kvæðu afstöðu ráðherrans hingað
til, kemur það manni hastarlega á
óvart, að nú er hann allt í einu
farinn að tala um, að það þurfi
fleiri flugfélög til að annast sam-
göngur íslendinga við útlönd. Það
hefði mátt ætla að rækilega væri
komið í ljós að sá biti væri vart til
skiptanna.
Þessi fyrirsögn hérna að ofan er
auðvitað ýkjur, en það virðist þó
vera angi í sömu átt, þegar
samgönguráðuneytið veitir öðru
flugfélagi (en Flugleiðum) heimild
til farþegaflugs til Evrópu. Og
eftir því sem samgönguráðherra
segir, langar hann til að veita enn
öðru, því þriðja, einnig leyfi til
farþegaflugs til og frá íslandi.
Svo sem öllum er kunnugt, þá
stafa núverandi rekstrarerfiðleik-
ar á hinni títtnefndu „Norður-
Atlantshafsleið" (Ameríkuflugið)
fyrst og fremst vegna þeirrar
stefnu Carter-stjórnarinnar að
gefa þennan rekstur alveg frjálsan
(open sky).
Það þarf alls engum getum að
því að leiða, að verði þessi stefna
langlíf, endar það aðeins á einn
veg. Þeir stærri og fjársterkari
drepa niður þá smærri.
Það er þess vegna, því miður,
alveg augljóst, að án breyttrar
stefnu Bandaríkjastjórnar í flug-
málum, eru örlög Flugleiða ráðin
varðandi Ameríkuflugið.
Mér finnst það þess vegna koma
úr ólíklegustu átt, þegar einn
aðal-bjargvættur Flugleiða,
Steingrímur Hermannsson, gerist
nú talsmaður frjálsrar samkeppni
í flugmálum íslendinga.
Eru ekki vítin til að varast þau?
Munch og
Picasso
á 2,6
milljarða
New York, 22. október. AP.
TVÖ málverk, annað cftir norska
listamanninn Edvard Munch og
hitt eftir Picasso, voru seld á
uppboði í dag fyrir 4.8 milljónir
dollara cða sem svarar 2,6 millj-
örðum króna.
Verk Munchs, „Stúlkur á
brúnni", var slegið á 2,8 milljónir
dollara, eða 1,5 milljarð króna, en
það er hæsta verð sem fengist
hefur fyrir verk hans. Verk Pic-
assos, „Femme a la Guitare", var
slegið á tvær milljónir dollara.
Verkin voru í eigu bandarísks
iðnjöfurs, Norton Simons, er á
heima í Los Angeles.
Kavalek
efstur
Buenos Aire«, 22. október. — AP.
KAVALEK bar sigurorð af
Browne og skaust við það í
forystu á alþjóðamótinu i Buenos
Aires, en fimm umferðir hafa
verið tcfldar. Karpov vann Giar-
delli er féll á tíma eftir 39 leiki.
Hefur Karpov 2,5 vinninga og cr
hálfum vinningi á eftir Kavalek,
ásamt fjórum öðrum.
Friðrik Ólafsson og Najdorf
sömdu um jafntefli eftir 24 leiki,
og hið sama gerðu Quinteros og
Anderson eftir 21 leik og Hort og
Ljubojevic eftir 18 leiki. Aðrar
skákir í fimmtu umferðinni fóru í
bið og verða tefldar áfram á
laugardag. Eftir fimm umferðir
hefur Friðrik Ólafsson hlotið einn
vinning og og er í neðsta sæti
ásamt Browne, en báðir eiga eina
óteflda biðskák.
Veður
víða um heim
Akureyri -6 heióskírt
Amsterdam 15 skýjaó
Aþena 19 skýjaó
Berlín 12 heióskfrt
BrUssel 13 heiðskírt
Chicago 15 skýjaó
Feneyjar 16 heióskirt
Frankfurt 12 heióskfrt
Faareyjar t alskýjaó
Genf 14 heióskírt
Helsinki 5 heiöskfrt
Jerúsalem 28 heióskfrt
Jóhannesarborg 24 skýjaö
Kaupmannahöfn i 6 rignfng
Las Palmas 23 skýjaó
Lissabon 23 heióskírt
London 15 rigning
Los Angeles 31 heiðskírt
Madríd 20 heiöskírt
Malaga 20 léttskýjaö
Mallorca 20 hólfskýjað
Miami 30 skýjaó
Moskva 8 skýjaó
New York 16 heiðakirt
Osló 6 lóttskýjaó
Parfs vantar
Reykjavík 3 lóttskýjað
Rfó de Janeiro 37 heióskírt
Rómaborg vantár
Stokkhólmur 6 heiðskfrt
Tel Aviv 27 heióskírt
Tókýó 19 heióskírt
Vancouver 9 heióskfrt
Vínarborg 13 heióskfrt