Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 21 Þetta gerðist 1979 — Fyrrverandi íranskeis- ari lagður i sjúkrahús í New York. 1973 — ísraelsmenn og Egyptar samþykkja vopnahlé. 1962 — Rússar vara við kjarn- orkustríði vegna hafnbanns Bandaríkjamanna á Kúbu. 1958 — Rússar lána Eigyptum fé til Aswan-stíflunnar. 1956 — Uppreisnin á Ungverja- landi hefst. 1951 — Fjórveldin samþykkja að hætta hernámi Þýzkalands. 1953 — Stjórnarskrá Rhodesíu og Nyasalands tekur gildi. 1942 — Orrustan við E1 Alam- ein hefst með árás Áttunda hers Breta á stöðvar Öxulríkjanna. 1917 — Orrustan við Caporetto milli ítala og Austurríkismanna hefst — Eldskírn bandarískra hermanna við Luneville, Frakk- landi. 1899 — Cipriano Castro tekur við völdum í Venezúela. 1802 — Furstinn í Indore sigrar heri furstanna í Poona og Gwal- ior í Poona, Indlandi. 1764 — Her Hector Munro sigrar furstann af Oudh við Buxar, Bengal. 1642 — Orrustan við Edgehill milli Karls konungs I og þings- ins á Bengal. 1641 — Fjöidamorðin miklu á írlandi eftir afhjúpun samsæris gegn Bretum. 1596 — Her Múhameðs III sigrar her Maximilians erkihertoga við Erlau, Ungverja- landi. 1157 — Sigur Valdimars kon- ungs á Sveini konungi á Grá- heiði. 42 f. Kr. — Síðari orrustan við Philippi; Markús Antpníus og Octavius sigra Brútus og Cass- ius. Guð skapaði heiminn (arfsögn). Afmæli. Adalbert Stifter, aust- urrískur rithðfundur (1805— 1868). Korn til Kína f rá Bandaríkjunum Pekinit. 22. okt. AP. Bandaríkjamenn og Kín- verjar undirrituðu í dag kornsölusamning og sam- kvæmt honum munu Banda- ríkjamenn seija Kínverjum árlega 8 milljónir tonna aí hveiti og maís næstu fjögur árin. Samningurinn er gerður til þess að greiða fyrir auknum viðskipt- um milli landanna í framtíðinni og gera Bandaríkjamönnum auð- veldara að áætla framleiðslu sína með tilliti til eftirspurnar Kín- verja. Kínverjar hafa lofað að gera jafnari innkaup milli ára, til þess að koma í veg fyrir miklar verð- sveiflur og Bandaríkjamenn munu reyna að halda hveiti- og maís- verði stöðugu. Opinberir aðilar í Bandaríkjun- um segja, að búist sé við því að Kínverjar kaupi landbúnaðarvör- ur frá Bandaríkjunum fyrir rúm- lega tvo milljarða dollara á næsta ári. Þar er um að ræða 6 milljón tonn af hveiti, 2,5 milljón tonn af maís, og tæplega milljón tonn af soyabaunum. Andlát. 42. f. Kr. Markús Ant- oníus, framdi sjálfsmorð — 1906 Paul Cézanne, listmálari. Innlent. 1550 Snóksdalsdómur (um handtöku Jóns bps Arason- ar og sona hans) — 1848 Stjórn- lagaþing kemur saman — 1931 Innflutningshöft á „óþörfum varningi" — 1938 SÍBS stofnað — 19-11 Thor Thors skipaður sendiherra í Bandaríkjunum — 1942 Togarinn „Jón Ólafsson" ferst — 1949 Alþingiskosningar — 1952 Loftferðasamningur við Luxemborg — 1958 BHM stofn- að — 1974 Varðskipið „Þór“ strandar á Seyðisfirði — 1901 f. Kristmann Guðmundsson. Orð dagsins. Gæfan fylgir hugdjörfum — Erasmus, hol- lenzkur fræðimaður (1466— 1536). (AP-símamynd) Miklir reykjarmekkir stíga upp af brennandi oliuhreinsunarstöðvum i Abadan i íran sem írakar sitja nú um. Flestir ibúar borgarinnar eru flúnir á brott, aðeins eftir iranskir byltingarverðir sem segjast ætla að verja borgina til siðasta manns. The Times til sölu Londun. 22. október. AP. THE TIMES of London og systurblað þess, The Sunday Times, eru til sölu og verður útgáfu blaðanna tveggja hætt i marz næstkomandi ef ekki hef- ur tekist að sélja þau þá. að því er eigendur blaðanna. Thom- sons Newspapcrs, tilkynntu í dag. Formælandi Thompsons sam- steypunnar sagði, að aðalástæð- an fyrir sölunni væru hin slæmu tengsl sem útgefendurnir hefðu átt við verkalýðsfélög síðustu árin. Verkföll hefðu komið illa niður á útgáfunni og væru blöðin nú fjárhagsleg byrði á samsteyp- unni. Útgáfa blaðanna tveggja lá að mestu niðri á síðasta ári vegna verkfalla stéttarfélaga starfsfólks í prentiðnaði, og Sunday Times kom ekki út í tvær vikur í sumar af sömu ástæðum. Einnig stöðvaðist The Times í viku í sumar vegna verkfalls blaðamanna, hins fyrsta í 195 ára sögu blaðsins. Búizt er við að tap á útgáfu The Times á þessu ári verði 15 milljón pund, eða um 20 millj- arðar króna. Tap vegna verkfall- anna í fyrra nam 30 milljónum dollara, eða um 40 milljörðum króna. Tapið á rekstri beggja blaðanna á fyrra helmingi ársins í ár var 6,4 milljónir punda. Thomson lávarður lýsti í dag yfir hryggð sinni með að þurfa að selja blöðin. Charles Dougl- es-Home, ritstjóri erlendra frétta hjá The Times, lýsti því yfir í dag, að þéss yrði freistað að stofna félag til að kaupa blöðin tvö. Stokkhólmi. 22. október. frá Guófinnu RaKnársdóttur, fréttaritara Mbl. Vantraustsyfirlýsing jafnað- armanna á sænsku stjórnina var í dag felld í sænska þinginu með 175 atkvæðum gegn 174. Ríkis- stjórn Torbjörns Fálldin situr þar með áfram cins og við hafði verið búist og nýjar kosningar koma ekki til framkvæmda. Það var sögulegt augnablik í sænska þinginu í morgun. í fyrsta sinn í sögu þingsins var gengið til atkvæðagreiðslu um vantraustsyf- irlýsingu á stjórnina og var van- trauststillagan felld með aðeins eins atkvæðis mun, en þó úrslit atkvæð- agreiðslunnar væru næsta ákveðin fyrirfram var spennan mikil í sænska þinginu í morgun og löngu áður en atkvæðagreiðslan hófst voru allir áheyrendabekkirnir þétt- setnir. Aðeins eins atkvæðis munur er á stjórnarflokkunum og stjórnar- andstöðunni, og ekkert mátti útaf bera. Fótbrot, umferðartafir, mis- skilningur um tímann, allt gat komið fyrir. Sömuleiðis er alltaf hætta á, að ýtt sé á vitlausa takka við atkvæðagreiðsluna sem í sænska þinginu fer fram með aðstoð tölvu. Slíkt hefur komið fyrir áður. Það má því segja, að stjórnin hafi setið heldur laust í sessi þessar mínútur í morgun. Forseti þingsins, Ingemund Bengtson, horfði áhyggjufullur á tóma þingmanna- stólana og spennan jókst með hverri leið á að þetta væri söguleg at- kvæðagreiðsla. Og innan nokkurra mínútna sýndi svo tölvan á veggn- um úrslit þessarar sögulegu at- kvæðagreiðslu, 175 atkvæði gegn vantraustsyfirlýsingunni, 174 með henni. Enginn hafði ýtt á vitlausan takka, enginn komið of seint, enginn svikist undan merkjum. En Olaf Palme, formaður jafnaðarmanna, var harðorður í ræðu sinni þegar atkvæðagreiðslunni var lokið. „Stjórnmálastefna ríkisstjórnarinn- ar verður stöðugt hægrisnúnari og verri," sagði hann. „Þar að auki hefur komið í ljós að stjórnin hefur enga getu til að sameina þjóðina um sameiginlegar aðgerðir til þess að leysa þann mikla vanda sem landið á við að stríða." mínútu, en það voru óþarfa áhyggj- ur. Þegar klukkan sló tíu var hver stóll setinn aldrei þessu vant. Við minniháttar atkvæðagreiðslu eru oft margir þingmenn fjarver- andi, en ganga þá svo frá að jafnmargir séu fjarverandi úr hópi andstæðinganna, en í dag voru allir mættir, jafnaðarmenn og kommún- istar til að sýna vantraustsyfirlýs- ingin væri þeim mikið alvörumál, borgaraflokkarnir til að sýna að þeir styðja stjórnina. Þingmaður kommúnista, C.H. Hermannsson, sem er fyrrverandi formaður kommúnistaflokksins, bað um orðið áður en gengið var til atkvæðagreiðslu, og lýsti ánægju sinni yfir, að vantraustsyfirlýsing hefði verið borin fram og minnti um Sakaður um njósn- ir fyrir Sovétríkin WashinKton, 22. október. AP. FYRRVERANDI starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar. CIA, hefur verið grunaður um að þiggja mútur frá sovéska rikinu og reyna að koma sér i lykilstöður til þess að geta njósnað fyrir Sovétrík- in. Mál hans er i rannsókn hjá bandrisku Alríkislögreglunni. Maðurinn, sem heitir David Bern- ett, starfaði hjá CIA til ársins 1970, en snéri sér þá að eigin atvinnu- rekstri. Nýlega sótti hann. svo um starf hjá bandarískri þingnefnd, sem hefur með mál leyniþjónustunnar að gera, og er hann grunaður um að hafa gert það að undirlagi KGB til þess að geta veitt henni upplýsingar um starfsemi nefndarinnar. Talið er fullvíst, að ekkert sam- band hafi verið milli Bernetts og KGB meðan hann gegndi starfi sínu hjá CIA. Stjórn Fálldins hélt velli með einu atkvæði í sögulegri atkvæðagreiðslu Tíu þúsund far- ast á ári hverju í jarðskjálftum WashinKton. 22. október. AP. UM TÍU þúsund manns farast að jafnaði á ári hverju í jarðskjálft- um, ef dregnar eru saman tölur um mannskaða í jarðskjálftum síðustu alda. að því er bandarísk- ur jarðvísindamaður sagði í dag. Jarðvísindamáðurinn Waverly Person sagði að elztu tölur um manntjón í jarðskjálfta væru frá árinu 1556, er jarðskjálfti hefði orðið 830.000 manns að fjörtjóni í Kína. Þar í landi fórust líka 655.000 manns í jarðskjálftum í norðausturhluta landsins 27. júlí 1976. Kínversk yfirvöld hafa þó mótmælt þessari tölu í seinni tíð, og sagt að 240.000 manns hafi týnt lífinu í skjálftunum 1976. Ef það er rétt, sem dregið hefur verið í efa, varð næstmannskæð- asti jafðskjálfti sögunnar í Cal- cutta á Indlandi árið 1737 er 300.000 manns fórust. Af skjálftum í seinni tíð má nefna, að 23.000 manns týndu lífinu í jarðskjálfta í Guatemala 4. febrúar 1976 en sá skjálfti mæld- ist 7,5 stig á richterkvarða. Hinn 16. september 1978 fórust um 15.000 manns í jarðskjálfta í íran, og loks er talið að um tíu þúsund manns hafi farist í jarðskjálftan- um í Ai Asnam í Alsír 10. október síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum banda- rísku jarðvísindastofnunarinnar voru meiriháttar jarðskjálftar fleiri' fyrstu níu mánuði ársins 1980 miðað við sama tímabil í fyrra. Fimmtíu skjálftar af þessu tagi hefðu mælst fyrstu níu mán- uði ársins miðað við 58 skjálfta allt sl. ár. Hér er um að ræða skjálfta sem eru 6,5 stig á rich- ter-kvarða eða öflugri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.