Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980
39
Hugmyndin að sameiginlegu flugfélagi íslendinga og Luxemborgara:
Stóraukið flug með
DC-10 og Boeing-7 47
í SKÝRSLU samKönKuráðherra.
Steingríms Hermannssonar. sem
lögð var fram á Alþingi, kemur
m.a. fram hvaða hugmyndir voru
ranidar i sambandi við stofnun
sameÍKÍnleKS fluRfélaKs íslend-
in«a ok LuxemborKara um rekst-
ur á Norður-Atlantshafinu ok
fleiri leiðum.
í skýrslu ráðherrans segir að
athugun sú, sem ákveðin var á
fundi samgönguráðherra íslands
og Luxemborgar 25. mars sl., að
fram skyldi fara á framtíð Norð-
ur-Atlantshafsflugsins, hafi haf-
ist þegar síðastliðið vor. Áttu
fulltrúar Flugleiða hf. marga
fundi í júní, júlí og ágúst með
Luxair S.A. og fulltrúum stjórn-
valda í Luxemborg þar sem þeir
lögðu fram og kynntu hugmyndir
sínar um áframhald Atlantshafs-
flugsins.
í tillögum þessum var lagt til að
stofnað yrði nýtt flugfélag, sem
væri að hálfu í eigu Flugleiða hf.
en að hálfu í eigu flugfélaga og
annarra aðila í Luxemborg. Gert
var ráð fyrir því að heimilisfang
hins nýja flugfélags yrði í Lux-
emborg. Rekstraráætlun fylgdi til
1 árs. Þar er gert ráð fyrir því að
Bridge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgedeild Breið-
firðingafélagsins
Aðalfundur deildarinnar var
haldinn sl. laugardag og er stjórn
félagsins þannig skipuð: Óskar
Þór Þráinsson formaður, Guðlaug-
ur Karlsson gjaldkeri, Þorvaldur
Matthíasson ritari og meðstjórn-
endur eru Sigríður Pálsdóttir og
Guðjón Kristjánsson.
Næsta keppni félagsins verður
hin vinsæla Butler-tvímennings-
keppni. Má segja að fullbókað sé í
keppnina en lokað verður fyrir
þátttakendur þegar 42 pör hafa
verið skráð.
Bridgefélag kvenna
Þann 13. október hófst hjá
Bridgefélagi kvenna barómeter-
tvímenningur með þátttöku 32
para. Spiluð eru 8 spil við par og
fjórar umferðir á kvöldi í 8 kvöld.
Eftir fyrsta kvöld (4 umferðir)
er staða efstu para sem hér segir.
Aldís — Soffía 110.
Vigdís — Hugborg 108
Alda — Nanna 106
Dóra — Sigríður 106
Ólafía — Ingunn 103
Elín — Sigrún 86
Þóra — Véný 73
Sigríður — Charlotta 51
Laufey — Ása 51
Halla — Kristjana 44
Eftir 8 umferðir er staðan þessi:
Halla — Kristjana 185
Elín — Sigrún 177
Hugborg — Vigdís 151
Alda — Nanna 151
Aldís — Soffía 135
Ólafía — Ingunn 116
Sigríður — Ingibjörg 76
Margrét — Júlíana 76
Dóra — Sigríður 68
Gunnþórunn — Inga 56
Bridgedeild Barð-
strendingafélagsins
Fjórða umferð í tvímennings-
keppninni var spiluð í Domus
Medica, mánudaginn 20. október
og er staða sex efstu para nú þessi:
Þórarinn Árnason
— Ragnar Björnsson 539
Gunnlaugur Þorsteinsson
— Hjörtur Eyjólfsson 503
Magnús Halldórsson
— Jósef Sigurðsson 476
Sigurður Kristjánsson
— Hermann Ólafsson 474
Kristján Ingólfsson
— Jón Björnsson 462
Þórir Bjarnason
— Hermann Samúelsson 454
Mánudaginn 3. nóvember hefst 5
kvölda hraðsveitakeppni. Þátttaka
tilkynnist til Helga Einarssonar í
síma '71980 fyrir 28. október.
Keppnin hefst stundvíslega kl.
7.30.
Ertu farinn að
hugsa til jóla?
Þarftu að spara?
Nú fara jólabækurnar aö streyma inn.
Þangaö til eöa næstu eina til tvær vlkur
höfum viö á boröum allar fáanlegar eldri
útgáfubækur ísafoldar.
Þjóölegur fróöleikur — skáldsögur —
Ijóöabækur — barnabækur.
Sumar þessara bóka eru á þrotum.
Ótrúlegt verö.
Bókaverslun ísafoldar,
Austurstræti 8.
nota áfram DC-8-vélar Flugleiða
hf., sem yrðu seldar hinu nýja
flugfélagi. Þetta félag átti jafn-
framt að taka við flugi Flugleiða
hf. á milli Bahama-eyja og Lux-
emborgar. Jafnframt var ráðgert
að síðar yrðu teknar upp nýjar
flugleiðir til Austurlanda og víðar.
Samkvæmt rekstraráætlun var
talið að taprekstur yrði fyrsta árið
u.þ.b. 2,5 milljónir Bandaríkja-
dala.
Óskað var eftir áætlun til lengri
tíma og var slík áætlun gerð til 5
ára. Þar er gert ráð fyrir því að
DC-10-vél verði tekin í notkun
vorið 1982, og sameining fragt- og
farþegaflugs hefjist með Boeing
747-vél vorið 1985. Samkvæmt
rekstraráætlun er gert ráð fyrir
því að hagnaður verði nokkur
annað rekstrarárið og tæpar 5
milljónir dollara þriðja árið og um
10 milljónir Bandaríkjadala fjórða
árið.
Ríkisstjórn Luxemborgar tók
þeim hugmyndum sem fram komu
í tillögum Flugleiða hf. vel, en
taldi hins vegar að áætlanir um
rekstur væru óraunhæfar. Einnig
töldu aðilar í Luxemborg nauðsyn-
legt að hefja fyrr blandað fragt-
og farþegaflug.
Ríkisstjórn Luxemborgar sam-
þykkti þá víðtæka aðstoð við
stofnun nýs flugfélags og lagði
mikla áherzlu á áframhaldandi
Norður-Atlantshafsflug, en sem
kunnugt er hafnaði Luxair S.A.
þátttöku í slíku sameiginlegu flug-
félagi eftir að hafa dregið svar á
langinn í margar vikur.
Ef samþykkt verður að halda
Norður-Atlantshafsfluginu áfram
er ráðgert að viðræður hefjist á ný
milli Flugleiða og íslenzkra
stjórnvaida annars vegar og aðila
i Luxemborg hins vegar um flug-
rekstur á umræddri leið í framtíð-
inni.
Bæjarstjór-
ar í hungur-
verkfalli
Jprúsalom. 21. október. AP.
TVEIR palestinskir bæjarstjór-
ar á vesturbakkanum hófu
hungurverkfall í dag. þegar
þeir fréttu að áfrýjun þeirra
geKn hrottvísun frá vestur-
bakkanum hefði verið vísað frá
að söKn yfirvalda.
Fjölskyldur jteirra efndu til
mótmæla fyrir utan bústað
Menachem Begin forsætisráð-
herra í Jerúsalem og kröfðust
þess að hann hnekkti úrskurðin-
um og leyfði bæjarstjórunum að
snúa aftur heim. Þær veifuðu
spjöldum, sem á stóð:
„I nafni mannúðar sleppið feðr--
um okkar."
Seinna ræddi Begin við tvo
aðra arabíska bæjarstjóra, Eli-
as Freij frá Betlehem og Rashid
A-Shawa frá Gaza, sem ætluðu
að hvetja til þess að brottvísun-
inni yrði hnekkt.
Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði,
handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki,
enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð
til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu
markaða veraldar.
Volund
danskar þvottavélar
í hæsta gæðaflokki.
Frjálst val hitastigs með hvaða
kerfi sem er veitir fleiri mögu-
leika en almennt eru notaðir. en
þannig er komið til móts við
séróskir og hugsanlegar kröfur
framtiðarinnar.
Hæg kæling hreinþvottarvatns
og forvinding í stigmögnuðum
lotum koma í veg fyrir
krumpur og leyfa vindingu á
straufríu taui.
En valið er þó frjálst:
flotstöðvun, væg eða kröftug
vinding.
Trefjasían er í sjálfu
vatnskerinu. Þar er hún
virkari og handhægari,
varin fyrir barnafikti
og sápusparandi svo um
munar,
Traust fellilok, sem lokað er
til prýði, en opið myndar bakka
úr ryðfríu stáli til þæginda
við fyllingu og losun.
Sparnaðarstilling tryggir
góðan þvott á litlu magni
og sparar tíma, sápu
og rafmagn.
Fjaðurmagnaðir demparar
í stað gormaupphengju
tryggja þýðan gang.
Fullkominn öryggisbúnaður
hindrar skyssur og óhöpp.
3ja hólfa sápuskúffa
og alsjálfvirk sápu-
og skolefnisgjöf.
Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt.
Tromla og vatnsker
úr ekta 18/8 króm-
nikkelstáli, því
besta sem völ er á.
Lúgan er á sjálfu
vatnskerinu, fylgir
því hreyfingum þess
og hefur varanlega
pakkningu.
Lúguramminn
er úr ryðfríum
málmi og
rúðan úr
hertu pyrex-
gleri.
Annað eftir
því.
Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína.
En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar,
möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu
hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist
í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að
raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en
verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna
meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri
endingar.
Volund
þvottavélar-þurrkarar-strauvélar
FYRSTA FLOKKS FRÁ
Traust þjónusta
Afborgunarskilmálar!
/Fdnix
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420
fYCARj
RETTA GRIPIÐ
PRISMA