Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980
29
Skattar unglinga:
Svigrúm til að koma
við leiðréttingum
— sögðu þingmenn stjórnarandstöðu
Skattlagning og unKlinga var til umræðu utan dagskrár í
Samoinuðu þingi í gær. Töldu talsmenn stjórnarandstöðu að þessi
skattur, sem upphaflega var hugsaður i tengslum við staðgreiðslu
skatta, kæmi nú síðla árs, í nýbyrjað skólaár, illa við ungt fólk.
Athugandi væri, hvurt ekki væri rétt að koma við leiðréttingum eða
niðurfellingu skattsins.
Skólafrádráttur
úr sögunni
Kjartan Jóhannsson (A) hóf um-
ræðuna. Sagði hann þennan skatt
lagðan á tekjur unglinga, sem áður
hefðu bætzt ofan á framtaldar tekj-
ur foreldra. Þá hafi hinsvegar verið
til staðar námsfrádráttur, sem nú
væri úr sögu. Þessi síðbúna álagning
kæmi í ýmsum tilfellum, sem Kj.i j.
rakti nánar, mjög illa við hina ungu
greiðendur, og þýddi þá skattþyng-
ingu viðkomandi fjölskyldna. Spurði
hann fjármálaráðherra, hvort þessi
sérstaka skattheimta hefði fengið
athugun í fjármálaráðuneytinu; og,
hvort sérstök viðbrögð væru í vænd-
um vegna þess, hvernig þessi skattur
hefði komið út í framkvæmd.
Engin könnun farið fram
Ragnar Arnalds. fjármálaráð-
herra. sagði 2'/2 ár frá því að
viðkomandi lög vóru samþykkt. Síð-
an hefðu allir flokkar og fjár-
málaráðherrar úr öllum þingflokk-
um komið við sögu. Ég minnist ekki
nokkurra tilmæla né tillagna um
breytingu á þessu sérstaka ákvæði
skattalaganna, sagði hann. Það var
þó til umræðu á síðasta þingi, er
tekjuskattur á unglinga var hækk-
aður úr 5 í 7%.
Samkvæmt eldri lögum bættust
þessar tekjur við tekjur foreldris.
Þess vegna komu þær þá í hin háu
skattþrepin, oft 50% þrep, auk 10 til
11% útsvars og 2% sjúkratrygg-
ingargjalds, þ.e. í 60—63% skatt-
heimtu. Mér kemur því á óvart, ef
nýtt kerfi kemur verr út en það
eldra. Breytingin mun bæði hafa átt
rætur í staðgreiðslu, sem áætlað var
að kæmi, og er raunar á stefnuskrá
núverandi ríkisstjórnar; og vegna
þess, að ekki þótti eðliiegt að ungl-
ingar öfluðu og eyddu fjármunum en
foreldrar greiddu skattana.
Ráðherra sagði skattlagningu
þessa svo nýja af nál, að engin
rannsókn héfði átt sér stað á fram-
kvæmd né útkomu hennar. Viðbrögð
gætu naumast orðið önnur en þau að
semja um hugsanlegan greiðslufrest
fram yfir áramót i þeim tilfellum,
sem kæmi verst út.
Skatthcimtan og svigrúmið
Lárus Jónsson (S) sagði álagöan
tekjuskatt 1980 hafa gefið um 1V2
milljarð króna umfram tekjuáætlun
fjárlaga og eignaskattar 2 milljarða
umfram áætlun. Ráðherra hefði því
svigrúm til að mæta jafnvel hugsan-
legri niðurfellingu álagðra barna-
skatta, sem gæfu um ‘/2 milljarð
króna í ríkissjóð. Ekki var ágrein-
ingur, sagði LJ, um sérsköttun
barna, miðað við staðgreiðslu skatta,
sem koma átti, enda lá beint við að
fara þá leið. Öðru máli gegnir
hinsvegar í óbreyttu skattheimtu-
kerfi. Og þó samstaða væri um
skattalögin, þ.e; tæknilega hlið
þeirra, vóru menn ekki á eitt sáttir
um skattstigann, sem mælir skatt-
greiðendum skattabagga. I því efni
fluttum við sjálfstæðismenn breyt-
ingatillögur til lækkunar, einnig
varðandi tekjuskatt unglinga, þó
ekki næðu fram að ganga.
Þessir siðbúnu unglingaskattar,
sem koma í byrjun skólaárs, koma
illa við marga. Það er svigrúm til að
fella þá niður, með lagabreytingu, og
grunda betur, hvern veg skuli að
málum staðið í framtíðinni.
Álagðir og inn-
heimtir skattar
Ragnar Arnalds. fjármálaráð-
herra, sagði innheimta skatta lægri
en álagða, svo svigrúmið, sem Lárus
vék að, væri ekki það, sem hann
nefndi. Hann áréttaði að það væri
Alþingi, sem gengi frá skattalögum,
skattstofur, sem á legðu skattana, að
vísu undir eftirliti fjármálaráðu-
neytis. Fjármálaráðherra gæti
hvorki lækkað né fellt niður skatta,
að óbreyttum lögum.
Rétt lýsins
Kjartan Jóhannsson (A) þakkaði
ráðherra svar hans, sem hann
kvaðst skilja svo, að áhugi væri til
staðar að kanna málið og hugsanleg
viðbrögð. En að sjálfsogðu þyrfti
lagabreytingu til, ef viðbrögð yrðu í
þá veru, sem komið hefði fram í
þessum umræðum. Lýsing ráðherra
á aðdraganda málsins væri efnislega
rétt.
Skattarnir felldir niður
Salóme Þorkelsdóttir (S) árétt-
aði, að sérsköttun unglinga hefði átt
að tengjast staðgreiðslu skatta. Hún
sagði að þessi siðbúna álagning nú
hefði komið bæði unglingum og
foreldrum í opna skjöldu. Bagalegt
væri að kunngera álagningu er svo
skammur tími væri eftir greiðsluárs.
Þar sem skattheimta ríkisins 1980
hefði farið langt fram úr fjárlaga-
áætlun virtist sú leið fær, að leysa
þetta mál farsællega, ef vilji væri
fyrir hendi.
Frestur eða niðurfelling
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
taldi þann gjaldfrest, sem ráðherra
hefði talað um, hugsanlega fram í
janúar—febrúar, naumast koma bet-
ur út, fyrir skólaunglinga. Þessi
skattur, sem tengjast átti stað-
greiðslu, en kemur nú í lyktir árs svo
illa niður, sem raun er á, hefur
naumast það vægi fyrir ríkisfjár-
málin, að ekki megi slaka á skatta-
klónni í þessu sérstaka tilfelli
Mannlegast væri að Alþingi stæði
saman að lagabreytingu, sem gerði
slikt mögulegt.
Matthíasarskattur
Ólafur Ragnar Grímsson (Abl)
sagði skattalögin, sem nú giltu,
afkvæmi Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins, sem hefði ver-
ið vélaður til að samþykkja þau.
Fjármálaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins hefði safnað þvílíkum rík-
isskuldum að tímabært væri að
leggja á nýjan skatt, Matthíasar-
skatt, til að rísa undir þeim skulda-
böggum.
Mikilvægt mál bíður
Ólafur Jóhannesson. utanríkis-
ráðherra, vakti athygli þingdeild-
armanna á því, að stærsta málið,
sem þingið hefði nú til meðferðar,
Flugleiðamálið, biði þess að komast
til umræðu í þingdeildinni. Þessi
umræða kynni að vera mikilvæg, en
gott væri ef þingmenn kynnu mál-
gleði sinni hóf.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S) og
Lárus Jónsson (S) tóku undir orð
utanríkisráðherra, en ummæli Ólafs
Ragnars Grímssonar gæfu þó tilefni
til að minna á, að eitt væru skatta-
lög, annað skattstigar, sem ákvæðu
skattþungann, og þeir væru ávallt á
ábyrgð viðkomandi ríkisstjórnar,
ekki sízt fjármálaráðherra, sem nú
væri úr röðum Alþýðubandalagsins.
Kjartan
Ragnar
Lárus
Fjármálaráðherra um Flugleiðir:
Veðhæfni eigna
varðar veginn
„Stjórn Flugleiða fórst fádæma klaufalega“
sagði Eiður Guðnason
RAGNAR Arnalds, fjármálaráð-
herra, mælti fyrir stjórnarfrum-
varpi um málefni Flugleiða f efri
deild Alþingis i gær. Sagði ráð-
herra frumvarpið fela eftirfarandi i
sér: 1) Rikisstjórninni er heimilt að
ganga i sjálfsskuldarábyrgð, að
fjárhæð 3 miiljónir Bandarikja-
dala, er Flugleiðir taki; 2) Ríkis-
stjórninni er heimilt að auka hluta-
fjáreign sina i Flugleiðum upp i
20% hlutafjár; 3) Ríkisstjórninni er
heimilt að veita félaginu sjálfskuld-
arábyrgð, allt að 12 milljónum
dala, gegn baktryggingum frá fé-
iaginu; 4) Rikisstjórninni er heim-
ilt að fella niður ógreidd lend-
ingargjöld og stimpilgjöld af
Varaþingmenn
taka sæti á
Alþingi
O Sigurður Ma«n
ÚNNon, rafvirki, í
stað Svavars (iests-
sonar. en hann er
2. varaþin^maður
alþýðubandalags-
ins i Reykjavik.
O Gunnar Már
Kristófersson. for-
maður Alþýðusam
hands Vesturlands.
hefur tekið sæti
Eiðs (iuðnasonar.
Hann er varaþing-
maður Alþýðu-
flokksins á Vestur-
landi.
lánsskjölum vegna kaupa á Boeing
727-200.
Veðhæfni ræður ferð
Fjármálaráðherra sagði að nú
færi fram könnun á veðhæfni
eigna Flugleiða. Sú könnun muni
síðan ráða ferð um framkvæmd
þeirrar áhættu, sem ríkissjóður
axlaði. Ráðherra sagði ljóst, að
Flugleiðir þyrftu umrædda 12
milljón dala ábyrgð, hvort sem
Atlantshafsfluginu yrði haldið
áfram eða ekki. Hann sagði ekki á
hreinu í hve hátt rekstrartap
Flugleiðir stefndu á komandi
misserum, að því meira sem tapið
yrði, því meiri yrði sú áhætta, sem
ríkissjóður tæki á sig.
Ráðherra rakti í grófum drátt-
um efnisþætti frumvarpsins. En
sökum þess að málið hefði verið
rætt all ítarlega í sameinuðu þingi
í gær, í tengslum við skýrslu
samgöngumálaráðherra, teldi
hann ekki jafn mikla þörf á að
fjölyrða um það hér og nú.
Skylda ríkisvaldsins
Eiður Guðnason (A) sagði m.a.
að erfiðleikar Flugleiða stöfuðu
öðrum þræði af utanaðkomandi
ástæðum en sumpart af heimatil-
búnum. Hann sagði að ríkisvaldið
hefði á sínum tíma haft forgöngu
um sameiningu Flugfélagsins og
Loftleiða. Þar hefði verið unnið
meir af kappi en forsjá. Ríkið
knúði fram þessa sameiningu,
sagði Eiður, og þar af leiðir að því
ber viss skylda til að koma
fyrirtækinu til aðstoðar nú. Erfið-
leikar eiga og rætur hjá fyrirtæk-
inu sjálfu. Stjórn félagsins hefur
ekki staðið vel að verki, jafnvel
gert skyssur á skyssur ofan, sagði
EG.
EG sagði að samgönguráðherra
hefði staðið vel að þessu máli,
eftir því sem hann hefði fengið
ráðið fyrir Alþýðubandalaginu,
sem virtist eiga þá ósk, að flug-
reksturinn færi í rúst, svo byggja
mætti eitthvað annað á rústunum.
Þó væri það óskiljanlegt hjá
ráðherra að veita öðru félagi, sem
Kwnar Eléur
Arnalds Guðnaaon
aldrei hefði stundað farþegaflug
landa á milli, og ætti ekki einu
sinni farþegaflugvél, leyfi til far-
þegaflugs á leiðinni Ísland-Hol-
land, sem vitað var að Flugleiðir
myndu taka upp. Enn einkenni-
legra er þó að þetta flugfélag,
Iscargo, leitar nú eftir flugvélum
til kaups erlendis, á sama tíma og
vélar Flugleiða standa hér heima
án verkefna og ekki seljanlegar.
Tími er til kominn að auglýsa eftir
flugmálastefnu þessarar ríkis-
stjórnar, sagði EG.
EG sagði útvarpið nýlega hafa
spurt utanríkisráðherra, hvort
aukinn hlut Flugleiða í flutning-
um til varnarliðsins hefði borið á
góma í för hans til Bandaríkjanna.
Svarið hefði verið í fleirtölu:
flugfélög. Máske var þetta mis-
mæli, sagði EG. Fróðlegt væri ef
ráðherrann vildi upplýsa Alþingi
frekar um þennan möguleika.
EG vék að gildi Atlantshafs-
flugsins fyrir þjóðarbúið, atvinnu-
legan og gjaldeyrislegan. Atvinnu-
öryggi hundruða manna væri í
hættu enda margfeldisáhrif
starfsemi af þessu tagi mikil.
Alþýðuflokkurinn vildi því veita
Flugleiðum fyrirgreiðslu í eitt ár,
meðan menn hugleiddu betur það
sem framundan væri.
Af þeim eignum, sem selja
mætti, nefndi hann: bílaleigu og
hótel, sem e.t.v. mætti nýta sem
hjúkrunarheimili fyrir aldraða
eða stúdentagarða. En ekki væri
hyggilegt að selja eignarhluta í
Cargolux.
EG sagði að ýmsar ákvarðanir
stjórnar Flugleiða orkuðu tvímæl-
is, s.s. varðandi flugvélakaup, sem
borið hefðu að með enn óskýrðum
hætti. Slík stjórn ætti í raun ekki
að eiga annað eftir en að segja af
sér, sagði hann.
Hann gagnrýndi og ákvæði 5.
gr. frumvarpsins, þar sem ríkis-
stjórn væri falið að setja frekari
skilyrði, vegna fyrirgreiðslunnar.
Eðlilegra væri að þessi skilyrði
yrðu sett inn í lögin.
Þá vék EG enn að stjórn Flug-
leiða. Sagði hann að tilkynningin
um niðurfellingu flugs á Atlants-
hafsleiðinni hefði skaðað félagið
svo mjög, að torvelt yrði upp að
byggja aftur. Stjórninni fórst fá-
dæma klaufalega í þessu efni,
sagði hann.
Er hér var komið var umræðu
frestað, enda þingflokksfundir
ávallt siðdegis á mánudögum.