Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 Kvennaf rí — hvað sv< Nú svara: Fundurinn sýndi, hversu auð- velt er að ná til allra kvenna hér og fá þær til að koma fram sem ein heiid, og að öllum — konum og körlum — þótti sjálfsagt að koma kvennafundinum og kvennafrídeg- inum fram, svo að eftirminnilegt væri. Allir lögðust á eitt, árangurinn varð eftirminnilegur. Einhver fjölsóttasti útifundur, sem hér hefur sést. Hin mikla almenna þátttaka vakti alheimsathygli, sem í sjálfu sér hefur þó varla verið það, sem að var stefnt, heldur afleiðing. Fundurinn opnaði tvímælalaust augu margra kvenna fyrir þeirri staðreynd, að störf þeirra eru mikils metin og starfsorka þeirra þjóðinni ómissandi. Sú framsetning á gildi vinnu kvenna, sem fram kom í morgun- pósti nú í október, „að konur yrðu að komast til verka utan heimilis til þess að skila einhverju í verðleikum. En gleðin yfir vel unnu verki verður aldrei metin í samanburði við laun eða frama — hún er yfir slíkt hafin. Kvennafrídagur, hvað svo? Styrkur samtaka kvenna er staðreynd, sem hefur verið sönn- uð. Áhuganum verður að halda við, það er því nauðsyn að ná til hinna ungu fyrr. Framundan er fyrir íslenskar konur og karla að takast á við að móta það umhverfi í vinnu og frítíma, að hæfileika allra einstaklinga nýtist til að byggja upp gifturíkt þjóðfélag. Egill Skúli Ingibergsson Auðvitað átti kvennafríið, eða kvennaverkfallið eins og ákveðinn hluti þjóðarinnar kallar þessa aðgerð, fullan rétt á sér. Samt er ég hvorki sannfærður um að þetta frækorn hafi fallið í frjósaman jarðveg eða að það hafi verið vökvað af þeirri kostgæfni sem er hvort okkur leyfist að tengja þann atburð kvennafrídeginum haustið 1975, er umdeilanlegt. Að vísu má segja, að sú umræða, sem fékk byr undir vængi þann dag, hafi orðið til þess að leitað var eftir kvenna- framboði. Engu að síður er ég þeirrar skoðunar, að Vigdís hafi borið sigur úr býtum þrátt fyrir það að hún er kona, en ekki vegna þess. Það var líka gaman að vera kona þann 24. október 1975. Þann dag — þann eina dag — stóðum við konur saman. Vald okkar virtist takmarkalaust, atvinnulíf- ið lamaðist, menn og börn eigruðu um, og við fundum til þess, að við bjuggum yfir óendanlegri orku, sem við kunnum þó ekki að virkja. En hvað svo? í hvað fór þessi orka? Hvar sér hennar stað? Hefur hlutur okkar aukizt í stjórnun þjóðfélagsins? Sitja fleiri konur í sveitastjórnum, verkalýðs- félögum, á Alþingi? Nei, ekki verður það sagt. Að vísu fara æ við unga dóttur mína fyrir nokkru. Hún velti vöngum skamma stund. „Ég veit það eiginlega ekki. Hvað fyndist þér ég ætti að verða? spurði hún. Ég svaraði að hún skyldi fyrst og fremst stefna að því að læra eitthvað sem hana langaði til að vinna við. Hún bað mig að nafna valkosti. Ég taldi upp ýmis starfsheiti og mennta- stofnanir og endaði á háskólanum, „svo gætirðu orðið læknir, lög- fræðingur eða viðskiptafræðing- ur“ Hún horfði á mig drykklanga stund og spurði svo með þungri alvöru „Get ég þá ékki orðið kona?“ Þetta samtal minnti mig á ábyrgð uppalenda í því sem kallað hefur verið jafnréttisbarátta. Mér þótti athyglisvert að henni skyldi finnast hún standa andspænis vali. Ef hún tæki þátt í atvinnulíf- inu, yrði hún að afsala sér því sem henni þótti eftirsóknarverðast — að vera kona. Enginn drengur ekki þröskuldur en ekki um að nota kynferði sem aðgöngumiða til starfa og áhrifa. Það er ódýrt að stytta sér leið með þeim hætti. Þrátt fyrir persónulega reynslu og skoðanir er mér auðvitað ljóst að miklu hefur verið ábótavant í þessum málum í þjóðfélaginu. Það er til dæmis ekki óalgengt að konur, sem hafa lokið háskóla- námi með miklum ágætum hafa orðið að horfa upp á að skólabræð- ur þeirra, sem þær vita að standa þeim langt að baki, bæði í hæfni og þekkingu, eru teknir fram yfir þær í starfi vegna kynferðis. Það hlýtur að vera nöpur reynsla! Ég held samt að tilvikum af þessu tagi fari fækkandi, í framhaldi af mikilli viðhorfsbreytingu sem orð- ið hefur á samskiptum kynjanna á síðustu árum. Hvaða áhrif kvennafrídagurinn hefur haft veit ég ekki en hann hefur varla skemmt fyrir. Hins vegar finnst mér að þeir einstaklingar sem helst kjósa að EGILL SKÚLI INGIBERGSSON GESTUR ÓLAFSSON JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR PÉTUR GUNNARSSON þjóðarbúið", finnst mér fráleit og óverðug. Fjölskyldan er að mínu mati undirstaða þess, að við lifum sem sjálfstæð þjóð, undirstaða menn- ingar okkar og framtíðarinnar. Hlutverk húsmóðurinnar er þar meira en sambærilegt hlutverk bóndans, þrátt fyrir orðtakið: „Bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi," sem virðist alltaf hafa verið það sjónarmið, sem auglýst var. Þarna vantar í orðtakið grunninn, þ.e. án húsfreyju ekkert bú. Rétt er það, að umbun fyrir búreksturinn utan frá, hvort held- or er bein laun, frægð og frami, jafnvel mannaforráð, hafa fallið oftar í hlut bóndans, en konan •taðið í skugganum — óþekkt, sem •ýnir, að starf húsmóðurinnar hefur alla tíð verið vanmetið og misskilið. I dag tel ég, að á hafi orðið breyting, m.a. vegna dugnaðar og áhuga þeirra kvenna, sem að undirbúningi kvennafrídags stóðu. Augu fólks hafa opnast fyrir nauðsyn þess og æskileika þess, að alhr fái möguleika til að takast á við þau störf, sem löngun þeirra sténdur til og geta leyfir. Verka- skipting og samvinna um það, sem gera þarf, er nauðsyn. En aðalatriðið er, að hver og i’inn leggi alúð og áhuga í það, sem I ann fæst við og hljóti umbun að nauðsynleg ef það á að bera tilætlaðan ávöxt. Til þess að geta eitthvað í lífinu er yfirleitt nauðsynlegt að vilja eitthvað fyrst, en ég er ekki ennþá sannfærður um að alltof margar íslenskar konur vilji nógu ákveðið standa jafnfætis karlmönnum hér á landi og karlmönnum og kven- mönnum annarra þjóða. Ég er samt gæddur óbifandi trú á getu hvers einstaklings til þess að gera flesta þá hluti sem hann lætur sig langa til í lífinu, en það er samt algerlega nauðsynlegt að fólk ákveði meðvitað hvað það er. Annars er viðbúið að menn hreki af leið og að þeir möguleikar, sem lífið býr yfir, glatist. Oft er sagt að það sé miklu skynsamlegra að vera svartsýnn heldur en bjartsýnn. Ég er svart- sýnn á að nokkur veruleg breyting verði á stöðu kvenna hér á landi á komandi árum nema þær setji sjálfar markið hærra og geri meiri kröfur um meiri möguleika til menntunar og þroska, sem aftur gerir þeim kleift að standa jafn- fætis hverjum sem er, á hvaða vettvangi sem er. Gestur ólafsson Það var gaman að vera kona daginn, sem Vigdís Finnbogadótt- ir var leidd til embættis forseta lýðveldisins síðla sumars. En fleiri konur út á vinnumarkaðinn, en það er einungis með það fyrir augum að drýgja tekjur heimilis- ins, sem verða æ minni þrátt fyrir fleiri krónur. Umræður hafa aukizt. Satt er það. Og að sama skapi hefur óánægjan vaxið. Staða konunnar er í sífelldri endurskoðun. Það er erfitt að vera kona. Það togast á í okkur skyldur gagnvart börnum og gagnvart starfinu. Við getum ekki sýnt metnað í starfi án þess að það bitni á börnum okkar. Hvorki fyrirmyndarfeður né dag- vistunarheimili geta komið í okkar stað. Það er mín sannfær- ing, og það er mín reynsla. Var þá kvennafrídagurinn til einskis? Var öll þessi umræða út í hött? Nei, svo sannarlega ekki. Dætur okkar, þær sem hafa vaxið upp með þessari umræðu, líta öðrum augum til framtíðarinnar. Þær ætla sér stærri hlut en við. í dag er það vitfirring og alger óþarfi að byrja á því að hlaða niður börnum án þess að hafa gert sér hugmyndir um, hvernig eigi að sjá fyrir þeim. Ungar stúlkur hafa vaknað til meðvitundar. Þær geta allt, sem þær vilja. Það sáum við þó á kvennafrídaginn. Bryndis Schram „Hvað langar þig til að verða þegar þú ert orðin stór?“, sagði ég myndi láta sér detta í hug að hann gæti ekki verið foreldri og eigin- maður, þó hann væri úti á vinnu- markaðnum. Ég var ekki ein þeirra sem hljóp fagnandi niður á Lækjartorg fyrir fimm árum síðan. Ég leit á þennan fund eins og hverja aðra skemmtilega uppákomu og áttaði mig ekki á hvað atburðurinn var sérstakur fyrr en löngu síðar. Þetta á sér eðlilegar skýringar. Aðstæður og uppeldi móta ein- staklinga og mínu var þannig háttað að mér hefur aldrei fundist ég þurfa að teygja mig til að standa jafnfætis karlmönnum. Jafnréttisbaráttan hefur þess- vegna ekki snert mig sérstaklega og mér hefur oft þótt hún átakan- lega hallærisleg. Mér finnst til dæmis lítil reisn yfir því að heimta að konur séu helmingur þingmanna, eða að það verði að vera kona í tiltekinni nefnd eða á tilteknum lista. Alþingi endur- speglar þjóðfélagið á vissan hátt og karlmenn sem setjast á þing koma gjarna úr forystustörfum í atvinnu- eða félagslífi. Konur hafa tilhneigingu til að veigra sér við leiðtogastörfum, en eru lygilega oft ritarar í félögum. Það hlýtur fyrst og síðast að vera hæfni einstaklingsins sem skiptir máli en ekki hvort hann er karl eða kona. Jafnréttisbarátta á að snú- ast um að kynferði manna sé þeim vera framkvæmdastjórar á sínu eigin heimili og hafa aðstæður til þess, eigi ekki að láta almennings- álitið hrekja sig út á vinnumark- aðinn — hvoru kyninu sem þeir tilheyra. Það er oft seilst helst til langt í þá átt í jafnréttisbarátt- unni að blanda sér í verkaskipt- ingu og samvinnu hjóna. Ef jafn- réttisbaráttan er einhvers virði, stuðlar hún að samstöðu kynjanna en ekki samkeppni. Einar Bene- diktsson var ratvís á réttan skiln- ing á þessu atriði í Brauðkaups- söngvum sínum, en þar segir: „Sæll hver, sem eignast annan, en á sig sjálfan þó“ Jónína Michaelsdóttir Hver myndi mæta á Kvennafrí- dag nú? Allavega Andskotinn, því ekki dettur manni neitt minna í hug en vélabrögð hans, þegar hugsjónir kvenfrelsisbaráttunnar eru bornar saman við útkomuna- eins og hún blasir við í dag. Eða hefur ekki rjóminn verið fleyttur ofan af stefnumiðum hennar til að koma í kring tvöföldu vinnuálagi, tvískertum hlut heimilanna? Venjuleg fjölskylda framfærist af 2x8 vinnustundum, minnst. Sú vélvæðing sem það útheimtir í heimiiistækjabúnaði og farkosti, er síðan slegið upp sem vísbend- ingu um vélmegun. Eitt er samt sem ekki hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.