Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 35 í tilefni afmælisins heimsótti Brian Haughton. forseti Evrópu- deildar Fisher-Price, umboðsmennina hérlendis. Þarna eru þeir á myndinni. Brian Haugton, Jóhann og lengst til hægri Sigurður Ágústsson solustjóri. Fisher—Price í hálfa öld Á HORNI Amtmannsstígs og Ingólfsstrætis er til húsa heild- verzlunin Kristjánsson hf„ sem m.a. flytur inn Fisher-Price leikföng. í tilefni 50 ára afmæl- is Fisher-Price fyrirtækisins spjallaði blm. við Jóhann Olafsson, framkvæmdastjóra Kristjánssonar hf. — Reyndar má segja að við eigum afmæli líka, sagði Jóhann, það eru u.þ.b. 10 ár síðan við hófum að flytja inn Fisher-Price leikföng. Árssalan 210 milljaröar íslenzkir — Fisher-Price er annar stærsti leikfangaframleiðandi heims. í Bandaríkjunum, þar sem aðsetur fyrirtækisins er, framleiðir það 9 af hverjum 10 leikföngum sem þar eru seld fyrir börn yngri en 9 ára og Fisher-Price selur fjögur leik- föng handa hverju barni sem fæðist í Bandaríkjunum. Það er óneitanlega stórkostleg sala. 9% alls leikfangainnflutnings hingað til lands er Fisher-Price leikföng, og það er stærsta markaðshlutfali Fisher-Price fyrir utan Bandaríkin. Á síðasta ári seldi fyrirtækið fyrir 340 milljónir Bandaríkja- dala (170 milljarðar íslenzkir) og áætluð sala þessa árs eru 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 210 milljarðar íslenzkir. Þetta eru stórar upphæðir. Rannsóknir á leikföngum Aðalaðsetur Fisher-Price er í lítilli borg í New York-fylki. Þar starfrækir fyrirtækið leikheimili allan daginn, sem stjórnað er af barnasálfræðingi. Hvert barn í þessari litlu borg, fær að dvelja þar tvo mánuði og er það eftir- sótt mjög þar í nágrenni, að komast á þetta leikheimili. Á þessu leikheimili fara fram rannsóknir á barnaleikföngum. Athuguð eru algengustu leikföng á markaðnum, og öll framleiðsla Fisher-Price er vandlega rann- sökuð. Það eru ekki aðeins börn- in, sem reyna leikföngin, heldur koma foreldrar í viðtöl og segja álit sftt og greina frá hvernig leikföng þau vilji helzt handa sínum börnum. Sérílagi er á leikheimili þessu athugað hvort barninu geti hugsanlega stafað einhver hætta af leikfanginu. Og ekkert leik- fang frá Fisher-Price fer í fram- leiðslu fyrr en eftir rækilega rannsókn á þessu leikheimili. Þroskandi leikföng Fisher-Price leggur mikið upp úr því, að leikföngin séu barninu þroskandi, örvi barnið til sjálf- stæðrar hugsunar og seðji ímyndunarþörf þess. Reynslan hefur líka sýnt að börn verða ekki leið á leikföngum frá Fish- er-Price. T.a.m. hafa selzt 25 milljón stykki af símanum frá Fisher-Price. Ennfremur leggur fyrirtækið mikið upp úr litasamsetningu leikfanganna, og eru litir valdir í samráði við þaraðlútandi sér- frætt fólk. Að lokum sagði Jóhann Ólafsson, að ekki mætti gleyma endingunni, Fisher-Price leik- föng væru sterk og óbrjótandi, jafnframt að vera áhugavekj- andi barninu og engin hætta væri á því að barnið færi sér að voða með Fisher-Price leikföng- um. Þroskaspjaldið, sem kosið var besta ungbarnaleikfang i Hollandi. Jón Ásgeirsson: Athugasemd við athuga- semd Stefáns Edelsteins Vegna athugasemda í gagnrýni um Tapíólakórinn, er varðar það skipulagsleysi, er ríkir í tón- menntamálum þjóðarinnar, gerir Stefán Edelstein athugasemd við skrif mín og leggur hann, á nokkuð smekklegan hátt, mikla áherslu á að gera lítið úr þekkingu minni á starfsemi tónlistarskól- anna í landinu og segir að athuga- semd mín sé „vanhugsað hjal eða „naiv“ óskhyggja“. Ef Stefán Edelstein vill ræða um tón- menntamál á íslandi, hlýtur það að vera mögulegt án útstikunar á vanköntum mínum, sem sjálfsagt yrðu mér til lítils ábata, ef upplýstir yrðu. Það sem felst í staðhæfingu minni er sá mismun- ur, sem er á aðstöðu tónmennta- kennara er starfa við grunnskól- ann og tónmenntakennara, sem í raun og veru kenna sama náms- efni innan tónlistarskólanna. Stef- án getur þess í grein sinni, að: „Um 80% þess starfs, sem fram fer í tónlistarskólum landsins, er kennsla á neðri stigum hljóðfæra- náms og annarra tónlistargreina". Þarna styður Stefán við staðhæf- ingu mína en horfir framhjá þeirri staðreynd, að jafnrétti til náms í tónmennt er þar með verulega skert, þar sem flestir tónlistarskólarnir verða að tak- marka nemendafjölda og útiloka næstum öll börn efnaminni for- eldra með töluverðum skólagjöld- um. Eðlilegt væri, eins og tíðkað er víða um heim, að bórn gætu átt kost á kennslu í hljóðfæraleik og tónfræði í grunnskólanum, upp að einhverju stigi (áttunda stig í Englandi) og síðan er skyldunámi lyki, tekið til við framhaldsnám við einhvern tónlistarskólann. At- hugasemd minni er ekki beint gegn tónlistarskólunum, því að það er skoðun mín og margra annarra er til þekkja, að ef lögð yrði áhersla á almenna þjálfun í tónmenntagreinum í grunnskólan- um, hefði það síður en svo þau áhrif að nemendum fækkaði í tónlistarskólunum, heldur yrði að- eins breyting á inntaki námsins í samræmi við þann undirbúning er nemendur fengju í grunnskólan- um. Fjármögnunarkerfi tónlist- arskólanna, sem Stefán telur að- skilið frá öðrum kostnaði ríkisins á sviði menntamála, er ekki óvið- komandi þessu máli og kemur glögglega fram í tregðu skólayf- irvalda að leggja fé í tónmennta- kennslu í grunnskólanum, því það eru beinlínis rök þeirra, að slíkt sé óþarft, því tónlistarskólarnir sjái um þá kennslu. Svo rammlega er þarna um hnýtt, að kennarar í mörgum grunnskólum fá tæplega nokkuð greitt fyrir ýmis tónlist- arstörf, eins og t.d. kórstjórn, þrátt fyrir það, að margir íslensk- ir kórstjórar hafi náð slíkum árangri að vel má jafna til þess er Errki Pohjola hefur orðið frægur fyrir. Slík aðhaldssemi á sér oft stað á sama tima og tónlistarskól- arnir safna til sín kennurum og er þá ekki talað um sparsemi. í framhaldi þessara erfiðleika, er það orðið mjög algengt að kennar- ar í grunnskólum gefast hreinlega upp og ráða sig til starfa í tónlistarskólunum, þar sem starf þeirra er bæði betur virt og launað. Stefán víkur aðeins að Kennara- háskóla íslands og lætur liggja að því, að ég sé í lykilaðstöðu til „að bæta ástandið í tónmenntamálum þjóðarinnar á grunnskólastiginu". Hann veit þó vel að síðastliðin 20 ár hefur Tónlistarskólinn í Reykjavík haft á hendi menntun tónmenntakennara og ef pottur er brotinn í því máli, er þar ekki við K.H.Í. að sakast. Almennur kenn- aranemi í K.H.Í. fær tvær viku- stundir í einn vetur, sem eingöngu duga til lauslegrar kynningar á tónmenntaefni grunnskólans. Al- mennur kennari á ekki, sam- kvæmt námsskrá, að kenna tón- mennt og því er ekki talið rétt, að miklum tíma sé eytt í þá kennslu- grein (og þar með þrengt að „nauðsynlegri" greinum), en venjulega bent á, að það mál sé í höndum Tónlistarskólans. Ef stækka á umsvif K.H.Í. á tónmenntasviðinu þarf annað- hvort að fjölga kennurum í grein- inni eða stofna til samstarfs við Tónlistarskólann. Nú veit Stefán vel hvernig þessi mál standa í dag og þær dylgjur um að ég einn skuli vinna verk, sem stóran hóp kenn- ara þarf til að framkvæma, eru vægast sagt ekki heiðarlegar. Stefán er sjálfur einn af aðalkenn- urum við stofnun þá er um 20 ára skeið hefur haft á hendi menntun tónmenntakennara grunnskólans og veit vel að kennaraskorturinn er ekki vandamál K.H.Í. Sú aðgreining sem tekin var upp, er Tónlistarskólinn í Reykja- vík tók við þjálfun tómenntakenn- ara, varð á margan hátt mikil lyftistöng fyrir þróun tónmenntar í landinu, en um leið hófst sá sérkennilegi kiofningur, sem einn- ig er að verða ljós varðandi ýmsar aðrar sérgreinar og kemur m.a. fram i því að almennur kennari hefur á þessu tímabili ekki orðið aðnjótandi neinnar verulegrar kennslu í þessum sérgreinum. Það sem er þó alvarlegast er aðstaða nemenda, því sé þeim akkur í að mennta sig í einhverri þessara greina, verður hann annað hvort að skila tvöföldu starfi eða hrein- lega að velja á milli almennrar menntunar og sérgreinarinnar. Athugasemd mín í umræddri gagnrýni var ekki „vanhugsuð" og ekki sett fram af „ábyrgðarleysi“, því það er staðföst trú mín að þessi mál eigi að ræða fyrir opnum tjöldum, í stað þess að pukra með þau í nefndum, sem að mestu eru skipaðar hagsmunaað- ilum tónlistarskólanna. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.