Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 48
AKAI HLJÓMTÆKI 100.000 kr. staðgr. afsláttur eða 300.000 kr. útborgun í flestum samstæöum. HégnAa taskni á flððu verAi. GRUnPlú) LITTÆKI 100.000 kr. staögr. afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun. Gildir um öll littæki. GRUNDIG vagna gæöanna. lil IICO H f FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 650 millj. kr. afborgun af Boeing 727-200 vélinni FJugleiðir: „1>AÐ ER RÉTT að FluKleiðir eijía að horxa 1,3 milljón dollara í aíhortfun af nýju Boeing 727-200 þotunni í na-sta mánuði en sú afhorKun er inni í þeim upphæðum sem miðað er við i hciðninni til ríkisstjórnarinnar um fyrirxreiðslu til þess að hreyta 6 millj. dollara lausaskuldum í fóst lán." satfði SÍKurður IlelKason. framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flutfleiða, í samtali við Mbl. í gær. Inni í þessum lausaskuldum eru einnig skuldir upp á nokkrar milljónir dollara vegna fluKeftir- lits, við önnur flugfélög og ýmsar fleiri lausaskuldir, en að sögn Sigurðar er um tveggja til þriggja mánaða hala að ræða í þessum efnum, því yfirleitt ganga greiðsl- ur milli flugfélaga fljótt fyrir sig. Flugleiðir hafa ekki fengið neina lokun á sig vegna þessara skulda en þessi „hali“ er inni í dæminu sem er til afgreiðslu á Alþingi. í september varð um 550 þús. dollara halli á rekstri Flugleiða og um 1,8 millj. dollara í október, en þarna er um að ræða mjög svipað- ar upphæðir og Flugleiðir höfðu reiknað með á þessum árstíma. Sigurður sagði, að olíukaup Flugleiða færu fram með mismun- andi fyrirkomulagi. Sumt væri borgað fyrirfram með afslætti, annað staðgreitt og einnig væri keypt eldsneyti með greiðsluf.vr- irkomulagi eftir á, 10—15 dögum eins og tíðkaðist almennt enda væri um að ræða háar upphæðir og örar. Afríkuhjálpin 1980 Það var handagangur I öskjunni i öllum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu siðdegis i gær, þegar öll börn mættu i skóla sina til að taka þátt i að safna fyrir Afrikuhjálp Rauða kross íslands. Allir fengu merki og fötur og áhuginn skein úr hverju andliti, eins og sjá má á þessari mynd, sem Ragnar Axelsson Ijósm. Mbl. tók i Hólabrekkuskóla i gær. Sjá bls. 2. Enginn sátta- fundur boðaður í ASÍ-VSÍ-deilu ENGINN sáttafundur hefur verið boðaður i kjaradeilu Alþýðu- sambands íslands og Vinnuveit- endasambands íslands. Enginn fundur var milli deiluaðila i gær og i gærkveldi hafði ekki verið boðað til fundar. Eins og fram kom i Morgun- blaðinu í gær. ætlaði rikissátta- semjari að meta stöðu mála. og hugsanlega boða aðila saman til fundar, eftir gangi viðræðna i kjaradeilu bókagerðarmanna. Eftir næturlangan fund bóka- gerðarmanna sá sáttanefnd ekki ásta'ðu til að boða tii fundar milli ASÍ og VSÍ. Gert út á gjafirnar UM 40—50 bátar voru á síldveiðum á Reyðarfirði í fyrrinótt og fengu flestir góðan aíla. Sumir fengu reyndar meira en þeir gátu tekið eða máttu innbyrða vegna reglna um kvóta nótaveiðiskipa. Minni bátar frá Eskifirði voru þó ekki langt undan og tóku glaðir við þvi, sem afgangs var. Örvar SU 155 kom t.d. drekkhlaðinn að landi eins og sjá má á þessari mynd. Undanfarið hafa fjórir minni bátar frá Eskifirði „gert út á gjafirnar" og hluturinn er orðinn dágóður. (LjóHm. Ævar). Lýkur vertíð rekneta- báta um næstu helgi? EF SÍLDVEIÐI í reknet verður eins gé»ð næstu sólarhringa og verið hefur undanfarið má reikna með að kvóti reknetabátanna verði fylltur um eða eftir nastu helgi. en stöðvun veiðanna skal tilkynna með tveggja sólarhringa fyrirvara. A sunnudag var búið að veiða 13.207 tonn í reknet og lagnet, en sameiginlegur 18 þúsund tonna kvóti er fyrir þessi veiðarfæri. Skiptingin á milli þeirra var þannig um miðja síðustu viku, að 437 tonn höfðu veiðst í lagnet, en hitt í reknet. Þá höfðu fengist rúmlega 2400 tonn í hringnót og voru 7 nótabátar búnir að fylla kvóta sinn. Sjávarútvegsráðuneytið ákvað í haust að leyfa veiði á 50 þúsund tonnum af síld og var skiptingin þannig, að í reknet og lagnet mátti veiða 18 þúsund tonn samtals, en ekki var um kvóta á einstaka báta að ræða. í hringnót mega „hefð- bundnir síldarbátar" veiða 240 tonn, en einnig var um verðmætakvóta að ræða hjá þeim. Heildarafli þeirra mátti þó ekki fara yfir 275 tonn á bát. Loðnubátar, sem fengu leyfi til síldveiða í haust, mega veiða 150 tonn hver bátur. Rólegt var yfir nótaveiðunum framan af og voru flestir bátarnir fyrir Suðurlandi, þar sem lítið hefur fengist af síld. Morgunblaðið spurði Þórð Ey- þórsson í sjávarútvegsráðuneytinu að því hvort leyfi hefðu verið gefin fyrir löndunum á síld erlendis og hvernig þá yrði staðið að þeim. Sagði Þórður að enn væri ekkert ákveðið í þessu sambandi, en hins vegar hefðu ýmsir sýnt áhuga á að sigla með síld. Aðspurður um rek- netaveiðarnar sagði Þórður, að ná- kvæmlega væri fylgst með veiðun- um frá degi til dags. Ef aflabrögð yrðu áfram eins góð og þau hafa verið síðustu daga gætu skipin fyllt kvóta sinn um eða upp úr næstu helgi. Tveir teknir á 131 km hraða TVÆR bifreiðir, fólksbifreið og jeppi voru teknar á 131 km hraða á Suðurlandsvegi si. mánudag. Lögreglan var við hraða- mælingar þegar bifreiðirnar komu í radarinn. Þær voru umsvifalaust stöðvaðar og ökumennirnir færðir á lög- reglustöðina. þar sem þeir voru sviptir ökuleyfi til bráða- birgða. Báðir þessir menn eru rall- ökumenn og ætluðu að taka þátt i næturralli um næstu helgi. Ekkert verður af þátt- töku kappanna tveggja í rall- inu, þar sem þeim lá þessi ósköp á og þeir misstu prófið fyrir vikið. Fylgst með hraða- mælingum. Sjá bis. 22. Tillaga að sáttum milli flugmanna AÐ UNDANFORNU heíur dr. Gunnar G. Schram. sáttasemjari í deilu flugmanna um starfsald- urslista. átt daglega fundi með deiluaðilum, en fyrir nokkrum dögum lagði hann fram tillögu að sáttum I deilunni, þar sem gert er ráð fyrir eins árs algjörri atvinnutryggingu hjá starfandi flugmönnum Flugleiða og siðan tveggja ára aðlögunartfma eftir það. Er þetta til umræðu hjá Lögbanns óskað á ABC Auglýsingastofan ABC hef- ur snúið sér til yfirborgarfó- getans i Reykjavík og óskað eftir því að lögbann verði lagt við því að heitið ABC verði notað á barna- og unglinga- blað. sem nýlega hóf göngu sína. Umrætt blað er málgagn Bandalags ísienzkra skáta en fyrirtækið Frjálst framtak hf. sér um útgáfu blaðsins. Lögbannsmál þetta er nú til meðferðar hjá embætti yfir- borgarfógeta. deiluaðilum og einnig eru Fiug- leiðir inni i þeirri mynd. I samtali við Mbl. sagði dr. Gunnar að undirtektir flugmanna við þessa tillögu hefðu að ýmsu leyti verið góðar en heldur hafi þyngst i byrjun vikunnar þegar nýjar kröfur komu fram hjá flug- mönnum og enn hefur samkomu- lag ekki náðst og óvist um samkomulagshorfur að sögn dr. Gunnars. Eins og fram hefur komið í Mbl. var öllum flugliðum Flugleiða sagt upp vegna óvissuástandsins og ganga þær uppsagnir í gildi 1. des. nk. Flugleiðir höfðu tilkynnt að stefnt yrði að því að tilkynna um endurráðningar fyrir 1. nóv. nk. og innti Mbl. Erling Aspelund, fram- kvæmdastjóra stjórnunarsviðs, eftir því í gær. Sagði Erling að stefnt hefði verið að því að ljúka endurráðningum fyrir 1. nóv. því það væri í rauninni algjör lág- markstími fyrir alla aðila, „en þegar þessi viðmiðun var tekin,“ sagði Erling, „áttum við ekki von á að það myndi dragast eins og raun ber vitni, að fá afgreiðslu málsins á hreint á opinberum vettvangi." Stærsti dagurinn á loðnuvertíðinni ÞRIÐJUDAGURINN var stærsti dagur loðnuvertíðar- innar til þessa, en þá til- kynntu 18 skip um samtals 13.370 tonn til Loðnunefndar. Aflinn á vertíðinni er orðinn tæplega 160 þúsund tonn og siðustu daga hafa skipin landað á höfnum frá Raufar- höfn vestur og suður um til Vestmannaeyja. Óli Óskars er aflaha-stur á vertíðinni með um 7.400 tonn, en það er um þriðjungur af kvóta skipsins. Órn KE 13 er hins vegar kominn með tæpan helming þess afla. sem skipinu var skammtaður á vertíðinni. Eftirtalin skip tilkynntu um afla frá því síðdegis á þriðjudag þar til síðdegis í gær: Þriðjudagur: Seley 420, Pétur Jónsson 850, Harpa 630, Huginn 580, Náttfari 530, Óli Óskars 1200, Víkingur 150. Miðvikudagur: Arnarnes 500, Helga II 480, Gullberg 530, Kefl- víkingur 480, Hilmir 560, Hákon 650. 84 félög boð- uðu ekki verk- fall 29. okt. SAMKVÆMT upplýsingum Vinnuveitendasambands ís- lands eru 84 félög innan Al- þýðusambands íslands. sem hafa ekki hoðaó verkfall hinn 29. október nastkomandi. en alls munu vera rúmlega 200 félög innan ASÍ. Listi yfir þau félög, sem hoóuöu ekki verk- fall, er birtur á hls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.