Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980
5
Frá blaðamannafundi í tilefni útkomu bókarinnar. Jóna Gróa Sijíurðardóttir, Marxrét Einarsdóttir. BjörK
Einarsdóttir. InuihjorK Rafnar. Bessí Jóhannsdóttir. Asdís Rafnar. Ljósmynd Mhl. Emíiia.
Ný bók Sjálfstæðiskvenna:
Fjölskyldan í frjálsu samfélagi
„TILEFNI þess. að við Kefum út
bókina „Fjölskyldan í frjálsu
samfélajíi''. er. að á fóstudaKÍnn
eru fimm ár liðin frá kvennafrí-
deKÍnum, 24. október 1975. Form-
Iok sala bókarinnar hefst á föstu-
dag ok munum við selja hana á
Lækjartorgi. Ég vil í því sam-
bandi hvetja alla sjálfstæðismenn
til að koma við og kaupa bókina
ok jafnframt að fá sér kaffi-
bolla," sagði Björg Einarsdóttir.
formaður Hvatar, á hlaðamanna-
fundi. Landssamband sjálfstæð-
iskvenna og Ilvöt, félag sjálfstæð-
iskvenna í Reykjavík. gefa út
bókina og fjallar hún um málefni
fjölskyldunnar.
Bókin er greinasafn um málefni
fjölskyldunnar og fjallar um hina
ýmsu þætti, sem varða fjölskyld-
una í nútíð og framtíð. Höfundar
greina í bókinni eru 24, karlar og
konur, sem eiga það sameiginlegt
að vera sjálfstæðismenn.
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur
frá upphafi lagt áherzlu á eflingu
og vernd heimilisins og fjölskyld-
unnar. Landssamband sjálfstæð-
iskvenna og Hvöt efndu til ráð-
stefnu í nóvember ’78 um fjöl-
skylduna og vinnumarkaðinn og
fylgdu síðan niðurstöðum þeirrar
ráðstefnu eftir með útgáfu blöð-
ungs, sem dreift var víðs vegar um
landið í 20 þúsund eintökum. Á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
’79 voru stefnumarkandi sam-
þykktir gerðar varðandi fjölskyld-
una, heimilið, skólann og vinnu-
markaðinn. Þessi bók okkar nú er
Gefin út í tilefni
þess, að 24. okt.
eru fimm ár liðin
frá kvennafrí-
deginum
hugsuð sem framhald þessa
starfs. Það er ekki neinn nöldurs-
tónn í bókinni — heldur er hún
miklu fremur jákvæð að því leyti,
að fjölskyldan á sér hlutverk í
framtíðinni. Við viljum freista
þess, að benda á hvar misgengi er
milli þarfa heimilisins og vinnu-
markaðarins og komast niður á
fastan punkt. Að hver meðlimur
fjölskyldunnar fái að njóta sín
sem bezt, það er, við setjum
manneskjuna í öndvegi og að
þjóðfélagið lúti þörfum hennar en
ekki öfugt," sagði Björg Einars-
dóttir ennfremur.
Jafnframt bókinni hefur Hvöt
gefið út merki með merki félags-
ins og á því stendur: „Einstakl-
ingsfrelsi er jafnrétti í reynd." Að
sögn Margrétar Einarsdóttur,
formanns Landssambands sjálf-
stæðiskvenna, er meiningin að
stofna leshringi víðs vegar um
landið um efni bókarinnar. Á
mánudag gengst Hvöt fyrir fundi
um málefni fjölskyldunnar. Fimm
sjálfstæðiskonur flytja þar fram-
söguræður og að þeim loknum
fara fram pallborðsumræður um
hlutverk fjölskyldunnar i nútíma-
samfélagi.
Eins og áður var greint frá, eru
höfundar greina í „Fjölskyldan í
frjálsu samfélagi" 24. Þeir eru:
Geir Hallgrímsson, Björg Einars-
dóttir, Ásdís Rafnar, Jóhanna
Kristjónsdóttir, Jóna Gróa Sig-
urðardóttir, Ragnhildur Helga-
dóttir, Davíð Oddsson, Gestur
Ólafsson, Sigurlaug Bjarnadóttir,
Hulda Valtýsdóttir, Erna Ragn-
arsdóttir, Dr. Björn Björnsson,
Markús Örn Antonsson, Bessí
Jóhannsdóttir, Elín Ólafsdóttir,
Arndís Björnsdóttir, Elín Pálma-
dóttir, Inga Jóna Þórðardóttir,
Friðrik Sophusson, Hóimfríður
Árnadóttir, Guðrún Erlendsdótt-
ir, Ingibjörg Rafnar, Sveinn
Jónsson, Auður Auðuns.
Vyni-A,{Jíi
Þumalína er flutt
Barnafataverzlunin Þumalína,
sem áður var til húsa í Domus
Medica, flutti nýverið að Leifsgötu
32, sem er á horni Leifsgötu og
Þorfinnsgötu, næsta hús við Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur.
Eins og áður mun Þumalína
bjóða viðskiptavinum sínum
sængurgjafir í miklu úrvali: Nær-
föt og náttföt í miklu úrvali,
drengjaföt og telpnakjóla, galla-
buxur, útigalla margar gerðir og
stærðir. Skírnarkjólar, bleyjupok-
ar og vögguklæðningar eftir pönt-
un. Vöggur, vöggusett, bleyjupok-
ar. Ódýr baðborð, plast- og tau-
stóla fyrir börnin, leikgrindur með
öryggisneti, úti- og inniburðar-
pokar og burðarrúm, kerrur og
margar gerðir kerrupoka.
í Þumalínu fást einnig Weleda
snyrtivörur, sem unnar eru úr
jurtum og jurtaolíum. Jurtirnar
eru ræktaðar á lífrænan hátt, þar
sem engin gervi-, litar- eða geyms-
luvarnarefni eru notuð.
Verzlunarstjóri í Þumalínu er
frú Fríða Jónsdóttur. Við hliðina á
Þumalínu er litli bróðir, Tumi
Þumall. Ásgeir Heiðar er verzlun-
arstjóri í Tuma Þumal.
(flr fréttatilkynninxu.)
Thermor
LOFTRÆSTIVIFTUR
Á undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér-
verzlun landsins með loftrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús,
verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf.
Veitum tceknilega ráðgjöf vio val á loftrcestiviftum.
Pekking
i®
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670
Fálkinn
póstsendir
allar nánari
upplýsingar,
sé þess óskað.
Aðalfundur Verndar
Verðlagsgrundvöllurinn:
AÐALFUNDUR Félagasamtak-
anna Verndar var haldinn á
Hótel Heklu þann 25. september
sl.
Fundurinn var fjölsóttur og
bættist samtökunum verulegur
liðsauki nýrra félaga, einkum úr
röðum SÁÁ. Á fundinum var
kosin 40 manna stjórn. Þóra
Einarsdóttir, sem verið hefur
formaður Verndar í 20 ár lét af
formennsku, en var kjörin heið-
ursformaður með tillögu- og at-
kvæðisrétti.
Stjórn samtakanna kaus á
fyrsta fundi sínum formann og
framkvæmdastjórn. Formaður
var kosinn fyrir næsta ár, Hilmar
Helgason, stórkaupmaður.
Framkvæmdastjórn skipa, auk
formanns og heiðursformanns:
Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn,
Jón Bjarman fangaprestur, Jón
Guðbergsson félagsmálafulltrúi,
Pétur Jónsson framkvæmdastjóri.
I varastjórn: Ásgeir Hannes
Eiríksson verzlunarmaður, Guð-
mundur Jóhannsson fyrrv. for-
stjóri á Litla Hrauni, Jóna Gróa
Þóra Einarsdóttir — lætur áf
formennsku i Vernd eftir tuttugu
ára starf.
Sigurðardóttir skrifstofumaður,
Ólafur Hauksson ritstjóri og Ólaf-
ur Ingibjörnsson læknir.
Jólanefnd er óbreytt en hana
skipa: Hanna Johannessen for-
maður, Rannveig Ingimundardótt-
ir, Unnur Sigurðardóttir og Sigur-
rós Sigurðardóttir.
Hækkunin 11,1%, en ekki 11%
VERÐLAGSGRUNDVÖLLUR hefur nú verið ákveðinn
fyrir unnar kjötvörur, en hann var ákveðinn til
bráðabirgða í september sl. — Þá var ákveðið að hann
skyldi hækka um 11,0% en nú hefur verið ákveðið, að
hækkunin skuli nema 11,1% eða 0,1% meiri hækkun.
Gunnar Guðbjartsson, formað- endanlega verð einstakra vöru-
ur Stéttarsambands bænda, sagði flokka, en það yrði væntanlega
í samtali við Mbl. í gærdag, að enn gert í vikunni.
væri ekki búið að reikna út hið