Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980
11
Bókmenntafélagið opnar af-
greiðslu að Þingholtsstræti 3
IIIÐ islenzka bókmenntafélaK
hefur opnað afgreiðslu að Þing-
holtstræti 3 en félagið fluttist
þangað í maimánuði á þessu ári
ok hafði þá skömmu áður fest
kaup á mestöllu húsinu. Enda
þótt Hið íslenzka bókmenntafé-
laK hafi starfað samfleytt frá
1816, i 164 ár, er það fyrst núna
sem félagið eignast eij?ið hús-
næði. Húsnæðisvandræði hafa
verið félaginu til mikils trafala
undanfarin tvö ár og hafa þau
að sögn forráðamanna félags-
ins stórlega dregið úr allri
starfsemi þess.
Hið íslenzka bókmenntafélag
hefur lengst af verið á hrakhól-
um með húsnæði. Kaupmanna-
hafnardeild félagsins hafði upp-
haflega geymslu fyrir bækur og
skjöl í húsi við Gammel Strand í
Kaupmannahöfn. Þar kom upp
eldur árið 1847 og brann þá
mikið af bókum og öðrum eign-
um félagsins. Eftir brunann léði
Kristján áttundi deildinni
ókeypis húsnæði í Amalienborg,
höll Kristjáns sjöunda. Naut
félagið þess húsnæðis til 1911, er
Hafnardeildin var flutt til Is-
lands. Reykjavíkurdeild Bók-
menntafélagsins hafði frá stofn-
un, 1816, geymslu á lofti dóm-
kirkjunnar í Reykjavík allt til
ársins 1963. Eftir það fékk félag-
ið geymslur í kjallara Háskóla-
bíós og nokkrum öðrum stöðum í
Reykjavík.
Afgreiðsluhúsnæði hafði Bók-
menntafélagið ekkert lengi
framanaf. Rit félagsins voru
póstsend eða borin út til félags-
manna eða afgreidd beint úr
geymslum félagsins. Arið 1962
tók Bókaverzlun Sigfúsar Eym-
undssonar við afgreiðslu fyrir
félagið og hafði hana með hönd-
um til 1968, að Prenthús Haf-
steins Guðmundssonar og forn-
bókaverzlunin bókin hf tóku við.
Það var svo fyrst árið 1971 að
félagið opnaði eigin afgreiðslu í
Vonarstræti 12 í húsnæði sem
það leigði hjá Alþingi. í vor
fluttist félagið svo loks í eigið
húsnæði að Þingholtsstræti 3 en
afgreiðsluhúsnæði var þó ekki
unnt að opna fyrr en sl. mánu-
dag.
Aðdragandi þessara húsa-
kaupa er sá að stjórn félagsins
ákvað að minnast hundruðustu
árstíðar Jóns Sigurðssonar með
því að afla félaginu húsnæðis, en
Jón var forseti þess og helzta
driffjöður þess um þriggja ára-
tuga skeið. Tókst að tryggja
nægilegt fjármagn til að unnt
væri að ráðast í kaupin þó enn
vanti mikið á að húsið sé greitt
að fullu. Á síðasta aðalfundi
Hins íslenzka bókmenntaflelags
var samþykkt að koma á fót
sjálfseignastofnun, sem bæri
nafn Jóns Sigurðssonar, og hefði
það hlutverk að styrkja starf-
semi bókmenntafélagsins. Verð-
ur þessi stofnun formlegur eig-
andi hússins þegar henni hefur
verið sett skipulagsskrá.
Stjórn Hins íslenzka bókmenntafélags, f.v. Kristján Karisson, Reynir
Axelsson, Sigurður Lindal forseti, Garðar Gislason og ólafur
Pálmason. Tvo stjórnarmeðlimi vantar á myndina, þá Svein Skorra
Ilöskuldsson og óskar Halldórsson.
Húsið að Þingholtsstræti 3 sem Hið islenzka bókmenntafélag hefur
keypt að mestum hluta. Þangað hefur afgreiðsla félagsins nú verið
flutt.
Kennaraháskólinn:
Fyrirlestur
um móðurmáls-
kennslu í
grunnskólum
BODIL Frederiksen kennari og
námsefnishöfundur frá Dan-
mörku flytur fyrirlestur um móð-
urmálskennslu i grunnskóla,
fimmtudaginn 23. október.
Fjallað verður um aðlögun
kennsluhátta og námsefnis að
misjafnir getu nemenda innan
bekkjardeildar. Fyrirlesturinn
verður í Kennaraháskólanum við
Stakkahlíð stofu 301 og hefst kl.
4.15.
JC-félag
stof nað á
Akranesi
UM þessar mundir er verið að
stofna ný JC-félög viða um land-
ið. Þann 5. október var stofnað
JC félag i Þorlákshöfn, og á
laugardaginn kemur, 25. októ-
ber, verður stofnað JC-félag á
Akranesi.
JC er alþjóðlegur félagsskapur
ungs fólks á aldrinum 18—40 ára.
Um 600 þúsund einstaklingar í 89
löndum hins frjálsa héims eru nú í
hreyfingunni. Á íslandi eru í dag
um 1200 JC-félagar í 29 aðildar-
félögum. Er það Vá% þjóðar, sem
er heimsmet í JC.
Á hverju ári starfar JC-hreyf-
ingin að sameiginlegu landsverk-
efni, sem í ár er: „Leggjum
öryrkjum lið“.
Öllum Akurnesingum og ná-
grönnum þeirra á aldrinum 18—40
ára, er velkomið að gerast stofnfé-
lagar í JC-félaginu á Akranesi.
Fundurinn er að Hótel Akranesi,
og hefst kl. 15.00.
Fréttatilkynning frá Útbreiðslu-
nefnd JC-Vík Reykjavik.)
MYNDAMÓT HF.
ADALSTRjCTI • SlMAR: 17152-17355
4ra herb., sér inngangur, sér
hiti. Stór bflskúr fylgir.
SÉRHÆÐ í KÓPAVOGI
4ra herb. íbúö, ca. 100 fm.
BAskúr fylgir.
SÉRHÆÐ í KÓPAVOGI
2ja herb. íbúö ásamt herbergi í
kjallara. Bílskúr fylgir.
RAÐHÚS
SELTJARNARNESI
Endaraöhús, hvor hæö ca. 100
fm. að mestu tilbúiö undir
tréverk og málningu. Innbyggö-
ur bAskúr.
PARHÚS KÓPAVOGI
140 fm. íbúö í parhúsi á tveimur
hæöum. 56 fm. bAskúr fylgir.
VESTURBERG
4ra—5 herb. íbúð á 3. hæö.
DVERGABAKKI
4ra herb. íbúö á 1. hæö.
GAUKSHÓLAR
2ja herb. íbúö, 60 fm.
HRAUNBÆR
3ja—4ra herb. íbúð, 96 fm.
LAUGAVEGUR
3ja herb. íbúö, 70 fm.
DÚFNAHÓLAR
5 herb. íbúö á 2. hæö, 140 fm.,
4 svefnherbergi, þvottaherb. á
hæöinni. BAskúr.
LAUFVANGUR HF.
3ja herb. íbúð, 90 fm.
NÝLENDUGATA
4ra herb. íbúö á 2. hæö.
MIÐVANGUR
HAFNARFIRÐI
3ja herb. íbúðir á 1. og 3. hæö.
Sér þvottahús í íbúöunum.
SKULAGATA
2ja—3ja herb. í risi. Útb. 16
millj.
VESTURVALLAGATA
3ja herb. íbúö á jaröhæö. Sér
hiti, sér inngangur.
KÁRSNESBRAUT
— EINBÝLISHÚS
Einbýlishús á einni hæö, ca. 95
fm. Bflskúr fylgir. Skipti á stærri
eign í Vesturbæ í Kópavogi
koma til greina.
Pétur Gunnlaugsson, lögfr
Laugavegi 24,
símar 28370 og 28040.
JQ & JR«r0nnbbibit>
Þetta eru starfsmenn hljóm-
plötuverslana okkar og eru þau
komin í Madness stellingarnar
því nýja Madness platan Abso-
lutely kemur út í dag. Madness
hafa aldrei veriö betri og þaö
vita Geiri, Oddný, Finnbogi,
Pétur, Jórunn og Sævar mætavel
og eru því komin í réttu stell-
ingarnar til aö afgreiða nýju
plötuna Absolutely.
Settu þig nú í stellingar og láttu
sjá þig í einhverri af verslunum
okkar.