Morgunblaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980
SIGRÚN Gísladóttir hefur efnt
til sýningar á Collage-verkum
sínum í Kirkjustræti 10. Þetta
mun vera í annað sinn, sem
SÍKrún efnir til sýningar, en ekki
fór svo vel að ég sæi hennar
fyrstu sýningu. Nú verð ég að
játa, að Sigrún kemur mér á
óvart með þessa Collaga og
sannast mála hafði ég enga
hugmynd um að hún ætti það til
frá Nínu heitinni Tryggvadóttur
á einstöku stað, en samt hefur
Sigrún lag á því að gerast ekki
eftirapari, ef svo mætti nefna
það. Allir verða að fá hvata til að
skapa, og það sýnir vissan
þroska þegar yngra fólk notfær-
ir sér þekkingu þeirra er á undan
eru gengnir. Það er sannarlega
jákvætt fyrir Sigrúnu að hafa
lært af Nínu og ég efast ekki um
Collage-myndir
Sigrúnar Gísladóttur
í fórum sínum að gera slíkar
'myndir.
Því miður, er húsnæðið i
Kirkjustræti 10 hvergi nægilega
þokkalegt til að vera umgerð
slíkrar sýningar, sem þessarar.
Ljós er mjög villandi og veggir
truflandi og allt á þann veg að
vart verður við unað. Hefði ekki
verið betra að sýna þessi verk í
húsnæði eins og til að mynda í
Djúpinu eða í Listmunahúsinu?
Þessi spurning vaknar, því að
mínum dómi eiga þessi verk
Sigrúnar skilið miklu betra um-
hverfi, en Kirkjustrætið getur
gefið. Ég sé nefnilega ekki betur
en Sigrún sé þarna á ferð með
mjög frambærilega hluti, sem
munu sæma sér ágætlega hvar,
sem er í góðri umgjörð. Ég nefni
þetta hér, vegna þess að mér
finnst vera farið svolítið rangt í
Myndlist
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
hlutina, hvað sýningarstað
snertir. Kirkjustræti 10 er
sjálfsagt mikið ágætis hús í
sjálfu sér, en það bara hentar
ekki til sýninga á myndlist. Síst
af öllu á abstraktri list, sem
þessari.
Sýning Sigrúnar er mjög
þokkaleg og hæfileikar Sigrúnar
leyna sér ekki. Hún virðist hafa
gott vald á litameðferð og einnig
kann ég vel að meta hvernig hún
rífur niður pappír og setur
saman. Það örlar fyrir áhrifum
að hún hefði ekki náð þessum
árangri, er nú kemur fram, ef
hún hefði verið lokuð fyrir því er
áður hefur verið gert. Nokkur
verk Sigrúnar festust mér sér-
lega í minni, er ég leit inn á
sýningu hennar, Nefni ég: No. 4,
7, 10, 16 og 21. Annars er erfitt
að gera upp á millum þessara
verka. Heildin hefur mjög ríkan
persónulegan blæ og gæði eru
yfirleitt jöfn. Það er skemmtileg
tilfinning fyrir litum og formi,
sem er aðalsmerki þessara
verka. Ég vona að ekki líði á
löngu þar til kostur gefst á að
sjá þessar myndir í þetra hús-
næði. Þær eiga það sannarlega
skilið. Þetta var skemmtileg
uppákoma að kynnast þessum
verkum Sigrúnar Gísladóttur.
Þakkir fyrir góða skemmtun, til
hamingju.
Sýnd: Nýja Bíó.
Leikstjórn: Mark Rydell.
Ilandrit: Bill Kcrhy/Bo Gold-
man.
Myndatökumaður: Vilmos Zig-
ismond.
Tónlist útsett af Paul A. Rotch-
ild.
Búningar: Theoni V. Aldrega.
Dansahofundur: Toni Basil.
Þráður þessarrar myndar er
sáraeinfaldur: Hápunkti á ferli
frægrar poppstjörnu The Rose
er lýst með tilheyrandi einka-
lífssýningu og að lokum falli
stjörnunnar á sviðinu væntan-
lega niður til helvítis. Erfitt er
að ímynda sér að hægt sé að
gæða slíkan þráð hvílíku lífs-
magni í 150 mínútur, að Óli
Lokbrá komi ekki í heimsókn að
minnsta kosti við og við. En það
er nú öðru nær, sá gestur er
víðsfjarri mest allan tíma mynd-
arinnar ekki vegna þess að
leikstjóra og handritshöfundum
takist að byggja upp dramatíska
spennu (sem þeir gera þó ákafar
tilraunir til m.a. með því að láta
stjörnuna deyja á heimaslóðum
með hálfan fæðingarbæinn fyrir
augum), heldur vegna þess að
söngkonan Bette Midler í aðal-
hlutverkinu lýsir svo upp sviðið
með stjörnuleik sinum að undr-
um sætir. Minnist undirritaður
þess ekki að hafa séð hliðstæða
tilburði frá því Jack Nicholson
sprengdi af sér öll bönd í Gauks-
hreiðrinu og Klaus Kinski fór
hamförum í hlutverki Woyzek.
Því miður rennur slíkt æði allt
of sjaldan á leikara. Annars er
ekki gott að segja hvers vegna
slík ósköp gerast hjá leikurum,
sannarlega er það ekki tæknin
ein sem lyftir leiknum í hæðir.
Fremur eins konar sálfræðileg
ummyndun, hamskipti þar sem
leikarinn verður í senn algerlega
hann sjálfur og eitthvað ókunn-
ugt sammannlegt afl sem allir
eiga nokkra hlutdeild í. Á slíkum
stundum verður leikarinn sham-
an eða seiðskratti sem ræður
umhverfi sínu. Þetta tekst söng-
konunni Bette Midler með því að
breytast algerlega í söngkonuna
Rose í samnefndri mynd. Hún
verður þessi líttgreinda stúlka
með hásu náttúruröddina sem
veltist hálfrugluð í trylltum
heimi poppsins, pískuð áfram af
umboðsmönnum, ærðum múg,
lyfjum og því ólgandi tímabili
bandarískrar sögu sem nefnt
Kvlkmyndlr
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
hefur verið „Víetnamtíminn".
En á þeim tíma fengu menn hér
á vesturlöndum enn einu sinni
glýju í augun og héldu að þeir
gætu bjargað heiminum ekki
með hjálp smiðssonar frá aust-
urlöndum nær eða þýskra gyð-
inga sem sátu í mjúkum stólum
British Museum heldur fjögurra
síðhærðra stráka frá Liverpool.
Upphaf hinna miklu frelsunar-
bylgna sem ganga yfir heiminn
er ætíð þrungið spennu en ekki
tekst myndinni The Rose að
endurvekja töfra hippatímans
en hún kemst nálægt því ein-
göngu með leik Bette Midler sem
skyggir gersamlega á mótleikara
sinn hinn annars magnaða
breska leikara Alan Bates (sem
meðal annars brá sér í hlutverk
shaman í myndinni Öskrið er
hér var sýnd fyrir skömmu og
þeir muna sem sáu). Er vonandi
að Midler takist að bregða sér úr
hlutverki söngkonunnar í fram
tíðinni. Megi stjörnuskin hennar
verma okkur af hvíta tjaldinu
um langa framtíð. Því miður er
ég hræddur um að svo verði ekki
því það er trú mín að hver
leikari eigi aðeins einn hápunkt
á ferli sínum. Að slík undur
gerist helst þegar hann tjáir
persónur sem eru á mörkum
vitfirringar á þeirri stundu (ef
guð og gæfan lofar), losni öll
bönd innra með honum, og
svörtu púkarnir sem svo dyggi-
lega hafa verið læstir inni
spretta upp á yfirborðið og taka
stjórnina. — Það er fyrst þá sem
stjörnur hvíta tjaldsins lýsa að
mínu mati eða réttara sagt
breytast í svört göt sem soga til
sín hvað sem fyrir verður. Þegar
slíkt gerist björgum við ekki
heiminum hann bjargar okkur.
Nemendaleikhúss ins.
Leikhópur
Lítið dýr,
sem ekki
verður kyrkt
Nemendaleikhús Leiklistar-
skóla íslands: ÍSLANDS-
KLUKKAN — sagan af Jóni
Hreggviðssyni á Rein og hans
vini og herra Árna Árnasyni
meistara.
Ilöfundur: Halldór Laxness.
Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir.
Tónlist/leikhljcið: Áskell Más-
son.
Lýsing: David Walters/Ólafur
Örn.
Búningasaumur: Gróa Guðna-
dóttir.
Tæknimaður: Ólafur Örn Thor-
oddsen.
Ég verð að viðurkenna að það
kemur mér á óvart að Nemenda-
leikhúsið skuli velja til sýningar
Islandsklukku Halldórs Laxness.
Verkið er í senn þungt í vöfum
og krefst mikils af ungum leik-
urum.
En gesti á sýningunni verður
fljótlega ljóst að hér er gam-
algróið verk tekið nýjum tökum
og að vissu marki stefnt að
endurmati þess. Þetta gildir ekki
síst um niðurskurð textans og
íburðarleysi sviðsins. Einnig er
gripið til þess ráðs að láta hvern
leikara fara með mörg hlutverk.
Og áhorfendur sitja í kringum
sviðið þannig að líf þess er þeim
nákomnara en oft áður.
Leikstjórinn er semsagt að
reyna nýjar leiðir og þótt þær
verði naumast til þess að við
sjáum íslandsklukkuna í
splunkunýju ljósi er tilraunin
nokkurs virði. Líklega er þó það
sjónarmið veigamest að leikar-
arnir ungu fái allir að spreyta
sig og sýna hvað í þeim býr. Ekki
er stefnt að því að velja stjörnur
sem skyggi á aðrar minni heldur
er samæfður leikhópur að verki,
allir sem einn maður.
Eflaust dunda menn sér við að
finna leikaraefni á sýningum
Nemendaleikhússins. Þau eru nú
eins og oft áður mörg. Guðmund-
ur Ólafsson var í fyrstu ólíklegur
til að valda persónu Jóns
Hreggviðssonar, en óx ásmegin
og varð hinn galvaskasti snæris-
þjófur. Sigrún E. Björnsdóttir
naut sín einkar vel í hlutverki
Snæfríðar ungrar, hið dæmi-
gerða ljósa man. Guðbjörg Thor-
oddsen túlkað reisn heimskon-
unnar Snæfríðar þegar hún var
orðin eldri. Júlíus Hjörleifsson
sýndi okkur hinn ógæfusama
Júngkæra. Guðjón P. Pedersen
brá sér í afkáralegt gervi Grin-
vicencis. Arnas Arnæus Jóhanns
Sigurðarsonar var hinn gjörvi-
legasti. Karl Ágúst Úlfsson lék
sín hlutverk eftirminnilega, ekki
síst Jón Marteinsson og Dóm-
kirkjuprestinn, en fleiri hlutverk
léku í höndum hans.
Islandsklukkan er sögulegt
verk og dramatískt. í því er lögð
LelKllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
áhersla á vanmátt þjóðar sem er
ein í veröldinni eins og lítið dýr.
Maður sem ætlar að kyrkja það í
greip sinni þreytist að lokum við
þá iðju.
Samræður þeirra Arnas Arn-
æus og von Úffeiens, erindreka
Þjóðverja, um ísland eru löngu
orðnar hluti af skólabóka-
lærdómi íslenskra barna eins og
ýmsar röksemdir verksins um
stolt íslendinga sem felst í
fornum bókum.
Bríet Héðinsdóttir er heilluð
af talkórum og beitir þeim í
sýningunni að mínu viti með
vafasömum árangri. Þeir minna
mig alltaf á frásagnir af róttæk-
um umbótamönnum kreppuár-
anna sem skildu vel pólitíska
áróðurstækni. Rómantík verks-
ins kemst ágætlega til skila án
bragða af þessu tagi þótt þau
kunni að hafa gildi í uppeldi
leikaranna.
Eins og svo oft áður á sýning-
um Nemendaleikhússins fyllist
áhorfandi bjartsýni að sjá hve
heilt ungt fólk gengur til starfa
alráðið í að gera vel og slaka
ekki á listrænum kröfum.